Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 9 i>v Stuttar fréttir Vilja refsiaðgerðir Bretland og Bandaríkin vilja refsiaögerðir gegn írak fyrir að hindra störf vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Afléttu banni Dómstóll hefur aflétt sjö ára banni á verslun með fílabein og leyft þremur ríkjum í Suður-Afr- íku að selja fílabein til Japan. Loforðin standa Sósíalistinn Lionel Jospin, ný- skipaður forsætis- ráðherra Frakka, segist ekki munu ganga á bak orða sinna og hann muni standa við kosningaloforð sín. Hreinsa strætin Starfsmenn Rauða krossins vonast til að geta flutt burt lík af strætum Brazzaviile í dag eftir blóðuga bardaga síðustu 12 daga en óttast er að ný fómarlömb fylli pláss þeirra um helgina. Sek um meiðyrði Lengstu réttarhöldum í Englandi er nú lokið. Févana hjón voru dæmd til að greiða hamborg- ararisanum McDonald’s 60.000 pund í skaöabætur. Mætir ekki Boris Jeltsín, forseti Rússlands, ætlar ekki að mæta á leiðtogafúnd Nato-ríkjanna í júlí þar sem búist er við að einhverjum austrænum Evrópuríkjum verði boðin aðild. Segir hann Rússa ekki sætta sig við aö hann myndi mæta. Áfram við stjórnvölinn Beujamín Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels segist viss um aö samsteypustjóm sín muni í fram- tíðinni starfa af heilindum. Orð hans féllu í kjöl- far afsagnar Qár- málaráðherrans Dan Meridor. Vonast til að ná Pol Pot Fyrrum félagar skæruliðaleið- togans Pols Pots í Kambodíu undirbjuggu í morgun lokaárás á hann. Vonast þeir til að ná hon- um lifandi. Leynilegar viðræður Háttsettur kínverskur embætt- ismaður kom í leynilega heim- sókn til Hong Kong I morgun til viðræðna við Tung Chee-hwa, framtíðarleiötoga svæðisins. Hermenn við bústörf Yfírvöld í N-Kóreu sökuðu í morgun Bandaríkin og S-Kóreu um að undirbúa stríð. Segja þau að ríkin eigi ekki að nýta sér þá staðreynd að hermenn N-Kóreu taki þátt í bústörfum til að koma í veg fyrir hungursneyð. Handtökur I Burma Að minnsta kosti fímm nánir Haðstoðarmenn stjómarand- stöðuleiötogans Aung San Suu Kyi í Burma hafa verið hand- teknir. Eru þeir grunaöir um að hafa smyglað myndböndum með ræðum hennar til útlanda, að því er heimildarmenn stjómarand- stöðunnar sögðu í morgun. Áfram stjórnarkreppa Suleyman Demirel, forseta Tyrklands, hefúr enn ekki tekist að veija eftirmann Erbakans for- sætisráðherra sem neyddist til aö segja af sér í vikunni vegna þrýstings frá hemum. Samkomulag um tóbak Sögulegur samningur við tó- baksframleiðendur um skaöa- bætur og viðvaranir kann aö verða undirritaður í Bandaríkj- unum í dag. Reuter Leiðtogafundur sjö helstu iðnríkja heims: Japanir andvígir fullri aðild Rússa Ágreiningur var risinn í gær hjá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims fyrir fund þeirra sem hefst í dag. Japanir era andvígir fullri aðild Rússlands og Bandaríkjamenn kvarta undan viðskiptahagnaði Jap- ana. Borís Jeltsín Rússlandsforseti mim reyna að sækja um inngöngu i hóp sjö helstu iönríkja heims á leið- togafundi þeirra sem hefst í Denver í Bandaríkjunum í dag. Þetta verð- ur í fimmta sinn sem Jeltsín situr fúnd iðnríkjanna sjö og í þetta sinn er fundurinn kallaður leiðtogafund- ur iðnríkjanna átta. Er þá verið að taka tillit til aukins hlutverks Rúss- lands. Bretland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Banda- ríkin hafa hins vegar ekki opnað dymar alveg upp á gátt fyrir Rúss- um. Jeltsín fær ekki að sitja fund um meiri háttar efnahagsleg mál- e&ii. Forsætisráðherra Japans, Ryut- aro Hashimoto, lýsti því yfir í gær að hann væri mótfallinn aðild Rúss- lands að efiiahagsmálaumræðimum. Jeltsín mun hitta Hashimoto að máli í dag. Hefúr Rússlandsforseti lagt mikla áherslu á að koma um- bótum af stað að nýju eftir að hann komst á fætur í febrúar eftir veik- indi. Vonast hann til að Vesturlönd líti jákvætt á þær tilraunir hans. Ráðherrar Jelstíns mæta hins vegar harðri andstöðu frá kommúnistum á þingi. Borfs Jeltsfn Rússiandsforseti fær ekki afi sitja alla fundi ieifitoga sjö helstu ifinrfkja heims. Sfmamynd Reuter Bill Clinton Bandaríkjaforseti hvatti í gær iðnríkin til að leggja til hliðar gamlar hugmyndir og taka upp þær aöferðir sem Bandaríkin notuöust við til að koma efnahagn- um á réttan kjöl. í gær var þegar kominn upp ágreiningur milli Clintons og Has- himoto um hversu stórt hlutverk Bandaríkjanna ætti að vera í því að koma á auknu frelsi í efnahagsmál- um Japans. Bandarískir embættis- menn sögðu að Bandaríkin myndu gegna hlutverki ráðgjafa en Has- himoto sagði að Japanir vildu hvorki ráðgjöf né eftirlit. Reuter _____________Útlönd Barnaníð- ingur fremur sjálfsmorð Maður, flæktur í stærsta bamaníðingsmál sem upp hefúr komið í Frakklandi, framdi sjálfsmorð í gær. Hafði maður- inn sætt yfirheyrslum hjá lög- reglu eftir að myndbandsspólur með bamaklámi fundust á heim- ili hans. Maðurinn, sem var á flmm- tugsaldri, fannst hengdur á heimili sínu og fann lögreglan bréf sem hann hafði skilið eftir. Yfir 200 manns sæta nú rann- sókn dómstóla í tengslum viö málið en lögreglan hefúr alls handtekiö 634, þ.á m. tvo klerka. Saksóknari sagði í gær að ekki væri horfandi á hundrað mynd- bandsspólanna sem fundist hefðu sökum þess hve ógeðfelld- ar þær væru. Að hans sögn liggja fyrir sönnunargögn um a.m.k. ellefu nauðganir. Reuter Nettaf^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR ELDHÚS INNRÉTTINGAR BAÐ INNRÉTTINGAR FATASKÁPAR VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ Frí teiknivinna og tilboðsgerð NettOlin*- fyrsta flokks frá iFúnix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI552 4420 Ungt par I Monreale á Sikiley mótmælir banni yfirvalda vifi kossum á al- mannafæri mefi þvf afi kyssast á afialtorgi bæjarins. Slmamynd Reuter Sonur mannréttindaleiðtogans: Stjórnvöld á bak við morðið á King Sonur Martins Luthers Kings lýsti því yfir í gær að hann teldi að morðiö á foður sínum hefði verið hluti samsæris embættismanna, þar á meðal jaftiháttsettra manna og Lyndons B. Johnsons forseta. Sagði King að hann væri þeirrar skoðunar að bandaríska stjómin hefði staöiö á bak við morðið af ótta við vaxandi áhrif mannréttindaleið- togans og andstöðu hans við stríðið í Víetnam. Kingfjölskyldan og Andrew Young, fyrrum aðstoðarmaður Kings og sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, hafa hvatt Bill Clinton Bandaríkjaforseta til að setja á lagg- imar nefiid til að rannsaka morðiö. Vilja þau að nefndin lofi vitnum sakarappgjöf til að hvetja þau til að gefa sig fram. James Earl Ray játaði á sig morð- iö á King 1969, ári eftir að það var framiö. Hann var dæmdur í 99 ára fangelsi. Ray dró síðar játningu sína til baka. Reuter Það er gott að til er gott sem gerir manni gott ÍSLENSK GARÐYRKJA ÍLaLtu/Jie/i/ 6íáa/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.