Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Qupperneq 22
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
22
fstæð sakamál
■ft
Maðurinn með bijóstsykurinn
„Flýtið ykkur. Eg var að drepa
mann!“ Þessi orð sagði ungleg rödd
í sím£mn, þegar varðstjóri á lög-
reglustöð í Houston í Texas í Banda-
ríkjunum svaraði árla dags í ágúst-
mánuði. Ungi maðurinn sem
hringdi kvaðst heita Wayne Henley
og vera i húsi við Lamarstræti 2020.
Lögreglubíll var þegar sendur á
vettvang, en þegar hann kom að
húsinu stóðu þrjú ungmenni fyrir
framan það, tveir drengir og ein
stúlka. Annar drengjanna rétti fram
skammbyssu og sagðist hafa skotið
vin sinn, Dean Corll.
Lögreglumennirnir gengu inn í
húsið og komu þar að líki sterk-
byggðs manns á grúfu á gólfinu. Á
bakinu og hnakkanum voru sex
skotsár.
Frásögn piltanna
Ungu mennirnir tveir sem færðir
voru á lögreglustöðina þennan
morgun voru Elmer Wayne Henley,
átján ára, og Timothy Kerley,
fimmtán ára. Stúlkan hét Rhonda
Williams og var hún jafnaldri Ker-
leys.
Saga þeirra var á þá leið að þau
hefðu komið heim til Corlls klukk-
an tvö um nóttina til að þefa af
þynni. Þau sögðu Dean Corll, sem
var þrjátíu og þriggja ára, hafa ver-
ið homma. Hann heföi reiðst Henley
þegar hann sá að hann kom ekki
bara með vin sinn, heldur stúlku
líka. Þegar þau þrjú hefðu „sniffað“
þar til þau misstu meðvitund hefði
Corll bundið hendur þeirra og fæt-
ur.
Henley sagði að þegar hann hefði
vaknað til meðvitundar hefði Corll
staðið yfir sér með skammbyssu í
hendinni og hótað að drepa sig.
Sagðist hann hafa beðið hann að
þyrma llfi sínu og hefði Corll þá
sagst myndu gera það ef hann dæpi
Timothy fyrir sig, en hann hefði
Corll þá verið búinn að binda við
planka sem hann hefði reist upp við
vegg. Hefði verið greinilegt að hann
hefði haft i hyggju að vinna honum
tjón með hnífi. Stúlkan hefði nú ver-
ið komin til meðvitundar, heyrt
hvað til umræðu var og farið að
æpa. Þegar Corll hefði svo snúið
baki við sér sagðist Henley hafa
gripið skammbyssuna og skotið
hann í bakið.
Vantrúaðir
Lögreglumennirnir hlustuðu þög-
ulir á frásögn Henleys. Er hann
hafði sagt sína sögu sagðist Rhonda
Williams geta staðfest síðasta hluta
hennar. Timothy Kerley sagðist
hins vegar ekki hafa verið með með-
vitund og þvi ekki vitað hvað gerst
hefði áður en Henley skaut Corll.
Sagan þótti ótrúleg. Dean Corll
hafði haft á sér orð fyrir að vera
snyrtilegur og kyrrlátur maður.
Hann var rafmagnsverkfræðingur
og sagður stunda vinnu sína af sam-
viskusemi. Þá lá ekkert fyrir um að
hann væri hommi. Þvert á móti
hafði hann þótt karlmannslegur og
rannsókn á fortíð hans leiddi í ljós
að hann hafði verið í hernum, þar
sem hann hafði þótt standa sig vel
þann tíma sem hann var í honum.
í hverfmu sem Corll hafði búið
hafð hann verið kallaður „maður-
inn með brjóstsykurinn" en ástæð-
an var sú að hann gekk oft um bros-
andi og gaf bömum stóra poka af
brjóstsykri, en þó án þess að gerast
nærgöngull við þau.
Af þessum ástæðum var því vart
að undra þótt rannsóknarlögreglu-
mennirnir sem komu að málinu
Dean Corll.
