Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Qupperneq 5
I>V LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1997 %étths Grensásvegur 1 • Sími 563 3050 • Bréfasími 568 7 1 1 5 • http://www.ejs.is • sa @ ejs. is AST com'puter Húsavík: Varasöm innsigling DV, Akureyri: „Þetta mun kosta tugi milljóna króna en það er stefnt að því að vinna þetta í sumar því ástandið í höfninni er alls ekki gott,“ segir Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsa- vik, um ástandið i höfninni þar í hæ. Innsiglingin í höfninni er of grunn og er t.d. ekki langt síðan tog- ara tók niðri í miðri innsiglingunni. Einar segir að vandinn sé tvenns konar. Annars vegar sé um að ræða innsiglinguna í hafnarkjaftinum sjálfum en þar er klöpp sem þarf að sprengja til þess að dýpka innsigl- ingarrennuna og er þetta nokkuð mikil framkvæmd. Stór flutninga- skip, sem koma til Húsavíkur, þurfa að sæta lagi til að komast þar inn og menn þurfa að fara með mikilli var- úð. Hins vegar sé um að ræða að mik- ill sandburður sé inn í höfnina sjálfa en það hafi valdið mönnum erfiðleikum og þar þarf að dýpka með dælingum. „Það er ekki siður mikilvægt að við ætlum að setja grjótvörn á norðurgarð hafnarinnar en mikil ókyrrð hefur verið við við- leguna við þann garð og eins í suð- urhöfninni. Þetta telja menn að hægt sé að laga með því að setja öfl- ugan brimbrjót á norðurgarðinn," segir Einar Njálsson. -gk RAÐGREIÐSLUR Samningur Fiskiðjusamlags Húsavíkur og Jökuls á Raufarhöfn: Styrkír atvinnulífið - segir Gunnlaugur M. Júlíusson sveitarstjóri Leiðrétting: Opnað um síð- ustu helgi Opnun á sýningu Bjarna Sigur- björnssonar sem sagt var frá í Fjör- kálfinum í gær var um síðustu helgi en ekki í dag eins og misritað var í textanum. Sýningin heitir „Erting inn við beinið" óg er sjötta einka- sýning Bjarna. Hún verður opin miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 15-18 og stendur til 29. júní. AST eykur enn forskotið Búðu þig undir nýja byltingu - ofurhraða og hljóðláta - sem færir vinnuumhverfi þitt inn á nýjar brautir og mætir framtíðarkröfum í hugbúnaði. Nýja AST forystutölvan er hljóðlátari, hraðarrog tæknilega fullkomnari en flestir bjuggust við auk þess sem hún er hagkvæmari í rekstri. AST forystutölvurnar vinna við hlið eigenda sinna í enn ríkari mæli en áður - þær eru tölvurnar sem menn treysta ár eftir ár eftir ár eftir ár. DV, Akureyri: „Það má segja að ávinningur okkar af þessu sé þríþættur. Við för- um að veiða og vinna allan okkar kvóta, við sköpum Jökli markviss- ari stefnu og styrkjum um leið at- vinnulífið á Raufarhöfn verulega," segir Gunnlaugur M. Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, en Jök- ull hf. og Fiskiðjusamlag Húsavíkur hafa haft skipti á eignum. Fiskiðju- samlagið keypti rækjuverksmiðjuna Geflu á Kópaskeri af Jökli en Jökull keypti rækjufrystitogarann Júlíus Havsteen og rækjubátinn Kristey af Fiskiðjusamlaginu. Þá hefur Jökull einnig keypt rækjufrystitogarann Brim SU. Jökull hf. er í meirihlutaeigu Raufarhafnarhrepps og segir Gunn- laugur Júlíusson sveitarstjóri að fyrirtækið eigi vel á fjórða þúsund tonn af kvóta í þorskigildum. „Við höfum leigt hluta af þeim kvóta undanfarið á meðan við höfum ver- iö í fjárfestingum og erum með Arn- arnúp, sem er nótaskip, á sUdar- og loðnuveiðum og hann veröur á rækju í sumar. Það var kominn timi fyrir okkur að fá nýtt skip sem mun hafa næg verkefni," segir Gunn- laugur. Rækjuverksmiðjan Gefla verður áfram starfrækt á Kópaskeri og var skrifað undir 5 ára starfsyfirlýsingu þess efnis. Þar er framleidd svoköll- uð einfryst rækja sem kemur sér vel fyrir Fiskiðjusamlag Húsavíkur sem framleiðir mestmegnis það sem kallað er tvífryst rækja. Gunnlaugur segir að með kaup- um á skipunum sé skipastóll Rauf- arhafnarbúa orðinn góður. „Þetta er stórt skref fyrir okkur. Nú erum við með um 4.600 tonna kvóta, tvö stór rækjufrystiskip, tog- og nótaskip og erum að gera klárt fyrir 150 tonna loðnufrystingu á sólarhring. Allar þessar breytingar efla fyrirtækið og gera stefnu þess markvissari," segir Gunnlaugur. -gk Haföu samband við sölumenn okkar • Inlrl iirgjöiv.ir • Inslmil nn • Hljóðeinarijiraður (lisktir uj; i'instakl(‘;;a liljóöl.il villa • Minna en 10 dli • Nýjusln l’C I Inlcl rásirnar l iO I X • Ullra DMA- i i sluðniiigur • ril2KH Syndirmious liursl l’ipcliiu' skyndiminni • SDKAM liáliraða ininni, OOns • Univcrsal Scrial Bus (2 lcngi) • Grafísk hág.cili (2-0 Mlt S(,KAM) • Nl X honiHin '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.