Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Page 14
14 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 i lV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stríðið gegn Kúrdum Tyrkir, bandamenn íslendinga í Norður-Atlantshafs- bandalaginu, standa enn einu sinni fyrir stórfelldum hernaðaraðgerðum gegn Kúrdum bæði innan eigin landamæra og í þeim hluta Kúrdistans er telst til íraks. Þar sem tyrkneska ríkisstjómin hefur bannað fjölmiðl- um að koma nálægt átakasvæðunum er lítið vitað með vissu um innrás tyrkneska hersins nema hvað hún er stór í sniðum og hefur kostað mörg mannslíf. Að venju mótmæla stórveldin með orðum, en láta þar við sitja. Það er reyndar í fullu samræmi við fyrri afstöðu um- heimsins gagnvart Kúrdum. Langvarandi barátta þeirra fyrir sjáifstjórn hefur engan hljómgrunn hlotið í sölum valdsins, enda hafa ýmsar þjóðir fengið að beita Kúrda ofbeldi gegnum tíðina án þess að umheimurinn hafi talið ástæðu til að hafa af því verulegar áhyggjur. Kúrdar eru sérstök fjallaþjóð sem hefur lengi mátt búa við undirokun. Landamæri ganga þvert í gegnum byggð- ir þeirra í Kúrdistan, sem liggur að mestu innan írans, íraks og Tyrklands. Þeir tala eigið tungumál, kúrdísku, sem er af írönskum uppruna, og eru múslímar sem fram- fleyta sér einkum á fábreyttum búskap. Lengi vel var nokkuð almenn samstaða meðal Kúrda um baráttu fyrir sjálfstæðu ríki, en þeir uppskáru fyrst og fremst hörkulegar aðgerðir stjómvalda í írak, íran og Tyrklandi. Saddam Hussein, einræðisherra í írak, gerði hvað eftir annað tilraun til að yfirbuga Kúrda, m.a. með eiturvopnum. Þegar Hussein var að tapa Persaflóastríð- inu 1991 voru Kúrdar í norðurhluta íraks hvattir til að rísa upp gegn einræðisherranum. Það gerðu þeir af miklum krafti, en lentu síðan í alvarlegum hremming- um vegna svika umheimsins. Hin síðari ár hafa ólíkar fylkingar Kúrda tekist á um stuðning þjóðarinnar og þær á stundum barist innbyrð- is. Sú sundrung hefur að sjálfsögðu veikt verulega stöðu þeirra og gert sigur í baráttunni enn ólíklegri. Innrás Tyrkja beinist einkum gegn skæruliðasamtök- unum PKK sem hafa barist við tyrkneska herinn í þrett- án ár - bæði innan og utan landamæra Tyrklands. Full- yrt er að í þessu stríði hafi 20-30 þúsund manns látið líf- ið. Vegna stríðsátakanna hefur hluti Tyrklands verið undir herstjórn síðasta áratuginn. Herinn hefur hvað eftir annað ráðist yfir landamærin, en sjaldan með eins miklum mannafla og vígbúnaði og nú. Markmiðið er alltaf það sama - að þurrka út sveitir skæruliðanna. Það hefur aldrei tekist. Átakasvæðið er hins vegar fyrir löngu orðið efnahagslegt eyðiland, enda hefur framferði tyrkneska hersins oft á tíðum verið grimmdarlegt. Því miður virðast tyrkneskir ráðamenn eiga erfitt með að átta sig á því að hernaður þeirra gegn Kúrdum er ein þeirra styrjalda sem ekki er hægt að vinna. Hið virta breska tímarit Economist gerði nýlega grein fyrir þremur ástæðum þess að Tyrkir gætu aldrei farið með sigur af hólmi í þessu stríði. í fýrsta lagi sé lands- lagið eins og skapað fýrir skæruhernað. Kúrdarnir eigi auðvelt með að gera tyrkneska hernum skráveifur í fjöll- um heimabyggða sinna. í öðru lagi hafi nágrannaþjóðir, einkum Sýrlendingar og íranir, hag af því að skæru- hernaður Kúrda beinist gegn Tyrkjum, og veiti því liðs- mönnum PKK stuðning á bak við tjöldin. í þriðja lagi hafl framferði tyrkneska hersins magnað upp örvænt- ingu og hatur meðal ungra Kúrda sem grípi til vopna. Á meðan