Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Side 12
12 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ1997 Spurningin Hver er mesta hamingjU' stund í lífi þínu? Þorsteiim Sigurðsson prentsmið- ur: Þegar börnin fæddust. Margrét Sigurðardóttir ræsting- arkona: Það er svo margt, t.d. ynd- islegt veður og að sitja hér og borða ís. Sveinn Þorgeir Jóhannsson: Þeg- ar ég er í fótbolta. Sigurður Pétursson, master í sjávarútvegsfræðum: Þegar ég eignaðist son minn. Klara Guðjónsdóttir, vinnur í ís- búð: Þegar kærastinn minn kom frá Glasgow. Hannes Ármann Bergsson nemi: Þegar ég fæ ís. Lesendur Til eldri borgara Reykjavíkur: Stjórnvöld eða R-listinn? Karl Ormsson skrifar: Eldri borgarar í Reykjavík er al- deilis ekki sá hópur sem leggjandi er á drápsklyfjar. Eldri borgarai- verða þó að vera sanngjamir og sér meðvitaðir um hver leggur á þá þessar klyijar. - Er það R-listinn sem situr við völd í Reykjavík, eða er það stjóm þjóðarskútunnar? Nýlega var viðtal í sjónvarpi við konu um þær klyfjar sem lagðar eru á eldri borgara og komst hún ein- hvem veginn svo að orði: „Ef þetta verður ekki lagaö verðum við að fara niður Laugaveginn í skrúð- göngu niður að Alþingi." - Ég vona að þau komi við í Ráðhúsinu í leið- inni. Eldri borgarar sem eiga fasteign- ir verða að vita að R-listinn í Reykjavík hækkaði fasteignagjöld um nær 30% með holræsaskattinum fræga. Ekki ríkisstjórnin. Eldri borgarar sem nota strætisvagna verða að vita að R-listinn i Reykja- vík hækkaði vagngjöldin. Ekki rík- isstjómin. Eldri borgarar verða að vita að R-listinn hækkaði innritun- argjald aldraðra úr 300 krónum á viku í 400 krónur. Ekki ríkissfjóm- in. R-listinn í Reykjavík hækkaði stórlega aðgang að sundstöðum borgarinnar. Ekki ríkisstjómin. R- listinn hækkaði líka stórlega hita- veitu og rafmagnsgjöld i Reykjavík. Ekki ríkisstjórnin. R-listinn setti á nýjan og hærri vatnsskatt. Ekki ríkisstjórnin. Eldri borgarar sem eiga bíl og ferðast í bæinn verða að vita að R-listinn hækkaði stöðumælagjöldin um 100%. Ekki ríkisstjórnin. Einnig, að börn og bamaböm eldri borgara greiða stórhækkuð leikskólagjöld með aðgerðum R-listans. - Allt dreg- ur þetta sig saman og em mikil út- gjöld fyrir ellilífeyrisþega. Fyrst varaformaður eldri borgara er viðskiptafræðingur veit ég að henni er kunnugt um hvað R-listinn hefur lagt á eldri borgara. Hún lýs- ir þvi yfir, að verði ekkert gert til að leiðrétta kjör þeirra verði gripið til róttækra ráðstafana fyrir næstu kosningar. Ég vona að hún meini næstu borgarstjómarkosningar og borgi R- listanum fyrir holræsakerfið o.fl. Sjálfstæðismenn hafa lýst þvi yfir að þegar þeir ná meirihluta í borg- inni aftur verði holræsagjaldið og önnur gjöld R-listans felld niður. Þar sem ég tilheyri eldri borgurum treysti ég stjómvöldum betur en vinstriöflunum til að laga það sem R-listinn hefur lagt á skattborgar- ana. Óþolandi uppákomur í Þjóðarsál Marteinn skrifar: Síðdegisþátturinn Þjóðarsál hefur unnið sér sess sem allvinsæll þáttur síðdegis. Þetta er nú einu sinni op- inber vettvangur fyrir fólk á ljós- vakamiðlunum og líklega sá eini. En sífellt flæðir undan hjá þeim sem á þáttinn hlusta því sí og æ er klipið af þáttunum eða þeir falla niður að fullu vegna þess sem kall- að er „setið fyrir svömm" þar sem oftar en ekki eitthvert sértækt og þröngt málefni er til umræðu og varðar ekki nema örítinn hluta þjóðarinnar. - Eins og t.d. sl. mið- vikudag þegar borgarstjórinn í Reykjavík og oddviti Kjalames- hrepps vom fengnir til að svara áhugafólki úr Kjalamesi sem vildi spyrja um sameiningarmálin. Ég skil ekkert i borgarstjóra að fást til að sitja þama og hlusta á tuð þeirra sem vilja eða vilja ekki sameinast Reykjavík. Þetta var sem sé á miðvikudegi. Venjulega er fimmtudagurinn líka tekinn upp fyrir svona „sérfræði- þjónustu" í Þjóðarsálinni. Þetta er afar óvinsælt hjá obbanum af hlust- endum og innhringjendum í þátt- inn. í vikunni 16. til 20. júní (mánu- dag til fóstudags) voru því aðeins tveir dagar af fimm sem orðið var frjálst fyrir þjóðina vítt og breitt til að hringja inn og láta í Ijós skoðun sína. Það er einkennileg árátta hjá Ríkisútvarpinu að geta ekki haldið tímasetningar og fyrirfram ákveðna dagskrá. Ef það er ætlunin að hafa Þjóðar- sálina svona í sveit setta á Rás 2 að þátturinn sé bara með höppum og glöppum endar þetta þannig að fólk nennir ekki að fylgjast með þættin- um. Það er enginn áhugi á „setið- fyrir-svörum-tuði“ sérfræðinga um einhver sérhæfö málefni. Það á heima í sérstökum þáttum sérfræð- inga. - Þjóðarsálina ómengaða og óskipta fyrir þjóðina alla, takk. Ibúðakaup Sv. Pétursson skrifar: Fyrir þá sem kaupa íbúð í fyrsta sinn er það í raun ein allsherjarpisl- arganga að afla þeirra gagna sem til þarf. Húsbréfalán krefst greiðslu- mats. Það eitt er flókið mál og úti- lokunaraðferðum er óspart beitt. Þeir sem ekki hafa tilskilinn afgang af launatekjum eru skilyrðislaust látnir finna fyrir því með því að sníða af húsbréfalánunum. Margir þeirra sem hyggjast kaupa í fyrsta sinn hafa þó leigt á húsnæðismarkaðinum árum saman og greitt svokallað „gangverð", ILi§Hi[0í\ þjónusta allan sólarhringinn < ) mínútan |ið í síma >0 5000 ^rfíilli kl. 14 og 16 píslarganga byrjenda íbúðarkaup fyrir byrjendur, ekkert einfalt mál. - Kíkt (söluskrána. þetta 38-45 þúsund krónur fyrir 3 herbergja íbúð. Og staðið í skilum. Það eitt ætti að vera nóg sönnun til að fá svokallað „fúllt“ húsbréfalán. Það er hins vegar ekki raunin. Sá ferill sem byrjendur í íbúða- kaupum þurfa að ganga í gegnum er ekki í takt við þá nútímatækni í við- skiptageiranum sem menn guma af. Fasteignasalan eða banki viðkom- andi kaupanda þyrfti að geta boðið þá þjónustu sem því fylgir að safna saman og útbúa þá pappíra (þ.m.t. vottorð og umsóknir) vegna íbúða- kaupa. Gegn sanngjamri þóknun auðvitað. - Einkum þeim sem kaupa í fyrsta sinn. DV Hestar á nástrái S.G. hringdi: Hafa dýraverndunarfélög hér ekkert að segja um frétt í Sjón- varpinu frá bóndabæ í Borgar- firði þar sem stórum hópi af hestum er haldið innan raf- magnsgirðingar á moldarflagi þar sem varla sást strá? Þeim er kannski ekki brynnt heldur? Er þetta kannski allt í lagi hér á ís- landi? Fjölmiðlar eða fréttamenn þeirra ættu að taka sér tak og kanna þessi mál nánar. Heiðursmerki fálkaorðunnar Bjöm skrifar: Við athöfn á Bessastöðum hinn 17. júní sæmdi forseti ís- lands nokkra íslendinga heiðurs- merkjum hinnar íslensku fálka- orðu. Ég hélt að samkomulag hefði verið um að draga verulega úr að veita fálkaorðuna og önnur heiðursmerki á vegum íslenska ríkisins. Að veita heiðursmerki fyrir „störf í opinbera þágu“, fyr- ir „uppeldisstörf‘, fyrir „störf að fræðslu- og skólamálum". - Er þetta raunhæft? Hvað með alla hina sem stundað hafa uppeldis- störf, fræðslu- og skólastarf, starfað að félags- og verkalýðs- málum, eða stundað störf í opin- bera þágu yfirleitt? Hér er á ferð- inni sýndarmennska, lítilmótleg, jafnvel auðmýkjandi fram- kvæmd sem forsetaembættið á ekki að láta bjóða sér að fram- kvæma. Þarft frumkvæði borgarstjóra Friðrik Jónsson hringdi: Það er merkOegt aö það skuli þurfa borgarstjóra til að rjúfa þagnarmúrinn um hina svívirði- legu álagningu á áfengt öl og létt- vín hér á landi. Það er hárrétt hjá borgarstjóra að erlendir ferðamenn úthrópa verðlag á ís- landi við heimkomu og fáir þeirra koma hingað öðru sinni, einungis vegna þess okurs sem viðgengst á þjónustu hér á landi. Áfengt öl og létt vín sker sig þó áberandi úr. Að selja glas af létt- víni á sama verði og hálfa flösku út úr vínbúð segir sína sögu um álagninguna. Það væri svo sem eftir öðru að sjá nýjar reglur sem lækkuðu verð á vini og bjór til útlendinga gegn framvisun farmiða frá landinu! Vegabréf til allra landa Eysteinn skrifar: Landamæraeftirlit er nauðsyn- legt. Alls staðar. Líka á Norður- löndunum, þ.m.t. á íslandi. Það er skaði að skoða ekki vegabréf fólks við komu annars staðar frá Norðurlöndunum hingað. Margir vilja halda í undanþágu vega- bréfaskoðunar til Norðurlanda. Staðreyndin er þó sú að við þurf- um ávallt að hafa meðferðis vega- bréf, líka til Norðurlanda, vegna ýmissa atvika meðan á dvöl stendur. Ef eitthvað alvarlegt skeður er ávallt beðið um vega- bréf. Norræna vegabréfasam- bandið hefur því litla sem enga þýðingu fyrir okkur íslendinga. Islenskt fap- þegaskip E.H.L. skrifar: Margir eru orðnir leiöir á að þurfa sífellt að fljúga til útlanda, og það eldsnemma morguns. Hvers vegna getum við íslend- ingar ekki rekið skip fyrir far- þega til og frá landinu líkt og aðrar eyþjóðir? Ég meina frá Reykjavik, jafnvel Þorlákshöfn, sem væri e.t.v. hagkvæmara. Það er örugglega grundvöllur fyrir svo sem 200-300 manna skipi hér allt árið. í leiguferðum að vetri, t.d. með íslendinga suð- ur á bóginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.