Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Síða 2
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 I>'V
★ *
> ★
2 ★
★
★ ★
Vitnaleiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum:
Vitnaleiðslur vegna beiðni Sæv-
ars Ciesielski um endurupptöku
Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
fóru fram í Héraðsdómi Reykjavík-
ur seinnipartinn i gær.
Fjögur vitni áttu að mæta fyrir
dómi en aðeins tvö þeirra mættu,
þeir Hlynur Þór Magnússon, fyrr-
verandi fangavörður, og Jón Bjarm-
an, fyrrverandi fangaprestur.
Konurnar tvær sem talið er að hafi
síðastar séð Guðmund Einarsson á
lífi á Strandgötu í Hafnarfirði
mættu ekki til þinghaldsins.
Ragnar Aðalsteinsson hrl. var
talsmaður Sævars en Ragnar Hall
settur saksóknari í málinu.
Hlynur Þór hóf störf sem fanga-
vörður í Síðumúlafangelsinu í
febrúar 1976. Hann hafði unnið sem
fangavörður í Hegningarhúsinu og
var kunningi fangavarða í Síðu-
múlafangelsi. Varð það úr að hann
hóf störf þar.
í dómsalnum
Sveinn Friðrik Sveinsson
Talsmaður Sævars spuröi vitnið
fyrst hvort ástand og aðstæður í
Síðumúlafangelsi hefðu verið með
óvenjulegum hætti.
Annar heimur
„Já, þetta var eins og að koma
inn í annan heim, miðað við Hegn-
ingarhúsið. Andrúmsloftið þar var
hlýlegt og manneskjulegt. Viðhorfið
til fanga í Síðumúlafangelsinu var
allt annað. Það var vélrænt og
mannleg samskipti við fangana
bönnuð, þ.e. ekki mátti ræða við þá.
Við áttum ekki að tala við þá nema
brýn nauðsyn krefði. Við áttum að
vera svipbrigðalausir þegar við um-
gengumst fangana, með húfu og
hnepptan jakka og kylfu í hendi.“
Hlynur Þór telur loftiö hafa verið
rafmagnaðra en ella í fangelsinu
vegna tveggja hópa sem þar voru.
Kallar hann þessa hópa fjórmenning-
ana, þ.e. mennina kennda við Klúbb-
inn, og ungmennin, en þar á hann
við ungmennin sem voru sakfelld.
Þá sagði hann einnig frá ferðum
sem fangaverðir fóru með ung-
mennin til að leita að líkum.
Ekki hræddur viö sakborn-
ingana
„Fangaverðir fóru með sakborn-
ingana að leita að líkum í hraunum
úti um allar trissur. í einni slíkri
ferð var ég hlekkjaður við Sævar
með handjárnum og vorum við að
þvælast lengi dags suður í hrauni. í
annað skipti vorum við tveir með
Guðmundur J.
jarðsettur
Útfór Guömundar J. Guð-
mundssonar, fyrrverandi for-
manns Dagsbrúnar og alþingis-
manns, fer fram frá HaUgríms-
kirkju á mánudag.
Athöfnin hefst klukkan 13.30.
Kristján Viðar að leita. Haim var
alltaf allur af vilja gerður að reyna
að finna eitthvað. Maðurinn sem var
með okkur var hundrað metra í
burtu. Ég stend niðri í gjótu og horfi
upp á Kristján Viðar sem var ójám-
aður og þá rennur upp fyrir mér ljós
- að ég er ekki hræddur við hann.“
Að sögn vitnisins var fangavörð-
um úthlutað því verkefni að vinna
traust ungmennanna og fékk hann í
sinn hlut aö vinna traust Erlu Bolla-
dóttur, tala við hana og gera skýrsl-
ur um samtölin.