Tyrkir neita að horfast í augu við þessi sannindi munu þjáningar Kúrda halda áfram. Elías Snæland Jónsson Sögulegt samstarfsskjal undirritað í París Fyrsta íslenska söguþinginu lýkur í dag. Við upphaf þess síð- astliðinn miðvikudag flutti Ar- thur Marwick, prófessor við The Open University í Bretlandi, fyrsta fyrirlesturinn, sem kennd- ur er við Jón Sigurðsson. Þar sagði hann meðal annars, að í sagnfræði væru menn ekki að lýsa einhverju, sem þeir vildu að væri eða hefði átt að vera heldur stað- reyndum. Þess vegna hefði áhugi á sagnfræðilegum gögnum og skjölum verið svo mikifl eftir hrun Sovétríkjanna. Fólk hefði viljað vita, hvað raunverulega gerðist en ekki hlusta á eitthvert blekkingarhjal eða tilbúning. Hrun stjómkerfis kommúnista í Evrópu hófst í Austur-Þýskalandi haustið 1989, siðan gaf Varsjár- bandalagið, svar Sovétvaldsins við stækkun Atlantshafsbanda- lagsins með aðild Vestur-Þýska- lands 1955, upp öndina, og árið 1991 liðuðust Sovétríkin loks í sundur. Enginn hafði þá á orði, að Atlantshafsbandalagið hlyti að stækka eða öðlast nýtt hlutverk í evrópskum öryggismálum. Leiðin til þess var hins vegar mörkuð í París þriðjudaginn 27. maí 1997, þegar leiðtogar NATO-ríkjanna 16 og Boris Jeltsín, forseti Rússlands, hittust I París og rituðu undir „Grundvallarskjal um gagnkvæm samskipti, samvinnu og öryggi milli NATO og Rússlands." Eðli Parísar-skjalsins Eðli Parísar-skjalsins hefur ver- ið líkt við Helsinki-lokasamþykkt- ina, sem var ritað undir í höfuð- borg Finnlands í ágúst 1975. Hún varð grundvöllur Ráðstefnunnar um öryggi og samvipnu í Evrópu (RÖSE), sem nú er orðin að Örygg- issamvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Þá töldu ýmsir, að Vesturlönd hefðu gengið of langt til móts við Sovétríkin með því að viðurkenna landamæri og skiptingu Evrópu í áhrifasvæði milli austurs og vesturs. Loka- samþykktin varð hins veg- ar tæki í höndum þeirra innan Sovétríkjanna og annars staðar í Austur-Evr- ópu, sem börðust fyrir auknu tjáningarfrelsi og mannréttindum. Hún stuðl- aði þannig að því, að það slaknaði á alræðisstjórn- inni. Lokasamþykktin stuðlaði einnig að viðræðum milli austurs og vesturs og smátt og smátt dró úr spennu. Parísar-skjalið kann að skapa væntingar, sem mega sín meira að lokum en það, sem í því stendur. Ráða- menn í Moskvu eiga erfitt meö að losa sig við gamlan Erlend tíðindi Björn Bjamason ótta við NATO. Þeir, sem hafa heyrt ofsafengna rússneska þjóð- emissinna hella úr skálum reiði sinnar yfir Vestur-Evrópubúa og saka þá um að flytja vírus komm- únismans til Rússlands í gervi Leníns, skynja, hve heiftin er mik- il. Á heimavelli slær Jeltsín einnig úr og í, þegar hann skil- greinir samband sitt viö NATO og áform um að stækka bandalagið. Hvorki Helsinki-lokasamþykkt- in né Parísar-skjalið eru lagalega bindandi. Hins vegar er ljóst, að eftir fundinn í París geta NATO og Rússland þróað nána hemaðar- lega samvinnu sín á milli. Einnig hafa verið gefnar yfirlýsingar um beitingu kjarnorkuvopna, sem em til þess fallnar aö efla traust, en verða lítið annað en orð sé hætta á ferðum. Stefnubreyting hjá NATO Leiðtogar NATO-ríkjanna sam- þykktu nýja vamarstefnu banda- lagsins á fundi sínum í Róm í nóv- ember 1991. Þar var mótuð stefna NATO, sem tók mið af gjörbreytt- um aðstæðum í evrópskum örygg- ismálum. Álfan skiptist ekki leng- ur í tvo andstæða hluta með jám- tjald um hana þvera og óvíga heri við hvora hlið þess. í nýju vamar- stefnunni felst, að