Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Page 15
14
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
27
Iþróttir
íþróttir
Caniggia til
Boca Juniors
Claudio Caniggia, hinn kunni
argentínski knattspyrnumaður,
hefur tekið fram skóna á ný og
samið við Boca Juniors í heima-
landi sínu til tveggja ára.
Caniggia er aðeins 29 ára en
hefur ekkert spilað siðustu miss-
erin vegna fjölskylduástæðna,
auk þess sem hann tók út keppn-
isbann vegna kókaínneyslu.
Hann mun leika með félaga sín-
um og þjáningabróöur, Diego
Maradona, hjá Boca.
-VS
Framdagurinn
á sunnudag
Sunnudaginn 17. ágúst verður
Framdagurinn haldinn hátiðleg-
ur. Dagskráin hefst klukkan 13
með kaffiveitingum Fram-
kvenna í Framheimilinu. Fjöl-
breytt dagskrá verður síðan
fram eftir degi sem lýkur síðan
með leik Fram og Leifturs í Sjó-
vár-Almennra deildinni á Laug-
ardalsvellinum klukkan 20 um
kvöldið.
Golf í Ft.
Lauderdale
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn
hefur nú bætt við enn einu
stjörnuhótelinu á lista sinn í Ft.
Lauderdale á Flórída. Marriott’s
Beach Place Towers hótelið var
opnað nú í byrjun ágúst en það
hentar sérstaklega vel þeim sem
vilja spila golf í fríinu ásamt því
að hafa allt annað við höndina.
Þann 17. október mun Úrval-
Útsýn standa fyrir golfiferð til Ft.
Lauderdale þar sem gist verður
á þessu nýja og glæsilega íbúða-
hóteli. SpUað verður á ijórum
úrvalsvöllum, sem allir eru
skammt frá hótelinu, þar sem
vatnshindranir eru einkenn-
andi, vellirnir vel hirtir og góðir
golfskálar með afbragðs þjón-
ustu. Komið verður aftur heim
þann 1. nóvember en allar nán-
ari upplýsingar um þessa ferð
veitir Peter Salmon hjá Úrvali-
Útsýn, en hann verður farar-
stjóri í ferðinni.
1£:bí þýskaland
Bikarinn -1. umferð:
Wamemttnde-Dortmund .........0-8
Chemnitzer-Karlsruhe.........1-3
Zwickau-Schalke..............0-1
Oberhausen-Bremen ...........0-2
Mannheim-Wattenscheid .. vsp. 4-3
Leipzig-Gtttersloh ..........2-1
Carl Zeiss Jena-St.Pauli ... vsp. 4-2
Eyjamenn með annan fótinn í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa:
Tókst að sigra
í 21. tilraun
- lögðu Hibernians á Möltu, 1-0, með marki Tryggva Guðmundssonar
Eyjamenn eru komnir með annan
fótinn í fyrstu umferð Evrópu-
keppni bikarhafa í knattspyrnu.
Þeir sigruðu Hibemians, 1-0, á
Möltu i gær í fyrri leik liðanna í for-
keppninni og það þarf stórslys til að
koma í veg fyrir að Eyjamenn klári
dæmið og verði i hópi þeirra 32 liða
sem leika í 1. umferð keppninnar í
næsta mánuði.
Sigurinn í gær er langþráður fyr-
ir ÍBV. Það era 28 ár síðan félagið
lék fyrst í Evrópukeppni en Eyja-
menn höfiðu ekki unnið einn einasta
af þeim 20 Evrópuleikjum sem þeir
höfðu spilað þegar flautað var til
leiks í gær. Sjö jafntefli og 13 töp
var útkoman fram að því.
Það var Tryggvi Guðmundsson
sem skoraði markið mikilvæga þeg-
ar 18 mínútur voru til leiksloka.
Sigurvin Ólafsson tók hornspyrnu
frá vinstri og Tryggvi skallaði bolt-
ann í netið við
stöngina fjær.
Bjami Jóhanns-
son, þjálfari ÍBV,
sagði við DV að sín-
ir menn hefiðu verið
sterkari allan tím-
ann. Það hefði að-
eins verið í byrjun
leiks sem heima-
menn hefðu verið
frískari.
