Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1997
9
DV
Leiðtogarnir dottuðu yfir kvöldverði Clintons:
Utlönd
Kohl harðneitaði að
fara í kúrekastígvél
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
mætti til fundar við Jacques Chirac
Frakklandsforseta í gær í Denver í
Bandaríkjunum eins og ráðgert
hafði verið. Þar með kvað Jeltsín
niður orðróm sem komst á kreik á
laugardagskvöld um að hann gengi
ekki heill til skógar. Jeltsín hafði
dregið sig í hlé á undan leiðtogum
sjö helstu iðnríkja heims er þeir
snæddu allir kvöldverð saman. Þar
með missti hann af sérstakri kvöld-
skemmtun sem haldin var leiðtog-
unum til heiðurs.
„Hann var bara þreyttur," sagði
talsmaður Hvíta hússins við frétta-
menn. Talsmaður Kremlar benti á
að hinir leiðtogamir hefðu átt í erf-
iðleikum með að halda sér vakandi.
„Það var rétt af þér að fara heim
á hótel,“ sagði Chirac við Jeltsín í
gær. „Allir hinir sátu og dottuðu,
sérstaklega Hashimoto (forsætisráð-
herra Japans).“
Reyndar ríkti svolítil spenna í
loftinu fyrir kvöldverðinn á laugar-
daginn. Á síðdegisfundi hafði leið-
togunum verið tilkynnt að þeim
yrðu gefln kúrekastígvél og kúreka-
hattar. Forsætisráðherra Ítalíu,
Romano Prodi, greindi frá því að
hann hefði átt langar viðræður við
Helmut Kohl Þýskalandskanslara
um stígvélin. Hefði Kohl lýst því
yfír að hann myndi aldrei fara í
þau. Prodi leist líka hryllilega á
Bill Clinton Bandaríkjaforseti fagnaði Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, er hann mætti í kúrekabúningi til kvöldverðar á leiðtogafundi sjö
helstu iðnríkja heims. Sfmamynd Reuter
fótabúnaðinn en Hashimoto, forsæt- sætisráðherra Bretlands, og Jean
isráðherra Japans, Tony Blair, for- Chrétien, forsætisráðherra Kanada,
gerðu Clinton það til geðs að mæta
í kúrekastígvélum.
Þriggja daga fundi leiðtoga
Bandaríkjanna, Frakklands, Bret-
lands, Þýskalands, Ítalíu, Kanada,
Japans og Rússlands lauk í gær. Á
fúndinum notuðu leiðtogar Evrópu
tækifærið til að fullvissa félaga sína
um að sameiginleg mynt Evrópu
væri staðreynd. Helmut Kohl, kansl-
ari Þýskalands, sagði að það væri
engin spuming um að sameiginleg
mynt tæki gildi 1999 eins og ráðgert
hefði verið þrátt fyrir þá erfiðleika
sem mörg Evrópuríki ættu við að
glíma til að fullnægja þeim skilyrð-
um sem sett væm.
Svo virðist sem Bandaríkjamenn
hafi farið í taugarnar á sumum gest-
anna frá Evrópu. Heimildarmaður
einnar sendinefndarinnar sagði
Bandaríkjamenn hafa messað yfir
hinum um allt mögulegt, allt frá því
hvemig þeir ættu að stýra efnahags-
málum sínum heima fyrir til þess
hvemig þeir ættu að veita Afríku
aðstoð.
Ágreiningur ríkti um stækkun-
Atlantshafsbandalagsins og hvort
friðargæslulið ætti að vera áfram í
Bosníu. Áttu sumir sendifulltrúar
erfitt með að leyna óánægju sinni.
„Bandaríkjamenn sögðu að við ætt-
um að taka eftir þvi hvað þeir væm
klárir og við slæmir," var haft eftir
einum sendifulltrúanna. Reuter
Charade eigendur!
Kjarabætur
fyrír ykkur -
Spindilkúlur '88 - kr. 5.600,-
Spindilkúlur '87 - kr. 5.100,-
Hjóldælur að aftan '88 -
kr. 1.750,-
GSvarahlutir
H AM ARSHÖFD* 1-5676744
RoOtS teg: 2455
ir: hvítt og svart
St. 35-40
Verð kr.
4.690,-
Miss
Mona
teg: 1344
Litir: blátt, svart og orange
St. 37-42 Verð 4.190,-
Ponny
Barna-
striga-
skór
Litir: rautt og blátt
St. 22-28 Verð 1.590,-
Póstsendum frítt samdægurs
fiU9M«SlMS6MK6
Kari og Tony Patrone í Wauwatosa í Wisconsin ■ Bandaríkjunum urðu aö yf-
irgefa heimili sitt vegna flóöa í kjölfar mikilla rigninga um helgina.
Simamynd Reuter
Dómsmálaráðherra Rússlands:
Víkur tímabundið
vegna nektarmynda
Dómsmálaráðherra Rússlands,
Valentin Kovaljov, hefur verið vikið
tímabundið úr starfi á meðan rann-
sókn fer fram vegna gufubaðs-
hneykslis. Ráðherrann bað sjálfur
um lausn frá embætti eftir að mán-
aðarrit birti óskýrar nektarmyndir,
teknar af myndbandi, af ráðherran-
um og konum í gufubaði í nætur-
klúbbi. Greinilegt þykir að notuð
hafi verið falin myndavél.
Kovaljov sagði í yfirlýsingu á
laugardaginn að hann þyrfti ekki að
skammast sín fyrir neitt. Hann
bæði um að fá lausn tímabundið til
að geta hreinsað nafn sitt. Gaf ráð-
herrann í skyn að hann myndi lög-
sækja tímaritið. Kovaljov sagði það
vel þekkt að hægt væri að nota tölv-
ur til að falsa myndir.
Sjaldgæft er að fiölmiðlar í Rússl-
andi beini kastljósi sínu að ráðherr-
um. Fáir, ef nokkrir, rússneskir
ráðherrar hafa þurft að segja af sér
vegna hneykslismála.
Reuter
OFLUGUR PAKKI-
Á EINSTÖKUVERDI
COB
fitaraso
i uumi 11« t*mt* AK-K35
6-Diska magasfn / 1-Bit DAC geislaspilari
Endurspilun 1 eða öll lög / Handahófsafspilun
Sérstök rykvörn utanum geislaspilara.
Spilari sérstaklega varinn gegn höggum og titringi
Öllu stjórnað frá bíltæki
4 x35 W magnari / RDS radio data system / 24 stöðva minni / Þjófavörn Snertihnappar
Karaoke kerfi / Tveggja lita skjár / Sjálfvirk leitun að bestu útvarpsstöð / Auto
reverse segulband / Lagaleitun á segulbandi / Stjórnhnappar f. CD magasín RCA
tengi f. auka kraftmagnara / Sjálfvirk lækkun við símhringingu / Klukka