ættu í byrjun erfitt með að gera sér
grein fyrir því að þeir væm komnir
nærri því að leysa gátu sem þeir
höfðu glímt við í nærri þrjú ár. Á
þeim tíma höfðu nærri þrjátíu pilt-
ar, á aldrinum frá þrettán til átján
ára, horfið sporlaust í Houston.
Margendurtekin saga
Hvörfin höfðu orðið tilefni
margra eftirgrennslana en þótt for-
eldrum sumra drengjanna hefði ver-
ið sagt að hafa ekki of miklar
áhyggjur af því þeir hefðu að öllum
líkindum strokið að heiman, hafði
sá grunur þó grafið um sig meðal
margra að fjöldamorðingi gengi
laus.
Elmer Wayne Henley hélt fast við
skýringu sína á því sem gerst hefði
á heimili Corlls nóttina umræddu,
en það fór þó ekki fram hjá lögreglu-
mönnunum að eftir því sem hann
sagði oftar frá atburðunum gætti
fleiri frávika frá upphaflegu sög-
unni þótt ekki væru þau þó mikil.
Vaxandi líkur þóttu því á því að
annað hvort segði hann ekki satt
eða leyndi hluta sannleikans.
Loks féll Henley saman og sagði
að hann og annar piltur, David
Owen Brooks, hefðu undanfarin
þrjú ár séð Dean Corll fyrir piltum.
Corll hefði misþyrmt mörgum
þeirra og myrt suma. Henley sagðist
ekki viss um hve marga Corll hefði
myrt, en þeir væru þó ekki færri en
þrjátíu og einn.
Þegar lögreglan handtók Brooks
staðfesti hann að hafa, ásamt
Henley, útvegað Corll drengi og
hefði hann greitt þeim 50 dali fyrir
hvem. Auk þess hefði hann gefið
þeim Henley bíl.
Líkfundirnir
Yngstu drengjunum sem lokkaðir
voru til Corlls var boðinn brjóstsyk-
ur, en þeim eldri áfengi eða fikni-
efni. Brooks viðurkenndi að hann
hefði vitað að nokkrir drengjanna
hefðu verið myrtir, en hann sagðist
aldrei hafa tekið þátt í neinum
morðanna. Það hefði Henley aftur á
móti gert, samkvæmt skipun Corlls.
Segja má að nú hafi hárin verið
farin að rísa á höfðum rannsóknar-
lögreglumannanna, því frásögn
drengjanna var allt annað en hugn-
anleg. Og þann 9. ágúst 1973 fór El-
mer Wayne Henley með hópi lög-
reglumanna að bátahúsi við litla
höfn í suðvesturhluta Houston.
Hann sagði að Corll hefði haft það á
leigu um árabil og þar hefði hann
grafið mörg líkanna en morðin
hefði hann framið heima hjá sér.
Bátahúsið stóð eitt sér og nú var
farið að grafa upp gólfið. Ekki hafði
uppgröfturinn staðið lengi þegar í
Ijós kom poki og nokkru neðar fannst
svo annar. Er dagur var að kvöldi
kominn höfðu sautján lík fundist. En
leitin var ekki á enda. Daginn eftir
fóru þeir Henley og Brooks með lög-
reglumönnum að Raybum-vatni, þar
sem þeir bentu á enn einn greftrun-
arstaðinn. Þar fundust fjögur lik. Og
á ströndinni við High-eyju fundust
sex til viðbótar. Alls höfðu þá fundist
tuttugu og sjö lik.
Fréttin um líkfundina vakti
mikla athygli. Hún leiddi til þess að
fleiri vitni fóru að gefa sig fram.
Piltar sem Corrll hafði greitt fyrir
kynmök, en siðan leyft að fara,
komu nú á fund lögreglunnar. Fram
kom að í nokkrum tilvikum hafði
hann bundið þá við planka og látið
sem hann ætlaði að vinna þeim
tjón, en svo hefði hann sleppt þeim
og aðeins sagst hafa ætlað að hræða
þá.
