Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1997, Side 50
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 58 Ifaikmyndir Stjörnubíó - Blóð og vín: Nicholson í slæmum málum Ed Harris, sem er á myndinni ásamt Clint Eastwood, leikur lögregluforingja sem hefur meö morömáliö aö gera og grunar aö vitni sé aö moröinu. Ofurvald Anaconda er ein af þessum dálítið gölluðu myndum sem ná samt að heilla með ákveðnum einfaldleik eða jaihvel ein- feldni. Hópur fólks rýkur inn í frumskóga Brasiliu til að gera heimildamynd um hálfgoðsögulegan ættbálk en lendir i stað- inn í klónum á hálfgoðsögulegri slöngu sem étur þau eitt af öðru. Þama er komin hin kíassíska staða venjulegs fólks sem lendir í óvæntum ævintýr- um. Á leiðinni upp Amazonfljótið rekst hópurinn á örlaganom sína, slönguveiðarann Paul Sarone (Jon Voight), sem breytir stefhu leiðangursins til að eltast við stærstu slöngu í heimi. Myndin fór iila af stað og leið um tima fyrir slæman leik, auk þess sem fyrsta slangan sem kom á skjáinn var áberandi til heimilis í sæberspeis. En þegar öllum pirrandi kynningum var komið af tók Anacondan hressilegan kipp og hnykkir sér inn í þennan flna frumskógarhasar með tiiheyrandi illmennum og óvættum. Persónuuppsetn- ingin kom þægilega á óvart þar sem svarti aðstoðarmaðurinn (Ice Cube) - sem yfirleitt hefur „fyrsta fómarlamb" skrifað á ennið - veröur hetjan, en hvíti mannfræðingurinn (Eric Stoltz) - sem leit út fyrir að verða dæmigerður „prófessor verður óvænt hetja“ - er sleginn út og sefur í gegnum öll ósköpin. Aðalhetjan er samt sjálf heimildaþáttaleikstýr- an (Jennifer Lopez), sem tekur við stjóminni þegar prófessorinn dettur út, og er bara ansi sannfærandi sem eitilhörð skutla sem iætur ekki nokkrar siöngur aftra sér. Jon Voight á góða spretti en ofgerir sér á köfium með tilgerð og stælum sem ekki eiga heima í mynd sem gerir út á ákveðinn einfaldleika. Tæknimálin vom eitthvað gruggug á köfl- um en í heild vega kostimir upp á móti göllunum og útkoman er hressileg og skemmti- leg mynd sem heldur áhorfandanum fóngnum (!) í þessar klassísku 90 mínútur. PS: Takið eftir atriði fyrir miðju þegar eitt fómarlambið sést eins og upphleypt utan á maga slönguimar, minnir dálítið á draugana í Frighteners... sætt. Leikstjóri: Luis Llosa. Handrit: Hans Bauer and Jim Cash & Jack Epps, Jr. Framleið- endur: Verna Harrah, Leonard Rabinowitz og Carole Little. Tónlist: Randy Edelman. Aðalleikarar: Jennifer Lopez, lce Cube, Jon Voicht, Eric Stoltz. Úlfhildur Dagsdóttir Clint Eastwood bregst ekki aðdá- endum sínum frekar en fyrri daginn i sinni nýjustu kvikmynd Ofurvald (Absolute Power), sem hann ekki að- eins leikur aðalhlutverkið í, heldur leikstýrir og framleiðir og er sýnd í Háskólabiói, Sam- bíóunum og Borg- arbíói, Akureyri. í myndinni sem fengið hefur góðar viðtökur leikur hann Luther Whitney, meistaraþjóf sem á að baki glæsilegan feril í greininni. Whitney hefur samt haft kynni af fangelsum og hefur engan hug á að fara þangað aftur. Hann skipuleggur því sitt síðasta rán hjá einum ríkasta manni Bandarikjanna og á það að gerast meðan enginn er heima hjá honum. Eiginkona auð- kýfmgsins er óvænt heima þegar Luther brýst inn í húsið og verður hann vitni að ástarleik sem endar með því að eiginkonunni er banað. Tilraun er gerð til að hylma yfir glæpinn, en þeir sem það gera vita ekki að það var vitni aö morðinu. Clint Eastwood sem í mörg ár hefur starfað jafnhliða sem leikari og leikstjóri hefur ávallt mörg hand- rit undir höndiun sem hann getur valið úr og um Absolute Power seg- ir hann að honum hafi verið sent handritið til yfirlestrar og ekki þurft nema einn lestur til að sann- færast um að þetta væri kjörið fyrir hann, en handritshöfundur er Willi- am Goldman, einhver þekktasti og besti handritshöfúndur í Hollywood. Á hami að baki handrit að myndum á borð við Butch Cassidy and the Sundance Kid, All the President’s Men, Marathon Man, Heat, Misery og Chaplin. Um persónuna Luther Whitney segir Clint Eastwood: „Luther Whit- ney er náungi sem er að reyna koma lífi sínu í fastan jarðveg. Hann verður