Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Page 55
LAUGARDAGUR 21: JÚNÍ' 1997 ★★★ Háskólabíó - Undirdjúp íslands: Glöggt er gests augað Það er stundum sagt að það þurfi utanaðkom- andi aðila til að sjá sumt það stórkostlegasta sem íslensk náttúra býður upp á. Þetta á við að mörgu leyti um finnska leikstjórann og kafarann Marko Röhr sem hefur ásamt liði sínu náð ein- stökum myndskeiðum úr náttúru íslands í mynd sinni, Undirdjúp íslands, myndskeiðum sem Islendingar, sem fást við heimildarmynda- gerð, hafa ekki fangað áður. Ástæðan fyrir sérkennum myndarinnar er fyrst og fremst sú að stór hluti myndarinnar er tekinn neðansjáv- ar og néðanvatns. En einnig eru tökur yfir sjávarmáli einstaklega vel af af hendi leystar og áhrifamiklar. Ef undirdjúpin virka köld þá virk- ar náttura íslands einnig köld í myndskeiðum Röhrs en um leið stór- fengleg, hefur þau áhrif á hug manns að ósjálfrátt hugsar maður að það sé i raun ekki fyrir hvem sem er að ferðast um þessi svæði. Markö Röhr hefur sagt að sjórinn hafi átt hug hans og hjarta frá því honum var sagt að uppruni lífsins væri í sjónum. Það má útfæra Und- irdjúp íslands yfír á leit hans að uppruna lífsins. Þessi áhugi hans á lífrikinu neðansjávar birtist meðal annars í þeirri, að manni finnst, brjálæðislegu köfun undir yfirborð Geysis þar sem vatnið er 90° C heitt. Þar fannst ekki neitt líf svo ekki var staldrað lengi þar. Heldur lengur var staldrað við tökur á stórum horgarísjaka sem hafði rekið inn á fjörð. Þar skapaði myndavélin ýmsar kynjamyndir sem og að sýna höfrunga að leik. Svona mætti lengi telja. Hugmyndaflugið er mikið hjá Röhr þegar kemur að kvikmyndatökum neðansjávar. Undirdjúp íslands er vönduð og áhrifamikil heimildarmynd. Hún undirstrikar það að við búum í einstöku landi þar sem ís og vatn mæt- ast á áhrifamikinn hátt. Þá undirstrikar Björk sérstöðu okkar í söng sínum á Vísum Vatnsenda-Rósu, vel þegnu innskoti frá annars frekar leiðinlegri tónlist þar sem talsvert er um ofnotkun hljóðgervla. Nátt- úrleg hljóð, sem gefa myndinni ákveðinn styrk, eru mun betur heppn- uð. Og fyrst verið er að sýna Undirdjúp íslands í bíói, sem er gott framtak, þá hefði mátt setja íslenskt tal við myndina. Framleiðendur: íslenska kvikmyndasamsteypan og Marko Röhr Prod- uctions. Leikstjóri: Marko Röhr. Kvikmyndtaka Jyrki Arnikari. Tónlist og hljóðhönnun Kikeno Filmsound. Vísur Vatnsenda-Rósu fluttar af Björk. Hilmar Karlsson. ★★ Stjörnubíó - Kung Fu-kappinn í Beverly Hills: Feitlaginn, seinheppinn klaufi Feitir gamanleikarar hafa ávallt skipað mikil- vægan sess í Hollywood. Frá gullaldarárunum má nefna Roscoe Fatty Arbuckle (1887-1933), Oli- ver Hardy (1892-1957) og Lou Costello (1906-1959) og nú í seinni tið hinn stórskemmtilega John Candy (1950-1994). Chris Farley má kalla arftaka Candys þótt leikstíll þeirra sé í engu líkur. Líkt og hjá Fatty Arbunckle eru vinsældir Far- leys að miklu tengdar ótrúlegum liðleika þessa íturvaxna leikara sem í Beverly Hills Ninja leikur mörg áhættuatriðin sjálfur. Myndin var lengi í vinnslu og margir leikarar voru orðaðir við aðalhlutverkið, s.s. Chevy Chase, Eddie Murphy og John Candy. í ljósi þessa er Farley gott val, því hann hefur sérhæft sig í líkamlegum gamanleik og hefur vaxt- arlag sem er kómískt í samhengi myndarinnar. Farley er hvíti bardagamaðurinn Haru sem samkvæmt goðsögum átti að verða mestur allra ninja. Slíkt er þó fjarri hinu sanna því Haru vex upp í feitlaginn, seinheppinn klaufa sem nær ekki einu sinni und- irstöðum