Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Blaðsíða 29
r LAUGARDAGUR 31. MAI 1997 helgarviðtalið 37 argjöld, lyfjaeftirlitiö neiti honum um innflutning á heilsuvörum frá Bandaríkjunum og þannig megi lengi telja. Örn segir mikla orku fara í að standa í þessum málum. Hann hafi hins vegar ekki enda- laust þrek og mælirinn sé að fyll- ast. Styrkjumst við hverja raun „Auðvitað höfum við oft hugsað út í það hvað lífið getur verið ósanngjarnt. En ég held samt að það sé ekkert lagt á neinn sem hann getur ekki staðið af sér. Okk- ar líf hefur aldrei verið dans á rós- um. Við höfum styrkst við hverja raun. Ef allt væri í stakasta lagi vissum við líklega ekki hvernig við ættum að haga okkur. Okkur liði sennilega bara illa,“ segir Örn sem hefur húmorinn á réttum stað þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. -bjb Þeim sem vilja styrkja Örn og hans ijölskyldu í baráttunni er bent á bankabók sem starfsfélagar hans í lögreglunni hafa stofnað i útibúi íslandsbanka í Keflavík. Númerið er 0542-14606060. „Ef allt væri í stakasta lagi vissum við líklega ekki hvernig við ættum að haga okkur,“ segir Örn m.a. í viðtalinu. Hér er hann ásamt stærstum hluta fjölskyld- unnar, þeim Sæmundi Erni 17 ára, Gunnari Erni 5 ára, Elsie og Jóni Oddi 13 ára. Þau Vilhjálmur og Hildur eru uppkomin og farin að heiman. DV-mynd Hilmar Þór Glingur og tennur burt! Eitt af ráðum Huldu er að losa sig við allan kopar, þar með talið allt glingur utan á fólki, s.s. skart- gripi og úr. Þess vegna gengur Örn með plastúr og ekki nóg með það; hann varð að losa sig við allar tennur vegna silfursins og er kom- inn með gervitennur. Að auki var skorið í gómana til að ná burtu öllu silfrinu. „Ég sá ekkert að því að taka tenn- urnar. Ekki sá ég tilganginn að hafa þær ofan í moldinni. Ef þetta gæti hjálpað mér þá fannst mér það í lagi. Enda þurfti ég að fara í einu og öllu eftir tilmælum Huldu,“ segir Öm og minnist konu einnar í með- ferð i Mexíkó sem var tilbúin að gera allt fyrir Huldu nema að taka af sér giftingarhringinn. Það eitt gæti dugað til að meðferðin virki ekki. Börnin háldu nammideginum Örn þarf að sjálfsögðu að passa mataræðið. Hann má að vísu borða allan hollan mat en vanda til við matargerðina. Kjöt verður t.d. að elda í gegn. Þó er nauta- og svína- kjöt á bannlista. Allt brauð verður að vera heimabakað og hann má ekki nota hvítan sykur. Þau segja bömin á heimilinu hafa tekið þess- um breytingum á högum fjölskyld- unnar furðuvel. Þau hafi samþykkt þetta með því að fá að halda sínum nammidegi! Núna er Örn búinn að fara í fjór- ar ferðir til Mexíkó. Mikið hefur gengið á á þessum tíma og meðferð- in lofað góðu. Nýlegar röntgen- myndir benda hins vegar til að æxlið i lifrinni hafi stækkað á ný og líklegt að Örn þurfi að fara einu sinni enn til Mexíkó. Hulda gefur honum þó þær vonir að það takist að vinna bug á meininu. Fleiri farið til Mexíkó Þess má geta að í einni ferðinni tók Öm 7 ára frænda sinn, sem þá var 5 ára, með sér til Huldu. Fund- ist hafði æxli við heila hans og læknar hér heima töldu hann eiga 5-6 ár eftir. En það er meðferð Huldu að þakka að hann er við hestaheilsu í dag. Ekki hefur enn verið talin ástæða til að skera hann upp. Þá fór fulloröinn maður úr Njarðvík með Emi í síðustu ferð hans til Mexíkó. Honum heilsast vel í dag. Öm leggur áherslu á að auðvitað geti Hulda ekki bjargað öllum. Hún sé óhrædd að segja fólki sann- leikann og leynir engum upplýs- Andstaða lækna Eftir að Öm fór að leita sér lækn- inga í Mexíkó hefur hann mætt and- stöðu læknastéttarinnar hér heima. Þetta hefur m.a. birst í því að Örn hefur ekki fengið aðgang að styrkj- um á þeim forsendum að um óhefð- bundnar lækningar sé að ræða. Einnig var þeim Elsie neitað um niðurfellingu gatnagerðargjalda á sömu forsendum. „Þetta fannst okkur hámark vit- leysunnar. Eins og það skipti máli hvar og hvemig þú leitar lækninga. Við voram ekki að sækja um niður- fellingu af