Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 30
30
^lgarviðtalið
LAUGARDAGUR 21. JUNI 1997
LAUGARDAGUR 21. JUNI 1997
&lgarviðtalið
43
Helgi Tómasson, ballettstjórnandi í San Francisco, í einkaviðtali við helgarblað DV:
Dansflokkurinn er spegilmynd mín
Helgi Tómasson, ballettstjórnandi
í San Francisco, hefur hlotið fjöld-
ann allan af verðlaunum fyrir afrek
sín í listaheiminum. Hann hlaut silf-
urverðlaunin í samkeppninni First
International Ballet í Moskvu árið
1969 þegar Míkhaíl Baryshnikov
hlaut gullverðlaunin. Honum voru
veitt Isadora Duncan-verðlaunin fyr-
ir frábæra uppsetningu San
Francisco-ballettsins á Svanavatninu
árið 1989. Árið 1991 var hann gerður
að heiðursborgara Kaliforníu. Það
sama ár hlaut hann verðlaunin
Golden Plate sem veitt eru af Amer-
ican Academy of Achievement.
Þremur árum síðar heiðraði Amer-
ican-Scandinavian Foundation hann
með menningarverðlaunum sínum í
New York. Hann var sæmdur heið-
ursdoktorsnafnbót í mannvísindum
við Dominican-háskólann í San Rafa-
el í Kaliforníu fyrir framlag sitt til
lista og menningar.
En þau verðlaun sem hann metur
mest eru íslenska fálkaorðan. Hann
er hógvær en ákveðinn. Skrifstofa
hans er prýdd heiðursskjölum og
ljósmyndum af ferli hans.
Helgi Tómasson hefur náð ótrúleg-
um árangri með San Francisco-bal-
lettinn síðan hann tók við flokknum
árið 1985. Síðan þá hefur hann unnið
jafnt og þétt að því að lyfta ballettin-
um, virtum en áður tiltölulega
óþekktum flokki, upp á alþjóðlegt
svið.
Erik Bidsted hjálpaði
ur stjómandi, eftir honum. Robbins
útvegaði Helga styrk svo að hann
gæti lagt stund á dansnám við amer-
íska ballettskólann í New York. Að
námi loknu hóf Helgi atvinnumanns-
feril sinn sem dansari með Joffrey-
ballettinum og seinna með Harkness-
ballettflokknum. Árið 1970 fór Helgi
að dansa með New York- ballettinum
sem einn af aðaldönsurunum. Þar
átti hann eftir að verða einn af fræg-
ustu ballettdönsurum síns tima.
Fólk vill sjá
eitthvað nýtt
mer
Ekki datt Helga í hug að dansinn
yrði hans lifibrauð þegar hann var
barn heima á íslandi að dansa.
„Það var ekki fyrr en ég var sext-
án ára og fór að fara til Kaupmanna-
hafnar að dansa að ég ákvað að halda
áfram í þessu,“ segir Helgi.
Helgi segist ekki hafa átt sér nein-
ar sérstakar fyrirmyndir í æsku.
Hann segir aftur á móti að Erik Bid-
sted, sem var með ballettskólann í
Þjóðleikhúsinu ásamt konu sinni,
Lísu, hafi hjálpað sér mikið.
„Það var fyrir þeirra tilstilli að ég
fór til Kaupmannahafnar," segir
Helgi og heldur áfram: „Ég lærði af-
skaplega mikið af honum áður en ég
fór til Bandaríkjanna. Bidsted er
hættur í ballettinum og býr á eyj-
unni Menorka í Miðjarðarhafinu. Ég
hef heimsótt hann þangað og við höf-
um samband þeg-
ar við getum,“
segir Helgi.
Helgi hóf
nám við
Pantomime-
leikhúsið í
Kaupmanna-
höfn sextán ára
gamall en þar ,
tók Jerome
Robbins,
þekkt-
Helgi hafnaði boðum um að taka
við stjórn Konunglega ballettsins í
Danmörku og ballettflokks óperunn-
ar í París. í staðinn ákvað hann að
taka við San Francisco-ballettflokkn-
um sem var svo til óþekktur þá.
„Ég hefði aldrei getað sett mark
mitt á Konunglega ballettflokkinn á
eins afgerandi hátt og ég hef getað
gert hér,“ segir Helgi.
„í Kaupmannahöfn voru helstu
vandræðin vinnuaðferðir. Mér
fannst að fleiri æfingartíma þyrfti á
hverjum degi en verið hafði til þess
að ná fram breytingum í dansílokkn-
um og til þess að skapa ný verkefni.