Klaufar aö bæta
ekki viö
„Þeir sköpuðu sér
aldrei hættuleg
færi, áttu tvö skot
sem voru víðs fjarri
markinu og afmæl-
isbarnið, Gunnar Sigurðsson, þurfti
ekki að reyna mikið á sig í mark-
inu. Við héldum hraðanum í leikn-
um niðri, enda var
um og yfír 30 stiga
hiti og ekki okkur í
hag að hraðinn
væri mikill. Síðan
vorum við klaufar
að skora ekki fleiri
mörk undir lok
leiksins," sagði
Bjami.
Keppnistimabilið á
Möltu er ekki hafið
og það hefur eflaust
hjálpað Eyjamönn-
um í gær. „Já, þeir
era greinilega ekki
komnir í fullt form.
Þeir verða eflaust á
betri dampi í Eyj-
um eftir tvær vikur
svo að það er eins gott fyrir okkur
að fagna ekki of snemma," sagði
þjálfarinn.
Það er betra aö brosa ekki
of mikið
Það eina sem gæti fellt ÍBV i síð-
ari leiknum er vanmat. „Það er
betra að brosa ekki of mikið og fara
ekki í leikinn af einhverri skyldu-
rækni. Þetta er aðeins fyrri hálfleik-
ur en við stöndum vel aö vígi í leik-
hléi. Málið er í okkar höndum og
auðvitað ætlum við okkur ekkert
annað en að komast áfram í keppn-
inni,“ sagði Bjarni Jóhannsson.
Liö ÍBV: Gunnar Sigurðsson - ívar
Bjarklind, Hlynur Stefánsson, Zoran
Miljkovic, Guðni Rúnar Helgason - Sig-
urvin Ólafsson, Sverrir Sverrisson, Krist-
inn Hafliðason - Leifur Geir Hafsteins-
son (Bjarnólfur Lárusson 75.), Steingrim-
ur Jóhannesson, Tryggvi Guömundsson.
Gul spjöld: ívar, Zoran.
Áhorfendur: Um 800.
-VS
Tryggvi Guðmundsson skoraði
markið sem færði ÍBV sinn fyrsta
Evrópusigur.
Norðurlandamótið í Kópavogi:
Blikastúlkur betri
- sigruðu finnsku meistarana á sannfærandi hátt, 3-0
Þrátt fyrir að finnska liðið HJK
Helsinki hafl leikið hraðan og
skemmtilegan fótbolta í Kópavogi í
gær og hafl haft undirtökin í upphafi
leiks gegn íslandsmeisturunum, þá
voru það Blikarnir sem höfiðu betur og
sigruðu verðskuldað, 3-0.
Það var ekki að sjá að árekstur sem
flnnska liðið lenti í á leið sinni á völl-
inn hafi haft nokkur áhrif á það, því
það byrjaði leikinn betur en Blikarnir.
Það vora skynsamlegur vamarleikur
og snarpar skyndisóknir sem skiluðu
Blikunum marki á 20. mín. Þar var að
verki Erla Hendriksdóttir með
viðstöðulausu skoti. Margrét Ólafs-
dóttir bætti síðan öðra marki við fyr-
ir hálfleik með þrumuskoti frá víta-
teig efst í markhomið vinstra megin,
algjörlega óverjandi fyrir flnnska
markvörðinn.
Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður
þeim fyrri, Finnamir sóttu heldur
meira en Blikamir beittu skyndisókn-
um. Á 50. mín. bætti Ásthildur Helga-
dóttir við þriðja marki Breiðabliks
með gullfallegu skoti úr vítateig í
þverslá og inn. Frábærlega vel að
verki staðið. Þegar á leið hálfleikinn
tóku Blikarnir völdin smátt og smátt
og Finnarnir játuðu sig sigraða.
Allt annað var að sjá til Breiða-
bliksliðsins í þessum leik heldur en
gegn norsku meisturunum í Trond-
heim Örn. Blikarnir léku mjög agað
og sem ein heild þar sem engin ein var
annarri fremri, sjálfsagt einn besti
leikur liðsins í sumar.
Fortuna miklu sterkara en
úrvalsliðið
Úrvalslið KSÍ náði ekki að fylgja eft-
ir góðum árangri gegn Álvsjö í gær á
Norðurlandamóti meistaraliða kvenna
í knattspyrnu þegar það lék gegn
dönsku meisturunum í Fortuna Hjörr-
ing. Fortuna-liðið var einfaldlega of
sterkt fyrir íslensku stelpurnar, sem
biðu lægri hlut, 0-3.
Það var ljóst strax frá upphafi hvert
stefndi, Fortuna-liðið var með boltann
nær allan fyrri hálfleikinn og á 23.
mín. fengu þær vítaspyrnu eftir brot
Margrétar Ákadóttur innan vítateigs.
Karina Christensen skoraði af öryggi
úr vítinu. í síðari hálfleik gerði Vanda
Sigurgeirsdóttir nokkrar breytingar á
liði sínu en allt kom fyrir ekki. Þær
Helle Eskesen og Birgit Christiansen
bættu við sínu markinu hvor fyrir
leikslok.
Leikið í dag og á morgun
Riðlakeppninni lýkur í dag. Fortuna
Hjörring og Álfsjö mætast kl. 14 og
HJK mætir Trondheims Örn kl. 16.30.
Úrslit um sæti verða síðan á morgun.
Blikastúlkumar leika væntanlega um
þriðja sætið kl. 13. -BL
Körfubolti:
Ladine til
Stjörnunnar
Bandaríkjamaðurinn
Matt Ladine frá Bethany-
háskóla í Kaliforníu mun
leika með 1. deildarliði
Stjörnunnar í körfubolt-
anum í vetur.
Ladine, sem er 25 ára
gamall og 1,95 m hár
framherji, leysir Chris
Lentz af hólmi, en mikil
eftirsjá er að honum í
Garðabænum. Ladine
mun einnig þjálfa yngri
flokka Stjömunnar.
Þorvaldur Hennings-
son, sem leikið hefúr með
Stjörnunni undanfarin
ár, er farinn til Danmerk-
ur í nám. Hann mun að
öllum líkindum leika
með Odense i úrvals-
deildinni í vetur, en þjálf-
ari liðsins er sem kunn-
ugt er Valur Ingimundar-
son og með því leika
fleiri íslendingar.
-VS
Bow til Bayeruth
- skrifaði undir tveggja ára samning
Jónatan Bow er á leiö í eina af
bestu deildum í Evrópu.
Jónatan Bow, landsliðsmaður í
körfuknattleik, skrifaði í gær undir
tveggja ára samning við þýska 1. deild-
arliðið Bayeruth. Þar mun hann leika
við hliðina á Bandaríkjamanninum
Rony Eford en þeir spOuðu saman með
KR síðasta vetur. Jónatan, sem er 31
árs, hefur leikið á íslandi undanfarin
átta ár og er íslenskur ríkisborgari.
Bayerath varð næstneöst í 1. deild-
inni í fyrra en hélt sæti sínu í hópi
þeirra bestu eftir aukakeppni gegn
efstu liðum 2. deildar.
„Það era geysilega miklar breyting-
ar á liöi Bayeruth frá því í fyrra því að-
eins tveir leikmenn era þar áfram. Ég
lék þrjá æfingaleiki með liðinu á dög-
unum og var sjötti maður, fór fyrstur
inn af bekknum. Mér gekk ágætlega,
var með um það bil 10 stig og 6 fráköst
í leik,“ sagði Jónatan við DV í gær-
kvöld.
Þýska deildin er ein af þeim sterk-
ustu í Evrópu og Bayeruth hefur löng-
um verið þar í fremstu röð þó illa hafl
gengið í fyrra. Deildakeppnin byrjar
um næstu mánaðamót en helgina á
undan fer iiðiö á sterkt æfingamót í
París.
„Markmiðið er aö komast í átta liða
úrslitin um meistaratitilinn, sem yrði
mjög gott miðað við þessar miklu
breytingar. Það er geysilega spennandi
að fá tækifæri til að spila í þessari
deild og mér líst mjög vel á aÚar að-
stæður í Bayeruth," sagði Jónatan
Bow.
-VS
Shearer bíöur brosmildur
Alan Shearer, fyrirliði enska landsliösins, veröur aö láta sér nægja aö horfa á fé-
laga sína í Newcastle leika knattspyrnu þar til á næsta ári. Hann viröist þó taka mót-
lætinu meö bros á vör, enda orðinn ýmsu vanur. Hér styðst hann viö hækjurnar og
horfir á Newcastle sigra Croatia Zagreb, 2-1, í forkeppni meistaradeildar Evrópu.
Símamynd Reuter
Bikarkeppni FRÍ:
Sigra FH-ingar
fjórða árið í röð?
Bikarkeppni FRÍ, sú 32. í röðinni,
verður haldin á Laugardalsvelli um
helgina. FH-ingar þykja sigur-
stranglegir, en þeir hafa sigrað und-
anfarin þrjú ár og alls fimm sinnum
á síðustu sex áram.
Átta lið taka þátt í 1. deild á Laug-
ardalsvelli, FH, HSK, ÍR, Ármann,
UMSK og UMSS, en þessi lið urðu í
sex’efstu sætum 1. deildar í fyrra.
Nýju liðin tvö, sem komu upp úr 2.
deild í fyrra, eru sameiginlegt liö
Eyfirðinga (UMSE-UFA) og Hún-
vetninga (USAH-USVH).
Keppni hefst í kvöld kl. 20 og
verður fram haldið á morgun kl. 15.
Gert er ráð fyrir að keppni ljúki um
kl. 18. Frjálsíþróttasambandið á
hálfrar aldar afmæli á morgun og
verður þess minnst í tengslum við
bikarkeppnina.
Keppni í 2. deild fer fram á nýja
frjálsíþróttavellinum i Borgarnesi.
Þar keppa UMSB, HSÞ, UÍA, HSH og
UDN/HSS.
-BL
Cardaklija til Raufóss
Leiftur á ÓMsfirði hefur lánað markvörðinn Hajrudin Cardaklija til
norska 2. deildarliðsins Raufoss út þetta tímabil. Raufoss vantaði markvörð
en Páll Guðmundsson, fyrrum Leiftursmaður sem leikur með norska liðinu,
vissi af útlendingavandamáli Ólafsfnðinga og kom því á framfæri. Carda-
klija er ekki hættur hjá Leiftri en þetta er aðeins tímabundið ástand sem
Leiftursmenn vonast til að verði búið að leysa fyrir næsta tímabil. Þeir hafa
alltaf þurft að hvíla einn útlendinganna hverju sinni, Cardaklija, Slobodan
Milisic eða Rastislav Lazorik.
Raufoss er með örugga forystu í sínum riðli 2. deildar en með félaginu
leika auk Páls þeir Einar Páll Tómasson og Tómas Ingi Tómasson.
-HJ/VS
Handbolti:
Góð staða
HK-manna
Sigur blasir nú við HK-mönn-
um á hinu árlega Ragnarsmóti í
handknattleik sem fram fer á
Selfossi. I gær vann HK 31-26
sigur á Haukum en í fyrradag
vann HK Aftureldingu, 23-22.
Selfyssingar biðu afhroð,
13-33, gegn Aftureldingu í gær.
Öllu betur gekk hjá 2. deildarlið-
inu í fyrradag, en þá gerði Sel-
foss jaöitefli við Hauka, 22-22.
-BL
EM* . DEILD KARLA
KVA-Völsungur 0-1
Selfoss 13 9 3 1 34-23 30
KVA 14 9 2 3 38-25 29
Vlðir 13 9 1 3 36-20 28
HK 13 9 1 3 32-22 28
Leiknir R. 13 5 3 5 27-16 18
Völsungur 14 5 2 7 24-32 17
Ægir 13 3 4 6 30-30 13
Fjölnir 13 3 2 8 21-37 11
Þróttur N. 13 3 0 10 26-37 9
Sindri 13 2 0 11 19-45 6
fcó) ENGLAND
Salan á danska leikmanninum
Marc Rieper frá West Ham til Celt-
ic gæti eitthvað dregist á langinn
þar sem Harry Redknapp, fram-
kvæmdastjóri Hammers, telur lið
sitt ekki mega við því að missa
hann sem stendur.
Blackburn Rovers hefur lýst yfir
1 áhuga sínum á aö krækja í írann
jj Mark Kennedy hjá Liverpool sem
;§!! vill komast í burtu frá Anfield.
Frank Sinclair, leikmaður Chel-
sea, hefur fengið tveggja vikna frest
til að halda uppi málsbótum fyrir
sjálfan sig áður en kveðinn verður
upp dómur yfir honum hjá enska
knattspyrnusambandinu eftir að
hann girti niöur um sig i leik Chel-
sea og Coventry.
