Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 24
44 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 nn Nauðsynlegur uppskurður „í raun og veru var verið að skera ákveðna meinsemd burtu. Uppskurður er stundum sárs- aukafullur en hann er nauðsyn- legur svo sjúklingurinn lifi.“ Bragi Einarsson í Eden um brottrekstur fjögurra bæjarfull- trúa úr sjálfstæðisfélaginu í Hveragerði, í DV. Argasti subbuskapur „Þetta er hneisa og argasti subbuskapur sem þarna við- gengst." Jóhanna Sigurðardóttir þing- maður um laun og kjör banka- stjóra, í Degi-Tímanum. Ummæli Fíflalæti þáttastjómenda „Þetta er búið að ganga of lengi óátalið og verður rödd óá- nægjunnar nú að yfirgnæfa fifla- læti stjómenda þáttanna." Guðmundur Egill Erlendsson í lesendabréfi um stjórnendur unglingþáttarins Ó, í Degi-Tím- Hunang skemmtir í Café Amster- dam í kvöld. Afmælisveisla í Café Amsterdam í tilefni af sex ára afmæli Café Amsterdam hefur verið boðið upp á ýmsar uppákomur undan- farna daga. í kvöld og annað kvöld leikur hljómsveitin Hun- ang fyrir gesti staðarins. Freist- andi tilboð verða í gangi og auk þess óvæntar uppákomur. Ópembandið í Óperu- kjallaranum í kvöld skemmtir Óperuband- ið ásamt Bjögga Halldórs í Óp- erukjallaranum. Annað kvöld verður Gulli Helga í diskóinu. T-Vertigo á The Dubliner Tríóið vinsæla T-Vertigo mun skemmta gestum á The Dubliner í kvöld og annað kvöld. Hefja þeir leik kl. 23.30 bæði kvöldin. Stuðkvöld á Kaffi Reykjavík í kvöld mun Bjartmar Guð- laugssson skemmta matargest- um. Söngflokkurinn Snörumar skemmta með söng og línudans og hljómsveitin Karma heldur uppi fjöri til kl. 03. Karma verð- ur einnig til staðar annað kvöld. Skemmtanir Mæðusöngsveitin í Öl- kjallaranum Mæðusöngsveit Reykjavíkur mun skemmta í kvöld og annað kvöld i Ölkjallaranum. Todmobile á Egilsstöðum Hljómsveitin Todmobile mun skemmta á dansleik á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum i kvöld, en á morgun liggur síðan leiðin í Miðgarð í Skagafirði þar sem dansleikur verður haldinn. Stjómin í Leikhús- kjallaranum Hljómsveitin Stjómin heldur uppi stuði í Leikhúskjallaranum í kvöld og annað kvöld. Dálítil riging við og við Við Færeyjar er 1022 mb hæð sem þokast suðaustur og á suðvestan- verðu Grænlandshafi er 1000 mb lægð sem hreyfist hægt norðnorð- austur. Veðrið í dag i dag verður sunnan- og suðaust- angola á landinu. Skýjað að mestu og dálítii rigning með köflum sunn- an- og vestanlands en þurrt og víða bjart veður á Norðaustur- og Aust- urlandi. Hiti 2 til 9 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi og dálítil rigning við og við. Hiti 2 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.33 Sólarupprás á morgun: 05.17 Síðdegisflóð í Reykjavlk: 20.07 Árdegisflóð á morgun: 08.25 Veðrió kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 2 Akurnes skýjaö -2 Bergstaöir skýjaö 2 Bolungarvík alskýjaó -1 Egilsstaöir skýjaö 2 Keflavíkurflugv. alskýjaö 3 Kirkjubkl. alskýjaö 1 Raufarhöfn skýjaö 1 Reykjavik skýjaö 2 Stórhöföi rigning 4 Helsinki léttskýjaö 3 Kaupmannah. skýjaö 4 Ósló léttskýjað 5 Stokkhólmur léttskýjað 3 Þórshöfn alskýjaö 2 Amsterdam þokumóóa 10 Barcelona þokumóöa 15 Chicago heióskírt 6 Frankfurt skýjað 7 Glasgow skýjaö 5 Hamborg skýjaó 7 London mistur 8 Lúxemborg skýjaó 8 Malaga skýjaó 15 Mallorca léttskýjaö 7 París skýjaö 6 Róm þokumóóa 8 New York skýjað 8 Orlando heióskírt 15 Nuuk skýjaó -3 Vín skýjaö 6 Washington skýjaö 12 Winnipeg heiöskírt 3 Halldór Einarsson, stofnandi heimsklúbbs knattspyrnuáhugamanna: Vonandi get ég sameinað áhugamál og vinnu „Ég veit nákvæmlega hvenær ég fékk hugmyndina að stofnun þessa knattspyrnuáhugamannaklúbbs. Það var um morguninn 22. ágúst. Ég vaknaði óvenju seint, eða kl. sjö, og var þá strax alveg með það á hreinu að þetta ætlaði ég mér að fram- kvæma,“ segir Halldór Einarsson, eigandi Hensons sports og þekktur knattspyrnuáhugamaður. Hann hef- ur nýverið stofnað heimsklúbb knattspyrnuáhugamanna og er þetta fyrsti klúbbur sinnar tegund- ar i heiminum. Maður dagsins Halldór segir að margir samverk- andi hlutir geri það að verkum að svona hugmynd fæðist: „Það hefur lengi blundað í mér að finna upp á einhverju í tengslum við knatt- spyrnuna, sem ekki er til staðar og það kom í ljós þegar ég fór að grennslast fyrir hjá FIFA að enginn heimsklúbbur, eins og ég hugsa mér hann, er til. Að mínu mati á klúbb- ur