Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1997, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997
5
Fréttir
Erfiðlega gengur
að eiga við síldina
DV, Akureyri:
Veiðamar úr norsk-íslenska
síldarstofninum hafa gengið afar
misjafnlega síðan þær hófust 3. maí
sl. Þó hafa komið „góð skot“ af og
til en staðið stutt yfir og síldin yfir-
leitt verið erfið viðureignar.
Fyrir um viku voru skipin helst
að fá afla um 300 mílur norðaustur
frá Seyðisfirði en þar var þröng á
þingi og erfitt fyrir skipin að at-
hafna sig, bæði vegna mikilla
þrengsla og eins var sildin dreifð
og var djúpt. Nú fyrrihluta vikunn-
ar kom „gott skot“ mun sunnar eða
inni í færeysku lögsögunni og
fengu mörg skip þar ágætisafla.
Talið er að nálægt 80 þúsund tonn af síld hafi veiðst af 333 þúsund tonna
kvóta íslendinga úr norsk-íslenska stofnunum. Eftir erfiða byrjun hefur veiði
glæðst síðustu sólarhringa. Myndin var tekin á síldarmiðunum.
DV-mynd Þorsteinn G. Kr.
Unglingur tryllt-
ist í ofskynjun
DV, Suðurnesjum:
„Fjölmörg dæmi eru um að LSD-
neytendur hafi endað á geðsjúkra-
húsum. Þeir hafa talið sig geta flog-
ið og reynt slíkt og einnig hafa þeir
rifið úr sér tennur,“ sagði Elías
Kristjánsson, tollfulltrúi fikniefna-
deildar Tollgæslunnar á Keflavíkur-
flugvelli, i samtali við DV.
Lögreglan í Keflavík stöðvaði ný-
lega LSD-veislu í Keflavik. Sprauta
varð ungling eftir að hann trylltist
af neyslu ofskynjunarlyfsins LSD.
Elías segir að líkja megi neyslu
LSD við rússneska rúllettu. Talsvert
er um neyslu hérlendis þrátt fyrir
að efnið hafi valdið því að líf fjölda
manna hafi breyst til varanlegrar
bölvrmar í breyttum lífsháttum.
„LSD er unnið úr sveppum úr
náttúrunni og getur valdið sálræn-
um ávana. Til eru 6000 tegundir
sveppa. Þar af eru um 2% sem hafa
skynvilluverkunina. LSD á markaði
hérlendis er að mestu smyglað frá
Mið- Evrópu, venjulegast í formi
vökva. Sölumenn efnisins hér hafa
oft verið staðnir að því að fullyrða
um skaðleysi þess. Efnið sé nýtt af-
brigði og áhættan hverfandi.
Samkvæmt könnunum eru börn
og unglingar stærsti neysluhópur-
inn. Efnið er að mestu markaðssett
síað í pappírsarkir og hægt að koma
2400 skömmtum fyrir á einni A-4
örk með teiknimyndum. Aldrei hef-
ur verið til nema eitt form af LSD
og það er stórhættulegt heilsu
manna. Fíkniefnin fara ekki í
manngreinarálit. Þau leita ekki eft-
ir stöðu eða stétt manna. Verum því
öll á verði gegn bölinu til vemdar
heilbrigðu lífi,“ sagði Elías. -ÆMK
Heldur virðist hafa dregið úr afla
þar síðustu tvo sólarhringa og
sagði Eggert Þorfinnsson, skip-
stjóri á Oddeyrinni EA, í gær að
skipin hefðu verið að fá 300 tonn á
sólarhring og þaðan af minna. Odd-
eyrin var á leið á miðin í gær og
sagði Eggert að stefnan væri tekin
nyrst á færeysku lögsöguna.
Nákvæmar upplýsingar um
heildarveiði þann tæpa hálfa mán-
uð sem veiðamar hafa staðið yfir
liggja ekki fyrir en menn áætla að
búið sé að veiða 75-80 þúsrrnd tonn
af þeim 333 þúsund tonnum sem
komu í hlut íslendinga við skipt-
ingu á veiðinni úr norsk-íslenska
stofninum. -gk
Hágæða vogir á góðu verði með
eða án prentara.
Vogir í kassaborð fyrir versl-
anir með eða án koðalesara.
Hafnarfjorður - Garðabær
Dalshrauni 11 - Hafnarfirði
Reykjavik - Kopavogur
Dalbraut 1 - Reykjavík
| i í—
•I L 1 i 1
Komdu og sœktu
Lattu senda þér heim
Fjölskyldutilboð
16 pizza m/2 aleggsteg
890 kr.
18" pizza m/3 áleggsteg.
12" hvítlauksbrauð
eða margarita,
hvítlauksolía og
2 l kók.
1.790 kr.
16“ pizza m/3 áteggsteg.
1.200 kr.
18" pizza m/2 áleggsteg.
990 kr.
Ef keyptar eru tvœr pizzur
þá fœrðu 200 kr. í afslátt.
(Gildir eingöngu ef sótt er.)
Sama
DIi
iJKU
Heimsmeistarakeppni í
handbolta
Heimsmeistaraafsláttur á Samurai
Japanski veitingastaðurinn Samurai sýnir stuðning við ísienska landsliðið
í handboita með sérstökum keppnisafslætti í tilefni af HM í handbolta
í Japan dagana 17. maí til 2. júní.
Notum tækifærið og kynnumst japanskri matargerðarlist á eina japanska
veitingastaðnum á íslandi sem eingöngu framreiðir japanska rétti.
Megi íslensku víkingarnir sigra í heimalandi japanskra samúræja!
Veitingastaðurinn
mm
í Ingólfsstræti, beint á móti íslensku óperunni,
sími 551-7776.