Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Qupperneq 12
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 T>'\Jr "
Ný listaverk í Víkurkirkju eftir Rabbý sem búsett er í New York:
Trúin hjálpaði mér
að finna myndefni í gluggana
DV, Vík:___________________________
Glerlistakonan Hrafnhildur
Ágústsdóttir eða „Rabbý“ gerði tólf
gluggalistaverk í Víkurkirkju en
þau voru vígð þann 15. júní. Lista-
verkin voru gefin í minningu Lauf-
eyjar Helgadóttur af eftirlifandi eig-
inmanni hennar og bömum.
„Tilefni þess að ég hóf hönnun og
gerð þessara glugga var að skóla-
systir mín úr Hjúkrunarskóla Is-
lands og maður hennar, Gústaf Her-
mannsson, komu í heimsókn til
okkar hjóna í New York fyrir fimm
árum. Þau skoðuðu vinnustofu
mína og forvitnuðust um störf min,
en um það bil einu ári síðar hringdi
Gústaf í mig vestur og bar upp þá
ósk að ég tæki að mér hönnun og
gerð glugga í kirkjuna í Vík. Hann
sagði það ósk sína, föður síns og
systur sinnar að gerðir yrðu steind-
ir gluggar í kirkjuna í Vík,“ sagði
Rabbý í samtali við DV.
„Það var mér mjög kært að vinna
við þetta verkefni, þó að það hafi
verið erfitt, sérstaklega í byrjun
þegar ég var að vinna að teikning-
unum og koma hugtökunum í
mynd. í svona glermyndum er
erlend bóksjá
Metsölukiljur
••••••#•••••##♦
Bretland
Skáldsögur:
1. Meave Blnchy:
Evenlng Class.
2. Joanna Trollope:
Next of Kin.
3. Roddy Doyle:
The Woman Who Walked into
Doors.
4. Danlelle Steel:
Mallce.
5. Jackie Collins:
Vendetta.
6. John Grlsham:
Runaway Jury.
7. John le Carré:
The Talor of Panama.
8. Terry Pratchett:
Feet of Clay.
9. Michael Ondaatje:
The Engllsh Patlent.
10. Ben Elton:
Popcorn.
Rlt almenns eðlls:
1. Blll Bryson:
Notes from a Small Island.
2. Frank McCourt:
Angela's Ashes.
3. Paul Wllson:
A Llttle Book of Calm.
4. Nick Hornby:
Fever Pltch.
5. John Gray:
Men are from Mars, Women are
from Venus.
6. The Art Book.
7. Richard E. Grant.
With Nalls.
8. Redmond O’Hanion:
Congo Journey.
9. Grlff Rhys Jones rltstjórl:
The Natlon's Favourlte Poems.
10. Laurle Lee:
Clder with Rosei.
Innbundnar skáldsögur:
1. Bernard Cornwell:
Sharp’e Tlger.
2. John Grlsham:
The Partner.
3. Arundhatl Roy:
The God of Small Thlngs.
4. Wiibur Smlth:
Birds of Prey.
5. Edward Rutherfurd:
London: The Novel.
Innbundln rit almenns eölis:
1. Michael Drosnln:
The Bible Code.
2. Paul Brltton:
The Jlgsaw Man.
3. Jean-Dominique Bauby:
The Divlng-Bell and the Butterfly.
4. Slmon Slngh:
Fermat's Last Theorem.
5. J. Russell & P. Murphy:
Jack Russell Unleashed.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
mmmaÉmm
venjulega fyrst og fremst mikilvægt
að hafa góðar teikningar. Næst eru
litirnir í verkinu, en það rekur lest-
ina, það sem þú vilt tjá. En hjá mér
var boðskapurinn mikilvægastur,"
segir Rabbý.
Munnblásið antikgler
Þegar ég hitti sóknamefndina í
Vík fyrst ræddi ég hvernig verkin
ættu að verða. Hún lagði áherslu á
að verkin yrðu ekki dökk svo að
þau myndu ekki gera kirkjuna
dimma, það hentaði mér vel þar
sem ég vinn mest með litlaust gler
með mismunandi áferð. Það gler
sem ég nota er munnblásið antik-
gler og eru um þrír fjórðu hlutar af
hverjum glugga úr litlausu gleri
með mismunandi áferð en hinn
hlutinn með lituðu gleri. Ég hef not-
að sex gerðir af litlausu gleri, ann-
ars er einn meginlitur ráðandi í
hverjum glugga," sagði Hrafnhild-
ur.
