Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Side 11
DV LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997
11
Kristileg herðatré
Það er örugglega óþægilegt að
lokast inni í lyftu. Þetta eru litlir
klefar og loftlausir. Þeir eru ágæt-
ir til síns brúks, upp og niður, aö
því gefnu að dyrnar opnist og lok-
ist með eðlilegum hætti. Stundum
heyrist af fólki sem hefur lokast
inni í lyftu en bjargast eftir
nokkra stund. Þetta eru dæmi-
gerðar fréttir sem fara inn um
annað eyrað og út um hitt.
Það mat átti þó ekki við þunga-
vigtarmennina sem lokuðust í
lyftu á Biskupsstofu fyrr í vik-
unni. Sú samsetning var með
hreinum ólíkindum. Fyrir fram
hefði engum getað dottið í hug að
þessi staða gæti komið upp. í lyft-
unni voru forseti íslands, forsæt-
isráðherra, forseti Alþingis, for-
seti Hæstaréttar og biskupsritari.
Þarna voru sem sagt saman
komnir í fermetra stórri lyftu all-
ir handhafar forsetavalds.
Auðvitað á ekki að spauga með
svona tilvik en það má þó leyfa
sér það fyrst allt fór vel og stór-
mennið slapp úr prísundinni. Sé
tekið mið af samsetningu hópsins
í lyftunni má segja að eina stil-
brotið sé biskupsritari. Þetta er
þó sagt með fuilri virðingu fyrir
þeim ágæta manni. Miðað við
standardinn á hinum hefði biskup
átt að vera þama sjálfur.
Lyfta fyrir
englakroppa
Lyftan á Biskupsstofu er gerð
fyrir fimm menn. Hinir valdam-
iklu menn fóru því eftir reglum
hvað það snertir. Sé smáa letrið
lesið má hins vegar sjá að hún ber
ekki nema 375 kíló. Það þýðir að
hver maður má ekki vera nema 75
kiló. Karlmaður sem er aðeins 75
kíló er óttaleg písl. Því var ekki
von að þessi elíta samfélagsins
varaði sig. í hópnum eru vel
haldnir menn, virðulegir um sig
miðja og engir veifiskatar.
Það tók um 20 mínútur að ná
Ólafi Ragnari, Davíð, Ólafi G.,
Haraldi hæstaréttarforseta og
Baldri biskups út úr lyftunni.
Vasklegast gengu fram í þeirri
björgun Edda Möller, fram-
kvæmdastjóri Skálholtsúgáfunn-
ar, forsetabílstjórinn og Júlíus
Hafstein. Júlíus er íþróttamaður
góður og stýrði áður Ólympíu-
nefnd íslands og undirbjó Smá-
þjóðaleikana. Hann og Edda gripu
því kristileg herðatré á biskups-
stofu. Þau munu breiðari en ver-
aldleg herðatré. Þeim tókst að
gera glufu inn í lyftuna og hleypa
að lofti. Bók um Þorlák helga var
og stungið á milli. Fylgdi ferskur
andvari hinum helga manni.
Sumir höfðu nokkrar áhyggjur
af því í fyrra að stirt yrði á milli
þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar
forseta og Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra. Eftir þessa sameig-
inlegu reynslu þeirra félaga þarf
engar áhyggjur að hafa. Samskipt-
in eru náin.
Ónafngreindar
heimildir
Hvað fer mönnum á milli sem
bíða innilokaðir i lyftu í 20 mín-
útur? Ekki neinum venjulegum
mönnum heldur æðstu mönnum
þjóðarinnar. Ekki liggur fyrir ná-
kvæm skráning á því þótt at-
vinnuskrifari biskups hafi verið á
staðnum. Hann var auðvitað óvið-
búinn og því ekki með skriffæri á
sér. Auk þess var bumba við
bumbu í örsmáum lyftuklefanum
og því önugt að athafna sig. Þar
sem margir komu að björguninni
má þó púsla saman því sem þarna
gerðist og talið er að eftirfarandi
frásögn af atburðarásinni sé ekki
fjarri lagi. Sé svo ekki er ein-
göngu við ónafngreinda heimild-
armenn að sakast:
Hver ber ábyrgðina?
„Hver andskotinn er að gerast,
Jónas Haraldsson
ætlar lyftuhelvítið ekki að opn-
ast?“ þrumaði forsætisráðherra.
„Ógn eru að heyra orðbragðiö,"
sagði biskupsritari. „Við getum
ekki leyft okkur að blóta á Bisk-
upsstofu. Við megum ekki gleyma
því að við vorum að koma af
fundi kristnitökunefndar."
„Mér er nokkuð sama hvað
nefndin heitir eða hvar við erum
staddir. Ég hef aldrei verið fyrir
nefndastörf. Ég vil taka mínar
ákvarðanir einn og óstuddur,“
sagði ráðherrann.