„Þetta fólst í því að fara með kaffi
og bakkelsi og sitja og spjalla við
viökomandi eftir síðustu göngu um
fangelsið. Erla var óspör á að segja
frá og spinna upp.“
Hlynur Þór segir Sævar ekki hafa
fengið bækur, ritföng eða tóbak á
vissum tímabilum meðan á gæslu-
varðhaldinu stóð.
Spurt var um tilgang þessa: „Ég
lít svo á aö það hafi verið gert til að
beygja manninn."
Aðspurður um hvort beygja hefði
átt Sævar til játninga sagðist hann
telja að svo hefði verið.
Allir trúöu aö þau væru sek
„Allir trúðu að þau væru sek.
Þetta átti að flýta fyrir málalokum.
Sá andi var ríkjandi að tilgangurinn
helgaði meðalið."
Þá var spurt hvort Hlynur Þór
vissi til þess að menn hefðu verið
sviptir svefni og sagði hann að þaö
hefði verið gert við Sævar.
„Það var umtalað í fangelsinu aö
þetta hefði verið gert áður en ég hóf
störf. Þá var ég eitt sinn á nætur-
vakt og vaktfélagi minn fór út og
barði vegginn utan frá með steini til
að vekja Sævar og hræða hann.“
Einnig hafði hann heyrt að ljós
hefði verið kveikt í klefa Sævars
áöur en hann hóf störf í fangelsinu.
Þá sagði hann að menn hefðu rætt
um hvemig hægt væri að nýta
vatnshræðslu Sævars til að hræða
hann og upp hefði komið sú hug-
mynd aö í einni leitarferðinni yrði
honum stjakað ofan í gjótu með
vatni í og hann látinn synda. Einnig
að Sævar hefði verið kaffærður og
það hefði verið á almannavitorði en
hann þó ekki séð það.
Aðspuröur um hvort fótajámum
hafi verið beitt á Sævar svaraöi
hann játandi.
„Ég sé hann fyrir mér höktandi
fram á klósett í fótajámum. Þetta
var ömurleg sjón og bara gert til að
kvelja hann.“
„Lyfjagjafir til fanganna vom
með ólíkindum. Þeir fengu einhver
geðlyf, róandi, svefnlyf og allan
fiandann. Krisfján Viðar var eins og
svefngengill, leit út eins og
Frankenstein. Það var mikill mun-
ur á fóngunum á lyfjum enda voru
þetta þvílíkir hrossaskammtar.
Lyfm vom svo mulin til þess að
fangar gætu ekki stungið þeim und-
ir tunguna og tekið þau út úr sér
seinna."
Hlynur Þór taldi ekki vafa á að
lyfjunum hefði verið þvingað ofan í
fangana: „Þeir réðu engu um þetta.“
Aðspurður um hvers vegna hann
hefði ekki borið vitni í „harðræðis-
rannsókninni" sagðist hann hafa
búist viö að verða fyrir mótbyr í
starfi ef hann hefði gagnrýnt með-
ferð á fongum.
Loks var hann spurður: „Skynjað-
irðu það þannig að rannsóknar-
mennimir efuðust ekki um að sak-
bomingamir væm sekir?“ „Já, ég
skynjaði það þannig."
Botna ekki í þessu
Ragnar Hall, settur saksóknari,
spurði síðan vitnið. Hann lagði
áherslu á að það kæmi fram að mest
hafði Hlynur Þór heyrt af harðræði
en ekki orðið vitni nema að litlum
hluta þess sjálfur og ekki komið
fram í harðræðisrannsókninni. Þá
spurði hann hvort Hlynur Þór heföi
sótt um yfirmannsstöðu.
„Þetta var letistarf, ég sótti aldrei
um stöðu yfirmanns og skammaöist
mín fyrir að vinna í fangelsinu.
Þetta var vel borgað, þess vegna var
ég svona lengi þama.“
Þá lagði saksóknari fram bréf
með undirskrift vitnisins til dóms-
og kirkjumálaráðuneytisins, dagsett
6. ágúst 1980, þar sem það sótti um
stöðu yfirmanns.
