Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Side 18
18
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 I>"V
gur í lífi
Dagur í lífi Ragnheiðar Hanson:
Svefnlausar nætur við undir-
búning Sting-tónleikanna
Dagurinn hófst með látum eins
og svo margir aðrir dagar undan-
farið, þ.e. með símtölum. Það
fyrsta frá yfirtæknimanni Stings
vegna skjáa sem á að setja upp í
Höllinni fyrir tónleikana 25.6.
Þetta finnst mér vera ansi spenn-
andi, þetta er i fyrsta sinn sem
þetta er gert á íslandi og tryggir að
allir sjái vel. Eftir þetta talaði ég
við sviðsstjórann okkar sem sagði
mér að sviðið hefði verið hækkað,
sem eru líka gleðifréttir, því það er
flókið mál og erfitt vegna tækni-
græja í lofti. Eftir nokkur símtöl í
viðbót og reddingar fór ég með
fjögurra ára gamla dóttur mína,
sem kann nú öll lögin af „Mercury
Falling" með Sting, í Grænuborg
og spjallaði smástund við yndis-
legu stúlkurnar þar. Siðan var það
hádegisverðarfundur með Dísu
Anderiman og Ingvari Þórðarsyni,
samstarfsmönnum mínum í Tin.
Það þarf að ganga frá ótrúlega
mörgum smáatriðum í sambandi
við eina tónleika, miklu fleiri en
fólk gerir sér grein fyrir. Til dæm-
is þurfum við að panta erlendis frá
sérstök ljós og teppi í búningsher-
bergi Stings, hann stundar alltaf
jóga í tvo tíma fyrir tónleika, og
þetta þurfti að vera nákvæmlega
eins og hann vill hafa þetta. En eft-
ir miklar umræður, sérstaklega
um fragtvélina sem kemur með
allt hans hafurtask, fór ég upp í
vinnu til aö svara og skrifa
símbréf og tók mér langan tíma í
að ganga frá flugi fyrir hópinn, 27
manns. Það hefur verið síbreytileg
en siðustu fréttir eru þær að hann
komi með einkaflugvél sinni
boð til mín frá Mike Garson,
hljómborðsleikara Davids Bowie,
sem við hittum í fyrra á tónleikrm-
um og höfum mikið samband við.
Hann er á tónleikaferð með Bowie
og ég fékk að heyra allar nýjustu
fréttirnar þegar ég hringdi í hann
til baka i Amsterdam. Allir með-
limir í hljómsveitinni eru frábært
fólk en Mike er alveg einstakur
öðlingur. Og dóttir mín nýtur góðs
af þessum nánu kynnum og fær oft
pakka frá þeim senda úr hinum
ýmsu heimshomum.
Dökkir baugar
Nú var klukkan orðin 2.30 og
enn átti ég mörg verkefni eftir. Ég
kláraði að skrifa símbréf fyrir
morgundaginn og fór á Netið til að
leita mér að nýjum upplýsingum
við undirspil „Fields of Gold“,
Sting auðvitað, sem mér finnst
vera alveg yndisleg plata. Ég
skreið í rúmið um klukkan 5, las
yfir upplýsingar sem ég fékk send-
ar í dag og slökkti svo Ijósið. Ég
þarf að vakna eftir tvo tíma til að
hitta hótelstjórann á hóteli Stings
til að skoða herbergin og ganga frá
þeim málum svo lítið verður um
svefn í nótt. Reyndar eru það orðn-
ar ansi margar nætur svona, baug-
amir undir augunum era talsvert
dökkir og stórir, en þetta er gaman
og þess virði að standa í þessu. Það
var kominn tími til að íslendingar
fengju að sjá topplistamenn í sínu
heimalandi og vonandi gefa þessar
finu viðtökur tilefni til að fram-
hald verði á góðum tónleikum hér
á landi.
ásamt eiginkonu og umboðsmönn-
um en tækniliðiö kemur fyrr á eig-
in vegum. Vonandi stendur þetta,
tíminn er stuttur fyrir of margar
breytingar í viðbót.
Öndunum gefið
Um fimmleytið sótti ég dóttur
mína í leikskólann og þar sem
þetta var fallegur dagur gaf ég mér
tíma í að fara með hana niður á
Tjöm að gefa öndunum. Við notum
oft virkan dag í þetta þar sem end-
urnar eru alltaf saddar um helgar
og líta ekki við okkur, en í dag var
okkur tekið fagnandi og dóttirinn
alsæl með einn ís þar að auki.
Eftir heimkomuna fór ég að
svara tölvupóstinum mínum sem
er orðið ansi mikið verk þessa dag-
ana. Eftir kvöldmatinn ætlaði ég
að reyna að horfa á „Quadroph-
enia“ með Sting, reyndar ein af
mínum uppáhaldsmyndum, ég
keypti eintak í síðustu viku í
London, það var verið að endurút-
gefa spóluna og mikið húllumhæ í
kringum það, en síminn hringdi of
oft, langmest út af tónleikimum,
svo ég gaf það upp á bátinn, horfi
á það við betra tækifæri, líklega
eftir tónleikana. Til að taka mér
smáhvíld skrapp ég með Dísu á
Kaffibarinn en auðvitað endaði
það með umræðum um fram-
kvæmdir á þessu öllu saman og lít-
ið um rabb okkar á milli. Þegar ég
kom heim um eittleytið voru skila-
Ragnheiöur Hanson hefur í mörgu aö snúast viö skipulagningu á tónieikum Stings.
DV-mynd E.ÓI.
Einu get ég þó hrósaö mér af, herra. Ég er mjög nákvæmur.
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu og fjórtándu
getraun reyndust vera:
Anita Erlendsdóttir,
Stórageröi 12,
108 Reykjavík.
Hólmfríöur Jensdóttir,
Unnarsbraut 28,
170 Seltjarnarnes.
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafhi þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöth sigurvegar-
anna.
r
KAUMAR
i
1. verðlaun:
Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél
frá Radíóbæ, Armúla 38, að verðmæti
3.995 kr.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli-
brísúpan eftir David Parry og Patrick
Withrow.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fhnm breytingar? 415
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík