Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Síða 50
62
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997
Jósafat J. Líndal
Jósafat J. Líndal, fyrrverandi
sparisjóðsstjóri, Sunnubraut 34,
Kópavogi, er áttatíu og fimm ára í
dag.
Starfsferill
Jósafat er fæddur á Holtsstöðum i
Engihlíðarhreppi, í Austur-Húna-
vatnssýslu. Hann varð gagnfræðing-
ur frá Akureyri 1931, lauk prófi frá
verslunarskólanum Köbmands-
skolen í Kaupmannahöfn 1935,
stundaði framhaldsnám við Versl-
unarháskólann í Kaupmannahöfn
og útskrifaðist þaðan 1938.
Á námsárum sínum í Kaup-
mannahöfn starfaði Jósafat hjá
Centralanstalten for Revision en hóf
störf hjá Skeljungi hf. á íslandi er
hann sneri heim árið 1938 og starf-
aði þar sem aðalbókari og skrifstofu-
stjóri til 1967. Jósafat var forstöðu-
maður Sjúkrasamlags Kópavogs um
langt skeið, einn af stofnendum
Sparisjóðs Kópavogs 1954 og lengi
stjórnarformaður sjóðsins og spari-
sjóðsstjóri 1967-84. Hann sat einnig í
verslunardómi í Kópavogi í mörg ár
og hafði umsjón með eft-
irlaunasjóði Skeljungs
um áratugaskeið.
Jósafat sat í hrepps-
nefnd og síðar bæjar-
stjórn Kópavogs fyrir
Sjálfstæðisflokkinn
1952-60, stóð að tillögu
um að Kópavogur yrði
gerður að kaupsstað, sat í
safnaðamefnd Kópavogs-
kirkju frá 1952 og var
m.a. safnaðarfulltrúi og
gjaldkeri kirkjunnar og
vann að byggingu kirkju
í Kópavogi sem var vígð 1962. Jósa-
fat er einnig í Frimúrarareglunni
Mími og hefur gegnt embættum þar,
í Lionsklúbbi Reykjavíkur og Rot-
aryklúbbi Kópavogs.
Fjölskylda
Jósafat kvæntist 17.7. 1938
Kathrine Elisabetu Áslaugu Líndal,
f. 8.9. 1913, d. 11.10. 1993, á Suðurey í
Færeyjum, húsfreyju og skrifstofu-
manni. Foreldrar hennar voru Jó-
hann Anton Öster skipstjóri í Fær-
eyjum og kona hans
Sunneva Kathrine Öst-
er húsfreyja.
Börn Jósafats og eig-
inkonu hans eru Erla
Guðríður Katrín Lín-
dal, f. 10.6. 1939, hár-
greiðslumeistari og
sjúkraliði, gift Gylfa
Ásmundssyni sálfræð-
ingi og eiga þau fjögur
börn; Jóhanna Zoéga,
f. 6.12. 1942, rannsókn-
armaður á rannsókn-
arstofu Landspítaians,
gift Tómasi Helga Einari Zoega
framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú
börn; Kristín Líndal, f. 29.10. 1945,
kennari, var gift Þórarni Bjarka
Guðmundssyni bankamanni en þau
skildu. Þau eiga tvær dætur saman;
Jónatan Ásgeir Líndal, f. 7.12. 1952,
kerfisfræðingur, kvæntur Helgu
Guðrúnu Þorbergsdóttur og eiga
þau þrjú börn saman en Helga Guð-
rún á einnig þrjú börn af fyrra
hjónabandi.
Alsystir Jósafats var Margrét Jón-
atansdóttir, f. 2.9. 1917, d. 11.3. 1991,
búsett í Hafnarfirði.
Hálfsystkini Jósafats, samfeðra,
eru Haraldur Holti Líndal, f. 20.11.
1939, bóndi á Holtastöðum; Kristín
Hjördís Líndal, f. 26.6.1941, hjúkrun-
arfræðingur í Keflavík.
Foreldrar Jósafats voru Jónatan
Jósafatsson Líndal, f. 26.6. 1879, d.
6.11.1971, kaupfélagsstjóri á Blöndu-
ósi og síðar bóndi og hreppsstjóri á
Holtastöðum, og fyrri kona hans,
Guðríður Sigurðardóttir Líndal, f.
5.12. 1878, d. 11.6. 1932, forstöðukona
Kvennaskólans á Blönduósi og síðar
húsfreyja á Holtastöðum.
Ætt
Jónatan var sonur Jósafats Jón-
atanssonar, bónda i Gröf í Víðidal
og á Holtastöðum, hreppstjóra og al-
þingismanns, og Gróu Kristínar
Jónsdóttur frá Vindhælishreppi í
Austur-Húnavatnssýslu.
Guðríður var dóttir Jakohs Sig-
urðar Jónssonar, bónda og hrepp-
stjóra á Lækjarmóti, og konu hans
Margrétar Eiríksdóttur frá Kolla-
firði í Kjalameshreppi.
Jósafat J. Líndal.
Þórir Hvanndal Ólafsson
Þórir Hvanndal Ólafs-
son, löggiltur endur-
skoðandi, Hamragerði 7,
Akureyri, er fertugur i
dag.
Starfsferill
Þórir er fæddur í
Hnífsdal og alinn upp í
Rauðumýri við ísafjarð-
ardjúp. Hann lauk
landsprófi frá Héraðs-
skólanum á Laugar-
vatni, stúdentsprófl frá son-
Menntaskólanum á Laugarvatni
1977, útskrifaðist sem viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla íslands 1988 og
varð löggiltur endur-
skoðandi 1989.
Þórir vann ýmis störf
til sjós og lands á náms-
árum sínum, vann sem
viðskiptafræðingur hjá
Borgarendurskoðun
hluta árs 1984, sem end-
urskoðandi hjá Endur-
skoðunarmiðstöðinni
hf., N. Manscher, nú
Coopers og Lybrand
ehf. í Reykjavík 1984-89
og á Akureyri 1989-92
er hann varð meðeig-
andi í fyrirtækinu.
Þórir er félagi í Rotaryklúbbi
Akureyrar og verðandi varaforseti
hans, félagi í Karlakómum Geysi á
Akureyri og situr í stjórn kórsins.
Fjölskylda
Þórir hóf sambúð árið 1982 með
Margréti Kjartansdóttur, f. 27.4.
1960, starsmanni á lögfræðiskrif-
stofu. Foreldrar hennar em Kjartan
Jónsson, lögfræðingur og bóndi,
sem nú er látinn og Þorbjörg Péturs-
dóttir húsfreyja.
Börn Þóris og Margrétar eru Sal-
vör, f. 6.8. 1985; Ólafur, f. 28.5. 1993.
Systkini Þóris em Halldór Ingi, f.
5.5. 1955, bifreiðarstjóri á Akranesi;
Guðbjöm Ingólfur, f. 29.4. 1956, bif-
reiðarstjóri í Mosfellsbæ; Trausti
Hvannberg, f. 27.9. 1959, rafmagns-
verkfræðingur hjá Rarik í Stykkis-
hólmi; Atli Árdal, f. 20.5. 1962, verk-
stjóri á Hólmavík; Auður Helga, f.
19.12. 1963, hjúkrunarfræðingur á
ísafirði; Ágúst Heimir, f. 28.1. 1967,
viðskiptafræðingur á Eskifirði.
Foreldrar Þóris eru Ólafur Ás-
grimur Þórðarson, f. 24.4. 1924, fyrr-
verandi bóndi á Rauðumýri við ísa-
fjarðardjúp en nú búsettur í Reykja-
vík, og Jóna Elísabet Ingólfsdóttir, f.
1.8. 1937, húsmóðir.
Þórir tekur á móti gestum á af-
mælisdaginn á Aksjón-Café, Hafnar-
stræti 98, Akureyri, milli kl. 17 og
19.30.
Þórir Hvanndal Ólafs-
Ingigerður Karlsdóttir
Ingigerður Karlsdóttir húsmóðir,
Ægisíðu 74, Reykjavík, er sjötug í
dag.
Ingigerður er fædd og uppalin í
Reykjavík. Hún stundaði nám við
Húsmæðraskóla Reykjavikur en
fór svo til Svíþjóðar þar sem hún
stundaði nám við Karlsskoga
praktiska Lároverk. Hún kom heim
frá Svíþjóð 1948 og hóf þá störf hjá
Loftleiðum hf. og starfaði þar þar
til flugvélin Geysir lenti á Bárðar-
bungu árið 1950. Þar slasaðist Ingi-
gerður mikið og hefur átt við van-
heilsu að stríða síðan.
