Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Page 18
18
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 DV
dagur í lífí
_ÍL-íw:__________
Dagur í lífi Víðis Reynissonar, talsmanns Everestfaranna:
Þvílíkir iaxlar!
„Ég vaknaði tæplega 7 að
morgni 20. maí eftir svefiilitla nótt
og átti langan „dag í lífi“ fram
undan. Strákamir höföu lagt af
stað á Everest kvöldið áður og orð-
ið að snúa við eftir 2 tíma göngu.
Stressið var að ná tökum á mér.
Skyldi nótt í 8.000 metrum verða of
erfið og þeir verða að fara niður?
Skyldi veðrið vera slæmt? Svona
liðu fyrstu mínútumar. Ég náði
loks í Hörð í gmnnbúðum og hann
sagði að strákamir hefðu náð að
sofa eitthvað, væra úti á rölti og
stefndu á aðra tilraun um kvöldið
ef veður leyfði. Ég skutlaði kon-
unni í vinrnma og stráknum á leik-
skólann. Síðan lá leiðin niður á
Snorrabraut þar sem „klifurvakt-
in“ hafði aðstöðu.
Sváfu yfir sig
Morgunninn leið við að svara
tölvupósti, miðla nýjustu upplýs-
ingum til fjölmiðla og að afla upp-
lýsinga um veður og veðurútlit i
kringum Everest. Er það ekki
makalaust þetta Intemet. Þar
kemst maöur inn á erlendar veður-
stofur og getur fengið veðurspá
fyrir hinminhátt fjall langt úti í
heimi. Veðurspá fyrir þotur reynd-
ist nákvæmust.
Síminn hringdi svo til látlaust;
ættingjar, vinir og áhugasamir ís-
lendingar vildu fá nýjustu fréttir.
Tíminn frá 16-17 leið ótrúlega
hægt, ekkert heyrðist frá strákun-
um uppi í fjalli og Hörður sagði í
gríni að þeir hlytu að hafa sofið
yfir sig en ekki fannst okkur það
líklegt þar sem flestir sofa lítið eða
ekkert í þessari hæð. Rétt eftir kl.
17 kom kallið. Þeir höfðu þá sofið
lengur en þeir ætluðu eftir allt
saman.
Islenskt hæðarmet
Þrátt fyrir vont veður, 10 vind-
stig og 40° frost, var ákveðið að
leggja í hann á ný. Babu sagði að
veðrið myndi skána og hver treyst-
ir ekki manni sem er aö fara í 7.
sinn á toppinn?
Ekkert heyrðist frá strákunum
fyrr en kl. 20.15, þá vora þeir
komnir í 8.250 metra hæð. Fyrsta
takmarkinu vsir náð, nýtt, íslenskt
hæðarmet.
Um kl. 23 vora þeir í 8.600 metr-
um og sögðu að þetta væri mjög
erfítt. Það tók verulega á taugam-
ar að bíða eftir upplýsingum en
menn hafa víst um eitthvað annað
að hugsa en að spjalla í talstöð þeg-
ar klifrað er í yfir 8.000 metram og
veðri eins og áður var lýst. Um
þetta leyti fór veðrið að skána.
Vindinn lægði og skyggnið batn-
aði. Um það bil 70 manns voru á
vaktinni á þessum tíma og mikil
stemning.
þeir væru komnir af stað aftur og
vel gengi. Um kl. 6 sást til þeirra
frá 4. búðum. Þeir voru þá rétt
neðan við Hillary-þrepið og fóru
hratt yfir. Kl. 6.30
köll-
Tíminn orðinn nOUITIUr VíðirReynissonvaríbeinusambandivi&Everestnóttinaörlagaríkuþegartindinumvarnáð. DV-mynd S
Hálfri klukkustund eftir mið-
nætti voru þeir komnir í 8.750
metra hæö. Spennan varð æ meiri.
Um kl. 2 sagði Bjöm að þeir yrðu
að bíða á Suðurtindi meðan Babu
sneri við til að ná í súrefni sem
átti að bíða þar. Ekki var talið
óhætt að halda áfram fyrr en súr-
efnið sem nota átti á niðurleiðinni
væri komið þangað.
Þetta er kannski allt í lagi hugs-
aði maður. Þeir hvíla sig þarna
smástund og halda svo áfram. Þeg-
ar þeir höfðu beðið í rúma 2 tíma
var svartsýnin farin að grafa um
sig. Tíminn var orðinn naumur og
veðrið farið að versna aftur. Um
kl. 4.15 tilkynntu strákamir að
uðu þeir í Hörð og sögðu að allir
væru komnir yfir þrepið og siðasta
brekkan væri fram undan. Hún er
um 300 metra löng og hækkunin
um 40 metrar.
Fyrstir upp
Það var svo laust eftir kl. 7 að
Björn kallaði: „Reykur Hörður,
Reykur Björn tilkynnir að við
komumst ekki hærra.“ Toppnum
var náð. Það sem fáir höfðu trúað
hafði gerst. Þeir komust allir á
toppinn og voru fyrstir í heilan
mánuð til að komast upp, þvílíkir
jaxlar.
Nú var það eftir sem kannski er
erfiðast, að komast niöur. Niður-
leiðin er hættuleg því að þá hafa
menn ekki sömu einbeitingu og á
uppleiðinni. Þreytan leggst á menn
og það er alltaf erfitt að ganga nið-
ur brattar brekkur.
Það var mikill léttir þegar Hörð-
ur tengdi okkur við strákana þeg-
ar þeir voru komnir í efstu búðir
og við gátum spjallað aðeins við
þá.
Þama hélt ég að dagurinn væri
búinn enda klukkan að ganga
þrjú. Því var ekki að heilsa. Fjöl-
miðlarnir vildu fá viðtöl, bæði við
mig og eiginkonur strákanna.
Þetta gekk allt vel og þá var bara
að koma sér heim, fara í sturtu og
reyna að ná þreytukrumpunum af
andlitinu áður en ég mætti til
Jóns Ársæls í síðasta viðtal dags-
ins. Það var ekki laust við að sú
hugsun leitaði á mig, fyrst ég
væri þreyttur eftir langa vöku
inni og niðri við sjávarmál:
Hvernig ætli strákarnir séu eftir
lengri vöku, tvær nætur í yfir
8.000 metrum og að hafa klifið
hæsta fjall í heimi í 10 vindstigum
og 40 stiga frosti?
Það var þreyttur pabbi sem
reyndi að útskýra fyrir 4 ára syni
sínum hvað væri merkilegt við
þetta Everest áður en þeir sofnuð
báðir og tæplega 40 stunda „degi“ í
lífi mínu var lokið.“
Finnur þú fimm breytingar? 413
Hvernig dettur þér í hug, elskan mín, að segja að ég hafi fengiö mér
of mikiö ne&an í því?
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir fjögurhundruðustu og elleftu
getraun reyndust vera:
Þorbjörg Friðriksdóttir, Jónas Elíasson,
Hólagötu 4, Safamýri 11,
245 Sandgerði. 108 Reykjavík.
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél
frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti
3.995 kr.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli-
brisúpan eftir David Parry og Patrick
Withrow.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 413
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík