Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 13 Amnesty International - alþjóöleg mannréttindasamtök á afmörkuöu sviði íslandsdeM Amnesty Int- emational vill vekja athygli les- enda DV á misskilningi Ástþórs Magnússonar á starfssviði Am- nesty Intemational. í grein sem birtist í DV 12. júní sl. furðar hann sig á hvers vegna Amnesty Intemational hefur ekki tekið upp mál Hanes-hjónanna. Afmarkað starfssvið Amnesty International eru al- þjóðleg mannréttindasamtök sem starfa á vel af- mörk- uðu sviði mann- rétt- inda. Samtök- in taka ekki að sér mál sem falla utan starfs- sviðs þeirra, en mál hanes- hjón- anna er slíkt mál. í fyrsta lagi er hér um sakamál að ræða en Amnesty International hefur ekki afskipti af meðferð slíkra mála. í öðru lagi mótmæla samtökin ekki framsali á milli landa, nema um sé að ræða endur- sendingu flóttamanna, sem sann- anlega falla undir skilgreiningu Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Baráttumál Amnesty Int- ernational í stuttu máli eru baráttumál Amnesty International: - að allir samvinskufangar verði látnir lausir tafarlaust og án skilyrða - að pólitiskir fangar fái réttláta dómsmeðferð - að pyndingar, „mannshvörf*, aftökur án dóms og laga og lífláts- dómar verði aihumdir. Amnesty International veitir auk þess fórnarlömbum pyndinga aðstoð við að leita sér lækninga og endurhæfingar, aðstoðar sam- viskufanga sem þurfa á lögfræði- legri aðstoð að halda og hjálpar fjölskyldum „horfinna" ættingja til að koma undir sig fótunum fjár- hagslega. Samtökin byggja allt sitt starf á félagsgjöldum og frjálsum framlögum einstaklinga og fyrir- tækja. Samtökin telja að með því að skilgreina vel starfssvið sitt nái þau betri árangri í baráttunni fyrir virðingu fyrir mannréttindum. Samtökin leggja áherslu á að öll mannréttindi séu innbyrðis tengd en afmarka þó starf sitt við ofangreind mannrétt- indabrot. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Aiþjóðleg mannréttindasamtök sem starfa á vel afmörkuðu sviði mannréttinda. - íslandsdeildin, fyrir utan kín- verska sendiráöið, reynir að koma skilaboöum inn í húsið. Kjallarinn Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri ís- landsdeildar Amnesty International. „Samtökin taka ekki að sér mál sem falla utan starfssviðs þeirra, en mál Hanes-hjónanna er slíkt mál.u Hærri laun og lægri skatta - með hugarfarsbreytingu Sígild er umræðan um lág laun, atvinnuleysi og háa skatta og hafa ýmsir lagt orð í belg um þessi efni hér á landi undanfarin ár. Hér skal gerð tilraun til að meta í hverju vandinn er fólginn og hvað sé tn ráða. Sett verður fram sú skoðun að vandinn sé í raun auð- leystur, aðeins þurfi að koma tU hugarfarsbreyting og samstaða meðal þjóðarinnar. Skattalækkun betri skil Það virðist almennt viðhorf þjóðarinnar að vegna hárra skatta og vöruverðs sé sjálfsagt að hinn „lágt“ launaði einstaklingur geri það sem í hans valdi stendur tU að komast undan skatti. Þessi viður- kenning gengur svo langt að þegar einstaklingur kemur drekkhlað- inn heim úr skipulagðri innkaupa- ferð tU útlanda þá virðist toUgæsl- an fyrst og fremst hafa áhuga á að ekki sé keypt of mikið vín í frí- höfninni, sem vegna sömu við- horfa er rekin fyrir komufarþega í buUandi samkeppni við íslenska verslim. Skattsvikanefnd hefur metið það svo að undanskot undan skatti skipti miUjörðum árlega, og sjálf- um finnst mér líklegt að innkaup íslenskra ferðalanga, flugliða og sjómanna erlendis skipti líka mUljörðum. Þeir mUljarðar skapa hvorki störf né skila sköttum á Is- landi. Til að breyta þessu ástandi þyrfti þjóðarsátt um að slaka að- eins á einkahyggjunni og hugsa í þess stað um hag heUdarinnar. Ár- angurinn ætti að skUa sér á örfá- um árum og framkvæmdin yrði í raun sáraeinfóld: Fjármálaráðherra gæfi út yfir- lýsingu um skattalækkun gegn betri skilum í kassann og við stæðum öU saman um að hvetja fólk til skUvísi, auk þess sem skatteft- irlit yrði aukið tU mikiUa muna og almenningur vís- aði á þá sem ekki létu sér segjast. Auknir tollar meiri verslun Ákveðið yrði að færa sem mest af eyðslu íslendinga í úUöndum heim. Þjóðhagsstofnun yrði, okkur tU hvatningar, fengin til að reikna út hvað það yrði á við mörg álver með öUum margfeldisáhrifum, nýjum störfum og auknum skatt- skUum. Síðan yrði komufrí- höfhinni lokað og toUgæslunni falið það verk- efni að fram- fylgja þeim lög- um sem nú þeg- ar gUda um innflutning ein- staklinga og mætti jafnvel þrengja þau lög enn frekar. Til þess að toU- gæslan réði við þetta verkefni yrði að sjálf- sögðu að veita auknu fé til hennar, en það myndi skUa sér strax aftur í auknum toUum og meiri verslun innan lands. Af hverju að breyta íslandi í hálfgert lögregluríki? Þannig kynni einhver að spyrja. En spurningin er á misskilningi byggð, lögregluríkið er þegar til staðar en nær ekki tU allra. AUur þorri manna hefur engin tök á að stinga undan og innflutningsversl- unin býr við mjög nákvæma toll- gæslu. Þessi sama innflutningsverslun gæti auðveldlega séð um aUan inn- flutning fyrir ísland og myndi eyða mun minni gjaldeyri tU þess en sá mikli fjöldi einstaklinga sem verslar í smásölu erlendis. Viö það myndu skapast mörg vel launuð störf og toU- og skattskil myndu stór- aukast. Það hefði síðan í för með sér að ríkið gæti lækk- að skatta enn meira. Ef þetta tækist vel gæti skatta- og vöruverðslækkun orðið slík að margir þeirra sem nú þurfa aðstoð þess opinbera þyrftu hana ekki lengur. Það gæti síðan leitt tU þess að skattar lækkuðu enn meir auk þess sem rík- ið gæti gert betur við þá sem ætíð hljóta að þurfa á hjálp að halda og veitt al- mennt betri þjónustu. Lækkun verðlags á íslandi myndi hjálpa innlendri ferðaþjónustu stórkostlega, en hátt verðlag er helsta umkvörtunarefni erlendra ferðamanna á íslandi. Umtalsverð fjölgun ferðamanna myndi fjölga störfum og auka veltu innlendrar verslunar, sem þyrfti ekki eins háa álagningu og gæti þar með orðið samkeppnis- hæf við það besta í Evrópu. Hver veit nema við kæmumst þá hjá því að fóma meiru af íslenskri nátt- úru undir erlenda stóriðju þar sem þörf okkar fyrir erlendan gjaldeyri myndi minnka. Hvem langar líka að vinna í verksmiðj- um stóriðjunnar þegar eitthvað annað vel launað stendur til boða? Vilji er allt sem þarf. Eggert S.K. Jónsson „Af hverju að breyta íslandi í hálf- gert lögregluríki? Þannig kynni einhver að spyrja. En spurningin er á misskilningi byggð; lögreglu- ríkið er þegar til staðar, en nær ekki til allra.“ Kjallarinn Eggert S.K. Jónsson verslunarmaöur Með og á móti Lágmarkslaun kennara hækki Tryggvi Gíslason skólameistarí. Atvinnuvegir kosti menntun „Eigi að bæta menntun verður að hækka kaup kennara. Annars getum við gleymt öllum umbót- um. Þar sem kaup kennara er hlutfallslega hæst gengur best. Mikið fæst ekki fyrir lítið og fyr- ir lltið fæst ekki neitt. Byrjunarlaun kennara eiga að vera 150 þúsund krónur á mánuði og hámarkslaun á að miða við menntun, ábyrgð, ástundun og árangur í starfi. Til þess að standa straum af auknum útgjöldum má fara margar leiðir, breyta lífeyris- sjóðakerfinu og taka upp bein skólagjöld. Skólagjöld vekja til umhugsunar um hvort kosta á börn til skólanáms. Stokka ætti allt launakerfi landsmanna upp, sem er gatslitin, gauðrifin og handónýt flík. Auk þess ættu at- vinnuvegimir að kosta menntun starfsmanna sinna. Með því er unnt að hækka kaup kennara. Geti vinnuveitendur ekki greitt sömu laun og í nágrannalöndum okkar eiga þeir aö fá sér eitthvað annað að gera. Það er ekki líð- andi að hafa stjómendur í einka- geiranum sem aðeins geta greitt sjálfum sér góð laun. Það er ekki nútíminn. En umræðum um menntamál þarf að fylgja frjó, óbundin hugsun þar sem einskis er látið ófreistað að auka virð- ingu skólamenntunar, auka virð- ingu skólanna, auka virðingu kennara." Á röngum stað og tíma „Það er ekkert nýtt að skóla- meistarinn á Akureyri hafi skoð- un á því að hækka þurfi laun kennara. Raunar hefur það verið helsta framlag kennarasamtaka í umræðu um menntamál yfirleitt að öll okkar vandræði stafi af bágum laun- um kennara. Ég held að það sé miklu fleira sem þar komi til. Það var hins vegar áhugaverðara hvemig skóla- meistarinn sá fyrir sér að fjármagna ætti hinar miklu launahækkanir til handa kenn- urum; nefnilega með því að taka ætti upp einn ríkisrekinn lífeyr- issjóð fyrir alla landsmenn þar sem allir fengju það sama út án tillits til þess hve mikið þeir greiddu inn. Með öðrum orðum að allir hafi sömu eftirlaun án tillits til þess hvað þeir hafi lagt til hliðar í lífeyrissjóði á lífsleið- inni. Þá hlýtur sú spmning að vakna að ef allir eiga að hafa sömu eftirlaun, eiga þá ekki allir að hafa sömu laun. Ég held að skólameistarinn sé bæði á röng- um stað og röngum tíma með hugleiðingar sínar um endur- skipan á launa- og lífeyrismálum landsmanna." -rt Þórarlnn V. Þórar- insson, fram- kvæmdastjori VSÍ. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.