Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Page 30
38
LAUGARDAGUR 31. MAI 1997
^ m iO | iá
DUBAI - djásnið í
Mið-Austurlöndum
Aldrei hefur farið
eins vel um mig í flug-
vél og í nýju Boeing
777 frá Emirates á leið
frá London.
Allt það besta sem
flugeldhús getur fram-
leitt var borið fram af
fjölþjóölegu liði stima-
mjúkra flugfreyja og
rennt niður með ár-
gangsvínum frá hestu
vínlöndum heimsins.
Til að stytta sér stund-
ir var gott úrval kvik-
mynda og vel valin
klassísk tónlist í
heyrnartækjum. Silf-
urfuglinn leið eins og
töfrateppi inn á flug-
brautina í Dubai og
innan stundar var
komið á eitt fegursta
hótel heimsins. Ferða-
langurinn skimar í
kringum sig eftir sjálf-
um Aladdín því að
þetta er töfrum líkast,
rétt eins og allt væri
það undan hans riíjum
runnið.
Svona hótel hefur
liann hvergi séð áður.
Anddyrið er risastórt
og nær upp gegnum
allar hæðir - atríum-
byggt og með gler-
hvolfi efst, þar sem ör-
mjó skeifulaga rönd
mánans skín í gegn,
rétt eins og symból
þessa framandi veru-
leika í heimi 1001 næt-
ur. Inni í þessu risa-
anddyri standa tignar-
legir döðlupálmar við
gangstígana, gos-
brunnar glóa í ljósa-
dýrðinni og lindir og
fossar hjala við gest-
inn sem starir berg-
numinn og trúir vart
eigin augum. Hér hefst
nýr þáttur í ferðar-
eynslu liðinna ára og
hann er lengi í vafa um
hvort þetta sé draumur eða veruleiki í nýrri
mynd.
„Vertu velkominn til okkar, kæri herra, má ég
fylgja þér til herbergis?" Stúlkan í móttökunni
heldur á umslagi með lyklinum og bréfi frá hótel-
stjóranum. „Við tökum þessa lyftu, farangur þinn
kemur strax með annarri," segir hún að bragði og
hneigir sig. „Við erum búin að skrá þig, þú þarft
ekkert annað en skrifa nafnið þitt,“ segir hún og
opnar mér dyr að fagurlega búnu herbergi með
tvískiptu baði, þremur símum, útvarpi, sjónvarpi
og barskáp. Á litlu borði stendur skál með ávöxt-
um og drykkjarvatni og bréfspjald með heillaósk-
um frá stjóm hótelsins.
Hér verður gott að búa og taka strax á sig náð-
ir því að morgundagurinn er fullur fyrirheita.
Gesturinn lítur gimdaraugum á þetta rúm af að
minnsta kosti tvöfaldri breidd og er innan
skamms horfinn inn i veröld svefnsins.
Glæsilegar núfíma-
byggingar í mi&borg
Dubai - Verslunarráð-
i& og Se&labankinn.
Alþjóðlegur staður í þjóðbraut
Morguninn eftir kemur Ilona að sækja mig.
Hún er fersk útlits, eins og vorvindur, og gustar
dálítið af henni, klædd eftir nýjustu tísku, stutt-
klippt og ber enga blæju fyrir andlitinu, eins og
flestar innfæddar. Líkt og gerist með starfsfólk i
hótelþjónustunni er hún aðflutt, grísk í aðra ætt-
ina en þýsk í hina, og talar flrnrn heimstungur
reiprennandi.
„Ég dvaldist hér um tíma fyrir nokkrum áram
og langaði alltaf hingað aftur. Þegar mér bauðst
þetta sölustjórastarf beið ég ekki boðanna. Mér
finnst hvergi jafngott að búa,“ sagði Ilona á skoð-
unarferð okkar um hótelið. „Saknarðu þá einskis
frá Evrópu?“ spyr ég. „Nei, ekki eins og er, og ég
fæ mörg tækifæri til að ferðast í þessu starfi."
Hótelið er nýopnað og allt á fleygiferð, það er ver-
ið að opna veitingastaðina hvem af öðrum. Þeir
verða alls sex talsins og bjóða það besta I matar-
gerð frægustu matþjóða heimsins. Hér verða
viðmiðun á ferðalögum, hversu góðu sem
maður kann að hafa kynnst áður. Ég er
kominn hingað í boði ferðamálayfirvalda á
ferðakaupstefnu til að sjá það nýjasta. Við
Ilona fáum okkur léttan morgunverð og síð-
an ekur hún mér á kaupstefnuna í ráð-
stefnumiðstöð Dubai. Hún vippar sér létt
inn í Porsche-sportbíl með blæju og það
ískrar í hjólbörðunum þegar bíllinn þýtur
af stað. Ég hafði fengið barmmerkið sent í
pósti og við gengum beint inn þar sem Ilona
kynnir mig fyrir forkólfum ferðaþjónust-
unnar i Dubai og fleiri ríkjum Sameinuðu
furstadæmanna við Persaflóann.
Það leynir sér ekki að Dubai er í tísku hjá
ferðamönnum. Þeir koma margir um lang-
an veg tfl að kaupa vandaðasta varning
heimsins tollfrjálsan, til að leika golf, sigla
og lifa ljúfu lífi við aðstæður sem era
óþekktar annars staðar í heiminum. Af
furstadæmunum sjö er Dubai það næst-
stærsta og miðstöð blómlegra viðskipta og
hagsældar. íbúamir eru um 700 þúsund og
búa við mikla almenna velmegun þar sem
öll menntun er ókeypis, eins og heilbrigðis-
þjónustan, en skattar nær engir.
