Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Síða 32
44 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 UV %idge Generali-EM í Montecatini 1997: Island byrjar vel í opnum flokki Þegar þetta er skrifað er íslenska landsliðið í opnum flokki á Evrópu- mótinu á Ítalíu í fjórða sæti en kvennaliðið er varla byrjað. Karlasveitin hefir unnið sjö leiki og tapað þremur sem er prýðisgóð frammistaða. Hins vegar hefir hún ekki spilað við margar af svokölluð- ^ um „sterku þjóðum". Á hitt ber hins vegar að líta að vart er hægt að tala um „veikar þjóðir“ þegar spilað er á svona sterku móti. Umsjón Stefán Guðjohnsen %íák Kvennasveitin byrjaði hins vegar á því að tapa fyrir spánsku senjórít- unum með 5-25 sem er harla lélegt. Aðrar fréttir frá EM á Ítalíu eru þær að þýsku bridgekonurnar Sab- ine Auken og Daniela von Amim urðu Evrópumeistarar í tvímenn- ingi kvenna en þær höfðu titil að verja frá 1995. Þetta er frábær ár- angur og eru þær stöllur af mörgum taldar eitt besta kvennapar í heim- inum. En lítum aðeins betur á árangur karlasveitarinnar. Hún vann þrjá fyrstu leikina gegn Þýskalandi með 18-12, Rússlandi 25-5 og Liechten- stein 20-10. Síðan kom tveggja leikja tap, gegn Portúgal 13-17 og Noregi, illu heilli, 8-22. Noregur er með geysisterkt lið og á áreiðanlega eftir að gera það gott. Þá unnust þrír leikir í röð, Austurríki 19-11, Lit- háen 16-14 og Júgóslavía 24-6. Siðan kom minnsta tap gegn sterku lands- liði Breta, 14-16, þannig að það sem af er er frammistaða karlalandsliðs- ins þrælgóð. Það heflr hlotið 177 stig, eða að meðaltali 17,7 stig í leik. En skoðum eitt spil frá leiknum Leikurinn var sýningarleikur 8. umferðar og þar sátu Jón Baldurs- son og Sævar Þorbjörnsson n-s gegn Júgóslövunum Parezanin og Djuricic í a-v. Jón og Sævar tættu sagnrýmið frá Júgóslövunum strax í fyrsta spilinu : A hinu borðinu sátu Þorlákur Jónsson og Guðmundur Páll Arnar- son a-v gegn Radisic og Slipcevic. Guðmundur og Þorlákur luku slem- murannsóknum sinum undir geimi, enda lítt truflaðir af andstæðingun- um: við Júgóslavíu. V/N-S * 2 V 983 + 632 * ÁKG1076 Vestur Norður Austur Suður 1+ 3* dobl 5* 5+ pass 64 pass 64 pass 6» pass 64 Allir pass Vestur Norður Austur Suður 14 24 44 pass 44 pass 4»+ dobl 44 Állir pass Það voru 11 imnar til fslands sem 4 K109753 «4 107 -+ ÁKG9 * 3 N V A S 9 ADU84 * ÁG54 * 874 * 9 Sævar var kominn út á hálan ís en vestur átti eftir að segja frá spaðasexlitnum. Eftir það var voð- inn vís og slemman var vonlaus eft- ir að Jón hafði tekið á laufás. vann leikinn 24-6. * 6 * KD62 * D105 * D8542 Stórmótið í Novgorod í Rússlandi: Stefnir í úrslitaskák Kasparovs við Kramnik Garrí Kasparov og Vladimir Kramnik voru efstir og jafnir þegar þrjár umferðir voru til loka stór- meistaramótsins í Novgorod í Rúss- landi. Á mótinu tefla sex valinkunn- ir stórmeistarar tvöfalda umferð. Fyrri skák Kasparovs og Kramniks lauk með sigri Kramniks en í næst- síðustu umferð mótsins, sem tefld verður á morgun, sunnudag, eigast þeir við öðru sinni og má búast við að það verði úrslitaskák mótsins. Eftir sjö umferðir var staðan þessi: 1.-2. Garrí Kasparov og Vladimir Kramnik 5 v. 3. Veselin Topalov 3,5 v. 4. Evgení Bareev 3 v. 5. Nigel Short 2,5 v. 6. Boris Gelfand 2 v. Forráðamenn mótsins gera sitt til þess að hvetja skákmeistarana til þess að tefla djarft. Fari leikar svo að tveir verði jafnir að vinningum sker fiöldi vinningsskáka úr um verðlaunasæti. Að þessu leyti stend- ur Kasparov betur en Kramnik þar sem hann hefur unnið íjórar skákir en Kramnik aðeins þijár. Umsjón Jón L. Árnason Margir biðu spenntir eftir því hvort Kasparov myndi sýna gamla takta á mótinu eða hvort hann væri enn í sárum eftir ófarimar gegn Dimmblá í New York. Svo virðist sem Kasparov hafi tekist að endur- heimta sjálfstraustið en hins vegar hefur taflmennska hans ekki verið sérlega sannfærandi, jafnvel þótt hann sé efstur. Á hinn bóginn hefur Kramnik teflt frábærlega vel á köfl- um, ekki síst í skákinni við Kasparov í 5. umferð sem hann lauk meö laglegri leikfléttu. Short tókst að vinna Gelfand í 7. umferð og hífa sig upp úr neðsta sætinu. Hann hefúr verið ófarsæfl, eins og til að mynda í skákinni við Kasparov, þar sem hann hafði lengstum frambærilega franska stöðu en gætti sín ekki á ráðabruggi sniflingsins frá Bakú. Hvítt: Garrl Kasparov Svart: Nigel Short Frönsk vöm. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Dc7 7. Dg4 f5 8. Dg3 cxd4 9. cxd4 Re7 10. Bd2 0-0 11. Bd3 b6 12. Re2 Ba6 13. Rf4 Dd7 14. h4 Bxd3 15. Dxd3 Rbc6 16. Hh3 Hac8 17. Hg3 Hf7 18. h5 Rd8 19. c3 Hf8 20. Kfl Hc4 21. Kgl Rf7 22. a4 Hfc8 23. Dbl Rc6 24. Ddl Re7 25. h6 g6 26. Dh5 Hxa4!? 27. Hxa4 Dxa4 28. Rxe6 Dc2? Betra er fyrst 28. - Hc6! til að hrekja riddarann burt. Taflið er þá tvísýnt eftir 29. Rf4 og áfram t.d. 29. - Kh8!? 30. Dh4 g5 31. Hxg5 Ddl+ 32. Kh2 Dxd2 33. e6 o.s.frv. 29. Dh4 f4 30. Bxf4 Rf5 31. Hxg6! - og Short kaus að gefast upp. Eft- ir 31. - hxg6 32. h7+ Kh8 33. Df6+ Kxh7,34. Dxf7+ Kh8 35. Dxg6 er svartur varnarlaus gagnvart marg- vislegum hótunum hvíts. Hvítt: Vladimir Kramnik Svart: Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn. 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. b4 Rh5 10. Hel Rf4 11. Bfl a5 12. bxa5 Hxa5 13. Rd2 c5 14. a4 Ha6 15. Ha3 g5 16. g3 Rh3+ 17. Bxh3 Bxh3 18. Dh5 Dd7 19. Dxg5 h6 20. De3 f5 21. De2 f4 22. Rb5 Kh7 Ætla mætti að svartur hefði nokkur sóknarfæri í skiptum fyrir peðið en næsta þátt skákarinnar teflir Kramnik sérlega vel. 23. gxf4! exf4 24. Khl Bg4 25. Rf3! Rg6 26. Hgl Bxf3+ 27. Dxf3 Re5 28. Dh5 Df7 29. Dh3 Rxc4 30. Hf3! Be5 Ef Kasparov þiggur riddarafóm- ina mátar hvítur fallega með (31. - Dxc7) 32. Dxh6+! Kxh6 33. Hh3 mát. 32. Bxf4! - og nú gafst Kasparov upp. Eftir 32. - Bxf4 33. Re6 er hann vamar- laus. T.d. 33. - Hg8 34. Hxg8 Dxg8 35. Df5+ Kh8 36. Df6+ Kh7 37. Rf8+ og öflu er lokið. Minningarmót um Guðmund Arnlaugsson Síðastliðinn mánudag stóð Skák- samband íslands fyrir hraðskák- móti til minningar um Guðmund Arnlaugsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, sem fram fór I hátíð- arsal skólans. Á mótinu tefldu sext- án sterkir skákmenn, þar á meðal allmargir fyrrverandi nemendur og kennarar skólans. Tefldar voru hraðskákir, með 5 mínútum á mann á skákina. Leikar fóru svo að Helgi Ólafsson stóð einn uppi sem sigurvegari, hlaut 12,5 vinninga úr 15 skákum. Jóhann Hjartarson og Þröstur Þór- hallsson deildu 2. sæti með 12 v., Hannes Hlífar Stefánsson fékk 10,5 v, Jón L. Ámason 9,5 v., Jón Viktor Gunnarsson 8,5 v., Helgi Áss Grét- arsson 8, Jón G. Viðarsson 7,5, Frið- rik Ólafsson, Karl Þorsteins, Magn- ús Örn Úlfarsson og Margeir Péturs- son 6,5, Ingvar Ásmundsson 6, Ágúst S. Karlsson 4,5, Halldór G. Einarsson 2 og Stefán Briem 1 v. Umgjörð mótsins var öll hin glæsilegasta. Hamrahlíðarkórinn söng undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Ágúst S. Karlsson, forseti Skáksambandsins, flutti stutt ávarp og fráfarandi forseti SÍ, Guðmundur G. Þórarinsson, minntist Guðmund- ar Arnlaugssonar sem og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem setti síðan mótið með því að leika fyrsta leikinn í skák Friðriks Ólafs- sonar við Margeir Pétursson. Skilafrestur smáauglýsinga er fyrir kl. 22 kvölaið fyrir birtingu. Ath. Smáauglýsing I Helgarblað DV verður þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Smáauglýsingar rs^i 550 5000 Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkurfyrir kl. 17 á föstudag aWmil iihim, 'hs, v Smáauglýsingar Ei 550 5000 Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar 550 5000 15% staögreiöslu- og greiðslukortaafsláttur aW mill/ hlmi^ og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáaugiýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.