Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1997, Blaðsíða 60
í kv'óld _ FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Stóra fíkniefnamálið Ekkert bólar á ákæru 1 Ákæra í stóra fíkniefnamálinu hefur enn ekki veriö gefin út. Fjór- ir sitja í varöhaldi vegna málsins. Það eru tveir Hollendingar, karl og kona, og íslenskur karl og kona. Hollenski maöurinn, sem talinn er höfuðpaurinn í málinu, hefur setið í varðhaldi síðan i desember. Hollendingurinn er talinn bera ábyrgð á innflutningi á 25 kílóum af hassi, 3 kílóum af amfetamíni og 600 alsælutöflum á síðasta ári. í byrjun nóvember kom bíll með Norrænu til Seyðisfjarðar og er talið sannað að hann hafi verið á vegum Hollendingsins. Meirihluti efnanna var í honum. Bílinn komst í gegnum tollskoðun en hluti efn- anna náðist síðar. Hollendingurinn kom svo í flugi til landsins 11. desember. Það var fimmta ferð hans hingað frá í sept- ember. Við leit fundust 10 kiló af hassi í fórum hans og hollenskrar konu sem var með honum. Þá leik- ur grunur á að enn meira af fíkni- efnum hafi verið flutt inn af þess- um aðilum. Maðm-inn og 6 til 7 aðilar, bæði íslendingar og Hollendingar sem taldir eru hafa átt hlut að máli, eiga ^yfir höfði sér þungar sakargiftir.-sf Þrengt að Norðmönnum Sjávarútvegsráðuneytið hefur gef- ið út reglugerð um loðnuveiðar í ís- lenskri landhelgi. í þeim er þrengt verulega að veiðum Norðmanna en aðeins 30 skip fá að veiða frá 1. júlí til 30. nóv. og 20 skip frá 1. des. til 15. febrúar. 80 norsk skip hafa óskað eft- ir því að fá að veiða frá 1. júlí. Norsk skip verða auk þessa að sæta mjög ströngum reglum um til- kynningaskyldu við Landhelgisgæsl- una og tilkynna sig með minnst 6 . tíma fyrirvara og mest 12 tíma fyrir- ^vara um áætlaðan tíma á ákveðna athugunarstaði. í tilkynningunum skal koma fram hver afli sé um borð. Enn fremur skal tilkynna einu sinni á sólarhring um afla og loks skal til- kynna um lok veiða með sama að- draganda og við upphaf veiða.-SÁ „ EM í bridge: Island í þriðja sæti íslenska landsliðið í opna flokkn- um á EM í bridge á Ítalíu er í þriðja sæti eftir stórsigur á Úkraínu 23-7 í 14. umferðinni í gærkvöldi. Staðan: ítalia 298, Spánn 267, ísland 263, 1 '■Noregur 256 og Bretland 252,5. í 5. umferð í kvennaflokki tapaði ísland fyrir Svíþjóð 7-23. Misnotkun parkódíns og skyldra verkjalyfja: Fíklar sólgnir í lyfin - segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi „Við fáum mörg tilvik á hverju ári. Þótt þeim hafi eitthvað fækkað frá 1984 eru enn um 200 tilvik á hverju ári, sem er mjög mikið," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á meðferðarstöð SÁÁ að Vogi. „Flest tilvikanna sem varða misnotkun lyfja eru tilvik þar sem fólk er að misnota róandi ávanalyf eða fólk er líkamlega háð neyslu róandi lyfja. Oft helst misnotkun lyfjanna í hendur við áfengis- vandamál og ég mundi segja að svo væri í meirihluta tilvika. Að sögn Þórarins er misnotkun parkódíns mjög algeng hjá fíklum og vel þekkt vandamál. „Þetta lyf er gjarnan notað í bland við önnur lyf og algengt að sjúklingar grípi til þess í hallæri." Þórarinn telur æskilegt að ávanabindandi lyf séu ekki seld í lausasölu og það sé ekki til bóta ef þau eru að auki seld á mjög hagstæöum kjörum. „Sú lausn að gera lyf