bardagalistarinnar. Þegar ung og glæsilega kona biður Haru að hjálpa sér heldur hann frá Japan til Hollywood þar sem hann þarf að takast á við gengi peningafalsara. Honum til hjálpar kemur hinn ósýnilegi bróðir hans, ninjameistarinn Gobei sem leikinn er af Robin Shue (Jackie Chan vildi ekki hlutverkið). Beverly Hills Ninja endurtekur sama brandarann mörg hundruð sinnum og því ættu þeir sem ekki hafa gaman af aulahúmor Farleys í lengstu lög að forðast myndina. Mér leiddist þó aldrei, enda hef ég gaman af Farley og er viss um að hann getur meira en síðustu þrjár myiidir gefa til kynna (hinar tvær eru Tommy Boy og Black Sheep). Skemmtilegustu senur myndarinnar gerast í fatafeOukúbb og á japönsku veitingahúsi. I þeirri fyrri tekur Farley þátt í dansinum og vísar þar í ógleymanlegt atriði úr Saturday Night Live þar sem hann keppti við Patrick Swayze um pláss í Chippendaleshópnum. Með breytingum á handriti og betri leikstjóm hefði myndin orðið mun betri. Dennis Dugan er þó ekki líklegur til stórræða, því síðasta mynd hans, Happy Gilmore, var ekki upp á marga fiska. Leikstjóri: Dennis Dugan. Leikarar: Chris Farley, Robin Shue, Chris Rock og Nicollette Sheridan. Guðni Elísson. Menn í svörtu til að bjarga jörðinni - fyrir óþverra himingeimsins húsum höfuðborgarinnar, júlí. Af þessum tveimur er Men in Black talin mun vænlegri kost- ur. Á prufu- sýning- Enn sem komið er hefur húsum höfuðborgarinnar, eða 4. engin af stóru sumar- myndunum komist með tæmar þar sem The Lost World: Jurassic Park hef- ur hælana í aðsókn í Bandaríkjunum. Eftir að ljóst er að frumsýningu á kvikmynd James Camerons, Titan ic, verður frestað fram til jóla era það aðeins t tvær kvik- myndir sem taldar eru eiga að geta náð ein- hverri að- sókn sem er í líkingu við þá aðsókn sem The Lost World hefur fengið. Era það Bat- man og Robin, sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum um næstu helgi, og Men in Black, sem framsýnd verður í byrjun júlí og verður hún framsýnd nán- ast á sama tíma tíma hér á landi í Tommy Lee Jones og Will Smith leika bjargvætti flestum kvikmynda- Men in Black. sja um hafa viðtökur verið mjög góðar, öfugt við það sem gerst hefur með Batman og Robin. í Men in Black leika Tommy Lee Jones og Will Smith meðlimi í leyniþjónustu sem eng- inn í alheiminum um. Þeir eiga að um að eyða öllu óæskilegu lífi sem berst til jarðar- innar. Leikstjóri mynd- arinnar er Barry Sonnenfield sem síðast gerði Get Shorty . en áður hafði hann leikstýrt Addams Family myndimum tveimur. Ef það skyldi nú gerast að Men in Black fengi aðsókn sem væri eitthvað í líkingu við þá aðsókn sem The Lost World hefur fengið væri Steven Spielberg síðasti mað- ur til að harma það því hann er einn af framleiðendum myndarinnar og starfar við hana á sama hátt og The Twister sem var næstvin- sælasta kvikmynd í heim- jarðarinnar í inum á síðasta ári. -HK að gjöf! , í sumarleik Shellstöðvanna geta allir krakkar eignost fjórar hljóðsnældur með skemmtilegu efni eftir Gunna og Felix. Nóðu þér í þótttökuseðil ó næstu Shellstöð eða í Ferðabók Gunna og Felix og byrjaðu að safna skeljum. Það fæst ein skel við hverja ófyllingu ó Shellstöðvunum og þegar skeljarnar eru orðnar f jórar, færðu hljóðsnældu að gjöf. Ferðabók Gunna og Felix fylgir öllum kössum af Hl-C sem keyptir eru ó Shellstöðvunum. Matvara - sórvara 50 frikortspunktar fyrirhverjar JOOOkr. Shellstöðvarnar Úegn tramvmm t þesiom ósKntUv- >«(•>■ t*x4 Þu **u wntek *t OV 1«Jog

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.