Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SIMINN sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gaett. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1997 Sting í •einkaviðtali Sting verður í einkaviðtali við helgarblað DV. Tónlistarmaðurinn er væntanlegur hingað til lands í næstu viku þar sem hann mun halda tónleika. Sting hlakkar til að koma til íslands en getur því miður ekki stoppað nema einn dag. Helgar- viðtalið er við Helga Tómasson bal- lettdansara og stjórnanda San Fran- cisco-ballettsins. Auk þess verður rætt við Þór Tulinius sem lék í .jrönsku leikhúsi, ólympíufarana í eðlisfræði og ungt fólk sem fór í svaðilfór til Indlands. Auk þess verð- ur hestaumfjöllun og myndir birtar af Páli Óskari sem teknar voru af honum fyrir þýskt tímarit. -em Norsk loðnuskip: Reglur í fæðingu Nýjar reglur stjórnvalda um tilkynningarskyldu norskra loðnuskipa í islenskri lögsögu eru nánast tilbúnar. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði í morgun að reglurnar yrðu kynntar um eða eftir helgi. Iþeim verður svigrúm norskra loðnuskipa verulega skert.________-rt "TFlugþjónn hjá Atlanta: Léstí Manchester 23 ára Garð- bæingur, Sig- urður Arnars- son, flugþjónn hjá flugfélaginu Atlanta, lést af slysfórum að- faranótt 17. júní í Manchester á Englandi. Sig- urður var að vinna að verkefnum fyrir Atlanta í Manchester. Sigurð- ' *^Ir var til heimilis hjá foreldum sin- um að Löngumýri 39, Garðabæ. Hann lætur eftir sig 2 ára dóttur. L O K I Alþýöubandalagið eignaraöili aö Helgarpóstinum: Hlutabréfin greidd með blaðstyrknum - segir Kristinn H. Gunnarsson „Flokkar eiga ekki að kaupa sig til áhrifa í fjölmiðlum í skjóli leyndar. Ég veit ekki annað en skuldbindingar vegna þessa hafi farið fram og ætlunin hafi verið að greiða þessar 3 milljónir króna sem um ræðir af blaðstyrk flokksins,1' segir Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður vegna kaupa Tilsjár, útgáfufélags Vikublaösins, á 40 pró- senta hlutafjár í Helgarpóstinum. Kristinn segir fráleitt að hann sem þingmaður Alþýðubandalagsins og framkvæmdastjórnarmaður flokks- ins hafi ekki fengið að vita af kaup- unum sem gerð hafi verið af félagi i eigu flokksins. „Ég vona bara að það takist að selja hlutabréfin og við sleppum þannig klakklaust frá þessu,“ segir hann. Páll Vilhjálmsson, ritstjóri Helg- arpóstsins og stjómarmaður í Les- máli, útgáfúfélagi blaðsins, segir að þama hafi verið um að ræða til- raun sem ekki hafi tekist. „Það átti að vera samstarf um framleiðsluþætti, umbrot og þess háttar. Þá var hugmynd að dreif- ingim yrði að hluta sameiginleg. Það sem gerist er að nýr fram- kvæmdastjóri Vikublaðsins hafði aðrar áherslur. Hugmyndin var því ekki þróuð nánar,“ segir Páll Páll segir að hugmyndin hafi ekki gengið upp af áðumefhdum ástæðum og því hafi nú verið ákveðið að starfsmenn Helgarpósts- ins kaupi hlut Tilsjár og leysi þannig Alþýðubandalagið frá eign- araðildinni. „Þetta var tímabundin ráðstöfum um að þeir ættu hlut að Lesmáli. Það liggja fyrir stjómarsamþykktir beggja félaga frá því í vetur um að starfsmenn kaupi þennan hlut og það verður gengið frá því á næstu dögum,“ segir Páll. -rt Þeir voru hressir, Anton Kristvinsson og Atli Vignisson, starfsmenn fiskvinnslu KEA í Hrísey, í gær en þá unnu þeir höröum höndum viö aö „glenna ýsuhausa". Hausarnir eru síöan þurrkaöir og hafna svo á boröum Nígeríumanna sem þykir þetta hiö mesta sælgæti. DV-mynd gk Sakadómur í Istanbul: Sophia vill ráðherra út Dómari í sakadómi í Istanbul úr- skurðaði í sakamáli Sophiu Hansen gegn Halim A1 í morgun að fresta mál- inu fram til 24. september í haust. Sophia höfðaði málið vegna brota Halims A1 gegn umgengnisrétti henn- ar við dætur þeirra. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar landsins eiga dætur Sophiu hins veg- ar að vera í hennar umsjá í Istanbul frá 1. júlí til 31. ágúst. Halim A1 mætti hins vegar í réttinum i morgun og til- kynnti að dætumar væru farnar til fjalla og þar yrði Sophia að leita þeirra, vildi hún nýta umgengnisrétt sinn við þær. Sophia Hansen sagði í samtali við DV nú í morgun að tyrknesk lögreglu- yfirvöld tækju ekkert mark á undan- gengnum dómum um umgengnisrétt hennar og það eina sem dygði til að koma þeim í skilning um alvarleika málsins væri að íslensk stjórnvöld legðust af fullum þunga í málið og krefðust þess af þarlendum stjómvöld- um að farið yrði að lögum og undan- gengnum dómum og umgengnisrétti hennar yrði fullnægt. „Það eina sem þeir myndu skOja er að ráðherra kæmi hér út, því það þarf mikið afl til að ógna þessum mönnum hér,“ sagði Sophia Hansen. -SÁ Selvogsbanki: Humarbátur tekinn Humarbáturinn Hásteinn ÁR var tekinn við ólöglegar veiðar á frið- uðu svæði á Selvogsbanka skömmu eftir miðnætti sl. nótt. Það var áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunn- ar, TF-SÝN, sem varð ferða bátsins vör þar sem hún var í eftirlitsflugi. Á umræddu svæði era allar togveið- ar bannaðar en Helgi Hallvarðsson, yfirmaður Gæsluframkvæmda, seg- ir að skipstjórinn hafi látið í ljós við tökuna að hann teldi sig mega veiða á svæðinu. Báturinn kom til Þor- lákshafnar i morgun. -rt Akureyri: Ekkert raf- magn i nótt DV, Akureyri: Akureyringar voru án rafmagns í nótt og urðu þeir hissa í morgunsárið sem ekki höfðu heyrt tilkynningar um lokunina fyrirfram. Ástæða rafmagnsleysisins var að starfsmenn Landsvirkjunar og Raf- magnsveitu ríkisins vora að vinna að hefðbundinni yfirferð á búnaði sínum í bænum en slík yfirferð er farin á eins til tveggja ára fresti. Rafmagn fór af bænum upp úr miðnætti og kom á aftur klukkan hálfsjö í morgun. -gk Veöriö á morgun: Víða bjart veður Á morgun verður hæg norð- austlæg átt og víða bjart veöur en norðaustankaldi og skúrir við suðausturströndina. Hiti verður á bilinu 8-17 stig, hlýj- ast suðvestanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir fslenskar aðstæður CR-V Sjálfskiptur með tveimur loftpúðum kostar frá 2.270.000, EJ HONDA S: 568 9900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.