Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1997, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997
Fréttir
Makalausar lánveitingar Húsnæöisstofnunar ríkisins:
Þrefalt hærra lán
í síðustu viku eignaðist Húsnæð-
isstofnun ríkisins, fyrir hönd Bygg-
ingarsjóðs ríkisins, hús í Hrísey á
uppboði. Húsið, sem er hlaðið úr
steini, var byggt árið 1931. Eignin
var slegin stofhuninni á 100 þúsund
krónur en áður hafði Byggingar-
sjóður lánað fyrri eiganda 1,1 millj-
ón króna sem aldrei var greitt af.
Ekki hefur verið búið í húsinu að
Lambhagavegi 31 um árabil en fyrir
tveimur árum var það selt á 450 þús-
und krónur sem þótti þokkalegt
verð miðað við ástand þess. Það
vekur þvi nokkra undrun að bruna-
bótamat á húsinu, sem fram fór árið
1996, er liðlega 10 milljónir króna
þrátt fyrir að fasteignamatsverð sé
aðeins 900 þúsund krónur. Þetta
þykir í meira lagi undarlegt þar
sem þak, gólf, gluggar og hurðir
hússins eru nánast ónýt. Það er því
fátt sem stendur eftir af því og, eins
og einn heimildarmanna DV orðaði
það, þá er „orðið hreysi varla nógu
sterkt til að lýsa ástandi þess“.
Húsið var í eigu eldri konu í Hrís-
ey sem dó árið 1995 en hafði ekki
búið þar lengi. Það varð því úr að
dætur hennar fjórar, sem erföu hús-
ið við fráfall móðurinnar, ákváðu
að selja húsið og losna þannig und-
an þeim kostnaði sem fylgdi því að
reka það og kynda. Systurnar seldu
húsið 23. janúar 1996 og var kaup-
andinn Landís hf. en fyrir hönd
þess fyrirtækis undirritaði Jón
Sigrún og Helena Hilmarsdætur við húsið sem systurnar seldu á 450 þúsund krónur fyrir tveimur árum. Húsnæðis-
stofnun ríkisins lánaði nýjum eiganda á aðra milljón króna út á „eignina" og hirti á uppboði fyrir skömmu á 100 þús-
und krónur. Húsiö er nánast ónýtt og því verölaust. DV-mynd gk
Runólfsson kaupsamninginn.
Snör handtök
13. febrúar sama ár var húsið selt
aftur og þá Þorgrími Dúa Jósefs-
syni. í framhaldi af því voru höfð
snör handtök og aðeins tveimur
dögum síðar, eða þann 15. febrúar,
var þinglýst húsbréfaláni Húsnæð-
isstofnunar á húsið. Það vekur
nokkra athygli að Landís hf. og Þor-
grímur Dúi þinglýstu ekki kaup-
samningi heldur aðeins afsali. Sig-
rún Hilmarsdóttir hafði með sölu
hússins að gera fyrir hönd systra
sinna. Hún sagði að þegar kaupin
voru gerð hefði hinn nýi eigandi
lýst því að hann ætlaði að endur-
byggja það og koma því í horf.
Ásættanlegt verö
„Við vorum sáttar við það verð
sem samdist um þar sem húsið var
í slæmu ástandi. Kaupandinn hafði
mikil áfoi-m um að koma húsinu í
stand en síðan hefur ekkert gerst og
nú er það í miklu verra ástandi en
fyrir tveim árum. Það er sorglegt að
sjá æskuheimilið í rúst,“ sagði Sig-
rún. Þegar DV bar undir hana
brunabótamatið á húsinu sagði hún
aðeins.
„Guð minn góður. Getur það átt
sér stað?“
Magnús Viðar Arnarsson hjá
Fasteignamati ríkisins á Akureyri
staðfesti að stofnun hans hefði met-
ið umrætt hús árið 1996. Hann sagði
að til grundvallar matinu hefðu ver-
ið lagðar ákveðnar forsendur svo
sem alltaf væri gert. Þannig væri
brunabótamat upp á tæpar 10 millj-
ónir króna miðað við kostnað við
endurbyggingu hússins ef um altjón
yrði aö ræða. Magnús segir þó að sú
staðreynd að húsið væri aðeins met-
ið á 900 þúsund krónur í fasteigna-
mati ætti að segja lánastofnunum að
húsið væri ekki í góðu ásigkomu-
lagi. -rt
hreysi“ í Hrísey metið á 10 milljónir, selt á 100 þúsund
Guðmundar- og Geirfinnsmálin:
Fjögur vitni
yfirheyrð í dag
Vitnaleiðslur vegna óskar Sævars mundar- og Geirfinnsmálanna hefj-
Ciesielskis um endurupptöku Guð- ast í dag. Ragnar Hall var skipaður
Yfirheyrslurnar í Guömundar- og Geirfinnsmálinu fara fram í Héraðsdómi
Reykjavfkur.
sérstakur saksóknari vegna málsins
og hefur hann mælt með því við
Hæstarétt að það verði ekki tekið
upp að nýju. Engu að síður hefur
verið ákveðið að fjögur vitni verði
yfirheyrð í dag. Vitnin eru Sigríður
Magnúsdóttir og Elínborg Rafns-
dóttir sem voru síðastar til að sjá
Guðmund á lífl í miðbæ Hafnar-
fjarðar nóttina sem hann hvarf.
