Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Síða 6
6
LAUGARDAUR 21. JÚNÍ 1997
^tlöná
" * -*
stuttar fréttir
Átök í Hebron
Reiöir Palestínumenn vörp-
uöu eldsprengjum og grjóti að
ísraelskum hermönnum í Hebr-
on í gær. 24 arabar særðust í
átökunum.
Gonzalez víkur
Fyrrum forsætisráðherra
Spánar,
Felipe Gonza-
lez kom
stuðnings-
mönnum sín-
um á óvart i
gær er hann
tilkynnti að
hann sæktist
ekki eftir end-
urkjöri sem leiðtogi Sósíalista-
flokksins. Gonzalez gaf ekki til
kynna hvem hann vildi sem
eftirmann sinn.
Reynir stjórnarmyndun
Demirel Tyrklandsforseti fól
í gær Mesut Yilmaz myndun
nýrrar samsteypustjórnar.
Yilmaz ætlar að ræða við
flokksleiðtoga í næstu viku.
Jeltsín hvetur til náms
Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seti hvatti í gær unga Rússa til
að leggja hart að sér við nám.
Skortur væri á fólki til að
stjórna Rússlandi á næstu öld.
Gómaður vegna pítsu
Ástriða fyrir pítsum varð
þjófi á flótta að falli. Þjófurinn
flúði frá Ítalíu eftir fangelsis-
dóm. Hann var handtekinn á
flugvelli í Róm er hann sneri
heim til að fá sér pítsu.
Pol Pot gripinn
Fyrrum félagar skæruliða-
leiðtogans Pols Pots í Kambod-
íu kváðust í gær hafa gripið
hann. Embættismenn efúðust
um handtökuna.
Balladur áhyggjufullur
Fyrrum forsætisráðherra
Frakklands, Edouard Balladur,
segir fyrirhugaða eyðslu nýju
stjómarinnar geta sett áætlanir
um aðild aö myntbandalaginu í
hættu.
Kohl missir fylgi
Vinsældir Helmuts Kohls,
kanslara
Þýska-lands,
hafa dvínað
enn frekar í
þessum mán-
uði, að því er
skoðanakann-
anir sýna.
Hann nýtur
aðeins stuðnings 30 prósenta
kjósenda.
Uppboð á bílum
Borís Nemtsov, aöstoðarfor-
sætisráöherra Rússlands hélt í
gær uppboð á erlendum bílum
stjórnvalda. Reuter
Þýski mark-
aðurinn
sterkur
Hlutabréfamarkaðir báöum meg-
in Atlantshafsins tóku við sér á
fimmtudag þegar nýjar tölur um at-
vinnuleysi í Bandaríkjunum og al-
þjóðaverslun komu út. Atvinnuleysi
hækkaði örlítið og dró þar með úr
verðbólgumerkjum. Um leið bámst
fregnir af þvi að viðskiptahalli væri
minni en búist var við vegna meiri
framleiðni en búist var við.
Wall Street tók kipp um morgun-
inn en lækkaði aftur yfir daginn og
endaði í 7777 sem er rétt undir meti.
Sömu tölur ýttu undir bjartsýni á
öðrum mörkuðum en líkt og í
Bandaríkjunum sigu þeir eftir því
sem á leiö. Þýski markaðurinn
sýndi styrkleikamerki þegar í ljós
kom að almenn bjartsýni var meiri
í efnahagslífinu en búist var við.
-vix
Taska Thatcher
sveiflast á ný
Handtaska Margaret Thatcher er
komin í fulla sveiflu á ný, að mati
stjórnmálafræðinga. Kjör Williams
Hagues í embætti leiðtoga íhalds-
flokksins í Bretlandi er talið mikill
sigur fyrir Thatcher sem stjórnaði
Bretlandi með jámhnefa í 11 ár áð-
ur en henni var ýtt til hliðar í
flokknum 1990. Hague er ungur
maður og víst þykir að hann leiti
ráða hjá Thatcher.
í gær kom hægri hönd Thatcher
Hague til bjargar. Hinn nýkjömi
leiðtogi breska íhaldsflokksins til-
kynnti að hann hefði valið Cecil
Parkinson sem næstráðanda í
flokknum. Parkinson, sem er 65 ára,
er reyndar þekktastur fyrir að hafa
gert ritara sinn bamshafandi 1983.
Það leiddi til þess að hann varð að
segja af sér stuttu eftir að Thatcher
hafði unnið yfirburðasigur í kosn-
ingum. Það var Parkinson sem
stjórnaði kosningabaráttunni eftir
Falklandseyjastríðið.
Hann lýsti því yfir í gær að hann
hefði ekki hugsað sér að snúa aftur
í aðalhringiðu stjórnmálanna.
Hague hafði hins vegar farið þess á
leit við hann fyrir tveimur árum að
snúa aftur. Parkinson á nú sæti í lá-
varðadeildinni. Helsta verkefni
Parkinsons verður endurskipulagn-
ing íhaldsflokksins og nýsköpun.
Því hafði verið spáð að Parkinson
yrði framtíðarforsætisráðherra en
kynlífshneykslið frá 1983 kom í veg
fyrir það.
Stjómmálaskýrendur telja að
stuðningur Thatcher við Hague geti
orðið tvíeggjað vopn. Stuðningurinn
geti gert marga fylgjendur Clarkes,
fyrram fjármálaráðherra, fráhverfa.
Lögregla í Peking ræöir viö mótmælendur viö aöalstöðvar Kommúnistaflokksins í borginni. Um 200 Pekingbúar voru
aö mótmæla húsnæöisstefnu stjórnvalda og neyddi lögregla þá til aö hafa sig á brott. Sfmamynd Reuter.