Steffen Iversen, Norðmaðurinn hjá
Tottenham, gæti líka verið i vond-
um málum. Á myndbandsupptöku
af leik Tottenham við West Ham í
fyrrakvöld sést að hann sendi dóm-
8* aranum dónalega kveðju á fmgra- ;
|> máli.
„Ég var á leiöinni til West Ham
þegar ég frétti af áhuga Newcastle. :
Ég gat ekki annað en þegið boð |
þeirra. Þetta geröist allt svo hratt
/ og því bað ég Harry Redknapp hjá j
West Ham afsökunar. Hann er auð- I
vitað svekktur en við erum enn :
góöir vinir,“ sagði John Barnes eft- ;
; ir undirskriftina við Dalglish og fé- i
/ laga hjá Newcastle.
, : „Newcastle er frábært lið sem á
:: bjarta framtið fyrir sér. Ég vona að- !
eins að Dalglish geri sér grein fyrir :
1 því að ég er ekki einhver unglingur !
lengur en hann veit fullkomlega I
hvað hann er að gera og er að j
I byggja upp sterkt lið,“ bætti Barnes
við.
Sol Campbell, varnarmaður Tott- j
í enham og enska landsliðsins, :
meiddist ekki eins illa á hné í leik
Tottenham og West Ham i fyrra- :
( kvöld og óttast var. Hann verður ;
■ leikfær eftir viku.
Barnsley mun ekki kaupa Ian |
Dowie frá West Ham þar sem félag- i
ið segir buddu sína tóma.
Leikmönnum Manchester City hef- j
ur verið gerð grein fyrir því að I
minnki þeir ekki áfengisdrykkju ;
sína geti þeir gleymt úrvalsdeildar- i
sæti að ári. .
Arnar Gunnlaugsson lék með
| varaliði Bolton sem gerði 0-0 jafn- :
( tefli við Coventry í fyrrakvöld.
Colin Todd, stjóri Bolton, er ekki i
I sáttur við sóknarmenn sína og leit- j
B ar að sterkari mönnum. Michele Pad- j
ovano hjá Juventus og Marc Libra :
fl hjá Marseille eru efstir á blaði.
■
(E Forráöamenn Derby eru óhressir |
með framkomu Wimbledon í fyrra- j
) kvöld þegar leik liðanna var hætt !
;:!! vegna bilunar í flóðljósum. Staðan !
!::! var 2-1 fyrir Derby þegar dómarinn !
|j frestaði leiknum, eftir mikinn !
,1 þrýsting forráðamanna Wimbledon. !
J) Tveimur mínútum síðar voru ljósin I
|i komin í lag en of seint.
! I
Piotr Nowak, pólskur landsliðs- j
;S maður hjá 1860 Mttnchen í Þýska- !
5 landi, er líklega á leið til Totten- i
:! , ham.
-ÖB/VS |
L.ACafé mótió
í knattspyrnu
Veröur haldið á grasvellinum á Tungubökkum í
Mosfellsbæ dagana 28. - 30. ágúst.
Allir velkomnir aö vera með í þessari hópa - og firma-
keppni, nema leikmenn í Sjóvá-Almennra og fyrstu deild.
Fimm menn í liði, þar af einn í marki. Reglur KSÍ. Átta
fyrstu liðin fá matarboð fyrir tíu manns á L.A.-Café í loka-
hófi þann 30. ágúst, auk annarra verðlauna.
Þátttökugjald kr. 15.000. Skráning í síma 568 0343.
Afturelding
Um helgina
Úrvalsdeildin í knattspymu:
ÍA-Stjarnan................S. 18.00
Keflavík-SkaUagrimur.......S. 18.00
KR-Valur ..................S. 18.00
IBV-Grindavik .............S. 19.00
Fram-Leiftur...............S. 20.00
1. deild karla:
Dalvík-Víkingur R..........F. 18.30
KA-FH .....................F. 19.00
Fylkir-Reynir S............F. 19.00
Þróttur R.-Breiðablik ....F. 19.00
ÍR-Þór.....................L. 14.00
2. deild karla:
Fjölnir-Þróttur N..........L. 14.00
Sindri-Ægir ...............L. 16.00
3. deild - helstu leikir:
Hvöt-Tindastóll............F. 19.00
Afturelding-Njarðvík......L. 14.00
Ármann-Framherjar.........L. 14.00
Smástund-Léttir ...........L. 14.00
Höttur-Neisti D............L. 14.00
Norðurlandamót kvenna:
Leikur um 5. sæti..........L. 10.30
Leikur um 3. sæti..........L. 13.00
Úrslitaleikur..............L. 15.30
Helgi átti
sigurmarkið
Helgi Sig-
urösson átti
góðan leik með
Stabæk í fyrra-
kvöld þegar lið-
ið vann Kongs-
vinger, 2-1, á
útivelli í
norsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu.
