Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1997, Page 21
MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1997
29
Fréttir
Eyþing sannar
tilveru sína
segir Einar Njálsson, fráfarandi formaður samtakanna
DV, Akureyri:
„Það var lagt upp með það að
samtökin yrðu almennur vettvang-
ur skoðanaskipta sveitastjórnar-
manna hér í kjördæminu, og að
vinna að þeim málum sem sveitarfé-
lögin ættu sameiginleg," segir Einar
Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík,
sem lét af störfum sem formaður
Eyþings, samtaka sveitarfélaga á
Norðurlandi eystra, í siðustu viku.
Eyþing var stofnað árið 1992 í kjöl-
far þess að Fjórðungssamband
Norölendinga var lagt niður og tvö
samtök sveitarstjómarmanna vora
stofnuð á Norðurlandi, Eyþing, og
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra.
„Við höfum reynt að láta ýmis
mál til okkur taka, við höfum hald-
ið árlega fundi með þingmönnum
kjördæmisins og reynt að beita
áhrifum okkar í ýmsum málum.
Þannig höfum við látið vegamál til
okkar taka, við höfum haft afskipti
af málefnum sjúkrahúsanna á svæð-
inu, við höfum beitt okkur til stuðn-
ings Háskólanum á Akureyri og
uppbyggingu hans og við höfum
reynt að beita okkur í atvinnumál-
unum svo eitthvað sé nefnt,“ segir
Einar.
Hann segir að samtökin hafi tví-
mælalaust sannað tilverurétt sinn.
„í því sambandi liggur beinast við
að benda á afskipti Eyþings af mál-
efnum sem varða yfirfærslu grunn-
skólans til sveitarfélaganna og þá
ákvörðun að stofna Skólaþjónustu
Eyþings til að sjá um sérfræðiþjón-
ustu fyrir skólana. Sú þjónusta er
að vísu ekki nema ársgömul og þar
er talsvert óunnið."
Þessa dagana er verið að kjósa
um sameiningu sveitarfélaga á
Norðurlandi eystra og sú umræða
talsvert í sviðsljósinu. Kemur Ey-
þing á einhvem hátt að þeim mál-
um?
„Ég sé það tæpast fyrir mér að
samtökin geti komið með beinum
hætti inn í slík mál vegna þess að
aðstæður eru svo mismunandi frá
einum stað til annars. Samtökin
geta hins vegar komið að því máli á
óbeinan hátt með því að veita upp-
lýsingar og hugsanlega ráðgjöf í því
sambandi, t.d. við að meta kosti og
galla sameiningar hverju sinni. Ey-
þing getur hins vegar ekki komið að
þeim málum með pólitískum hætti,“
segir Einar. -gk
Erik Bach, sölustjóri hjá Hedensted Gruppen (t.v.) og Guðmann Tobíasson, sölustjóri KS, kynntu vöruúrvaliö.
DV mynd Örn
Sauðárkrókur:
Ráðstefna um loðdýr
DV, Fljótum:
Fjöldi loðdýrabænda víðs vegar
að af landinu sótti 2ja daga sýn-
ingu og ráðstefnu um loðdýrabú-
skap á íslandi sem haldin var á
Sauðárkróki nýverið. Kaupfélag
Skagfirðinga gekkst fyrir ráðstefn-
unni í samvinnu við Byggðastofn-
un, landbúnaðarráðuneytið, Sauð-
árkróksbæ og Samtök loðdýra-
bænda.
Meðal frummælenda voru Guð-
mundur Malmquist forstjóri, Magn-
ús B. Jónsson skólastjóri, Sigurður
Hansen, formaður SÍL og Arvid
Kro, framkvæmdastjóri SÍL. Þá
ávarpaði Guðmundur Bjarnason
landbúnaðarráðherra ráðstefnu-
gesti.
í máli forstjóra Byggðastofnunar
kom fram að stofnunin hefði metið
það svo þegar rofa tók til í greininni
fyrir 1-2 árum að mestir möguleik-
ar til eflingar loðdýrabúskapar
væru á svæði fóðurstöðvarinnar á
Sauðárkróki. Hann gat einnig um
stórrekstur á þessu sviði og bolla-
leggingar um staðsetningu slíks fyr-
irtækis.