Fyrstu fimm morðin mun Corll
hafa fram einn. Eftir það voru þeir
Henley og Brooks viðstaddir en
Corll lét þá taka þátt í morðunum
með sér til að tryggja þögn þeirra.
Náði ekki tökum á lífinu
Dean Corll fæddist á aðfangadags-
kvöld 1939 í Indiana-ríki. Foreldrar
hans skildu þegar hann var þriggja
ára og ásamt yngri bróður sínum,
Stanley, ólst hann upp hjá móður
sinni sem dekraði við hann. Hann
varð feiminn, ekki beint sterklegur
að sjá og varð oft fyrir aðkasti í
skólanum.
Móðirin reyndi að bæta hag sinn
með því að fara að búa til brjóstsyk-
ur, og loks tókst henni að koma á fót
lítilli brjóstsykursgerð. Corll vann
hjá móður sinni en gekk í fram-
haldsskóla og fór síðar í háskóla.
Hann átti fáa ef nokkra vini, og
löngum reyndi hann að kaupa sér
vinsældir hjá skólafélögunum með
því að gefa þeim brjóstsykur. í há-
skóla átti hann sínar bestu stundir.
Hann var góður tónlistarmaður og
lék á básúnu í stórri hljósmveit. í
skólanum kynntist hann nokkrum
stúlkum en tókst aldrei að stofna til
varanlegra kynna. Fannst sumum
sem hann hefði ekki tekið út fullan
þroska.
Þegar Corll hætti í skóla gekk
hann í herinn. Þar þótti hann
standa sig vel en var sendur heim
eftir tíu mánuði þar eð í ljós kom að
hann var með smávægilegan hjarta-
galla. En það mun hafa verið í hem-
um sem hann gerði sér Ijóst að hann
var hommi.
Þegar Corll hafði framið tuttugu
og sjö morð mun sálarlíf hans hafa
verið í upplausn. Þá var svo komið
Henley og Brooks.
að hann krafðist þess af Henley og
Brooks að þeir færðu sér „dreng á
dag“ og er ljóst að þá hefur hann
verið búinn að missa alla stjórn á
drápsæðinu. Og þar kom að Henley
gerði sér ljóst að það væri ekki
langt í að hann yrði fórnardýr
Corlls. Þess vegna skaut hann hann
til bana að morgni 7. ágúst.
Meðsektardómar
Rannsókn málsins var umfangs-
mikil, eins og eðlilegt er þegar um
svo mörg morð er að ræða. Síðasti
hluti hennar beindist að því að upp-
lýsa samsekt þeirra Henleys og
Brooks. Að lokum þótti ljóst að
Henley hefði tekið þátt í að minnsta
kosti sex morðanna, en Brooks í
einu af um það bil átján sem hann
hafði orðið vitni að.
í rétti skýrði Henley frá sjálfum
morðunum en fékkst ekki til að lýsa
misþyrmingunum sem voru undan-
fari þeirra. Eins var því farið um
Brooks.
Kviðdómendur, sem og aðrir sem
viðstaddir voru réttarhöldin, hlust-
uðu þögulir á það sem fram kom.
Litlum vörnum varð við komið fyr-
ir hönd sakborninganna, og kvið-
dómendur voru ekki í vafa um að
það sem fram kom kallaði á sektar-
yfirlýsingu.
Dómarinn dæmdi Elmer Wayne
Henley í einn þyngsta dóm sem sög-
ur fara af, eða í alls 594 ára fangelsi
fyrir þátt sinn í morðunum sex.
Hann var hins vegar ekki dæmdur
fyrir morðið á Dean Corll, þar sem
kviðdómendur komust að þeirri
niðurstöðu að þar hefði verið um að
ræða „réttlætanlegt dráp“.
David Brooks fékk lífstíðardóm
fyrir sinn þátt.
Henley (í hringnum) í skólahljómsveitinni.
Dean Corll í æsku, til vinstri, með móöur sinni og bróöur.