Margt er um útlendinga og sumar starfs-
greinar nær eingöngu mannaðar innfluttu
vinnuafli, t.d. frá Indlandi, Malasíu og Fil-
ippseyjum. Frá öndverðu mætast andstæð-
ur í Dubai. Hirðingjar úr eyðimörkinni áttu
skipti við fiskibændur og perlukafara á
ströndinni og kaupmenn úr borginni og
Kríkfjörður, sem skiptir Dubai í tvennt, hef-
ur frá örófi alda verið bakgrannur viðskipta
milli fomra menningarþjóða Mesópótamíu
og þjóðanna i dölum Indlands.
Viðskiptaveldi
Á stuttum tíma hefur forneskjulegt þjóðfé-
lag þróast í viðskiptaveldi á heimsvísu þar
sem olíuauðurinn var notaður af skynsemi
og fyrirhyggju til að byggja upp einstakt nú-
tímaþjóðfelag með háþróuðu skipulagi þar
sem allir lifa saman í sátt og samlyndi. Full-
komið trúfrelsi ríkir í þessu í þessu
múslímska samfélagi og kristnir menn eiga
sínar kirkjur, mótmælendur og kaþólskir.
Nú loksins skilst mér hvað mér hefur skjátl-
ast með því að alhæfa um arabalöndin. Hér
Golf er mikiö stundað í Dubai eins og a&rar útiíþróttir. Golfhúsið minnir á stíl óperuhússins í Sydney.
Á Jumeira-ströndinni rís hvert glæsihótelið viö
annaö þar sem New Chicago Beach Resort ber af
ö&rum.
snilldarkokkar frá Mið-Austurlöndum, Kína, Jap-
an, Taílandi, Frakklandi og Ítalíu. Svo er stutt í
helstu stórmarkaðina og ekta austurlenska souks
með gulli, skartgripum og austurlenskum tepp-
um.
Hátískan í bland við fornar hefðir
Óneitanlega er hótelið A1 Bustan í Dubai ný
hittir maður fyrir eitthvert kurteisasta og gest-
risnasta fólk sem um getur, yfirlætislaust en yfir-
vegað og sjálfu sér samkvæmt, langt umfram það,
sem almennt getur talist á Vesturlöndum.
Festa og reglusemi blasir alls staðar við, enda
era viðurlög hörð og glæpir og ofbeldi því nær
óþekkt fyrirbæri. Ferðamaðurinn finnur alls
staðar til þægilegrar öryggiskenndar, ólíkt því að
ganga um Austurstræti Reykjavíkur á helgar-
kvöldi. Dubaibúar sýna erlendum gestum full-
komna tillitssemi hvað snertir hætti þeirra og
klæðnað. Óvíða sjást aðrar eins glæsikerrar á
götunum en efnahagsástand hvers lands blasir
fyrst við gestinum í bflaflotanum. Trjáprýdd og
blómum skrýdd breiðstræti setja svip á þessa
framúrstefnuborg svo að nálægð eyðimerkurinn-
ar gleymist. En glæstur byggingarstíllinn verður
samt eftirminnflegastur, þetta ótrúlega sambland
austrænna áhrifa við formsköpun Vesturlanda og
samspil nýrra og gamalla forma í einhverju upp-
höfnu samræmi sem fangar og gleður augað.
-IGbr.
Flugleiðum breytt
Flugfélagið Cathay Pacific,
sem aðsetur hefur I Hong Kong,
| hefur breytt nokkrum flugleið-
um sínum og tekur lengri tíma
I að fljúga á milli áfangastaðanna
| eftir breytingamar. Flugleiðun-
um var breytt þannig að þotur
fyrirtækisins munu aldrei eiga
meira en einnar klukkustundar
I flug til alþjóðlegs flugvallar (í
stað 100 mínútna áður). Ástæð-
an fyrir þessum breytingum
era bilanir sem komið hafa upp
í hreyflum á Airbus-þotum fé-
lagsins og er þetta viðleitni fé-
lagsins til að halda allri áhættu
í lágmarki.
Vandræði
Verkfoll starfsmanna á und-
anfömum vikum hjá flugfélag-
inu Air France hafa valdið
miklum truflunum á starfsemi
félagsins. Aflýsa hefur þurft frá
þriðjungi og allt upp í helmingi
flugs hjá félaginu. Lítið þokar í
samkomulagsátt hjá deiluaðil-
um.
Raflost
Nefnd á Bandaríkjaþingi
lagði til í síðustu viku að öll
bandarísk flugfélög yrðu skyld-
uð til að vera með raflostsbún-
að sem hægt er að beita á far-
þega sem láta ekki að stjóm.
Nokkur flugfélög heims hafa
þegar tekið upp þá reglu að
hafa tækin um borð í vélum
sínum, meðal annars Virgin
Atlantic í Bretlandi og Qantas í
Ástralíu.
Næturlokanir
Stjórnvöld í Afríkuríkinu
Mósambík ihuga að loka alþjóð-
lega flugvellinum sínum við
bæinn Maputo á næturnar.
Ástæðuna má rekja til þess að
óprúttnir þjófar hafa verið iðn-
ir við að stela brautarljósum að
næturlagi og yfirvöldum hefúr
ekkert gengið að hafa hendur í
hári þeirra.
g
Hiti og mengun
íbúum og dvalargestum í
| Aþenu í Grikklandi er ráðlagt
að halda sig innandyra þessa
dagana vegna hitabylgju og
I hægviðris sem magnað hefur
mengun í borginni. Aþena er
ein mengaðasta borg Evrópu og
þetta vandamál kemur upp
1 margsinnis á hverju einasta
sumri.
I