Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Side 23
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
fféttir 23
Heimsmeistaramótið í handknattleik í Kumamoto í Japan:
Miklir snillingar
Geir Sveinsson og Róbert Julían Duranona fagna góðum árangri á HM í Japan. Báðir hafa þeir leikiö vel á HM og ísiendingar allir geta verið stoltir af landsliði
okkar í handknattleik og ekki í fyrsta skipti. DV-mynd ÞÖK
íslenska landsliðið 1 handknatt-
leik hefur, þegar þetta er skrifað,
ekki lokið leik sinum gegn liði Eg-
ypta um 5.-6. sætið á HM i Japan.
Hvemig sem sá leikur hefur farið
má ljóst vera að árangur landsliðs-
ins á HM er frábær. í einu orði sagt
stórkostlegur. Og það er margt sem
gerir þátttöku íslendinga merkilega
á þessu heimsmeistaramóti.
Undirbúningur liðsins fyrir mót-
ið var í meðallagi langur. Flestir
þjálfarar hefðu viljað fá lengri tíma
með sinu liði fyrir stórmót sem HM
en á því var ekki kostur að þessu
sinni.
í stað þess að kvarta og kveina
sagði Þorbjörn Jensson að þetta
væri tíminn og þetta yrði bara að
duga. Æfingaleikirnir yrðu fáir fyr-
ir mótið en því yrði bara að taka og
reyna að gera gott úr hlutunum.
Það hefur Þorbimi og landsliðinu
öllu svo sannarlega tekist. Árangur-
inn er framar vonum og annað-
hvort sá besti frá upphafi, hafi ís-
lenska liðið sigrað það egypska í
morgun, eða jafn hinum besta fram
að þessu.
En hvað er það sem er öðmvísi
nú en oft áður? Síðast náðu íslend-
ingar 6. sætinu á HM í Sviss árið
1986. íslenska liðið var þá undir
stjóm Bogdans Kowalczyks og mik-
ið vatn hefur til sjávar runnið sið-
an. Leikgleðin innan landsliðshóps-
ins er ótrúleg. Það hafa allir mikið
yndi af því sem þeir eru að gera og
samstaðan og samheldnin er ein-
stök. Ljóst er að léttara er yfir
mannskapnum nú undir stjóm Þor-
bjöms en verið hefur. Allt hefur
þetta mikið að segja enda ekki hægt
að píska handknattleiksmenn áfram
með jámaga til lengdar frekar en
aðra.
Baráttuandinn er ódrepandi. Oft
hefur það gerst að íslenskt landslið
hefur gefist upp þegar á móti hefur
Innlent fréttaljós
á laugardegi
Stefán Kristjánsson
blásið en því var ekki að heilsa í
Kumamoto. Þegar illa gekk var
spýtt í lófana og allt gefið sem til
var.
Leikurinn gegn Ungverjum hefur
verið gagnrýndur af mörgum og
vissulega hafa okkar menn leikið
betur á ferlinum. Þrátt fyrir að ná
ekki að sýna ailar sínar bestu hlið-
ar tapaðist leikurinn aðeins með
einu marki sem segir mér ekkert
annað en að ísland á í dag betra
landslið en Ungverjar. Það þarf hins
vegar að sanna í landsleikjum og
sérstaklega á stórmótum. Það var
þó gert nokkuð erfitt fyrir íslenska
liðið. í fyrsta lagi höfðu allar lukku-
dísirnar með tölu misst af leiknum
og vora víðs fjarri. Heppni var ekki
til í þessum leik. Dómaramir frá
Frakklandi voru okkar mönnum
mjög erfiðir og hægt að telja alvar-
legustu mistök þeirra til nokkurra
marka. Þetta eru vitanlega stór at-
riði en samt sem áður tapaðist leik-
urinn ekki nema með einu marki.