þeim sökum heldur fyrst og fremst aö aðstæður fjölskyldunn- ar höfðu breyst verulega," segir Örn. Missti konu úr lifrar- sjúkdómi Eins og áður sagði missti Örn fyrrum eiginkonu sína. Hún hét Árný Matthíasdóttir og dó í janúar 1986, þá á 27. aldursári. Hún var lögð inn mikið veik á Landakot á Þorláksmessu 1985 og var látin nokkrum vikum síðar. Örn segist aldrei hafa fengið að vita nákvæma dánarorsök nema þá að lifrin hafi „dáið“. í undirbúningi heíöi verið að senda Árnýju til Bretlands í lifr- arskipti en læknar talið tímann of nauman. Tveimur ámm áður missti Elsie fyrrum eiginmann sinn, Sigurð Jón- asson. Hann fórst með sviplegum hætti með bátnum Sóleyju skammt undan landi frá Garðsskaga. Aftur lágu leiðir saman Öm og Elsie höfðu þekkst vel frá barnæsku. Þau höfðu alist upp í húsum hlið við hlið í Njarðvíkum langt fram eftir skólaaldri. Síðan skildu leiðir og lágu þær aftur sam- an eftir að þau höfðu bæði misst sína maka. Hvort um sig áttu þau áður tvö börn og saman eiga þau fimm ára son í dag, Gunnar Örn. Elsie átti fyrir Vilhjálm, sem er 23 ára, og með Sigurði heitnum hann Jón Odd, sem er 13 ára. Örn átti með Ámýju þau Hildi, sem er 21 árs, og Sæmund Örn, 17 ára. „Fyrir tilviljun kynntumst við aftur tæpu ári eftir að Ámý dó. Okkur fannst þetta skrítið því sam- komulagið var ekkert rosalega gott á yngri árum,“ segir Örn og þau hlæja bæði við upprifjunina. Líklega þrjóskur! Eðlilega hefur meðferðin tekið gríðarlega á Örn og hans fjöl- skyldu. Hann segist aldrei hafa vanist því að gefast upp, væri lík- lega þrjóskur að eðlisfari. Elsie hafl veitt sér mikinn styrk í barátt- unni og bömin öll. „Svona veikindi gera samt það að verkum að maður er ekki sami harði karlinn og maður hélt. Það koma tímar þegar maður brotnar hreinlega niður en ég næ mér upp aftur með hjálp fjölskyldunnar." Fjölskyldan, vinahópurinn og starfsfélagarnir hafa veitt Erni stuðning eins og áður sagði. En hann er ekki ánægður með hlut hins opinbera og fleiri aðila. Alls staðar komi hann að lokuðum dyrum. Hann fái ekki krónu frá Tryggingarstofnun upp í læknis- og ferðakostnað, bæjarfélagið neiti að fella niður gatnagerð- Jón Oddur fær hér aðstoö frá pabba sínum við heimalærdóminn. DV-mynd GVA ingum úr hennar rannsóknum. Vitanlega geti krabbamein verið komið á það stig að ekkert sé hægt að gera. Þannig hafi konu að norð- an, sem fór með honum í eina ferð- ina í fyrra, ekki verið hægt að hjálpa. Krabbameinið vann bug á henni skömmu eftir að hún kom að utan. Hulda Regehr Clark hefur haldið líf- inu í Erni síðustu tvö árin. Kostað um 7 milljónir Mexíkóferðirnar hafa kostað Öm og hans fjölskyldu mikla fjár- muni, í heild um 7 milljónir króna. Hver ferð kostað í kringum 1 % milljón. Þá er tekjutapið í vinn- unni ekki reiknað með. Örn hefur eðlilega þurft að vera talsvert frá vinnu frá því meðferðin í Mexíkó hófst. Hver ferð hefur tekið frá þremur og upp í átta vikur. Um tíma var Elsie einnig atvinnulaus þannig að fjárhagsstaða fjölskyld- unnar var slæm. Örn segir lög- regluyfirvöld í Keflavík hafa sýnt honum einstakan velvilja sem hann geti seint þakkað almenni- lega. Stuðningur víða að „Við stöndum uppi eingöngu fyr- ir velvilja tjölskyldu, kunningja og góðgerðastofnana hér á Suðurnesj- um. Ferðirnar taka mikið á.mann, bæði andlega og líkamlega, þannig að maður kemst ekki yfir þetta einn. Það er svo einfalt. Starfsfélag- amir hjá löggunni hafa verið ein- staklega duglegir og staðið reglu- lega fyrir fjársöfnunum. Einnig hef- ur Landssamband lögreglumanna stutt vel við bakið á okkur,“ segir Örn sem starfað hefur í 10 ár hjá lögreglunni í Keflavík. Áður vann hann við múrverk og er lærður múrari. Læknirínn vildi ekki tjá sig Haft var samband við lækn- inn sem lengstum meöhöndlaði Örn Kjæmested á Landakoti til að fá hans hlið á málinu. Hann kaus að tjá sig ekki á þeirri for- sendu að málið væri á leiðinni fyrir dómstóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.