Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Qupperneq 29
JJV LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997
29
„Það er mikil uppsveifla í ís-
lensku leiklistarlífi og íslensk leik-
hús hafa verið að fá viðurkenn-
ingu erlendis.
Það er fullt af góðum leikurum
og mikið um að vera hjá íslensku
leikarastéttinni," segir Þór Tulini-
us sem er nýkominn heim eftir
eins og hálfs árs dvöl í París.
Fékk styrk
„Ég bjó í Lyon í Frakklandi frá
10-15 ára aldri og tala því góða
frönsku.
Eftir að ég kláraði Leiklistar-
skóla Islands fyrir um 11 árum
fékk ég styrk frá franska ríkinu og
dvaldist eitt ár í Frakklandi.
Þar kynntist ég leikstjóranum
Mario Gonzalez frá Guatemala og
höfum við haldið sambandi sið-
I frönsku leikriti
Fyrir tæpum tveimur árum
bauð Gonzalez mér hlutverk í
grímuleikriti sem hann var að fara
að setja upp og ég ákvað að láta
slag standa og hélt til Parísar.
Gonzalez er sérhæfður í grímu-
leikhúshefð svo að hann kann vel
til verka og gott er að vinna með
honum.
Leikritið gekk mjög vél og við
ferðuðumst með það um allt
Frakkland.
Það var sama hvar við komum,
við gerðum alls staðar stormandi
lukku og sýningargestir kútveltust
af hlátri.
í fjársjóðsleit
Mér bauðst einnig að leika i
franskri kvikmynd sem íjallar um
Evrópumenn sem fara í íjársjóðs-
leit til Kenía. Myndin er nokkurs
konar leikin heimildarmynd og
ekki beinlinis í Hollywoodstíl.
Við dvöldumst í Kenía i 45 daga
við töku myndarinnar og var það
mikið ævintýri. Við ferðuðumst
um í óbyggðum þar sem maður gat
átt von á fílum, tígrisdýrum og
öðrum frumskógardýrum út úr
hverju skúmaskoti. Myndinni er
enn ekki lokið og vonast ég til að
geta farið bráðlega aftur til Kenía,
lokið við gerð hennar og fund-
ið „fjársjóðinn".
Það er gömul þjóð-
saga sem segir að
þennan „fjársjóð" sé
að finna í Kenía og
við teljum okkur
hafa sterkar vís-
bendingar um það
að við séum kom-
in á slóð hans.
Við verðum því
að fara aftur út
og halda leitinni
áfram.“
Leikari og leikstjóri
Þór hefur víða komið við söguna
í íslensku leiklistarlífi bæði sem
leikari og leikstjóri.
Meðal verka sem Þór hefur leik-
ið í eru Rómeó og Júlía, Fló á
skinni, M. Butterfly og Höll sumar-
landsins.
Þór leikstýrði fyrst í atvinnu-
leikhópnum Þíbylju en upp úr
því fór hann að leikstýra í at-
vinnuleikhúsum.
„Það er mjög ólíkt að leika
og leikstýra en hvort tveggja
mjög skemmtilegt. Ég hef
einnig verið að dunda mér við að
skrifa og hver veit nema einhvern
tímann verði til kvikmynd."
Nóg fram
undan
Það er
víst óhætt
að fullyrða
að Þór verð-
ur ekki
verkefna-
laus næstu
misserin.
„Ég var
að enda við
að leika í
þremur
sjónvarps-
þáttum eftir
Guðrúnu
Þór Tulinius er nýkominn heim eftir eins og hálfs árs dvöl í París.
Helgadóttur sem verða sýndir í
sjónvarpinu nú í haust. Það verður
nóg að gera í leikstjórabransanum
næsta vetur og er ég meðal annars
að fara að setja upp nýtt íslenskt
leikrit eftir Hallgrím Helgason.
Hallgrímur ólst upp í leikhúsinu,
enda sonur Helga Skúlasonar og
Helgu Bachmann, og hér hefur
hann sett saman bráðskemmtilegt
leikrit um ungt fólk á tímamótum.
1 haust er ég að leikstýra leikrit-
inu Fat Man in Skirts, (Feitir menn
i pilsum) sem verður sett upp í
Borgarleikhúsinu. Stykkið er frá
árinu 1988 og er Bandaríkjamaður-
inn Nicky Silver höfundur verks-
ins. Leikritið er léttgeggjað og fjall-
ar meðal annars um mannát og það
að lifa af í heiminum í dag.“
Annan fótinn heima
Spennandi verkefni bíða Þórs
Tulinius og er hann óþreyjufúllur
að koma þeim í verk.
En hvað svo? „Ég býst við að
starfa eitthvað erlendis í framtíð-
inni en vera þó alltaf með annan
fótinn hér heima. Það er ofboðs-
lega gott og hressandi að dveljast
um skeið í útlöndum, kynnast nýju
fólki og öðrum og ólíkum hugsun-
arhætti. En það er að sama skapi
notalegt að koma heim aftur, jafn-
vel þrátt fyrir rigninguna og rok-
ið.“
Eins og þjóð veit þá skildi Fran
Drescher úr framhaldsþáttunum
Fóstran (the Nanny) við eiginmann
sinn, Pter Marc Jacobson, á dögun-
um. Siðan þá hafa þær sögur gengið
fjöflum hærra að þau væru að þvi
komin að taka saman á ný. Þau hafa
komið fram opinberlega saman og
látið falla hlýleg orð í garð hvort
annars. Nú virðist hins vegar allt
vera endanlega búið þeirra í milli.
Jacobson verður nefnilega í New
York í vetur á meðan Drescher
verður eftir í Los Angeles. Heimild-
armenn segja að þegar þetta gerist
fari Fran að hugsa sér til hreyfings
og líta eftir nýju karlfangi.
Vorferð í vetrargöllum
OV, Stykkishólmi:____________________
Brakkarnir á „Spító“, leikskólan-
um í Stykkishólmi, kalla ekki allt
ömmu sína. Þau fóru galvösk i sína
árlegu vorferð þrátt fyrir kulda og
trekk og höfðu bara gaman af. Að
þessu sinni var farið í Bjarnarhafn-
arhvamm. Þar var grillað og leikið
sér.
Leikskólinn er rekinn i húsnæði
St. Franciskureglunnar við hlið spít-
alans og rak reglan hann lengi vel.
1982 hóf Stykkishólmsbær samstarf
við systurnar um reksturinn. Nú
hafa hins vegar orðið þau þáttaskil
að bærinn hefur tekið reksturinn
yfir frá og með 1. ágúst nk. Leikskól-
inn verður samt áfram rekinn í hús-
næði systranna. í vorferðinni naut
systir Lovísa sín en hún hefur verið
leikskólastjóri áratugum saman, en
lætur af störfum 1. ágúst. -BB
í Bjarnarhafnahvammi.
DV-myndir Birgitta
Systir Lovísa ásamt leikskóiabörnum.