Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 21
JLXV" LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997
éiðtalið
ekki á tónleikaferðalögum. Þá fer ég
út að ganga, sem tónlist og æfi mig
ásamt því að gefa út plötur. Líf mitt
er ekkert öðruvísi en þeirra sem
ekki eru frægir,“ segir Sting.
„Ég ætla að semja tónlist þar til
ég er orðinn of gamall og ruglaður
til þess að gera það. Það eru til tón-
listarmenn sem hafa staðið á sviði
sextugir eða sjötugir,“ segir Sting
sem er ekkert á því að hætta.
Hann segist ekki sjá eftir miklu í
lífinu og ef hann ætti að lifa lífinu
upp á nýtt myndi hann fara sömu
Sting segist lifa frekar rólegu lífi.
Auk þess að leika skák og stunda
jóga af kappi hefur hann mjög gam-
an af því að lesa góðar bækur.
„Síðasta bókin sem ég las heitir
Smilla lesið í snjóinn eftir danska
höfundinn Peter Hoeg. Það var
mjög góð bók að mínu mati. Ég hef
gaman af góðum sögum en hef
aldrei lesið neitt eftir islenskan höf-
und. Ég kaupi mér kannski ein-
hverja kilju þegar ég kem til ís-
lands,“ segir Sting.
Sting ásamt íslenska hestinum. Honum var boðiö á hestbak en hann hefur
ekki tíma og vill eiga það inni þar til síöar.
leið.
„Ég er á réttri hillu i lífinu. Ég hef
alltaf fylgt mínum draumum og
reynt að láta þá rætast. Þegar ég var
yngri lét ég ekkert standa í vegi fyr-
ir frama mínum. Ef ég mætti spóla
til baka myndi ég helst óska þess að
hafa verið betri við fólk sem var í
kringum mig. Ég myndi ekki endur-
taka hvað ég var árásargjam og
grimmur þegar ég var yngri maður.
Ég hef mýkst mikið með árunum.
Núna er ég mjúkur maður og eigin-
lega alger kisulóra. Ef það er eitt-
hvað sem ég vildi breyta þá er það
framkoma mín við fólk,“ segir Sting.
„Það sem gerir mig hamingju-
samastan í lifinu er fjölskylda min.
Einnig er ég ánægður á meðan ég
get skrifað tónlist. Ég er auk þess
mjög hamingjusamur með hljóm-
sveitina mína.
Bjargar regnskógum
Sting hefur ávallt verið talsvert
pólitískur og gagnrýninn á ferli sín-
um. Hann hefur auk þess til dæmis
hjálpað til við aö bjarga brasilísk-
um regnskógum. Einnig styður
hann heils hugar Amnesty Intem-
ational. Sumar stjömur skína skært
á ferlinum en ekki í einkalífinu.
Svo er ekki um Sting. Einnig hefur
hann varið milljónum dollara til
friðarmála, umhverfismála og
fleira.
Kvikmyndaferill hans hefur geng-
ið upp og ofan. Frammistaða hans í
kvikmyndunum Treacle og Qua-
drophenia hefur verið lofuð svo
dæmi séu tekin.
Aðdáendur Stings geta hlakkað
til að berja kappann augum í höll-
inni á miðvikudag. -em
Anna Halldórsdóttir söngkona hitar upp fyrir Sting:
Ég var alsæl því Sting
er mitt goð
Anna Halldórsdóttir, söngkonan
frækna frá Akranesi, hefur verið
valin til þess að hita upp fyrir tón-
leika Stings. Hann valdi hana úr
stóram hópi íslenskra listamanna.
Sting fékk send myndbönd og geisla-
diska og leist langbest á Önnu. Hon-
um fannst fylgja henni viss fersk-
leiki.
„Ég sat og beið eftir að diskurinn
minn var sendur út. Ég vonaði auð-
vitað að ég yrði valin. Ég varð ótrú-
lega glöð. Það er eiginlega ekki hægt
að lýsa því þegar ég frétti af því að
ég hefði verið valin. Ég var alsæl
þar sem Sting er mitt gamla goð,“
segir Anna.
Anna segist ávallt hafa haldið
mikið upp á tónlist Stings. Hún
hlustaði mikið á The Police á sínum
tíma og fylgdist einnig vel með sóló-
ferli Stings. Anna á sér mörg eftir-
lætislög með Sting og byrjar að telja
upp en á síðan erfitt að gera upp á
milli. Þetta er óneitanlega gott tæki-
færi fyrir Önnu þar sem hún er ekki
mjög þekkt söngkona. Hún gaf út
plötuna Villtir morgnar fýrir jólin í
fyrra og vakti sú plata mikla at-
hygli. Anna fer varlega í að fullyrða
um hvað þetta þýöi fyrir tónlistar-
feril hennar.
Heiður og viðurkenning
„Þetta vekur óneitanlega athygli
á mér sem tónlistarmanni. Ég veit
ekki hvort þetta hefur áhrif á tón-
listarferil minn. Það á eftir að koma
í ljós. Þetta er fyrst og fremst mjög
ánægjulegt fyrir mig og mikill heið-
inr og viðurkenning," segir Anna.
Anna starfar sem þjónn á Þremur
Frökkum. Hún byrjaði fyrir stuttu
að æfa með hljómsveitinni sinni
sem heitir eins og er ekki neitt. Hún
hélt tónleika í vor í Loftkastalanum.
Einnig hélt hún litla tónleika á
Gauki á Stöng.
„Það kom sér vel að ég var komin
í góða þjálfun með hljómsveitinni
minni eftir tónleikana. Það er alltaf
svolítil vinna að æfa upp pró-
gramm," segir Anna.
í framtíðinni dreymir Önnu um
að geta lifað af tónlistinni. Henni
finnst heimurinn stór og ógnvekj-
andi. Samt gerir hún sér grein fýrir
því að hún verður að vera þekkt til
þess að fólk kaupi tónlistina.
Sviðsljósið ekki hollt
„Ég veit ekki hvort sviðsljósið er
neitt hollt eða gott fyrir manneskj-
una. Ég get imyndað mér að þetta sé
enginn dans á rósum. Ég sé frægð
ekki fyrir mér í neinum dýrðar-
ljóma. Mikilvægast og skemmtileg-
ast fmnst mér að geta lifað á tónlist-
inni,“ segir Anna.
Anna er Skagamanneskja í húð
og hár og heldur auðvitað með ÍA.
Hún segist þó ekki fara á völlinn.
Faðir hennar, Halldór Fr. Jónsson,
var þjálfari yngri deildanna í mörg
ár. Hún segist einhvern veginn hafa
fengið nógu stóran skammt af bolta-
tali þá. -em
Anna Halldórsdóttir hlakkar mikiö til þess aö hita upp fyrir Sting.
Það leynir sér ekki þegar planta hefur fengið MOLTU, lífræna jarðvegsbætinn frá SORPU.
MOLTA er rík af helstu næringarefnum plantna, hefur góða loftunar- og vatnsheldniseiginleika og
lífgar ófrjóan jarðveg við. Reynslan sýnir að MOLTA hentar vel í beð, við útplöntun, í trjárækt,
í matjurtagarðinn og sáningu.
= MOLTA fæst á endurvinnslustöðvum og í Gufunesi.
u
= Þú stuðlar að endurvinnslu og náttúruvernd með því að skila garðaúrgangi í næstu endurvinnslustöð.
Mundu að hafa trjágreinar aðgreindar frá öðrum garðaúrgangi.
SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs
MOLTA - lifandi dæmi um kosti endurvinnslu
Gufunesi, sími 567 66 77