Stabæk jafnaði leikinn þegar 10
mínútur voru eftir og fjórum mínút-
um síðar var Helgi feUdur í vítateig
heimaliðsins. Dæmd var vítaspyma
og úr henni kom sigurmarkið.
Helgi fékk góða dóma í norskum
blöðum fyrir frammistöðu sína en
liðinu hefur gengið mjög vel síöustu
vikurnar og stefnir hraðbyri á
Evrópusæti.
Stabæk komst með sigrinum í
þriðja sæti deildarinnar. Rosenborg
er með 44 stig, Molde 37 og Stabæk
36 stig. -VS
EVRÓPUKEPPNI
BIKARHAFA
Forkeppni - fyrri leikir:
Hibernians (Möltu) - ÍBV..............0-1
Glenavon (N.-írlandi) - Legia (Pól.) ..1-1
Cwmbran (Wales) - National Búk. (Rúm.) . 2-5
Din.Batumi (Geo.) - Ararat (Armeníu) frestað
Dinaburg (Lett.) - Kapaz Ganja (Azerb.) .. 1-0
HJK (Finnl.) - Rauða stjaman (Júg.)....1-0
Kilmamock (Skot.) - Shelboume (frl.) .... 2-1
Levski (Búl.) - Slovan Brat. (Slóvak.) .... 1-1
Primorje (Slóven.) - Union (Lúx.)......2-0
Tallina Sadam (Eist.) - Bobruisk (Hv.-R.) . 1-1
Sloga Jugomagnat (Mak.) - Zagreb (Kró.) . 1-2
Zalgiris (Lit.) - Beer Sheva (Israel)..0-0
Zimbm (Mold.) - Shakhtar (Úkr.)........1-1
HJK Helsinki vann óvæntan sigur á Rauðu
stjömunni. Sigurmark Finnanna skoraði Petri
Helin.
Meistaradeildin:
MTK (Ungv.) - Rosenborg (Nor.) ....0-1
(Leikið að nýju i gær en leik liðanna í fyrradag
var hætt vegna bilunar í flóðljósum. Þá var
MTK yfir, 3-2.)
Barcelona stendur í stórræðum
Spænska knattspyrnustórveldið
Barcelona slær mjög um sig þessa
dagana. í gær bárast fréttir um að
félagið hefði keypt brasilíska sókn-
armanninn Rivaldo frá Deportivo
Coruna fyrir 1.800 milljónir króna
og að enski landsliðsmaðurinn
Steve McManaman frá Liverpool
væri mættur til Spánar til viðræðna
um samning.
Bobby Robson, framkvæmda-
stjóri Barcelona, horfði á leik Liver-
pool og Leicester í fyrrakvöld. Ensk-
ir fjölmiðlar sögðu í gær að
Barcelona væri tilbúið að greiða
1.400 milljónir króna fyrir McMana-
man. Líklegt væri að Liverpool tæki
því boði þar sem McManaman væri
laus allra mála hjá félaginu næsta
vor og þá fengi það ekkert fyrir
hann.
Barcelona hefur þegar keypt
Sonny Anderson, Christophe Dug-
arry og Michael Reiziger. -VS
KÖTTARAR!
Þróttur - Breiðablik
KL. 19.00 í kvöld í dalnum
Það þarf ekki að ræða það nánar
LIFI ÞRÓTTUR
Handboltanámskeið
Handbolti fyrir 6-10 ára í Digranesi, í
tvær vikur, hefst 18. ágúst frá kl. 13-
16. Fjölbreytt dagskrá: Handbolti,
leikir, sund og Fjölskyldu- og hús-
dýragarður, Siggi Sveins kemur í
heimsókn og kennir krökkunum að
dúndra. Umsjónarmaður: Gunnar
Guðmundsson íþróttafulltr. Upplýs-
ingar og skráning á staðnum eða í
Digranesi. Sími 33 42230