Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Qupperneq 11
J- U'V' LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 sviðsljós Þótt feðginin brosi á þessari mynd þá var löngum stirt á milli þeirra sökum ástamála Stefaníu og brösótts einkalífs hennar. Stefanía er á lausu eftir aö hún skildi viö síöasta manninn eftir aö hann sást á mynd meö berbrjósta fyrirsætu. Símamynd Reuter 1982. Þá tók ég á móti þeim á Bessa- stöðum. Síöan þá hef ég fylgst vel með fjölskyldunni. Þegar við Albert hitt- umst þá hittumst við sem ágætir vin- ir,“ sagði Vigdís. Hún sagði sorglegt til þess að vita hve óhamingjan hefur dunið á þeim. Fjölskyldan væri skiljanlega merkt af því. Þeir feðgar hefðu hins vegar stað- ið sig mjög vel í að halda uppi orðstír Mónakós. „Albert hefur staðist þessar raunir með sóma. Hann er afskaplega vand- aður og góður drengur. Hann er mjög vel að sér um menningu íslands. Veit vel að hverju hann gengur hér og er góður gestur,“ sagöi Vigdís og saknaði þess að fá ekki að hitta harrn í Reykja- vík í næstu viku þar sem hún væri stödd í Danmörku. A Islandi 1982 Annar maður sem þekkir vel til Mónakó-fjölskyldunnar er dr. Sturla Friðriksson. Hann tók á móti henni við heimsóknina 1982 og var leiðsögu- maður hennar austur yfir fjali ásamt konu sinni, Sigrúnu Laxdal. Mónakó- fjölskyldan var þá að koma á skipi sínu frá Svalbarða og víðar um norð- urslóð. „Ég átti sæti í svokallaðri Heim- skautanefnd sem hafði aðsetur í Mónakó undir vemdarvæng Rainiers fúrsta. Formaður neöidarinnar, Louis Rey, var ^ með í for en hann skrifaði eitt sinn bók um Grænland og heimskautarannsóknir sem Sigrún kona mín þýddi. Vegna þessa kunningsskapar meðal annars vorum við beðin aö taka á móti þeim,“ sagði Sturla við DV. Byrjað var á móttöku á Bessastöð- um þar sem Vigdís tók á móti fjöl- skyldunni í kvöldverð. Daginn eftir var farið með fjölskylduna í laxveiði i Laxá í Kjós, Árbæjarsafnið var skoð- að, farið austur á Þingvelli og að Geysi og Gulifossi. Þá var máltíð, sem Sigrún útbjó, snædd við helli á Lyngdalsheiði. Sturla minnist þess hvað Karólinu hafi þótt kartöflusalat Sigrúnar gott og spurt móður sína, Grace, af hverju þau fengju aldrei svona heima! Eftir heimsóknina hafa Sturla og Sigrún haldið ágætu sambandi við flölskylduna. Fá t.d. jólakort á hverju ári frá þeim feðgum, Rainier og Al- bert. Aðspurður um Albert sagði Sturla að hann væri „ákaflega geðþekkur og hæverskur piltur". Þau Karólína hefðu verið einstaklega þægileg í heimsókninni. „Albert var hressilegur og áhuga- samur um allt sem þau fengu að skoða og sjá. Sérstaklega fannst þeim gaman að skoða Árbæjarsafhið og allt annað þjóðlegt. Þau Karólína höfðu líka sér- staklega gaman af hestunum sem þau sáu,“ sagði Sturla. -bjb 11 Þrátt fyrir að íslendingar slái hvert bókunarmetið á fætur öðru þessa dagana í ferðir til sólarstranda, þá eigum við þó enn laus sæti í örfáar ferðir til Portúgals og Mallorca í sumar. Bókunarstaða 31. maí Portúgal Mallorca 4. júní uppselt 4. júní uppselt/biðlisti 11. júní 6 sæti laus 11. júní uppselt 18. júní 9 sæti laus 18. júní uppselt/biðlisti 25. júní uppselt/biðlisti 25. júní uppselt/biðlisti 2. júlí 10 sæti laus 2. júlí 13 sæti laus 9. júlí uppselt . _9. júlí 9 sæti laus 16. júlí 17 sæti laus 16. júlí uppselt 30. júlí 16 sæti laus 30. júlí 23 sæti laus 6. ágúst 20 sæti laus 6. ágúst uppselt/biðlisti 13. ágúst uppselt/biðlisti 13. ágúst uppselt ^ 20. ágúst örfá sæti laus 20. ágúst uppselt * laus sæti í aðrar ferðir Ætlar jjwUwvlUwlul I wll I I I I IV*' rigningu um mest allt land hiti 4-11 stig, hlýjast austanlands“ ÆHRVAL-ÚTSÝN Lágmúla 4: sítni 569 9300, grœnt númer: 800 6300, Hafnarfirði: strni 565 2366; Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: simi 462 5000 - og bjá umboðsmönnum um land allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.