Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON AöstoBarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsflórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaBaafgreiBsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildlr: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: HeimasíBa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgalds. Hert eftirlit á loðnumiðum Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, hefur sakað norsk veiðiskip um að falsa veiðitölur á síðustu loðnuvertíð. í viðtali við DV, eftir að Norðmenn faerðu nótaskipið Sigurð VE til hafh- ar í Bodö, sagði Kristján að Norðmenn hefðu logið á sig afla á Jan Mayen-svæðinu. Þangað hefði ekki komið loðna í áratug. Norðmenn mega samkvæmt samningi veiða 65 prósent af afla sínum í íslenskri lögsögu. Formaður LÍÚ vitnar í íslenska loðnuskipstjóra máli sínu til stuðnings. Norðmenn gefa upp að þeir hafi veitt 45 þúsund tonn á Jan Mayen-svæðinu. Þar fékkst engin loðna og því hafi öll þessi loðna veiðst innan íslenskrar lögsögu. Kristján sagði Norðmenn með þessu búa til afla sem var ekki til. Einn helsti áhrifamaður í íslenskum sjávarútvegi ber það á Norðmenn að þeir hafi stolið 45 þúsund tonnum af loðnu innan íslenskrar lögsögu. Það er alvarlegt mál og því hefur ekki verið mótmælt. Kristján segir í áðumefndu viðtali að Norðmenn hafi vitað af því að íslendingar hafi umgengist norsk veiði- skip í íslenskri lögsögu af frjálslyndi og velvilja. Þessi samskipti verði íslendingar að endurskoða í framhaldi Sigurðarmálsins. Formaðurinn hvatti til þess að reglum um veiðar norskra fiskiskipa í íslenskri lögsögu yrði fylgt eftir til hins ýtrasta. Undir það hafa aðrir tekið. Loðnuveiðar Norðmanna hér við land hefjast innan skamms. Haft hefur verið eftir Þorsteini Pálssyni dóms- mála- og sjávarútvegsráðherra að Sigurðarmálið sýni að Norðmenn ætlist til þess að harðar verði tekið á brotum norskra skipa hér við land en gert hafi verið. Landhelg- isgæslan vinnur að endurskoðun reglna um veiðar skipa í íslenskri lögsögu. Endurskoðunin miðar að því að herða reglur um tilkynningar skipanna. Ekki er vanþörf á því Landhelgisgæslan hefúr skráð tugi tiifella þar sem norsk loðnuskip hafa vanrækt tilkynningaskyldu inn og út úr landhelgi auk daglegra tilkynninga. Sigurður VE var dreginn til norskrar hafhar vegna meintrar vanrækslu á tilkynningaskyldu af þessum toga. Þó var það sýnt að reynt var að senda tilkynning- ar frá skipinu til norskra yfirvalda. Norsk yfirvöld gáfu tóninn. Þau beittu íslenskt skip valdi í máli sem talið var smámál. Ekkert var gefið eftir í formsatriðum. íslendingar hljóta að beita sömu aðferð- um gagnvart norsku skipunum. Helgi Hallvarðsson, yfir- maður gæsluframkvæmda, hefur lýst því yfir að Land- helgisgæslan sé klár í slaginn við Norðmenn. Landhelg- isgæslan verður með skip og flugvél á miðunum. Ekki verður síst horft til þess veiðiþjófnaðar sem íslenskir skipstjórar segja norska starfsbræður hafa stundað á ís- landsmiðum. Nýjar reglur færa Landhelgisgæslunni meira vald. Það vald ber að nýta. Verjast ber veiðiþjófhaði útlend- inga í íslenskri lögsögu með öllum tiltækum ráðum. Sjá ber til þess að þeir fylgi undanbragðalaust þeim reglum sem settar hafa verið um veiðamar. Beri eitthvað út af í þeim efnum er eðlilegt að færa skip til hafnar. Hert eftirlit af hálfu Landhelgisgæslunnar kallar á meira úthald skipa og flugvélar. Það er sá kostnaður sem fylgir því að verja hagsmuni okkar. Dæmi eru um það úr fyrri fiskveiðideilum að Landhelgisgæslan hafi leigt skip tímabundið til gæslustarfa. Það kemur vel til greina nú. Helgi Hallvarðsson segir liðsauka nauðsynlegan ef fylgja skal mjög hertum reglum. Einurð og stefnufesta í málinu er þjóðamauðsyn. Jónas Haraldsson I raun hefur ekki annað gerst hér en að tekið hefur verið að láni erlent fjármagn til aö fjármagna nýjar virkjanir handa nýjum/stærri stóriðjufyrirtækjum, segir Svavar m.a. í grein sinni. Evrópa er að vakna - hvað gerist hér á landi? ekki hafa stefhu heldur bíða eftir tækifærum og haga eingöngu segl- um eftir vindi, því miður tókst einnig að telja þeim trú um að þessi stefna væri rétt. Þegar atvinnuleysið hélt innreið sína á ís- landi hagaði einmitt þannig til að Alþýðu- flokkurinn var með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjóm. Það var raunar ekki tilviljun því þáverandi forysta Alþýðuflokks- ins kaus alltaf sam- neyti viö íhaldið á und- an vinstri flokkunum. Og efnahagsráðherra Alþýðuflokksins tók „Tillögur Alþýðubandalagsins í at- vinnumálum gegn atvinnuleysi eru einmitt í anda þeirra tillagna sem birtast nú í sigri vinstriflokk- anna í Evrópu.“ Kjallarinn Svavar Gestsson formaöur þingflokks Al- þýöubandalagsins og óháöra Það er greinilegt að atvinnuleysið er loksins að komast á dagskrá aftrn: sem viðfangsefni sem verði að fjalla um í stjómmálum. Fyrir fáeinum misserum þegar hroki hægri- stefnunnar var í há- marki var talið að atvinnuleysi væri aðeins eðlilegur fylgifiskur markaðs- hagkerfisins; tíma- bundinn vandi. Margréti Thatcher tókst að telja fólki trú um að hagvöxtur kapítal- ismans myndi sjáif- krafa fjölga atvinnu- tækifærum og Ron- edd Reagan hélt völdum langtímum saman á þeim for- sendum að efna- hagslífið væri á uppleið; staðreynd- in var þó sú að efna- hagsþróunin í valdatíð Reagans var borin uppi af halla á ríkissjóði sem hagvexti framtíðarinnar var ætlað að borga. En hvorki tókst að bæta hag rík- issjóðanna með því einu að bíða eftir sjálfvirkum hagvextinum og enn síður skilaði hagvöxturinn sjálfkrafa atvinnutækifærum. Þvert á móti var unnt að finna mörg dæmi um að hagvöxturinn fengist einmitt með því að fækka atvinnutækifærum með því að segja upp fólki og með aukinni framleiðni. Einkavæðing opin- berra fyrirtækja byggist reyndar aðallega á því að fækka fólki í vinnu og að auka þannig atvinnu- leysið. Miöjuflokkar sem ekki dugöu Því miöur voru margir miðju- flokkar „mainstream“flokkar sem alltaf markaðinn fram yfir félags- leg úrræði. Enda hófst einmitt á þessmn árum stórfellt atvinnu- leysi á íslandi á ný. Velferðarkerfinu var stefnt í uppnám; gjaldtaka var innleidd í heilbrigðiskerfinu, skólagjöld voru lögð á í menntakerfinu og svo mætti lengi telja dæmin til sannindamerkis um það að þá var treyst á markaðinn. En hann skil- aði ekki árangri. Hallinn jókst á ríkissjóði þrátt fyrir niðurskurð- inn og atvinnuleysið fór vaxandi. Nú hefur hallinn á ríkissjóði minnkað. Það stafar ekki af stjóm- snilld heldur af því að hagvöxtur- inn hefur skilað hærri sköttum en nokkru sinni fyrr á íslandi. Og at- vinnuleysið hefur að vísu minnk- að um sinn en það er skammgóður vermir því í raun hefur ekkert gerst annað en það að tekið hefur verið að láni erlent fjármagn til að fjármagna nýjar virkjanir handa nýjum/ stærri stóriðjufyrirtækj- unum. Þegar stóriðju- og virkjanabylgj- an er gengin yfir er ekkert sem bendir til þess að atvinnuleysið haldi enn áfram að minnka. Með öðrum orðmn, þær lausnir sem hafa verið notaðar eru ekki varan- legar heldur skammtímalausnir. Hægristefnan dugir ekki hvort sem hún er framkvæmd með Al- þýðuflokknum eða Framsóknar- flokknum. Markaðshyggjan í blind- götu Og þá er komið að beinum fé- lagslegum úrræðum. Það er ein- mitt að gerast nú í Evrópu að þjóð- imar kalla á félagsleg úrræði. Þær kalla á skipulegt átak í atvinnu- málum og þær hafa svo hátt að ríkisstjórnir íhaldsins hrynja eins og flugur og Evrópusam- bandið sem átti að verða hákirkja markaðshyggjunnar neyðist nú til að taka til hendinni í atvinnumálum; þess er krafist og verður krafist í ríkari mæli á komandi árum að hagkerfin tryggi öllum atvinnu og að millj- ónaherir atvinnulausra breytist í skapandi sveitir milljónanna sem byggja upp betri framtíð fyrir sig og umhverfið allt. Fundur leiðtoga Evrópusam- bandsins að undanfomu vekur einmitt athygli á þeirri staðreynd að markaðshyggjan er komin í blindgötur; félagshyggjan er að rísa til vegs á ný. Evrópa er að vakna. Sósíalistar unnu stórsigur í Frakklandi sem er mikilvægt sögulegt innlegg eins og bent var á nýlega í grein eftir undimitaðan hér í þessu blaði. Það ræðst á næstu misserum hvort íslendingar rumska; tiilögur Alþýðubandalagsins í atvinnumál- um gegn atvinnuleysi era einmitt i anda þeirra tillagna sem birtast nú í sigri vinstriflokkanna í Evr- ópu. Hvað gerist hér? Svavar Gestsson Skoðanir annarra Fjöldatakmarkanir í HÍ „Ef fjöldatakmarkanir leggjast af færast áhrif á námsval úr höndum háskólayfirvalda til náms- manna. Líkast til myndu Háskólinn og einstakar deildir hans reyna að laða sem flesta nemendur til sín, enda veltur fjárhagurinn á því. Ef óvenju marg- ir vilja lesa lög komast fleiri að í lagadeild og fleiri útskrifast þaðan. Fólk verður að vanda val á náms- braut betur eftir að hætt er að hafa vit fyrir því. Þá verður enn mikilvægara en nú að upplýsingar um atvinnuhorfur og laun í háskólagreinum séu að- gengilegar og kynntar sem flestum." Sigurður Jóhannesson í Vísbendingu 13. júní. Innheimta skólagjalda „Skólum sem innheimta skólagjöld vegnar yfir- leitt ágætlega og ef menn vilja í raun leggja eitthvað af mörkum til að mennta sjálfa sig og fjárfesta í eig- in menntun, þá eru þeir áreiðanlega reiðubúnir að borga skólagjöld ef þeir telja sig ná fyrr markmiðum sínum og e.t.v. betur en ella. Ég hef varpað því fram að það væri áhyggjuefni ef skólar sem alhliða byggja á fé úr rikissjóði stæðu verr að vígi en hinir sem innheimta skólagjöld. Það er vissulega ástæða til að velta þessum málum fyrir sér af fullri alvöru.“ Björn Bjamason i Degi-Tímaniun 19. júní. Kvótakerfið „Hver trúir því, að ef ríkisvaldið fengi allan kvót- ann, að það myndi úthluta kvótanum til hagkvæm- ustu útgerða eingöngu? Er ekki líklegra, einmitt vegna þess að stjórnmálamenn viija vel, að ýmsir út- valdir fengju kvóta og vart væru stjómmálamenn, sama hvað þeir heita, í vanda með að búa til afsak- anir fyrir úthlutun sinni. Eina leiðin til að tryggja hagkvæmar veiðar til framtíðar er að styrkja núver- andi kvótakerfi í sessi og minnka afskipti stjóm- málamanna." Birgir Þór Runólfsson í Mbl. 19. júni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.