Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Síða 36
48
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997
* 'J
nterrail-
I ágúst 1995 fóru MH-ingarnir
Orri Páll Jóhannsson og Björn
Thors á Interrail-ferð um Evrópu.
Þeir flugu með Lufthansa gegnum
Frankfurt til Parísar þar sem þeir
dvöldust nokkra daga í íbúð Hall-
gríms Helgasonar. Frá París fóru
þeir til frönsku Rivierunnar, Món-
akkó og loks til Italíu. Þeir ferðuð-
ust mikið um Ítalíu og heimsóttu
m.a. Feneyjar og hina gullfallegu
Flórens. Frá Ítalíu tóku þeir ferju til
Grikklands og flugu svo frá Aþenu
gegnum Frankfurt heim á leið.
Stoppa lengur á hverj-
um stað
Þeir Orri og Björn voru í stórum
dráttum búnir að ákveða leiðina
sem þeir ætluðu að fara fyrir fram
og Orri segist mæla með því að
Interrail-farar skipuleggi ferð sína
að því leyti sem það er hægt. Orri
ráðleggur fólki einnig að stoppa
lengur á hverjum
stað þar sem að sí-
felldur þeytingur sé
lýjandi og erfiður.
Þeir félagar gistu
alla ferðina á far-
fuglaheimilum og
segir Orri að það sé
ágætt en þó séu
heimilin mjög mis-
munandi.
„Það er þreytandi
til lengdar að sofa í
herbergi með
ókunnu fólki og
þurfa stöðugt að
vera að passa upp á
dótið sitt. En mað-
ur hittir fullt af
öðrum Interrail-för-
um á farfuglaheim-
ilunum og einnig er
þetta tiltölulega
ódýr gisting."
Fall er farar-
heill
Það er óhætt að full-
yrða að þeir félagar
hafi ekki farið var-
hluta af vandræðum
í ferðinni. Strax í byrjun ferðarinnar
týndi Björn Interrail-kortinu sínu og
þurfti á endanum að kaupa nýtt kort
til að geta haldið ferðinni áfram.
Eftir vikudvöl í París hittu strák-
amir fyrstu íslendingana, í næturlest
á leið út úr París. Eins og íslending-
um er von og vísa þegar þeir hitta
samlanda sína í útlöndum réðu strák-
amir sér ekki fyrir kæti og upphófst
mikið fagnaðarhóf. Er Orri Páll vakn-
aði um morguninn var bæði veski
hans og samferðamaður horfið. Orri
Páll fann samferðamanninn sem bet-
ur fer aftur en veskið sá hann ekki
meir.
Þurftu að spara
„Við lifðum aðallega á McDonalds
og Burger King og uppgötvuðum allt
of seint að það er ekkert dýrara að
kaupa sér almennilegan mat,“ segir
Orri. „Við sáum eftir því að hafa
ekki borðað meira af þeim mat sem
er einkennandi fyrir hvert land og
minna af þessu skyndibitarusli."
í Feneyjum uppgötvuðu þeir fé-
lagar að þeir voru búnir að eyða
alltof miklum peningum og þá
þurftu þeir að fara að spara. Orri
segist hafa eytt samtals um 250.000
kr. í ferðinni sem stóð i fimm vikur,
en hann verslaði töluvert og segir
að vel hefði verið hægt að komast af
með 160-170.000 kr. •
Orri segir að ferðin hafi verið erf-
ið en lærdómsrík. „Maður er undir
spennu allan tímann og það gengur
virkilega á forðann. Einnig reynir
verulega á vináttuna og mikilvægt
er að læra aö treysta sjálfum sér og
samferðamanni sínum til að leysa
úr þeim erfiðleikum sem upp kunna
að koma. Við vorum bara 16 ára
þegar við fórum og það er of ungt.
Orri Páll segir aö þeir hafi veriö of ungir til aö fara í
Interrail-ferð.
Hér í dag - hvar á morgun?
Ferðaskrifstofa stúdenta hefur
selt Interrail-lestakort í 16 ár en
kortin hafa verið seld hér á landi í
30 ár. Kortin hafa notið mikilla vin-
sælda og hér á landi seljast um
250-300 kort á ári. Interrail-kort eru
fyrir fólk undir 26 ára aldri og veita
þau mikla og ódýra möguleika á að
ferðast um Evrópu. Evrópu er skipt
í sjö ferðasvæði og er hægt að velja
um kaup á korti sem gildir fyrir eitt
svæði, tvö eða alla Evrópu (þ.e. til 26
evrópskra landa, auk Marokkó).
Hvert viltu fara?
Með Interrail-korti ertu algjörlega
sjálfs þíns herra. Þú getur stokkið
upp í hvaða Interrail-lest sem er á
því svæði sem Interrail-kortið gild-
ir, og farið hvert sem hugurinn
girnist. Með Interrail-kortinu færð
þú pláss á öðru farrými en hægt er
að borga aukagjald til að fá pláss í
svefnklefa.