Hún segir að við vinnu sína hafi
hún gætt þess að upprunalegt útlit
kirkjunnar héldi sér að utan og inn-
an. Hrafnhildur segist vera trúuð og
að hún hafi lengi haft mikinn áhuga
á að lesa og kynna sér trúmál.
Hrafnhildur hefur starfað mikið
síðastliðin 20 ár við sóknarkirkju
sína í New York og segir trúna hafa
hjálpað sér að finna myndefni í
þessa glugga.
Hrafnhildur hefur búið í New
York í 26 ár ásamt eiginmanni sín-
um, Kristjáni Tómasi Ragnarssyni
lækni og prófessor í endurhæfingar-
lækningum, og er hann viða kunn-
ur fyrir störf sín á því sviði og eiga
þau fjórar dætur.
„Þótt við höfum búið í New York
í 26 ár, þá eru taugar okkar Krist-
jáns til íslands mjög sterkar. Það
var mér þess vegna mjög ljúft að fá
þetta verkefni," sagði Hrafnhildur.
Hún segir að það hefði verið erfitt
fyrir sig að búa i Bandaríkjunum ef
hún hefði ekki getað komist heim
að minnsta kosti tvisvar á ári.
„Að búa erlendis og koma heim
til íslands fær mig til að skynja ís-
lenska náttúru mun betur. Það er
gamall amerískur málsháttur sem
segir: „Þú getur tekið stúlkuna úr
landinu, en ekki landið úr
stúlkunni", það sannast kannski í
mér,“ sagði Hrafnhildur. -NH
,,„ÞÚ getur tekið stúlkuna úr landinu, en ekki landið úr stúlkunni", það
sannast kannski í mér,“ sagði Hrafnhildur.
Metsöluhöfundur Tyrkja
Orhan Pamuk á skrifstofu sinni í Istanbul.
Það er sjaldgæft að
tyrkneskir rithöfundar
veki verulega athygli
með skáldverkum sin-
um. Yasar Kemal varð
þó kunnur víða um lönd
fyrir anatólískar sögur
sinar en þeirra kunnust
er vafalaust skáldsagan
um Memed sem m.a.
hefur komiö út í ís-
lenskri þýðingu. En nú
hefur Orhan Pamuk
slegið honum við með
skáldsögum sem eru
metsölubækur í heima-
landinu, þar sem bók-
lestur er reyndar ekki
almennur, og hafa um
leið áunnið sér verulegt
álit erlendis, en verk
hans hafa verið þýdd á
fimmtán tungumál.
Tyrkir eiga í sífelldu
reiptogi milli austurs og
vesturs, fortíðar og nú-
tíðar. Kemal Ataturk reif þjóðina út
úr forneskju og reyndi að endur-
skapa hana að vestrænni fyrir-
mynd. En átök milli þessara ólíku
heima eru enn í fullum gangi og
skýra að verulegu leyti tilvistar-
kreppu Tyrkja.
Týndi sár í bókum
Orhan Pamuk á ættir að rekja til
þess hluta borgarastéttar landsins
sem hlotið hefur menntun sam-
kvæmt vestrænum gildum. Afi hans
í fóðurætt var verkfræðingur sem
græddi stórfé á lagningu járnbrauta
um landið. Hann eignaðist tvo syni
sem fóru út í fasteignabrask. „Á
10-15 árum tókst þeim að eyða fjár-
munum afa míns. Það er ekkert eft-
ir,“ sagði Pamuk í nýlegu blaöavið-
tali.
Orhan og bróðir hans, Sevket,
voru báðir menntaðir í einkaskólan-
um Robert College þar sem kennsla
fer fram á ensku. Sevket fór í hag-
fræði og kennir nú þá grein við
Bosporus háskólann. Orhan hóf
nám í húsagerðarlist. En hann
hætti námi í miðjum klíðum. Einn
skólabróðir hans orðaði það svo að
þá hefði losnað skrúfa í hausnum á
honum.