unnt er að bregðast við hættuástandi með sveigjanlegum herafla og síðan hefur verið komið á fót herstjórn- um, sem eiga bæði að geta þjónað NATO og Vestur-Evrópusamband- inu (VES). Þá hefur bandalagið í fyrsta sinn í tæplega 50 ára sögu sinni beitt vopnum, það er við friðargæslu í Júgóslavíu fyrrver- andi. Eftir að ritað hefur verið undir samstarfsskjal með Rússum, þarf NATO að líta í eigin barm, ekki aðeins vegna áforma um stækkun þess, heldur einnig til að endur- meta varnarstefnuna frá 1991. Javier Solana, hinn spænski fram- kvæmdastjóri NATO, hefur sýnt dugnað, útsjónarsemi og þraut- seigju í samningaviðræðunum við Rússa. Það á þó líklega eftir að reyna enn meira á þessa hæfileika hans við breytingar á NATO og stækkun bandalagsins. í upphafi var minnt á hvatn- ingu breska sagnfræöiprófessors- ins, um að sagnfræðingar héldu sig við staðreyndir sögunnar en lýstu henni ekki eins og þeir vildu, að hún væri. Fyrir stjóm- málamenn skiptir ekki síður miklu, að þeir átti sig á staðreynd- um og taki mið af þeim við ákvarðanir sínar. Hvergi er þetta mikilvægara en þegar fiailað er um öryggismál. Nýskjalfest sam- starf NATO og Rússlands byggist í senn á raunsæju mati á aðstæðum og væntingum, um að aukið traust leiði til sögulegra breytinga í evr- ópskum öryggismálum. Frá undirritun samstarfsskjals NATO og Rússlands í París í vikunni. Clinton og Chirac klappa fyrir Jeltsín. Símamynd Reuter skoðanir annarra Breytingar í íran „Kjör Khatamis (í embætti forseta írans) kann að ; leiöa til krafna um að slakaö verði á ströngum refsi- : aðgeröum Bandaríkjanna gegn íran, sem flestir banda- menn Bandaríkjanna í Evrópu styðja ekki. Áður en fariö verður að huga að stefhubreytingu af hálfu i Bandaríkjanna, verða sfiórnvöld í Teheran að sýna og í sanna að þau séu reiðubúin aö láta af stefnunni sem jleiddi til þessara refsiaðgeröa, einkum hvað varðar í hryðjuverkastarfsemi og kjamorkuvopn. íranska þjóð- in sem hefur lengið búið við kúgun hefur krafist i breytinga, svo ekki verður um villst." Úr forystugrein New York Times 27. maí. Því miður „Því miður fyrir Chirac (Frakklandsforseta) - og á vissan hátt fyrir Frakkland líka - eru kjósendur ekki bara vonsviknir meö Juppé (forsætisráðherra). : Nærri þriðjungur þeirra sem fóru á kjörstað, lét óá- ' nægju sína í ljós með því að kjósa hina hálffasisku Þjóðarfylkingu, hinn mjög svo gamaldags kommún- istaflokk eða fiölda smáflokka, einkum græningja. Höfuðboðskapur kosninganna er á margan hátt sá að franskir kjósendur eru afskaplega lítið hrifnir af stjórnmálamönnunum sínum.“ Úr forystugretn Politiken 27. mai. Paula Jones gegn Clinton „Smáatriðin í ásökunum Paulu Jones eru vel þekkt og ekki var komist að niðurstöðu í úrskurði hæstarétt- ar. Hún fékk aöeins rétt til að fara með mál sitt fyrir dómstóla. Vegna eðlis embættis forsetans er samt bú- ist við að honum verði sýnd viröing og sveigjanleiki. Dómararnir mæltu svo fyrir að tekið skyldi tillit til dagskrár forsetans og hann yfirheyrður í Hvíta hús- inu. Þeir vísuðu því hins vegar á bug aö fresta þyrfti réttarhöldunum til 2001 vegna þjóöaröryggis eða vandamála vegna skiptingu valds. Réttarhöld verða líklega vandræðaleg hver sem niðurstaðan verður. Það er hins vegar ekki næg ástæða til að neita al- mennum borgara eðlilegan aðgang að dómskerfinu. Þetta var hluti af skilaboðum hæstaréttar og við telj- um skilaboðin vera rétt.“ Úr forystugrein Washington

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.