En hvemig í fjandanum stendur á
því að á hverju stórmótinu á fætur
öðru eru okkar menn hundeltir af
hlutdrægum dómuram frá Frakk-
landi? Eru menn búnir að gleyma
leik íslendinga og Vestur Þjóðverja
í B-keppninni í Frakklandi 1989?
IHF-mafían hafði þá komið sínum
skilaboðum áleiðis og undir lok
leiksins voru leikmenn okkar tíndir
af leikvelli hver af öðrum. Snilli
okkar manna varð hins vegar hlut-
drægninni og sóðaskapnum yfir-
sterkari og frönsku dómurunum
varð ekki að ósk sinni.
Sigur fyrir
Þorbjörn Jensson
Að öllum ólöstuðum á Þorbjöm
Jensson landsliðsþjálfari mest hrós
skilið fyrir frammistöðuna á HM.
Undir hans stjórn hefur íslenska
liðið tekið stakkaskiptum. Liðið
hefur náð 5.-6. sæti á HM sem er ár-
angur sem engin önnur boltaíþrótt
getur státað af. Reyndar er svo óra-
langt í næstu greinar, þvi miður, að
þeir sem þær stunda sjá ekki hand-
boltasnillingana okkar í kíki.
Mest reyndi á Þorbjöm Jensson
eftir tapið gegn Ungverjum. Þá
gekkst Þorbjörn undir erfítt próf.
Gat hann komið okkar liði aftur í
gang fyrir leikinn gegn Spáni? Svar-
ið vita allir og þáttur Þorbjöms í
sigrinum á Spánverjum var stærri
en margir gerðu sér grein fyrir. Þeg-
ar rífa þarf menn upp eftir sorgleg
úrslit er það fyrst og fremst verk
þjálfarans. Menn sáu síðan hvernig
þjálfara Spánverja gekk að leysa
prófið. Við getum verið stolt af Þor-
birni ekki síður en leikmönnunum.
Baráttan ber hann áfram en þó ekki
ofurliði. Hann á allt traust leik-
manna. Innáskiptingar hans eru
snjallar, til dæmis þegar hann
smellti Guðmundi í markið gegn
Norðmönnum, og hann virðist hafa
sérstaklega gott auga fyrir leiknum.
Árangur hans með hin og þessi lið í
gegnum tíðina sannar hversu snjall
hann er og sem betur fer gekk HSÍ
frá nýjum samningi við hann fyrir
HM.
í tengslum við HM má ekki
gleyma því að Þorbjörn og félagar
fengu dygga aðstoð frá fjölmiðlum.
Liðið fékk algjört næði á undirbún-
ingstímanum þrátt fyrir misjafnt
gengi á æfingamótum. Reyndir
blaðamenn hafa hins vegar lært að
úrslit í æflngaleikjum einhverjum
vikum fyrir stórmót segja ekkert,
nákvæmlega ekkert. Töpuðum við
ekki fyrir Spánverjum skömmu fyr-
ir HM með níu marka mun?
Heimsmeistaramótið í Kumamoto
verður lengi í minnum haft. Þó ekki
væri nema vegna síðari hálfleiksins
gegn Spánverjum sem var einhver
mesta flugeldasýning sem íslenskir
íþróttamenn hafa boðið upp á. Eftir
niðurstöðuna á HM þurfa allir
landsmenn að taka höndum saman,
ráðamenn sem aðrir, og styrkja HSÍ,
koma sambandinu úr óþolandi
skuldafeni. Forysta sambandsins og
landsliðsmennimir hafa sýnt að
þessir aðilar eiga það svo sannar-
lega skilið. -SK
*
Komdumeð þ
mynd af hús~
inu þínu, og víð
sýnum þér mis-
munandí litasam
setningar í nýju
tölvuforrítí.
Opid til 21
öll kvöld
Metré - Normaim
ma.lirnmváA 4„ sðmi S53 Jííl
JT JL H
wm ; tpY
u m pL Éjjk