Einnig verður Hlynur Þór Magnús-
son fangavörður yfirheyröur. Hann
lýsti harðræði sem Sævar og Einar
Bollason máttu þola í Síðumúla-
fangelsinu í þætti Sigursteins Más-
sonar, „Aðfór að lögum“. Hann var
hins vegar ekki kvaddur til að bera
vitni í harðræðisrannsókninni
frægu. Hlynur sagði í þættinum að
Sævari hefði meðal annars verið
hótað drekkingu og kaffærður þar
sem menn vissu um vatnshræðslu
hans ásamt því að vera haldið vak-
andi. Þá sagði hann að Einar hefði
verið skipulagt brotinn niður. Menn
hefðu vitað að hann var með liða-
gigt og hefði hann verið settur í
minnsta klefann í fangelsinu til
þess að hann gæti ekki rétt úr sér.
Loks verður séra Jón Bjarman,
fyrrverandi fangaprestur, yfirheyrð-
ur en hann sagði í sama þætti að
hann hefði orðið orðið vitni að því
er togað var í hár Sævars, hann
hristur til og gefinn kinnhestur.
Ragnar Aðalsteinsson hrl. er lög-
maður Sævars en Júlíus Georgsson
dómarafulltrúi mun stjórna vitnale-
iðslunum sem fara fram í húsi Hér-
aðsdóms Reykjavíkur.
-sf
Framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar:
Förum eftir brunabóta-
mati og kaupverði
- málið hjá Rannsóknarlögreglu
„Þegar um er að ræða íbúðir
sem samþykktar eru af bygginga-
nefndum viðkomandi byggðar-
laga þá tökum við það alvarlega.
Almenna reglan er sú að farið er
eftir brunabótamati og kaup-
verði. Þetta er gert samkvæmt
gildandi reglugerð og það er ekki
í verkahring okkar að breyta
reglunum. Við erum ekkert í því
að skoða íbúðir í krók og kring,“
segir Sigurður E. Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Húsnæðis-
stofhunar ríkisins, aðspurður um
lánveitingar stofnunar hans til
hússins Saltness við Lambhaga-
veg 31 í Hrísey sem stofnunin lán-
aöi 1150 þúsund krónur út á þann
15 febrúar 1996. Sigurður vildi lít-
ið tjá sig um þetta einstaka mál
efnislega en sagði það vera til
meðferðar hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins eins og fleiri skyld
mál. „Þetta mál er farið frá okkur
ásamt fleiri til Rannsóknarlög-
reglu. Við fylgjumst ekkert með
þeirri vinnu sem á sér stað þar
enda ekki í okkar verkahring.
Það eru ábyggilega einhverjar
misfellur í þessu máli og við bíð-
um niðurstöðu lögreglunnar,“
segir Sigurður.
-rt
Magnesíumverksmiðja:
Allt á fullt
um áramótin
DV, Suðurnesjum:
„Við erum alltaf að þokast nær án
þess að rekast á neitt sem stöðvar
okkur. Stefnan 'er að geta sagt um
áramótin að við förum af stað með
byggingu verksmiðjunnar," sagði
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu
Suðurnesja.
íslenska magnesíumfélagið hf.
var með opið hús í húsakynnum
hitaveitunnar. Þar fór fram kynn-
ing á mati umhverfisáhrifa fyrir-
hugaðrar byggingar magnesíum-
verksmiðju við Sandhöfn. Júlíus
segist vilja kynna verksmiðjuna
sem allra best og fá athugasemdir
sem fyrst svo að hægt sé að bregðast
við þeim, ef einhverjar eru. Hann
hefur frá byrjun verið og er enn
mjög varkár í orðum um hvort
verksmiðjan rísi. Þeir aðilar sem
DV hafði samband við voru allir
sammála um eitt. Það er ekki verið
að tala um hvort verksmiðjan rísi
heldur hvenær. Eftir 10 daga verður
haldinn tæknffundur í Þýskalandi
þar sem farið verður yfir næstu at-
riði. Búið er að vinna að endanlegri
fjármögnun en á fundinum verður
tekin fyrir hönnun ásamt arðsemis-
útreikningi sem verður lagður fram
um áramótin.
-ÆMK