Ingigerður var einn af stofnend-
um Svalanna, félags eldri og starf-
andi flugfreyja, sem hafa gefið tals-
vert fé til uppbyggingar bamaspít-
ala og til þjálfunar barna með sér-
þarfir. Ingigerður er einnig félagi í
Innerwheelklúbbi Rotaryhreyfing-
arinnar og Kvenfélaginu Hringn-
um.
Fjölskylda
Ingigerður giftist 21.2.1951 Hjalta
Pálssyni, f. 1.11. 1922, fyrrverandi
framkvæmdastjóra hjá Sambandi
íslenskra samvinnufélaga, ættuð-
um frá Hólum í Hjaltadal. Foreldr-
ar hans voru Guðrún Hannesdóttir
og Páll Zóphóníasson, ráðunautur,
búnaðarmálastjóri, alþingismaður
og skólastjóri á Hólum.
Börn Ingigerðar og
Hjalta eru Karl Óskar, f.
25.11. 1951, verslunar-
maður hjá Olís, kvænt-
ur Kristínu Ólafsdóttur.
Þau eru búsett á Sel-
tjarnarnesi og eiga þrjár
dætur; Guðrún Þóra, f.
26.11. 1954, næringarráð-
gjafi í Reykjavík, var
gift Óla Houe. Þau eiga
tvö börn saman; Páll
Hjalti, f. 7.8. 1959, arki-
tekt, í sambúð með
Steinunni Sigurðardótt-
ur fatahönnuði. Þau eru búsett í
Reykjavík og eiga einn son.
Bræður Ingigerðar eru Valdi-
mar, f. 8.2. 1929, stýri-
maður í Reykjavík;
Karl, f. 26.12. 1935, vél-
stjóri hjá Hitaveitu
Reykjavíkur; Jón Þór,
f. 18.4. 1942, verktaki í
Reykjavík. Foreldrar
Ingigerðar voru Karl
Óskar Jónsson, skip-
stjóri í Reykjavík, og
Þóra Ágústsdóttir hús-
móðir.
Á afmælisdaginn
dvelja Ingigerður og
Hjalti í sumarbústað
sínum sem heitir Lund-
arhólmi og er í Lundarreykjadal og
taka þau á móti gestmn þar seinni
part afmælisdagsins.
Gísli Gunnarsson
Gísli Gunnarsson verkstjóri,
Bárustíg 4, Sauðárkróki, er sjötíu og
fimm ára í dag.
Starfsferill
Gísli er fæddur í Miðhúsum í
Blönduhlíð. Hann hóf störf aðeins
tíu ára gamall hjá Vegagerð ríkisins
og starfaði þar óslitið í fimmtíu og
fimm ár við ýmis störf, s.s. sem
verkamaður, bílstjóri, vélamaður og
síðast og lengst sem verkstjóri.
Hann var nýlega heiðraður af Vega-
gerðinni fyrir langa og dygga þjón-
ustu i hennar þágu.
Fjölskylda
Eiginkona Gísla er Fjóla Sveins-
dóttir, f. 28.8. 1932 í Bjólu í Blöndu-
hlíð. Hún er dóttir hjónanna Sveins
Nikodemussonar, sjómanns og hafn-
sögumanns á Sauðárkróki, og
Pálmeyjar Haraldsdóttur.
Börn Gísla og Fjólu eru Sigríður
Gunnfríður, f. 25.11. 1949, húsmóðir
á Sauðárkróki. Eiginmaður hennar
er Björn Ottóson múrar£uneistari;
Sveinn Nikodemus, f. 24.7. 1951, sjó-
maður á Selfossi, kvæntur Jóninu
Þorvaldsdóttur frá Blönduósi; Pál-
mey Helga, f. 3.11.1954, lyfjatæknir í
Reykjavík, gift Rúnari Ingólfssyni
dúklagningameistara; Haraldur Ás-
geir, f. 28.1. 1958, bifreiðarstjóri í
Reykjavik.
Barnabörn Gísla og Fíólu eru orð-
in fjórtán.