lyfseðilsskylt er þó oft ekki nægileg. Við höfum fjöl- mörg tilvik um misnotkim lyfseð- ilsskyldra ávanalyfja eins og diazepín-iyfja, valíums og skyldra efha. í seinni tíð hefúr nokkrum sinnum verið gripið til þess ráðs að taka lyf alfarið út af lyfjaskrá eða herða að læknum og takmarka leyfi þeirra til að vísa á slík lyf. Sem dæmi um þetta má nefna það að skorður voru settar á heimildir lækna til að vísa á amfetamín og róandi ávanalyf. Skammtar af þessum lyfjum eru nú einungis af- greiddir innan sjúkrahúsa." Þórar- inn viðurkennir aö ýmsir ókostir fylgi því að takmarka aðgang manna að lyfjum. „Hin hliðin á þessu máli er sú að fjöldi fólks þarf á þessum lyfjum að halda og er ekki að misnota þau á neinn hátt. Það getur haft í fór með sér marg- víslegt óhagræði fyrir það ef lækn- ar fá ekki lengur að vísa á lyfin.“ Þórarinn telur of litla umræðu hafa verið um misnotkun lyfja og að þau mál hafi lengi legið í þagn- argildi. „Ég fagna því að þetta mál skuli vera tekið fyrir. Þetta er einn af þessum hlutum sem lítið hefur verið talað um.“ -kbb Forsetahjónin sjást hér halda úr hlaöi á Bessastööum í gærmorgun í opinbera heimsókn sína til Dalasýslu. í ræöu sem Ólafur Ragnar hélt í Dalabúö í Búöardal í gærkvöldi kom fram aö íslendingar og Vestur- íslendingar ætluöu aö hefja samvinnu um uppbyggingu Eiríksstaöa, fæöingarstaðar Leifs heppna Eiríkssonar. Tilgangur væri aö standa vörö um landafundi Leifs og stuöla aö því að Eiríksstaðir verði áfangastaður sem flestra gesta sem sækja ísland heim. Ef íslendingar ætli sér aö aö auka tekjur í ferðamannaþjónustunni, sem væri helsta vaxtargrein hagkerfis heimsins, yröi aö sinna fjárfestingu í aöbúnaöi og aöstööu á sögustööum, sagöi forsetinn í Dalabúð. Hásteinn ÁR 8: Kæra afturkölluð Kæra Landhelgisgæslu íslands vegna meintra ólöglegra togveiða humarbátsins Hásteinn ÁR 8 var afturkölluð í gær. Rannsókn hefur verið hætt og vakt sem var við skip- ið verið aflétt og er þvi frjáls för. -sf íkveikja viö Sóltún Vinnuskúr við Sóltún í Reykja- vík brann á fimmta tímanum í gær. Slökkvilið kom á staðinn og slökkti eldinn. Vitni sem höfðu samband við DV sögðu háværa sprengingu hafa orðið í brunanum. Lögregla telur fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða.-sf Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Vitnaleiöslur Tveir menn báru vitni í þing- haldi vegna beiðni um endurupp- töku Guðmundar- og Geirfinnsmál- anna í gær. Þetta voru þeir Hlynur Þór Magnússon, fyrrverandi fanga- vörður, og Jón Bjarman, fyrrver- andi fangaprestur. í vitnisburði þeirra komu fram fullyrðingar um harðræði innan veggja Siðumúlafangelsis og að Sævar Ciesielski og Erla Bolladóttir hafi játað hverju sem var og jafnvel spunnið upp frásagnir. Sjá nánar í dómssalnum á bls. 2. -sf L O K I Veður á sunnudag og mánudag: Hæg breytileg átteða hafgola Hæg breytileg átt verður á morgun og mánudag. Víða verður léttskýjað og hiti 10 til 17 stig að deginum, hlýjast í innsveitum. 12 i4^: i4 10 13c ) ð14 (3 (3 14 3 13 13° 14 m m ii m m Veðrið sunnudag og mánudag Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir (slenskar aðstæður CR-V Sjálfskiptur með tveimur loftpúðum kostar frá 2.270.000,- HJ HONDA S: 568 9900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.