Hvað kostar?
Tiltölulega ódýrt er að ferðast með
Interrail-korti og t.d. kostar kort sem
gildir á þrjú svæði í einn mánuð
25.200 kr. Heildarkostnaðurinn fer
auðvitað eftir því, hversu ódýrt flug-
Evrópu er skipt f sjö feröasvæöi og er hægt aö velja
um aö kaupa kort sem gilda á einu, tveimur, þremur
eöa öllum svæöunum.
Svæöi G er vinsælasta Interrail-svæöiö. „Interrail-ferja“
gengur frá Ítalíu til Grikklands og er þá upplagt aö nota
tækifæriö og skoöa hina fornu menningarborg Aþenu.
Birni Thors þótti FLórens vera falleg borg,
Foreldrar okkar reyndu fá okkur til
að fresta ferðinni um eitt ár en engu
tauti var við okkur komið.“
Ekki týna Interrail-kort-
inu
Orri segir að það skipti miklu
máli fyrir Interrail-fara að eiga far-
fuglaskírteini. Einnig ráðleggur
hann öllum að passa vel upp á
Interrail- kortið sitt, taka ekki leigu-
bíla í París og síðast en ekki síst að
gera góðan stans í hinni fögru borg,
Flórens. -me
far Interrail-farinn fær, hvar er gist
og síðast en ekki síst eyðslusemi
hvers og eins. Ef gert er ráð fyrir að
keypt sé þriggja svæöa kort sem gild-
ir í mánuð, flogið með ódýru far-
gjaldi til Parísar (22.020 kr. m. flug-
vsk.), um 2000 kr. fari í mat á dag og
1500 kr. í gistingu er heildarkostn-
aður ferðarinnar um 137.000 kr.
Hvar er hægt að gista?
Þægilegasti, öruggasti og jafn-
framt dýrasti kosturinn er að gista á
hótelum. Fáir Interrail-farar nota þó
þennan kost.
Farfuglaheimili er ódýr kostur
sem margir nota. Menn verða þá að
fylgja vissum húsreglum og sætta
sig við að gista í herbergi með öðru
ókunnugu fólki.
Ódýrt er að búa í t.d. skólum sem
eru viða leigðir út á sumrin fyrir
ferðamenn. Einnig er ódýrt að tjalda
á tjaldsvæðum en það er þó erfitt að
sofa heilan mánuð í tjaldi.
Hvað á að taka með?
Á Interrail-ferðalagi neyðast
menn til að bera allan farangur sinn
á bakinu og er því mikilvægt að
reyna að taka með sér eins lítinn
farangur og menn komast af með.
Aldrei of seint
Þeir sem eru 26 ára og eldri eiga
þess kost að kaupa tvær gerðir af In-
terrail-kortum sem gilda þá annars
vegar í 15 daga á kr 22.200 eða mán-
aðarkort á kr 28.700.
Þeir sem hafa farið Interrail-ferð
segja að það sé lífsreynsla sem þeir
gleymi aldrei og þrátt fyrir að ferð-
in geti verið erfið á köflum sé hún
fyllilega þess virði. -me
fntðrnallonai Student ídontity dÉs
Kiartan Biami
rxnsy mMm
I RiöttKnjTssetr
i:1- 8amf**nnKtíarNé»
I 09.07.76-5769
lœlædicÆstenBkiB'
MFmraskóiim L H«ykjavfk
&'i Ul>l N'i
Skírteini til
að ferðast
ISIC-skírteinið
er alþjóðlegt skírteini og eitt
útbreiddasta námsmannaskír-
teini í heimi. Skírteinið veitir
námsmönnum á öllum aldri að-
gang að margvíslegum afsláttar-
kjörum innanlands og utan og
einnig veitir það ákveðnum ald-
urshópi nemenda réttindi til að
ferðast á sérstökum náms-
mannafargjöldum.
G025-skírteinið
er ætlað öllu ungu fólki á
aldrinum 12-25 ára, hvort sem
það er í námi eður ei. Skírtein-
ið veitir afsláttarkjör hjá um
500 fyrirtækjum á íslandi, svo
og rétt til að ferðast á Kilroy-
| fargjöldum og ýmsum öðrum
sérfargjöldum.
Farfuglaskíiteinið
er ómissandi öllum þeim sem
ætla að ferðast með Interrail-
lestunum. Farfuglaskirteini
Bandalags islenskra farfugla
veitir aðgang að ódýrasta gisti-
máta sem völ er á í flestum
heimshlutum og hjá Ferðaskrif-
stofu stúdenta er hægt að fá
góðar upplýsingar um ódýra
farfuglagistingu í flestum lönd-
um Evrópu.
Ferðaskrifstofa stúdenta hef-
ur skírteinin til sölu.