Foreldrar Gísla voru Gunnar
Gíslason, bóndi á Ábæ í Austurdal
og síðar á Sólborgarhóli í Kræk-
lingahlíð, og kona hans, Sigríður
Guðmundsdóttir. Gunnar var einnig
kunnur hagyrðingur.
Ætt
Gunnar á Ábæ var sonur Gísla
Þorfinnsonar, bónda í Miðhúsum í
Blönduhlíð, og konu hans, Guðrún-
ar Jónsdóttur. Gísli var sonur Þor-
finns, vinnumanns á Holtastöðum í
Langadal, Hallssonar, bónda á
Skúfsstöðum í Hjaltadal, Jónssonar,
bónda og hreppstjóra á Bjamastöð-
um í Kolbeinsdal, Jónssonar, fjórð-
ungslæknis í Viðvík í Viðvíkursveit,
Til hamingju
með afmæ ið
21. júní
90 ára
Stefanía Þorsteinsdóttir,
Hjallaseli 55, Reykjavík.
Helga Jóhannsdóttir,
Furugerði 1, Reykjavík.
85 ára
Sveinn Pálsson,
Blönduhlið 7, Reykjavík.
Elna Ólafsson,
Dalbraut 18, Reykjavík.
Daníel Pálmason,
Gnúpufelli, Eyjafjarðarsveit.
Hann verður að heiman á af-
mælisdaginn.
70 ára
Sigtryggur Guðmundsson,
Hjaltabakka 22, Reykjavík.
Jón Ármann Héðinsson,
Birkigrund 59, Kópavogi.
60 ára
Rannveig Karlsdóttir,
Hríseyjargötu 16, Akureyri.
Ámundi Gunnar Ólafsson,
Hjallalandi 3, Reykjavík.
50 ára
Jónina Valdemarsdóttir,
Freyvangi 4, Hellu.
Kristján Hólmgeirsson,
Brekkuhlíð 10, Hafnarfirði.
Sigríðxu- M. Sigurðardóttir,
Jakaseli 22, Reykjavík.
Guðrún Óskarsdóttir,
Stóragerði 15, Hvolsvelli.
Guðmundur Ásgeirsson,
Funafold 47, Reykjavík.
Sigfríð Vigfúsdóttir,
Grundargerði 3c, Akureyri.
Sigurður Hafsteinsson,
Suðurhólum 22, Reykjavík.
Kolbrún Bergmann Magn-
úsdóttir,
Birkihlíð 38, Reykjavík.
Signý Sigurhansdóttir.
Hafnargötu 54, Keflavík.
40 ára
Aðalheiður Karlsdóttir,
Álftalandi 1, Reykjavík.
Andrés Guðni Andrésson,
Fagrahvammi, Mosfellshæ.
Guðrún Hrönn Einarsdótt-
ir,
Selbraut 70, Seltjamarnesi.
Birna Þóra Gunnarsdóttir,
Garðabraut 45, Akranesi.
Gunnhildur E. Ingimars-
dóttir,
Jaðri, Borgarhafnarhreppi.
Helga Sif Jónsdóttir,
Eyjaholti 11, Garði.
Gimnar Kristinn Guð-
mundsson,
Raufarseli 5, Reykjavík.
Magnea Ragnars Árnadótt-
ir,
Flúðaseli 74, Reykjavík.
Helga Sigurðardóttir,
Áslandi 12, Mosfellsbæ.
Guðrún Haraldsdóttir
Grundargarði 4, Húsavik.
Elsa Þorfinna Dýrfjörð,
Arnarsmára 12, Kópavogi.
Péturssonar. Guðrún var dóttir Jóns
Bjömssonar, bónda í Miðhúsum, og
konu hans, Þrúðar Jónsdóttur skáld-
konu.
Sigríður á Ábæ var dóttir Guð-
mundar Jónssonar, bónda á Illuga-
stöðum í Flókadal, og konu hans,
Salbjargar Jónsdóttur. Guðmimdur
var sonur Jóns Sigurðssonar, bónda
á Hálsi í Flókadal, og konu hans,
Sigurbjargar Sigurðardóttur. Sal-
björg var dóttir Jóns bónda á Sjö-
undastöðum í Flókadal, Jónssonar,
bónda á Sléttu í Fljótum, Erlends-
sonar.