„Þegar ég varð 22 ára lokaði ég
mig inni í svefnherbergi mínu og
var þar í átta ár,“ segir hann sjálfur
í áðumefndu viðtali. „Ég var ein-
fari, skrítinn. Fólk sagði: Ó, hann er
misheppnaður. Einu sinni á þriggja
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
ára fresti opnaði móðir mín dymar
og sagði: Þú ættir kannski að reyna
við læknaskóla? Þess í stað reif ég
myndir af Tolstoy og Dostojevskí út
úr bók og hengdi þær á vegginn hjá
mér.“
Árið 1982 gerðist tvennt sem
breytti verulega högum hans. Hann
gekk í hjónaband; kona hans, Aylin,
er sagnfræðingur. Og hann fékk
fyrstu skáldsögu sína
gefna út. Hún nefnist
á ensku „Cevdet Bey
and His Sons“ og
hlaut mjög góðar við-
tökur í Tyrklandi.
Síðan kom hver bók-
in af annarri, þar á
meðal ættarsagan
„The Silent House"
og „The White
Castle" sem gerist við
lok sautjándu aldar.
Leit að nýju
lífi
Nýjasta skáldsagan,
sem varð strax við út-
gáfu metsölubók í
Tyrklandi, nefnist á
ensku „The New
Life“ og fjallar um
ungan námsmann
sem gjörbreytist við
að lesa einhverja bók,
sem þó er aldrei nefnd á nafn, og fer
að leita að því nýja lífi sem hún boð-
ar honum með því að ferðast um af-
skekkt Qallahéruð Tyrklands.
Pamuk er enn sem fyrr á kafi í
bókum. Hann kveðst loka sig inni á
skrifstofu sinni í ellefu tima á hverj-
um sólarhring til að skrifa - eink-
um um átök milli einstaklinga:
keppni þeirra, afbrýðisemi, yfir-
ráðaþörf og hefndarþorsta. Sumir
gagnrýnendur hafa reyndar fundið
að því að sögur hans beri of mikinn
keim af lestri. Einn þeirra orðaði
það svo að hann fengi frekar inn-
blástur úr bókmenntunum en sjálfu
lífinu.
En hann lætur hins vegar lífið
ekki fram hjá sér fara. Þótt hann
gefi lítið fyrir samkvæmislíf tekur
hann virkan þátt í þjóðmálaum-
ræðu dagsins, ekki síst baráttunni
fyrir auknum mannréttindum allra
þegnanna, þar á meðal Kúrda. Fjöl-
miðlar landsins leita gjarnan álits
hans á pólitískum viðburðum og
hann lætur það hressilega í ljósi.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
|!|l. Danlelle Steel:
Mallce.
2. V.C. Andrews:
Heart Song.
3. Mary Hlggins Clark:
Moonllght Becomes You.
4. Julle Garwood:
One Pink Rose.
5. Michael Crlchton:
The Lost World.
6. Sheri Reynolds:
The Rapture of Canaan.
7. John Darnton:
Neanderthal
8. John Grisham:
The Runaway Jury.
9. Nora Roberts:
Montana Sky.
10. John Saul:
The Blackstone Chronicles: Parts
1-5.
11. John Sandford:
Sudden Prey.
12. Terry McMlllan:
How Stella Got Her Groove Back.
13. Wally Lamb:
She’s Come Undone.
14. Ursula Hegl:
Stones From the River.
15. Ellzabeth George:
In the Presence of the Enemy.
Rlt almenns eðlís:
1. Maya Angelou:
The Heart of a Woman.
2. Andrew Weil:
Spontaneous Heallng.
3. James McBride:
The Color of Water.
4. Jon Krakauer:
Into the Wlld.
5. Jonathan Harr:
A Civil Action.
6. Mary Plpher:
Revlving Ophella.
7. Laura Schlessinger:
How Could You Do That?!
8. Stephen E. Ambrose:
Undaunted Courage.
9. Carmen R. Berry & T. Traeder:
Glrlfrlends.
10. Kathleen Norris:
The Cloister Walk
11. D. Rodman & T. Keown:
Bad As I Wanna Be.
Í12. Thomas Cahill:
How the Irish Saved Civilization.
13. Scott Adams:
The Dilbert Prlnciple.
14. Danaiel Jonah Goldhagen:
Hitler’s Willing Executioners.
15. Mary Plpher:
The Shelter of Each Other
(Byggt á New York Times Book Review)