Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Síða 8
wmmmmmmm
(sielkerinn
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarfræðingur:
Rækjupönnukökur
Ferskur lax
í forréttinn
- beint úr
,Ég vann áöur í veislum úti í bæ
og þá var þetta mjög
vinsælt. Ég hef oft
verið beðin um
uppskriftina að
þessum
pönnukök-
um og ákvað
því að slá til
úr þvi að ég
fékk tæki-
færi til
aö birta
hana opinberlaga," segir Guðrún
Þóra Hjaltadóttir, næringarfræðing-
ur og sælkeri DV þessa vikuna.
Guðrún Þóra býður upp á
rækjupönnukökur fyrir 4-6.
Guðrún Þóra hefur starfað sem
kennari og hefur matreitt á hótelum
úti á landi á sumrin. Hún tekur að
sér veislur í heimahúsum og íslend-
ingar muna eflaust eftir henni frá
því að hún var hjá Eiríki Jónssyni á
Bylgjunni fyrir nokkrum árum.
„Útlendingar eru sérlega hrifnir
pönnukökum og ég gríp hvert tæk-
ifæri til þess að bjóða þeim upp á
þær. Ég nota þetta mikið þegar ég
fæ gesti á kvöldin," segir Guðrún
Þóra Hjaltadóttir sem gefur lesend-
um uppskrift að rækjupönnukök-
um. Uppskriftin fer hér á eftir.
Pönnu-
Guðrún Þóra KflKlir
Hjaltadóttir segir IVUIVUI
rækjupönnu- 5 dl hveiti
kökurnar afar vinsælar. 11 mjólk
DV-mynd 1 tsk. lyftiduft
Sigrún Lovísa 4 msk. smjör
4 egg
Setjið þurrefnin í skál. Hrærið
mjólkinni smám saman út í og síð-
an eggjunum. Bræðið smjörið og
bætið út í. Bakið á pönnu-
kökupönnu.
Nú er laxveiði víða hafin og því
tilvalið að birta hér eina uppskrift
að léttum og ferskum forrétti sem
tekur enga stund að matbúa. Upp-
skriftin miðast við tvo.
200 g glænýr lax
10 salatblöð
salt og pipar
safl úr Ví
Jafningur
90 g smjör
90 g hveiti
1 dós grænn aspas
400 g rækjur
2 súputen., Hon. nautakr.
200 g rifinn ostur
paprika
Bræðið smjörið í potti, bætið
hveitinu út i feitina, jafnið vel sam-
an. Hrærið mjólkinni smám saman
út í. Látið suðuna alltaf koma upp á
milli. Setjið aspasinn út í ásamt
rækjunum.
Setjið 2 msk. af jafningi í hverja
pönnuköku, rúliið pönnukökunum
þétt saman, setjið í eldfast mót og
stráið rifna ostinum yfir. Bakið við
200° C i 20-30 mín. Berið fram með
bræddu smjöri.
-sv
Pönnukökur
með
beikoni
Hér er tilvalinn rétt-
ur í morgunmat eða há-
degi að hætti Banda-
ríkjamanna. Uppskrift-
in miðast við sex ein-
staklinga.
300 g hveiti
1 tsk. salt
1 msk. sykur
2 tsk. lyftiduft
2 egg
4 dl mjólk
2 msk. smjör
matarolía
Sigtið
hveiti,
salt,
sykur
og lyfti-
duft í
skál og
blandið.
Hrærið
eggin
saman
við
mjólk-
ina og
setjið út
í deigið.
Bræðið smjör og hrærið
saman við. Setjið olíu á
pönnu og steikið kök-
urnar í ca. 114 mínútu á
hvorri hlið eða þar til
þær eru orðnar þykkar
og ljósbrúnar. Passið
bara að deigiö renni
ekki saman á pönnunni.
Viðmið er að 3-4 msk.
af deigi fari í hverja
köku. Haldið kökunum
heitum í ofni á meðan
steikingin klárast. Að
þvi loknu skal smyrja
þær með smjöri eða
sírópi og bera fram með
þurrsteiktu beikoni.
Kaloríur eru þónokkrar
í þessum rétti en prófið
endilega. Þetta er meiri
háttar gott saman.
matgæðingur vikunnar
r
Asbjörn Sigfússon læknir:
Marineringin er aðalmálið
- ekki nota skyrhræring eða hamsatólg, segir matgæðingurinn
„Ég veit ekki hvaðan uppskriftin
er komin. Kveikjan er grillað
svínarif sem ég keypti mér í ein-
hverju skyndibitatjaldi á Grá-
bræðratorginu í Kaupmannahöfn fyr-
ir u.þ.b. 25 árum. Fljótlega fór ég að
þreifa mig áfram við að leita að sömu
áhrifum," segir matgæðingur vik-
unnar, Ásbjöm Sigfússon læknir.
Ásbjöm segist hafa fengið hjálp og
hugmyndir úr ýmsum matreiðslu-
bókum
sem hann
les þegar
hann er
kominn
upp í á
kvöldin.
Hann seg-
ir mar-
inering-
arlöginn
vera aðal-
málið.
Hann
verði að
kryddlegi
sem kjöt-
ið er penslað með meðan á steikingu
stendur og síðan að sósu sem borin
er fram með matnum.