Það voru líka þessir háu skattar af
laununum sem settu strik í reikning-
inn. Mér fannst ég geta afkastað
miklu meiru hér. í San Francisco
var mér boðið upp á miklu meira
frelsi til þess að gera tilraunir og
semja mina eigin dansa. Það hefði ég
aldrei getað gert í Kaupmannahöfn
eða í París. Ég hafði einnig dansað í
Bandaríkjunum í íjölda ára og sá að
hér var mikill efniviður."
Kynntust í dansinum
Helgi býr í San Francisco ásamt
konu sinni, Marlene. Þau kynntust
þegar þau dönsuðu bæði með Jof-
frey-ballettflokknum í New York.
Þau eiga tvo syni, Kristin, 30 ára, og
Erik, 25 ára.
Að sögn Helga hætti Marlene að
dansa einu og hálfu ári eftir að Krist-
inn fæddist en er enn viðloðandi bal-
lettinn þó hún starfi ekki beinlínis
við hann sjálf.
„Marlene hjálpar mér mikið. Hún
var sjálf mjög góður dansari svo að
hún þekkir hvernig þetta gengur fyr-
ir sig. Það er mjög gott að fá álit
hennar því það hjálpar manni að sjá
hlútina frá öðru sjónarhorni. Við
erum ekki alltaf sammála en hún
kann sitt fag og ég treysti henni
vel,“ segir Helgi.
Helgi þótti snemma efnilegur og hann fór til Danmerkur aöeins sextán ára gamall.
Synirnir hafa
engan áhuga á
bailett
r
Helgi Tómasson býr í San Francisco meö konu sinni, Marlene, sem hann kynntist þegar þau voru bæöi
dansa meö Joffrey-ballettflokknum. Meö þeim á myndinni er Erik sonur þeirra.
Synir Helga hafa
aldrei haft nokkurn
áhuga á ballett. Þeir fóru
aldrei í danstíma þegar
þeir voru litlir.
„Þeir höfðu eng-
an áhuga á ball-
ett. Og mér
var í
raun al-
veg
sama.
Við
reynd-
um
aldrei
að
koma
þeim í
dans-
tíma af
því
við
viss-
aö
um að það þýddi ekki neitt. Við
styðjum þá, sama hvað þeir taka sér
fyrir hendur. Þeir kynntust þessu frá
ungaaldri og sáu strax hvað ballett
er í raun erfið og tímafrek listgrein.
Þeir fengu náttúrlega að kíkja á bak
við tjöldin svo þeir gerðu sér
snemma grein fyrir því að þetta er
gífurleg vinna. Einnig hefur það lík-
lega haft eitthvað að segja að faðir
þeirra er heimsþekktur í þessu fagi.
Það er eflaust erfitt að standa undir
þeirri pressu sem því fylgir," segir
Helgi.
Synir Helga hafa báðir alist alfar-
ið upp í Bandaríkjunum. Tengsl
þeirra við ísland voru sterkari þegar
þeir voru yngri að árum.
Töpuðu íslenskunni
„Þeir höfðu báðir mjög gaman af
því að koma heim þegar þeir voru
smástrákar og seinna sem unglingar.
Ég á stóra fjölskyldu heima og þeim
fannst gaman að hitta hana. ísland
var mjög spennandi fyrir þá af því að
þetta var svo ólíkt því sem þeir
þekktu. Við fórum meira heim þegar
strákarnir voru yngri. Þá gátu þeir
gert sig skiljanlega og skildu mestallt
sem sagt var við þá. Þegar þeir urðu
eldri gafst minni tími til að fara
heim. Þeir voru uppteknir við há-
skólanám svo að þeir töpuðu niður
því litla sem þeir kunnu I íslensku,"
segir Helgi.
Báðir strákarnir útskrifuðust úr
Pasadena Arts Center College i Suð-
ur-Kaliforníu, Erik í kvikmyndun en
Kristinn í hönnun. Erik er að reyna
að sanna sig í kvikmyndaheiminum.
Þar þarf mikla peninga til þess að
komast áfram og gera það sem fólk
Þau verðlaun sem Helgi metur mest
eru íslenska fálkaoröan, þrátt fyrir silf-
urverðlaunin í samkeppninni First
International Ballet í Moskvu áriö
1969, Isadora Duncan-verölaunin,
Golden Plate-verölaunin og menning-
arverölaun American-Scandinavian
Foundation. Hann var sæmdur heið-
ursdoktorsnafnbót í mannvísindum
viö Dominican-háskólann í San Rafael
í Kaliforníu fyrir framlag sitt til lista og
menningar. DV mynd GÁ
langar til.
