Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Page 28
 'itnmjialdur i. vinniMur sj' FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 Helgarblað DV: Feðgarnir ^ í Bónusi Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, feðgarnir í Bónusi, verða í opnuvið- tali í helgarblaði DV á morgun. Rætt er við þá um samkeppnina, samvinn- una, framtíðarplönin og ýmislegt fleira. í blaðinu er viðtal við Birnu Helgadóttur, blaðamann á European, sem er farin að koma fram á sjón- varpsstöðinni Sky. Talað er við leikarann Alan Alda og íslenskan ljósamann sem hefur verið 1 ♦iið vinna með Skunk Anansie. Frétta- ljósin eru um skálmöldma i Landeyj- um og fylliríssögur af Jeltsín. Þáttur- inn DV fyrir 15 árum hefur göngu sína. Rætt er við forsprakka hljóm- sveitarinnar Vínyl og margt fleira. -sv/bjb Æsumálið: Gögn send til Hollands Rannsóknarnefnd sjóslysa er að undirbúa að senda gögn varðandi Æsumálið til Hollands. Nefndin er að safna saman teikn- ingum o.fl. af skipinu. Senda á gögn- '^n til skipasmíðastöðvarinnar í Hollandi sem smíðaði Æsu. Þar á að kanna hvemig teikningar Siglinga- stofnunar samræmast upphaflegum teikningum af skipinu._-RR Drengurinn sem lést Drengurinn sem lést af slysförum í Heið- mörk sl. þriðjudag hét Svavar Árnason, til heimilis að Jörfabakka 30 í Reykjavík. Svavar var 5 ára gamall. Hann var sonur Hildar Sig- "%-urðardóttur og Árna Sigurðssonar. Hann átti 4 hræður, þar af einn tví- bm'abróður. Syrtir í álinn hjá sjávarútvegsfyrirtækjum: UA tapar enn þrátt fyrir hagræðingu „Ekki hefur tekist að snúa tapi af rekstri Útgerðarfélags Akureyringa upp í hagnað það sem af er árinu. Milliuppgjör vegna rekstrarins á fyrra helmingi ársins verður birt í næstu viku en framkvæmdastjór- inn vill ekki nefna neinar tölur fyrr en uppgjörið liggur fyrir. Hann staðfestir aðeins að ekki sé um hagnað að ræða. Að sögn Guð- brands Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra ÚA í morgun, verð- ur uppgjör fyrri hluta ársins birt í næstu viku þegar lokið hefur verið við að gera upp rekstur Tanga hf. og setja tölurnar inn i rekstrartölur ÚA. Verulegt tap var á síðasta ári á reglulegum rekstri Útgerðarfélags Akureyringa, alls 266 milljónir, en stóran hluta þess var að rekja til vandamála í rekstri þýska dóttur- fyrirtækisins Mecklenburger Hochfischerei. Gripið var í fram- haldinu til mikilla hagræðingarað- gerða og endurskipulagningar. Fækkað var stöðugildum um 18, togara var lagt og landvinnslan var endurskipulögð Þá var þýska dótt- urfyrirtækið gert upp með 35 millj- óna króna hagnaði eftir að einn togari fyrirtækisins hafði verið seldur. „Það góða í þessu er að við sjá- um fram á bjartari tíma og höfum verið að gera róttækar aðgerðir á fyrirtækinu," sagði Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri i samtali við DV eftir að ársuppgjör síðasta árs lá fyrir. Hann sagði þá að aðgerðirnar myndu skOa sér í rekstri á þessu ári. Svo virðist sem þær vonir séu að bregðast þar sem tölur um áfram- haldandi stórtap heyrast nefhdar. „Ég vil ekkert segja um það,“ sagði Guðbrandur við DV í morgun. Hann sagði að milliuppgjörs væri að vænta í næstu viku og þá yrðu þær lagðar fyrir Verðbréfaþing ís- lands. Spurður um rekstrarárangur ÚA sagði Guðbrandur: „Við erum ekki með hagnað á þessu ári.“ -SÁ Leikstjóri og aöalleikarar kvikmyndarinnar Blossa eftir forsýningu myndarinnar í gærkvöld. Mikil óánægja var meðal aðstandenda myndarinnar eftir að Kvikmyndaeftirlit ríkisins setti 16 ára aldurstakmark á myndina í gær, nokkrum klukkustundum fyrir forsýningu. Að sögn aðstandenda myndarinnar átti hún að höfða til 14-16 ára aldurshóps. Um 2 þúsund manns voru á forsýningunni í gærkvöld. DV-mynd JAK .FULLIR I 3EINNI" ÁX-INU MILLI KL 03 OG 05! Veðrið á morgun: Rigning fyrir sunnan Á morgim verður austan- og suðaustangola eða kaldi. Rign- ing eða súld verður víða um sunnanvert landið en úrkomu- lítið um landið norðanvert. Hiti verður á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast norðanlands og vestan- lands. Veörið í dag er á bls. 37 Unnið var við að hreinsa til í rústun- um í gær. DV-mynd JB Upptök rannsökuð DV, Hvolsvelli: Hesthús, hlaða og um 1800 baggar af nýhirtu heyi eyðilögðust í bruna sem varð á Hellishólum í Fljótshlíð í gærmorgun. Húsið, 12 hesta hús, og hlaðan brunnu til kaldra kola. í gær var unnið að þvi að moka heyi úr rústunum og athuga hvort einhverju af því mætti bjarga. Ekki er vitað með vissu um elds- upptök en talið er líklegast að kvikn- að hafi í út frá rafmagni, þar sem hey- ið var vel þurrt þegar það var tekið í hlöðu. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli í morgun er enn unnið að rann- sókn á upptökum eldsins. -JB Útvarpsstöðin X-ið: Brutust inn og hófu út- sendingar „Þeir kunnu greinilega eitthvað fyrir sér því það þarf kunnáttumenn til að stöðva tónbandsútsendinguna og koma sér í beina útsendingu bæði með talað mál og tónlist en það gerðu þeir. Ég hef séð nöfn þessara manna en kannast ekki við að neinn þeirra sé þekktur útvarpsmaður. Hvað þeir voru lengi að skal ég ekki fullyrða en alla vega náðu þeir að spila nokkur lög og senda kveðjur," sagði Þorsteinn Hreggviðsson, Þossi, dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar X- ið, en þar var brotist inn í nótt er leið. Það var á milli klukkan 4 og 5 að hlustendur útvarpsstöðvarinnar X-ið tóku eftir því að ný, ókunnug og dálít- ið þvoglumælt rödd var komin í út- sendingu á útvarpsstöðinni og sendi út kveðjur til sjómanna og spilaði þungarokk. Lögreglu var þegar í stað gert viðvart og sótti hún þrjá menn sem brotist höfðu inn á útvarpsstöð- ina. Það var starfsfólk 10-11 verslananna sem fyrst tók eftir að ekki var allt mneð felldu. Þossi segir að þremenn- ingarnir hafi ekki skemmt neitt, að því er best verður séð. Þeir munu hafa sparkað upp hurðum í húsinu í Aðalstræti 9 en það er orðið gamalt og heldur lúið og því ekki erfitt að kom- ast þar inn. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.