Magnús Jónsson fjallaði um stöðu
loðdýraræktar í landinu, þekkingu,
menntun og menntunarmöguleika.
Gat hann þess að bændur í grein-
inni hefðu verið öðrum kollegum
sínum duglegri við að sækja nám-
skeið og nýta þau. Það hefði vakið
athygli að þar sem hjón væru í bú-
rekstri væri þátttaka kvenna mjög
góð og meiri en sjá mætti víða ann-
ars staðar.
Að loknum umræðum á ráðstefn-
unni skoðuðu gestir sýningu á bún-
aði til loðdýrabúskapar. Að sýning-
unni stóðu Hedensted Gruppen A/S
í Danmörku og Kaupfélag Skagfirð-
inga sem er umboðsaðili þess hér á
landi. þá skoðuðu gestir fóðurstöð-
ina á Sauðárkróki. -Ö.Þ.
Verkalýðsfélagið Eining:
Tæplega 5000 félagar
var jákvæð um 25,6 milljónir
króna, sem er vegna hagstæðrar
sölu félagsins á hlutabréfum í Út-
gerðarfélagi Akureyringa. 1,4
milljóna króna rekstrartap varð á
félaginu þótt tekjur hafi aukist á
milli ára.
Bjöm Snæbjömsson var endur-
kjörinn formaðiu' félagsins á
aðalfundi þess en einn listi var í
kjöri. -gk
DV, Akureyri:
Aðalfélagar í Verkalýðsfélag-
inu Einingu í Eyjafirði eru 3763
talsins og aukafélagar 1079, og er
félagið fjölmennasta verkalýðsfé-
lagið utan höfuðborgarsvæðisins.
Flestir eru félagarnir á Akureyri,
eða 3696.
Heildarniðurstaða af rekstri
allra sjóða félagsins á síðasta ári
Hitakútar
Verð kr.
39.900.-
Umboðsmenn um land allt
Hitakútarnir frá EDESA ern vel
einangraðir, eyðslugrannir, með
yfirhitavörn og hrtastilli auk þess að
vera auðveldir í uppsetningu.
Við bjóðum nú EDESA hitakútana á
frábæru verði.
Einnig fáanlegir
50 L. 22.000.-
75 L. 29.000.-
150 L. 35.900.-
\________________/
VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR
RflFTfEKDflUERZLUN ÍSLflNDS If
- ANNO 1 923 -
Skútuvogur 1 • Slmi 568 8660 • Fax 568 0776
Opel Astra STW, árg. ’95, 1400,
beinsk., 5 d., vinrauöur, ek. 68 þús.
km.Verö 1.120.000.
Grand Cherokee, árg.
ssk., 5 d., svarlur ek. 25 þús. km.
Verö 3.790.000. Einn meö öllu.
Ford Aerostar XLT, árg. '92,
4,0, ssk., 4 d., blár, 4x4.
Verö 1.550.000.
Ford Aerostar Eddybauer, árg. '90,
4,0, ssk., 4 d., rauöur, 4x4,
Verö 1.370.000.
Hyundai Elentra ET, árg. '96, 1,8,
ssk., 4 d., græns., ek. 30 þús. km.
Verö 1.440.000.
Toyota Corolla, árg. '92,1,3, ssk., 5
d., rauöur, ek. 65 þús. km.
Verö 760.000.
Honda Prelude, árg. '88, 2,0, beinsk.,
2 d., svartur, ek. 142 þús. km., álf. o.fl.
Verö 730.000.
2,3E, beinsk.,
4 d„ svartur, ek. 80 þús. km.
Verö 1.950.000.
Benz 310 D, árg '91, 5 cyl., ssk., 5 d„
hvítur, ek. 213 þús. km.
Verö 1.580.000.
Dodge Grand Caravan, árg. '93,
3300, ssk„ 4 d„ brúns., ek. 100 þús.
km. Verö 2.250.000.
BÍLASALAN
BÍLFANG
BORGARTÚNI 1b
Toyota HiAce, árg. '91, 2,0, beinsk.,
4 d„ hvítur, ek. 130 þús. km.
Verö 1.130.000 m/vsk.
SÍMI 552-9000
rn»c lOCbiilu liiniauMi
wlm
staögreiöslu
og greiöslukortaafslöttur
og stighœkkandi
birtingarafsláttur
Smáauglýsingar
DV
SSOSOQO