„Það þarf að sanna sig til þess að
fá fjármagn en vandinn er sá að erf-
itt er að fá tækifæri til þess að öðlast
þessa reynslu. Kristinn býr hins veg-
ar í Múnchen í Þýskalandi og starfar
sem bílateiknari fyrir BMW- verk-
smiðjurnar þar,“ segir Helgi.
Þyldum ekki
skammdegið og
kuldann
þá fremsta í heiminum í svokölluð-
um nútímadönsum og í þeim klass-
ísku séu þeir einnig með þeim allra
bestu.
„Allir dansflokkar vilja komast til
New York og spreyta sig þar. Góð
ummæli í New York gefa það til
kynna að menn hafi þá hæfileika
sem þarf til þess að komast alla leið
á toppinn. New York er hægt og síg-
andi að verða miðjan í
dansheim-
Marlene hefur alltaf haft
gaman af að koma heim og
hitta fíölskyldu Helga. Hann
efast þó um að hún gæti
hugsað sér að setjast að á
íslandi.
„Marlene myndi eflaust
ekki geta þolað íslenska
veturinn og skammdegið,
ætli ég myndi þola það
sjálfur? Maður hefur
verið í burtu svo lengi,
segir Helgi.
Helgi segir að öll íjöl-
skylda hans hafi mjög
mikið að gera og sam-
bandið mætti gjarna
vera meira.
„Ég kem nokkuð
reglulega við heima
þegar ég á leið til e9 heföj~^~~
Evrópu en stoppa °"W sen? Var .,ö -
vanalega stutt. e9,r He/g/ Pe9ar
Það er helst að Guð-
jón bróðir komi hingað og heim-
sæki okkur,“ segir Helgi og er ég
spyr hann nánar um bróður hans
bætir hann við:
„Við Guðjón Ingi Hauksson erum
hálfbræður. Hann er giftur konu frá
Seattle, af íslenskum ættum, og þeg-
ar þau eiga leið þangað koma þau oft
við hér en þau búa heima," segir
Helgi.
Yfir í aðra sálma
í San Francisco eru listir mjög
vinsælar og Helgi segir fólk
styðja þær dyggilega. Það er
mikilvægt að nægilegir
peningar séu fyrir hendi
til þess að skapa ný verk-
efni og þeir eru til staðar
í borginni.
-«5iSi
Fremstir í heim-
inum
„Það sem ég er búinn að
afreka hér í San Francisco
hefði ég aldrei getað í Dan-
mörku eða í Frakklandi."
Aðspurður um hvar honum
finnist Bandaríkjamenn standa
í ballettheiminum um þessar
mundir segir
Helgi
JP
mum,
segir Helgi.
Hann segir dansinn vera smám
saman að breytast. Það verði æ
meira um nútímadansa. Þá vilji fólk
fyrst og fremst sjá.
„Svanavatnið og Þyrnirós eru auð-
vitað alltaf vinsæl verk. Fólk vill líka
sjá eitthvað nýtt, ekki bara gömlu
klassísku ballettana.
Margir af sköp-
urum þessara
nútímadansa
eru Banda-
ríkjamenn,"
segir Helgi.
Erfitt
fjárhags-
lega
Dansflokk-
urinn hefur
verið í hús-
næðisvand-
ræðum síðasta
hálfa annað
árið. Mjög erf-
iðlega
hef-
-M ao reka D,anm°rku,
—*5S55t
ur gengið að ráða fram úr því, að
sögn Helga. Óperuhúsið hefur verið I
endurbyggingu frá því í janúar 1996
og á meðan hefur flokkurinn þurft að
sýna í þremur minni leikhúsum á
San Francisco-svæðinu.
„Við höfum ekki getað dansað alla
stóru ballettana sem við erum með.
Einnig hefur þetta verið gífurlega
erfitt fjárhagslega. Það koma auðvit-
að minni peningar í kassann þegar
við erum að sýna í leikhúsi sem tek-
ur 700 manns í sæti en þegar við er-
um að sýna í óperu-
húsinu
sem
tekur
um
það
bil
3.200
manns
í sæti,“
segir
Helgi.
Ein af
aðal-
dönsurum
flokksins,
Elizabeth
Loscavio,
hefur
ákveðið að
yfírgefa
flokkinn.
Helgi var
spurður hvort
það mundi
hafa neikvæð
áhrif á framtíð-
ina:
„Ég hef engar
áhyggjur af því.