þessi heima í hverju því landi þar sem knattspyrna er stunduð. Ég leitaði til FIFA og fékk þar mjög já- kvæðar undirtektir, þeir ætla að vera með þennan klúbb í sinu kynn- ingarstarfi." Að stofha klúbb sem þennan segir Halldór vera bæði Halldór Einarsson. hugsjónarstarf og markaösstarf: „Ég er búinn að stunda sölumennsku á fatnaði í mörgum löndum í mörg ár og kynnst erfiðleikum í því sam- bandi. Að selja þessa hugmynd hef- ur verið mjög ólíkt öllu öðru sem ég hef fengist við, allir eru jákvæðir og tilbúnir að taka hugmyndina á lofti. Það sem liggur fyrir núna hjá mér er að markaðssetja klúbbinn og er ég á leiðinni tfl London tfl þeirra starfa. í þeim efnum er gríðarleg vinna framundan. Búið er að stofn- setja skrifstofu i London og þar verða aðalbækistöðvar klúbbsins í framtíðinni." HaOdór þekkir þaö að vera lengi að heiman: „Það er útOokað annað en að ég verði einhvem tíma í Eng- landi. Ég þekki það svo sem að vera í burtu, ég dvaldi lengi í Úkraínu í sambandi við fatabransann." HaOdór er ekki óvanur stofmm knattspyrnuklúbba. Hann stofnaði á sínum tíma stuðningsklúbb fyrir landsliðið r knattspyrnu og er nú- verandi formaður hans. „Ég held að það sé nauðsynlegt að vera búinn að fara í gegnum eitthvað líkt tO að geta framkvæmt stórvirki á borð við hehnsklúbb. Ég er orðinn reynd- ur í aOs konar markaðsetningu í sambandi við fatnaðinn og veit hvernig á að fara af stað með þenn- an klúbb. Sú reynsla mín er kannski ástæðan fyrir því að ég geri þetta. AOm' minn tími mun fara í þetta á næstunni og tel ég aö með stofnun þessa klúbbs geti ég sam- einað áhugmál og vinnu.“ HaOdór á sér fleiri áhugamál en knattspyrnuna: „Ég hef ákaflega gaman af að syngja, er í Valskórn- um, ég föndra einnig við að mála myndir og hef gaman af að veiða svo eitthvað sé nefnt, en áhugamál mín eru mörg þótt knattspyrnan sé þar fremst." -HK Myndgátan Tvær ef þremur leikkonum í leikritinu í hlutverkum sínum. Vinnu- konurnar í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarp- anum verður sýnt í kvöld leikrit- ið Vinnukonumar eftir Jean Ge- net. Vinnukonurnar var frum- sýnt í París árið 1947 og hefur ásamt öðram verkum Genet haft mikil áhrif á hugmyndir manna um leikhús á síðari hluta tuttug- ustu aldar. Fíölmargir leikstjór- ar hafa tekist á við verkið og hægt er að skoða það frá ýmsum sjónarhornum. Leikritið hefur einu sinni áður verið sýnt hér á landi, hjá Grimu árið 1963. Leikstjóri í þetta skiptið er Melkorka Tekla Ólafsdóttir en með hlutverkin þrjú fara Rósa Guðný Þórsdóttir, Steinunn Ólafsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Þýðendur verksins eru Vigdís Finnbogadóttir og Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Leikhús Smáborgara- brúðkaupið Leikfélag Selfoss hefur hafið sýningar að nýju eftir páskafrí á Smáborgarabrúðkaupinu eftir Bertholt Brecht í leikstjórn Við- ars Eggertssonar. Er sýning á leikritinu í kvöld í KaffÚeikhús- inu, Sigtúnum 1, Selfossi. Leik- ritið verður síðan sýnt á sama staö á föstudags- og laugardags- kvöld. Sýningar hefjast kl. 20.30. Bridge Norðmaðm-inn Geir Helgemo þykir koma tO greina fýrir besta úrspO sagn- hafa i ár. Hann var sagnhafi á 6 tíglum í þessu spOi á Forbo-mótinu í HoOandi fyrr á þessu ári. SpOafélagi hans í mót- inu var Edgar Kaplan og sagnir gengu þannig með Kaplan-Helgemo í NS: * 973 V 9762 * K1086 * 92 * 84 * KDG84 * 5 * K10753 N V A S # UUlOb •* Á1053 ♦ 3 * DG64 * ÁK62 * - ♦ ÁDG9742 * Á8 Vestur 2 •* p/h Norður Austur Suður pass 4 •* 6 ♦ Dropateljari Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Bjartsýna sögn varð að réttlæta með góðri spOamennsku en þessi samningur er þó óvinnanlegur, eða hvað? Helgemo var ekki í vandræð- um með úrspilið. Útspilið var hjartakóngur sem Helgemo tromp- aði, tók tígulás og spilaði síðan spaða á sjöuna (svíning nr. 1). Aust- ur drap á gosa og spilaði spaða- fimmu. Helgemo hleypti henni yfir á níuna og gat síðar hent laufi í spaða. Vörnin gerði sitt besta því Helgemo vinnur alltaf spilið. Ef austur spilar hjarta trompar Hel- gemo hátt, spOar tigli inn í blindan og siðan spaðaníu (svining nr. 2). Austur getur lagt á, Helgemo drepur á ás, spflar tígli enn að blindum og svínar spaðasexunni! (svíning nr. 3 í sama litnum). Þetta er stórkostleg íferð í einn lit, ein svíning í gegnum vestur og tvær svíningar í gegnum austur. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.