vitni að morði og verður þegar á líður sá sem grunur beinist að. Þetta skeður á meðan hann á yfir höfði sér rannsókn vegna innbrots og er að vonast eftir því að hann nái betra sambandi við dóttur sína, en það vill svo til að hún er saksóknari." Vinnur hratt og vel Fáir leikarar hafa náð jafn langt bæði sem leik- ari og leikstjóri og Clint Eastwood. Hann hóf snemma á sínum leik- ferli að leik- stýra og byrjaði með glæsibrag með magnaðri sakamála- mynd, Play Misty For Me, sem gerð var 1971. Það var ljóst að Clint Eastwood hafði næmt auga fyrir möguleikum kvik- myndavélarinnar og var sögumaður góður. Á þeim tuttugu og fimm árum sem hann hefur leikstýrt hef- ur hann fengið orð fyrir að vera fljótur að vinna og engin kvik- mynda hans hefur farið yfir áætlað- an kostnað. Eastwood hefúr leikið í öllum sínum kvikmyndum að tveimur undanskildum, Breezy, sem var með Wiiliam Holden í aðalhlut- verki og Bird, sem fjallaði um ævi saxófónleikarans Charlie Parker. Sýndi Forest Whitaker eftirminni- legan leik í hlutverki djasssniilings- ins. Frægasta kvikmynd Eastwoods er Unforgiven, en fyrir hann fékk hann óskarsverðlaun sem besti leik- stjóri. Af öðrum gæðamyndum sem hann hefur ieikstýrt má nefna High Plains Drifter, The Outlaw Josey Wales, The Gauntlet, Bronco Billy, Pale Rider, White Hunter, Black He- art, Sudden Impackt og The Bridges of Madison County. Clint Eastwood er mikill áhuga- maður um djass og leikur sjálfur á píanó. Á hann það til að fara upp á svið í klúbbum og taka nokkra létta : sveiflutóna og þyk- ir hann bara nokkuð glúrinn á hljóðfærið. Ann- * ars er til geisla- plata með leik Eastwoods þar HÁsl sem aðdá- endur hans geta sannfærst um ágæti hans á þessu sviði. -HK Clint Eastwood í hlutverki meistaraþjófsins Luthers Whitneys. Jack Nicholson hefur á löngum leikferli náð einstakri tækni viö túlkun á mönnum sem eru ekki allir sem þeir sýnast. Honum nægir að setja upp sitt sérstaka smáglott og öll tiltrú áhorfandans á manninum er horfin út í veöur og vind. Oftast hefúr honum með þessari leiktækni tekist að skapa eftirminnlegar persónur, en sú er ekki raunin f Blóð og vín (Blood and Wine), þar sem hann leikur vinkaup- manninn Alex Gates, sem er með ailt niður um sig, hvort sem er í einkalífinu eða i viðskiptum. Síðasta haldreipi hans er að stela milljón dollara hálsfesti af einum við- skiptavini sínum og koma i verð. Til þess fær hann aðstoð hjá atvinnuglæpamanninum Victor Spansky, ógeðfelldum rudda sem Michael Caine leikur - annar leikari sem hefur oft farist vel að leika undir- fórula náunga en nær sér ekki á strik frekar en Nicholson. Þeir félagar sækja þó ekki gull í greipar viðskiptavinarins, þótt ránið sjálft takist með ágætum, og kemur þar til tvöfeldni Alex í einkalifinu. Söguþráðurinn sem Blóð og vin er spunnin utan um er nokkuð glúrinn, ekkert frum- legur en býður upp á ýmsa möguleika. En það er eins og leikstjórinn Bob Rafelson hafi farið öfúgum megin fram úr rúminu á hverjum degi og gerir sig sekan um mistök sem jafnreyndur leikstjóri og hann ætti ekki að láta sjá eftir sig. Liggja mistökin aðal- lega í persónum myndarinnar sem eru afar ósannfærandi og litt spennandi. Þá beitir Rafelson nærmyndatökum í óhófi sem enn frekar eykur ótrúverðugleika persónanna. Eitt að lokum sem sérstaklega er ætlað þeim sem eiga golfsett: Varist að hafa golfkylf- umar inni á heimilinu því það má nota þær til annars en að spila golf. Leikstjóri: Bob Rafelson. Handrit: Nick Villiers og Alison Cross. Kvikmyndataka: Newton Thomas Sigel. Tónlist: Michael Lorenc. Aðalleikarar: Jack Nicholson, Stephen Dorff, Michael Caine, Judy Davis og Jennifer Lopez. Hilmar Karlsson Stjörnubíó/Bíóhöllin - Anaconda: Étandi orma Dómar um myndína Amy Oð villiðæsirnar: UDhjá DV: iii ..myndin er falleg og ...eru þaö ánægjulegu stundirnar sem sitja eft- AS hjá Mbl: i-i i „Amy og villigæsirnar er fjölskyldumynd sem óhætt er aö mæla meö. Hún fær áhorfandann til aö trúa á ótrúleg ævin- týri og snertir barnið í okkur öllurn." ízýnri uiii bríffína kluídcan 7 on !í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.