Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 Fréttir ^ Páll Arason, fyrrum ferðafrömuður, heitir Reðurstofu íslands framlagi: Anafnar safninu kyn- færin eftir sinn dag - Pétur Pétursson, læknir á Akureyri, mun sjá um hina læknisfræðilegu hlið Páll Arason, 82ja ára, fyrrum ferðafrömuður hér heima og erlend- is, hefur ánafnaö Hinu íslenska reðasafhi i Reykjavík kynfæri sín að sér látnum. Pétur Pétursson, læknir á Akureyri, hefur undirrit- að skjal þar sem fram kemur að hann muni framkvæma þær tækni- legu og læknisfræðilegu aðgerðir sem til þarf þegar Páll verður allur. Páll og vottar hafa undirritað skjöl- in. Gangi þetta eftir mun reðursafn Sigurðar Hjartarsonar, kennara í Reykjavík, hafa að geyma mannslim - safnið hefur til þessa einungis haft getnaðarlimi sjávarspendýra og annarra spendýra. í öðru tveggja skjala, sem hafa verið undirrituð vegna þessa, kem- ur m.a. fram að reðurstofustjóri ís- lands gjöri kunnugt að tillögu orðu- nefndar rannsóknastofhunar í reð- urfræði að Páll Arason sé útnefndur ofurgildur heiðurslimur vegna ómetanlegs framlags hans til vænt- anlegrar eflingar hans á safninu. Þegar DV heimsótti Pál á einbýli hans að Bug í Hörgárdal í gær kvaðst hann hafa verið ansi spræk- ur þegar Pétur læknir færði fram- angreinda ánefningu upphaflega í tal við hann: „Ég dró ekkert úr því og samþykkti það síðan,“ sagði Páll. Hann segir að í raun eigi fáir ef einhverjir tilkall til sín - þess vegna hafi hann áhyggjulaust getað samþykkt tillögu Pét- urs læknis. Páll er einbúi og hefur á síðasta rúmum áratug gróðursett 5 þúsund trjáplöntur í landi sínu sem tilheyr- ir Þúfnavöllum þar sem stórbóndinn Guð- mundur Guðmunds- son, afi hans, rak þrjú býli á sínum tíma. í einkalandi Páls Páll er einbúi í Hörg- árdal og sérstakt snyrtimenni. Hann ræktar tré og gefur eldissilungum rækj- ur. DV-mynd BG eru margar tjamir þar sem hann gefur eldissilungum sínum rækjur á hverjum degi. Harm slátrar þeim ekki en leyfir gestum að veiða tvo fiska hveijum. Páll er sérstaklega gestris- inn maður. Miðað við aldur er hann mjög em og hefur góða heym og sjón. Hann er snyrtimenni og á marga mismunandi alklæðnaði. í ævisögu hans, sem kom út árið 1983, segir að Páll hafi verið þekktur kjarkmaður en jafnframt gleðimaður. Páll segir að sér haldist vel á peningum. Hann notast að- eins við sólarorku fyrir ]jós og sjónvarp en ísskápurinn hans er lítill vatnsbrunnur skammt frá íbúðarhúsinu. Páll var fyrsti íslendingur- inn til að fara Sprengisands- leið á rútu. Ferðafrömuður- inn fyrrverandi fæddist á Akureyri og ólst upp þar og í Hörgárdal. Hann flutti síð- an suður og varð landskunn- ur fyrir rútuferðir sínar með íslendinga til Evrópu að ógleymdum ferðum um ís- land. Páll segir að lífsregla sín hafi verið að vinna í þágu íslensku þjóð- arinnar - af því hafi öll störf hans og gjörðir helgast. -Ótt Siguröur Hjartarson, reöurstofustjóri íslands, á safni sínu sem Páll hefur ánafnaö ákveðinn líkamshluta sinn. DV-mynd JAK Auömaðurinn Mohamed A1 Fayed, eigandi Harrod’s-verslunarinnar: Var á íslandi í síðustu viku - kom á tveimur einkaþotum meö Qölskylduna, þjóna og lífverði Mohamed Al Fayed, eigandi Harrod’s í London og veröandi tengdafaðir Díönu prinsessu af Wales, dvaldi hér á landi í síöustu viku ásamt fjölskyldu sinni. Hér á myndinni fagnar hann áfangasigri í málaferlum gegn bresku rík- isstjórninni sem neitar honum um ríkisborgararétt. Mynd Reuter „Mohamed A1 Fayed er einstak- lega viðfeldinn maður. Ég hitti hann og ræddi við hann stutta stund meðan hann dvaldi hjá okkur á Hótel Sögu í síðustu viku,“ sagði Jónas Hvannberg, hótelstjóri Hótel Sögu, í samtali við DV. Auðmaðurinn Mohamed A1 Fayed, eigandi Harrod’s-verslunar- innar í London og verðandi tengda- faðir Díönu prinsessu af Wales, dvaldi á Hótel Sögu 2. til 5. ágúst síðastliðinn. Jónas sagði að þess hefði verið óskað að fjölmiölum yrði ekki sagt frá því að A1 Fayed dveldi hér á landi. Við það heföi að sjálfsögðu verið staðið. Herbergjapönfimin var ekki á réttum nöfnum. Þau komu ekki í ljós fyrr en hópur skráði sig inn á hótelið. A1 Fayed kom hingað með fjölskyldu og fylgdarlið á tveimur einkaþotum og þótti önnur þeirra sérlega glæsileg. „Ég er ánægður með hvað starfs- fólk Sögu stóð saman um að halda dvöl hans leyndri fyrir fjölmiðlum,“ sagði Jónas. A1 Fayed og fjölskylda var bara í fríi hér á landi og notaði tímann til að skoða sig um. Meðal annars fór hópurinn í ferðir um Suðurlandið og upp á Langjökul. Jónas sagðist halda að unnusti Díönu prinsessu hefði ekki verið með fjölskyldu sinni hér. A1 Fayed fjölskyldan er með rík- ustu fjölskyldum heims og á sem fyrr segir meðal annars hina frægu verslun, Harrod’s í London. A1 Fayed nafnið hefur verið mjög í heimspressunni að undanförnu vegna þess að sonurinn, Dodi A1 Fayed, er nýjasta ástin í lífi Díönu prinsessu. Mohamd A1 Fayed er fæddur í Eg- yptalandi og hafa hann og bróðir hans, Ali, átt i löngu stríði við bresk yfirvöld sem hafa neitað þeim um ríkisborgararétt í Englandi. í nóv- ember 1996 unnu þeir bræður eina orrustu fyrir breskum dómstóli gegn bresku ríkisstjórninni í þessu máli. Fyrir þá sem hafa áhuga á ensku knattspymunni var A1 Fayed á dög- unum að kaupa hið fomfræga knatt- spymufélag, Fulham í London, og hyggst hefja það aftur til vegs og virðingar meðal þeirra bestu. -S.dór Stuttar fréttir Skáld látið Hannes Sigfússon skáld í Reykjavík er látinn. Ein þekktasta ljóðabók hans er Dymbilvika, en meðal skáld- sagna má nefna Strandið sem kom út 1955. Hannes var auk þess afkastamikill þýðandi bók- menntaverka. Forsetaheimsókn Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir hafa þegið boð Karls Gústafs XVI. um að koma í opinbera heimsókn til Sviþjóð- ar 21.-23. október 1997. Ormaskrekkur Mynd um hringorma í fiski var sýnd í gær í þýsku sjón- varpi. Óttast er að hún skelfi Þjóðverja svo að þeir þori ekki að borða fisk og óttinn spilli Þýskalandsmarkaði fyrir ís- lenskan fisk. Stöð 2 sagði frá. Reiði íbúar við Grettisgötu em reið- ir borgaryfirvöldum fyrir að leyfa stórbyggingar í fullbyggðu hverfi, þvert ofan í vilja íbú- anna. Stöð 2 sagði frá. Gangaverðir launahærri Gangaverðir í grunnskólum hafa um fjórðungi hærri mánaö- arlaun en kennarar með fuU réttindi. Reyndur skólastjóri segir við Stöð 2 að aldrei hafi verið erfiðara en nú að ráða rétt- indakennara til skólanna. VSÍ breytist Hugmyndir eru uppi innan VSÍ að breyta sambandinu þannig að það verði uppbyggt af fjórum ámóta stórum aðildar- samtökum atvinnugreina, í stað átta misstórra sambanda eins og nú er. Morgunblaðið segir frá. -SÁ Jóruselið í gær: Eldsupptök ókunn Eldur kom upp í einbýlishúsi nokkuð lengi áður en hans varð við Jórusel í gærmorgun. Þegar vart. Ekkert liggur fyrir um elds- slökkviliðið kom á vettvang log- upptök. -sv aði mikill eldur í risi hússins. Þar urðu mikl- ar skemmdir og er hæðin talin ónýt. Mildi þykir að hemja tókst eldinn áður en honum tókst að breiðast út á neðri hæðina. Hún slapp að öðru leyti en því að reykur og vatn ollu einhverjum skemmdum. Húsráð- endur höfðu farið að heiman um morguninn og sýndist mönnum Eldurinn haföi kraumað lengi þegar hans varð sem eldurinn hefði ver- vart og er rjshæöin talin ónýt. Ekkert er vitaö iö búinn að krauma Um eldsupptök. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.