„Þetta er hálfgerð naglasúpa því að
í hana þarf aðeins síróp og soju og
síðan eins og í sögunni um naglasúp-
una. Hafa skal það sem hendi er næst
en hugsa ekki um það sem ekki fæst.
Mér liggur við að segja að nota megi
allt nema skyrhræring og
hamsatólg."
Eldunaraðferðin hentar einstak-
lega vel á svínarif, svínahnakka og
kjúklingaleggi og -vængi. Lamba-
kótelettur og þunnar lambafram-
hryggjarsneiðar eru líka gjaldgengar.
Núna er það svínahnakki sem verður
fyrir barðinu á sósunni. Uppskriftin
er fyrir fjóra og í hana þarf 1 kg bein-
lausan svínahnakka í litlum bitum
(sneið skipt í þrennt)
t.d. safi úr 1 appelsínu
börkur af !4 appelsínu
safi úr 1 sítrónu
2 tsk. svartur pipar
1 msk. af góðu sinnepi
2-3 pressaðir hvítlauksgeirar
3 cm stubbur af smátt saxaðri engi
ferrót
2 msk. edik
í þetta má líka t.d. prófa:
1-2 msk. tómatsósa
skvetta Tabasco sósa
ananassafi
kurlaður ananas
skvetta sesamolía
skvetta af sérríi
smátt saxaöur laukur
Ef notaður er kjúklingur er
gott að setja kúfaða msk.
karrí
Frábær í kart-
öfluna
Öllu blandað vel
saman og hellt yfir
kjötið. Þannig er
þetta svo látið
standa í
ísskáp
í 5 tii /
24 '
orðinn að hnausþykkri sósu. Áður en
hún er orðin mjög þykk er hálfur
bolli lagður til hliðar. Innihaldið er
síðan notað til þess að pensla kjötið á
meðan það er grillað.
Kjötið er síðan grillað þar til það
er orðið vel dökkt, án þess þó að kol-
ast. Snúa þarf bitunum oft og pensla
með sósunni. Borið fram með bökuð-
um kartöflum (sósan er t.d. frábær í
kartöfluna), grænu salati og t.d. grill-
uðum púrrulauk sem pensla má með
sömu sósu.
Ásbjöm skorar á æskuvin sinn,
Kristin J. Albertsson jarðfræðing,
þann sem kynnti honum fyrst ind-
verska matargerðarlist og Tabasco
sósu, til þess að verða matgæðingur
næstu viku.
Marinering
2 dl síróp
114 dl sojasósa
tíma.
Þá er
kjötið
tekið
upp úr
og látið
drjúpa
vel af því.
Lögurinn
er siðan
soðinn nið-
ur í litlum
potti þangað
til hann er
sitrónu
kóriander
difl
y2 dl ólífuolía
Skerið laxinn í þunnar sneiðar.
Ferskur lax er miklu betri í þetta
en frystur. Þrifið salatblöðin og
þurrkið vel að því loknu. Skerið
þau í strimla og leggið á fat. Setjið
laxasneiðamar yfir og kryddið með
salti og pipar eftir smekk. Hellið
sítrónusafanum yfir ásamt kóríand-
er-kryddi og dilli. Loks er að láta
ólífuolíuna drjúpa yfir réttinn. Ber-
ið fram með ristuðu brauði.
Alsírskur
lambapottráttur
með íslensku ívafi
Þeir borða líka lambakjöt í Alsír
og fróðlegt verður að prófa íslenska
lambið í þessum pottrétti, sem gild-
ir fyrir tvo:
300 g lambalundir
75 g belgbaunir
1 laukur
4 tómatar (mega vera úr dós)
1-2 kúrbítar
100 g grænar baunir
2 bökunarkartöflur
2 msk. matarolía
saöran-krydd
2 hvítlauksgeirar
1 lítri grænmetisseyði
1 poki steinselja
sítrónupipar
kóríander
mynta
vermicelli-pasta
salt og pipar e. smekk
Látið belgbaunirnar liggja í
bleyti í 12 tíma. Skerið kjötið í litla
bita og hakkið laukinn. Skerið
tómatana í litla báta. Þerrið
tómatana ef þið notið þá niður-
soðna úr dós. Steikið kjötið í djúpri
pönnu ásamt lauk og saffran. Bætið
tómötunum út í ásamt pressuðum
hvítlauk, smátt skorinni steinselju
og sítrónupipar. Hellið
næst grænmetis-
seyði yfir og
látið suð-
una koma
upp. Þerr-
ið belg-
baunimar
og setjið á
pönnuna. Látið
þetta malla í klukku-
tíma, hrærið reglulega.
Næst er að skera niður kúrbíta
og hráar kartöflur í litla teninga og
setja saman við réttinn ásamt
grænu baununum. Eldið í 20 mínút-
ur í viöbót. Þá er að klippa niður
vermicelli- pastalengjur og sjóða
þær samkvæmt leiðbeiningum á
pakka. Að því loknu er þeim bætt
út í ásamt kóríander- og myntu-
kryddi. Bætið við salti og pipar eft-
ir smekk. Berið fram með einhverju
heimabökuðu grófu brauði.
Hrísgrjón gætu einnig verið góð
fyrir þá sem það vilja. Verði ykkur
að góðu!