Hungursneyð blasir við
5 milljónum í N-Kóreu
Hætta er á að yfir fimm milljónir
Norður-Kóreumanna svelti til bana
á næstu mánuðum fái þeir ekki
matvælasendingar. Starfsmaður Al-
þjóða Rauða krossins greindi frá
þessu í gær.
Á meðan Norður-Kóreumenn lifa
á grasrótum og berki bíða 15 þús-
und tonn af maís, sem Suður-Kóreu-
menn gáfu, i Dandong í Kína vegna
skorts á jámbrautarvögnum.
„Við teljum að ástand yfir fimm
milljóna manna sé svo slæmt að
þeir deyi innan skamms fái þeir
ekki matvæli og lyf núna,” sagði
fulltrúi Rauða krossins.
Birgðageymslur í Norður-Kóreu
eru nú orðnar tómar, að sögn full-
trúans. „Fólk lifir á grasrótum og
berki. Ég hef séð það á hundruðum
staða. Ég tel að fjöldi fólks hafi lát-
ist undanfama mánuði. Sjálfur sá
ég böm á munaðarleysingjahælum
og á barnaheimilum sem ég tel víst
að séu ekki á lífi núna.”
íbúar Norður-Kóreu era um 23
milljónir. Þeir þurfa um 475 þúsund
tonn af matvælum á mánuði. Að-
eins helmingur þess hefur verið fá-
anlegur síðan í nóvember síðast-
liðnum. „Ástand allrar þjóðarinnar
er slæmt. Þeir sem eru verst haldn-
ir eru á iðnaðarsvæðunum,” segir
Rauða krossfulltrúinn.
Heilbrigðiskerfið er að hrani
komið og ætlar Rauði krossinn að
senda lyf og búnað.
Vonast samtökin til að
aðildarríki verði rausnarleg og leggi
sitt af mörkum til að hjálp berist.
New York
8000 pow jones
7500;
Kauphallir og vöruverð erlendis 1
London
4800 FT-SE100
4600
4400
4200
4000
3800
M
4653,7
A M J
Kaffi
3000
2500 &
2000 _A
lbUU F&r! 1815
*/t M A M J j
Frankfurt
3749,27
M A M J
Tokyo
21000: Nlkkel jp
20000
19000
18000 y y
170000
16000 20507,85
0 M ” A M J :
Bensín 95 okt.
1500
1450
1400
1350
1300
1250
1200
1150
Hang Seng
14506,49
I
1
I
Clinton ætlar
ekki að
sniðganga
Walt Disney
Þó að Bill Clinton Bnndaríkja-
forseti sé baptisti ætlar hann
ekki að sniðganga Walt Disney-
fyrirtækið.
Söfnuður
baptista í Suð-
urríkjum
Bandaríkj-
anna hefur
bannfært fyr-
irtækið og
dóttm-fyrir-
tæki þess. Segja baptistamir það
hampa samkynhneigðum á
kostnað gamalla gilda. Baptist-
um gramdist þegar Walt Disney-
fyrirtækið bauð sambýlisfólki
samkynhneigðra starfsmanna
sinna aðgang að sjúkratrygging-
um. Auk þess var hommum og
lesbíum leyft að halda sérstaka
daga í skemmtigörðum fyrirtæk-
isins.
Kostnaður
vegna offitu
hækkar stöðugt
í Svíþjóð
Kostnaður vegna offitu er 5 til
7 prósent af heildarkostnaðinum
vegna sjúkdóma í Svíþjóð. Þetta
er niðurstaða könnunar læknis
við Sahlgrenska sjúkrahúsiö í
Gautaborg. Læknirinn bendir
einnig á að 7 til 10 prósent af
heildarkostnaðinum af veikinda-
dögum og ellilaunum fyrir tím-
ann séu vegna offitu.
í könnuninni í Gautaborg kom
einnig fram að þeir sjúklingar
sem höfðu gengist undir aðgerð .
til að láta fjarlægja fitu urðu (
sjaldnar veikir en áður.
Benazir Bliutto
vill enga tertu
á afmælis-
daginn
Benazir Bhutto, stjórnarand-
stööuleiðtogi í Pakistan, hefur
beðið flokk sinn, Þjóðarflokkinn
í Pakistan, að halda ekki upp á
afmæli hennar. Bhutto, sem
verður 44 ára í dag, hefur átt við
erflðleika að stríða á síðastliðnu
ári. Lögreglan skaut bróður
hennar Murtaza til bana í
Karachi í september í fyrra. For-
seti Pakistans, Farooq Leghari,
rak Bhutto úr embætti forsætis-
ráöherra 5. nóvember síðastlið-
inn vegna meintrar spillingar og
óstjómar. í kjölfar brottrekstur- (
ins vora haldnar kosningar í
febrúar og beið Þjóðarflokkur-
inn ósigur. Eiginmaður Bhutto,
Asif Ali Zardari, hefur verið í
fangelsi frá því að hún var rekin
úr embætti. Er hann grunaður j
um aðild að morðinu á bróöur
Bhutto. Zardari er einnig sakað-
ur um spillingu. Hann neitar öll-
um sakargiftum.
Paul Watson
laus úr fangelsi
Paul Watson, leiðtogi Sea
Shepherdsam-takanna, var lát-
inn laus úr fangelsi í Hollandi í
gær eftir átta-
tíu daga fanga-
vist. Watson
tilkynnti er
hann var kom-
inn út að hann
ætlaði að fara
til Þýsklands.
Þar hyggst
hann stíga um
borð í skip sitt til þess að hala
áfram mótmælaaðgerðum gegn
hvalveiðum. Watson var hand-
tekinn í Hollandi í apríl síðast-
liðnum eftir að norska lögreglan
hafði lýst eftir honum vegna
hryðjuverka. Reuter