Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 11 Fréttir Drangsnes: Heitt vatn við bæjardyrnar Dy Hólmavik: Borun eftir heitu vatni í landi Drangsness gaf þann góða árangur í síðustu viku að upp komu 13,3 sek- úndulítrar af tæplega 60 gráða heitu vatni. Höfðu þá verið boraðar sex holur. Þegar farið var aftur í holu nr. 5 og hún dýpkuð í 133 metra þá náðist þessi árangur. Að sögn Guðmundar Björgvins Magnússonar oddvita var í upphafi leitað að köldu vatni þegar fyrst var borað i ársbyrjun 1996 eða fyrir tæpu 1 y2 ári. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur, sem hefur verið sveitarstjórnarmönnum í Kaldrana- neshreppi innan handar um ráðgjöf, hafði lagt til að leitað yrði fyrst í landi Drangsness að heitu vatni áður en ráðist yrði i ffamkvæmdir við Hveravík. Þar er verulegt magn af heitu vatni en sá annmarki á að sú jörð er í nokkurra kílómetra fiar- lægð frá kauptúninu. Hvort tveggja var á verkefnaskránni hjá sveitar- stjóm. Ekkert vatn fannst Kristján mældi svo út fyrstu hol- una sem hann taldi að gæti bæði geflð upplýsingar um hvort þar væri kalt vatn að fmna og segði einnig til um hitastigul í jarðlögum sem gæti svo gefið vísbendingu um heitt vatn í jörðu. Sú 100 metra hola sem þá var boruð gaf til kynna að hiti i jörð væri allnokkuð hærri, eða 26 gráður, en jafnan kemur ffam á svæðum sem teljast köld, en ekkert vatn fannst. Á síðasta og fyrri hluta þessa árs var svo farið í vinnu tengda þessu máli. Sveitarfélagið eignaðist jörðina sem var í eigu rík- isins og viðræður hófust við Orku- bú Vestfjarða, sem samkvæmt lög- um hefur einkarétt á virkjun og sölu jarðhita á svæðinu. „Við vorum komin eins langt í þeim viðræðum og við töldum okk- ur þurfa í bili. Við gerð síðustu fjár- hagsáætlunar var ákveðið að ráðast í frekari framkvæmdir og í fram- haldinu gerður samningur við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um verkið. Vinna hófst 2. júní sem bar þennan árangur 8 dögum síðar. Heildarkostnaður liggur ekki fyrir en gæti verið á bilinu 1-1 % milljón króna,“ sagði Guðmundur. Dreymir um sundlaug Á Drangsnesi eru hátt í 50 hús og er markmið að íbúar og eigendur fái notið þeirra gæða sem vatnið býður upp á. Munu margir möguleikar bjóðast i þeim efnum i framtíðinni. „Við hugsum okkur að bjóða at- vinnufyrirtækjum ódýrari orku en þau nú eiga kost á og þar með vænt- anlega örva nokkuð athafnalíf. Ekki síst er það hugsun okkar og ásetn- ingur að gera líf íbúa ögn skemmti- legra og þægilegra, t.d. með gerð sundlaugar. Umfram allt vonumst við til að við verðum gæfusöm í þeim verkefnum sem við tökum fyr- ir í framhaldinu," segir Guðmund- ur. Guðmundur Björgvin með slönguna. Þar rennur tæplega 60 gráða heitt vatn. DV-mynd Guðfinnur Rúnar Þór og séra Bragi J. Ingibergsson á tröppum Knappsstaðakirkju að athöfn lokinni. Mynd: MGG Knappsstaöakirkja: Fýrsta ferming í 43 ár DV, Fljótnm: „Drengurinn vildi fermast í Knappsstaðakirkju og þvi var vel tekið af prestinum þannig að at- höfnin fór þar fram. Það var nú að- allega fjölskyldan sem var viðstödd og svo organisti og kirkjukór,“ sagði Hulda Erlendsdóttir, hús- freyja á Reykjarhóli. Sonur hennar og Núma Jónssonar var fermdur í Knappsstaðakirkju í Fljótum á sjó- mannadaginn. Rúnar Þór Númason var eina fermingarbamið í Fljótum þetta vor- ið og því var auðvelt að verða við því að athöfnin væri framkvæmd á Knappsstöðum. Þetta væri í sjálfu sér ekki fréttnæmt nema fyrir það að 43 ár em liðin frá því síðast var fermt í Knappsstaðakirkju. Það var vorið 1954 þá vora fermingarbömin 4, öll búsett i Knappstaðasókn. Langt er síðan Knappsstaðir vora aflagðir sem kirkjusókn og tilheyra Fljótin síðan öll Barðssókn. Fyrir nokkrum áram tók hópur fólks sig til og hóf endurbætur á Knapps- staðakirkju og má segja að henni hafi þar með verið bjargað frá því að grotna niður. Nú er kirkjan snyrtilegt hús og hafa farið þar fram nokkrar kirkjulegar athafiiir síðan endurbótum lauk, enda hafa margir taugar til þessa gamla og vinalega guðshúss. -ÖÞ Hótelið opnaö á ný DV, Ólafsfiröi: Hótelið á Ólafsfirði var opnað á ný um síðustu helgi eftir margra mánaða lokun. Það var Sæunn Ax- els hf. sem keypti hótelið af Skelj- ungi hf. Hótelstýra er Klara Björns- dóttir. Söluskáli sem Skeljungur byggði við hótelið hefur einnig verið opn- aður. Hjónin Kristinn Ásmundsson og Jakobína Pálsdóttir sjá um dag- legan rekstur hans. Það verður sam- vinna á milli hótelsins og söluskál- ans þótt þessar tvær einingar verði reknar á aðskildan hátt. í tilefni opnunarinnar var bæj- arbúum boðið upp á grillaðar pyls- ur við söluskálann og gestir fengu að skoða hótelið. Kristinn Bjöms- son, forstjóri Skeljungs, var við- staddur opnun hótelsins. -HJ Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri: Trausti ráðinn framkvæmdastjóri DV, Akureyri: Trausti Þorsteinsson, fyrrver- andi fræöslustjóri á Norðurlandi eystra, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Rannsóknarstofnun- ar Háskólans á Akureyri. Trausti hefur mikla reynslu sem skólastjómandi og hefur setið á veg- um stjómvalda í ýmsum nefndum sem fialla um menntamál. Þá var Trausti forseti bæjarstjómar Dal- víkur á síðasta kjörtímabili. Trausti tekur við starfmu af Gunnlaugi Sig- hvatssyni sjávarútvegsfræðingi sem hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Hólmadrangs hf. á Hólmavík. -gk Sumar Tilboð U-i 3 ■M AIR fUGHT TURBULENCE NIKE götu og körfuboltaskór. Loftsóli í hæl. Mjúkur phylon miðsóli. Stærðir 38,5—47 Áður kr 8.990,- Nú kr 6.650,- Stærðir 32-38,5 Áður kr. 6.990,- Upplýsingar um Nú kr. Sm 990,- sö\u7l<5\\z gefur Gula Línan 580-8000. C)\ íst t*r að auglýstar tegundir séu til á öllum sölustödiim á tíma auglýsingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.