Það verða engin
vandræði að fá nýja dansara. Það er
nóg af þeim. Ég mun sjá eftir henni
á ákveðinn hátt. Ég samdi marga
dansa fyrir hana en hún hefur kom-
ist að þeirri niðurstöðu að hún þurfi
að breyta til og það verða aðrir sem
taka við. Loscavio er gífurlega góður
dansari og ég held að það sé að miklu
leyti mér að þakka,“ segir Helgi.
Helga líkar vel að vera þar sem
hann er. Hann segist ekki vilja
breyta til þótt honum byðist eitthvað
annað I Bandaríkjunum eða Evrópu.
Hér hef ég meiri völd. Það er gott
að vera hér í San Francisco. Það er
stutt vel við bakið á listalífínu hér og
það auðveldar margt. Það er hugsan-
lega þess vegna að San Francisco-
ballettinn er eini flokkurinn i Banda-
ríkjunum, fyrir utan New York-ball-
ettinn, sem er með mismunandi dag-
skrá á hverju sýningarkvöldi. Þetta
hefur auðveldað mér að setja mitt
vörumerki á flokkinn. Það sem gerir
þennan flokk frábrugðinn öðrum
flokkum er hvemig ég þjálfa dansar-
ana,“ segir Helgi.
Að sögn Helga verður útkoman
eins og hann hefur hugsað sér. Dans-
aramir dansa eins og hann vill
að þeir dansi og þeir hreyfa sig
eftir tónlistinni eins og hann
heyrir hana.
„Það má eiginlega segja
að flokkurinn sé spegil-
mynd mín.“
EkRert að gera
á Islandi
Helgi segist
hvergi sjá ísland í
framtíð sinni.
Hann býst ekki
við að eiga eftir
að flyfjast aft-
ur heim.
„Ég hef
verið burtu
svo lengi. Ég fór fyrst til Danmerkur
sextán ára og var alfarinn átján ára.
Starf mitt er þess eðlis og kunnátta
mín er sú að ég þarf að vinna með
þeim allra bestu. Þetta er það sem ég
hef upp á að bjóða, að móta dans-
flokk og skapa dansa. Ef ég flyttist
aftur heim til íslands veit ég ekki
hvað ég myndi geta gert þar,“ segir
Helgi.
Samvinna við íslenska dansflokk-
inn hefur verið lítil. Helgi segist hafa
áhuga á meiri samvinnu en tíminn
hafi oft spilað þar inn í.
„Á sínum tíma var talað um það
hvort ég gæti samið verkefni fyrir
hann en því miður gafst enginn tími
til þess, þó svo að það hefði verið
gaman. Fyrir nokkrum árum kom ég
til íslands með dansara frá San
Francisco á listahátíð. Það var mjög
gaman og ég hefði áhuga á að gera
það aftur.“
Ferðast með flokkinn
Helgi hefur hug á því að ferðast
um með dansflokkinn sinn. í október
síðastliðnum fór hann til dæmis til
Japans til að setja upp eitt af verkum
sínum fyrir dansflokk í Tokyo.
„Japanar eiga marga afskaplega
góða dansara og ballett er orðinn þó
nokkuð vinsæll þar, sem og aðrar
evrópskar listgreinar. Þar af leiðandi
koma margir dansflokkar þangað. Ég
hefði gaman af því að gera San
Francisco-flokkinn að alþjóðlegri
flokki en hann nú er þegar. Til þess
að það verði að raunveruleika þarf
peninga, þetta er mjög kostnaðar-
samt,“ segir Helgi og bætir við: „En
við munum ferðast þó nokkuð í sum-
ar, sem er óvenjulegt fyrir okkur. Ég
er himinlifandi yfir því að við skul-
um eiga möguleika á því.“
San Francisco-ballettinn mun
meðal annars heimsækja Skotland í
sumar og sýna á fimmtíu ára afmæli
alþjóðlegu Edinborgarhátíðarinnar í
ágúst.
Hnotubrjóturinn markar þau
mikilvægu tímamót er ballettinn
mun komast aftur inn í óperuhúsið i
tæka tíð fyrir sýningartímabil sem
byrjar í desember á þessu ári.
„Við höfum alltaf lagt mikið í opn-
unarkvöldin okkar en í ár verður
þetta alveg stórglæsilegt. Þetta verð-
ur opnunarhátíð sem seint mun
gleymast," segir Helgi. -GÁ
Frá fyrstu árum Helga í ballettinum