Þessu svaraði vitniö: „Ég botna
ekkert í þessu.“
Játningar dregnar til baka
Seinna vitnið var séra Jón Bjarm-
an, fyrrverandi fangaprestur.
Hann taldi að eitthvað hefði átt
sér stað í fangelsinu sem menn
hefðu ekki viljað að hann kæmist
að. Hann hafði haft aðgang að dag-
bók fangelsisins en var skyndilega
meinaður aðgangur að henni.
„í þessu máli náði ég ekki tali af
skjólstæðingum mínum, sem ég
kalla svo, um margra mánaða
skeið.“
„Mér var tjáð að þeir óskuðu ekki
nærvera minnar en þegar ég loksins
fékk að hitta þá spurðu þeir hvers
vegna ég hefði ekki komið fyrr.“
Tók hann fram að þetta ætti að-
eins við um ungmennin. Þau kvört-
uðu við hann um að þeim væri
haldið í óvissu, þeim haldið vak-
andi, vakinn ótti hjá þeim og komið
inn til þeirra á öllum tímum sólar-
hringsins.
Hann sagði Sævar hafa veriö
færðan til sín í hand- og fótajámum
í viðtal og hefðu það verið agaviður- i
lög. Tryggvi kvartaði einnig um 1
slæma meðferð, að sögn séra Jóns,
að klefi hans hefði verið barinn að
utan og honum haldið vakandi. Að- I
spurður um hvort játningar hefðu
verið þvingaðar fram sagði hann:
„Sævar sagði eitt sinn að hann hefði !
játað og tekið svo játninguna til
baka næsta dag, en þá var ekki tek-
ið mark á því.“
í annað skipti sagði hann Sævar
hafa sagt: „Ég tek alltaf til baka
játningamar næsta dag.“
Stuttar fréttir
Rjúpan í meðallagi
Rjúpnastofninn er í meðal-
lagi og er vaxandi samkvæmt
hálfsárslegri rannsókn Nátt-
úrufræðistofnunar sem birt var
í gær.
Nýr sjávarútvegsrisi I
í gær var undirritað sam-
komulag um sameiningu Þor-
5 móðs ramma - Sæbergs hf. og I
Magnúsar Gamalíelssonar hf.
og er hlutur síðamefnda fyrir-
tækisins 14,6% i hinu samein- |
aða fyrirtæki. Hið nýsameinaða
fyrirtæki rekur útgerð og fisk-
vinnslu á Siglufirði og Ólafs-
firði.
Nýtt flutningafyrirtæki
Tvö flutningafyrirtæki á
Húsavík, Aöalsteinn Sigur-
geirsson hf. og Skipaafgreiðsla
Húsavíkur ehf., Eimskip og
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hafa
stofnað landflutningafyrirtæki.
Það ræður m.a. yfir 12 kæli- og
frystibílum og verður með dag-
legar ferðir milli Norðurlands
eystra og Reykjavíkur.
Yfirgefa Stóra-Kropp (
Jón Kjartansson, bóndi að
I Stóra-Kroppi í Reykholtsdal, og
fjölskylda hans hafa ákveðið að
flytja búferlum af jörö sinni.
Ástæöan era hinar harðvítugu
deilur sl. 3 ár um nýjan veg um
Reykholtsdal og alvarlegar per-
sónulegar árásir sem fiölskyld-
an hefur mátt þola í tengslum
við þær, ofríki og ofbeldi, að
því segir í frétt frá Jóni Kjart-
anssyni. -SÁ
Ragnar Aðalsteinsson, talsmaöur Sævars Ciesielski (t.v.), og Ragnar Hall,
sérstakur saksóknari vegna málsins, bera saman bækur sínar.
DV-mynd JAK
Hlynur Þór Magnússon, fyrrverandi fangavöröur í Sfðumúlafangelsinu, var
annaö tveggja vitna sem mætti fyrir rétti. DV-mynd JAK