„Haraldur,“ hélt Davíð áfram,
„er þetta ekki mál dómstólanna?
Eiga þeir sem bera ábyrgð á þess-
ari lyftu ekki að vera á bak við lás
og slá?“
„Allir eiga rétt á sanngjarnri
málsmeðferð,“ stundi forseti
Hæstaréttar í augljósri andnauð.
Hann er heldur lægri vexti en aðr-
ir lyftufélagar og því þrýsti vel að
honum. „Við getum ekki skotið
fyrst og spurt svo,“ bætti hæsta-
réttarforsetinn við.
Herra forseti
„Eigum við ekki að biðja?“
spurði biskupsritari. „Bænin veit-
ir svör.“ Valdsmennirnir svöruðu
engu en rifu þess harkalegar í
lyftuhurðina.
„Vilt þú ekki hringja bjöllunni,
Ólafur Garðar, það er þitt starf?“
sagði forsætisráðherra og beindi
máli sínu til forseta Alþingis.
„Mér þætti viðkunnanlegra að
vera ávarpaður herra forseti,"
sagði þingforsetinn um leið og
hann teygði sig eftir öryggisbjöllu
lyftunnar.
„Ég veit ekki betur en ég sé for-
setinn," sagði Ólafur Ragnar sem
lagði nú orð í belg. „Það eru nú
fleiri forsetar hér,“ sagði Harald-
ur Henrysson, „ef menn vilja fara
í einhvem samjöfnuð."
Pundið þungt
„Hvemig í ósköpunum stendur
á þessu?“ hélt forseti Hæstaréttar
áfram. „Ég er ekki hávaxinn mað-
ur né þungur. Þetta er því ekki
mér að kenna." „Ekki mér held-
ur,“ greip forseti íslands inn í.
„Ég fer út að skokka á hverjum
morgni. Ég held mér grönnum og
spengilegum. Við hjónin erum
samtaka í líkamsþjálfuninni. Guð-
rún Katrín styður framtak mitt
heils hugar.“
„Það þýðir ekkert aö horfa á
mig, herra forseti,“ sagði Davíð
Oddsson og beindi máli sínu til
forseta íslands. Alþingisforsetinn
leit snúðugt undan. „Ég hef verið
í rnegrun að undanfornu," sagði
Davíð. „Kílóin hafa beinlínis fok-
ið af mér. Það kann að vera að ég
hafi verið orðinn of þungur en nú
samsvara ég mér vel. Það er fjarri
lagi að ég ætli mér að verða í lag-
inu eins og kollega Kohl í Þýska-
landi.“
„Ég tek ekki einn á mig þessa
ábyrgð," sagði þingforseti. „Mér
sýnist ekki síður þungt í ykkur
pundið." Hann hringdi bjöllunni á
ný og skrjáf heyrðist fyrir utan.
Von á Neyðarlínunni
„Ert þetta þú, Júlli?“ hrópaði
forsætisráðherra. Örlítil rifa
myndaðist og herðatrésendi
skaust inn. „Já,“ svaraði Július
Hafstein, „hún Edda Möller er
héma líka.“ „Ég hringdi í Neyðar-
línuna," hrópaði Edda. „Þeir eru
að senda tækjabíl."
„Guð minn góður,“ stirndi for-
seti íslands og allt handhafavald
embættisins í senn. „Við endum
sem jólaþáttur, „Næn, vonn,
vonn“. Þeir skera utan af okkur
lyftuna."
„Leggið ekki nafn guðs við hé-
góma,“ sagði biskupsritari og
minnti menn enn á hvar þeir
væru staddir.
„Ég heimta aðskilnað ríkis og
kirkju eftir þetta ævintýri," sagði
forsætisráðherra. „Þetta má ekki
endurtaka sig. Þú sérð um það á
haustþinginu," sagði Davíð og
beindi máli sínu til Ólafs G. „Það
ættu ekki að verða vandræði með
uppáskrift forseta íslands."
„Við höldum næsta fund á
Bessastöðum," sagði forseti ís-
lands. „Þar em þessi lyftukríli
ekki að þvælast fyrir okkur. Við
Guðrún Katrín bjóðum. Taktu
Tanna með,“ sagði forsetinn við
Davíð. „Hundurinn hefur gott af
frelsinu á Álftanesinu."
Lyftuhurðin small upp í sama
mund og her slökkviliðsmanna
þusti að, búinn alvæpni. Handhaf-
amir og ritarinn voru fljótir út.
„í húsi mínu era margar vistar-
verur,“ sagði biskup. Hann hafði
beðiö utan lyftunnar meðan á
ósköpunum stóð.
„Þær mættu að skaðlausu vera
færri og stærri,“ sagði handhafa-
valdið sameinað um leið og ítrek-
að var að næsti fundur kristni-
tökunefndar yrði haldinn á Bessa-
stöðum.