Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Side 4
4 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 Fréttir Fleiri konur láta taka sig úr sambandi: Fjölgun ófrjósemisaðgerða Fleiri konur gangast nú undir ófrjósemisaðgerð en fyrir 20 árum. Samkvæmt upplýsingum frá land- læknisembættinu hefur ófijósemis- aðgerðum fjölgað úr 200 árið 1975 I tæplega 600 aðgerðir á ári 1990-94. „Á þessu geta verið ýmsar skýring- ar,“ sagði Auðólfur Gunnarsson kvensjúkdómalæknir þegar DV bar undir hann þessa fjölgun. „Til dæm- is er aðgengi aö þessum aðgerðum miklu betra núorðið. Áður fyrr voru ófrjósemisaðgerðir gerðar á sjúkra- húsum en nú er hægt að gera þær á einkaskurðstofum. Síðari ár hefur einnig verið nokkur umræöa um fylgikvilla piliunnar og hún kann að hafa stuðlað að þessari fjölgun. Þá spilar aukið vinnuálag ef til vill inn í, þ.e fólk vill ekki eiga á hættu að þurfa að hverfa frá störfum. Loks getur verið að skráning sé betri en áður.“ Vandræöi með getnaöar- varnir Að sögn Auðólfs hefur stærstur hluti þeirra kvenna sem fara í ófrjó- semisaðgerð átt í einhverjum vand- ræðum með hefðbundnar getnaðar- vamir. Hann segir flestar kvenn- anna á miðjum aldri og margar hafi Margar konur sem gangast undir ófrjósemisaögerð vilja síöar geta eignast börn. Oft reynist þaö útilokaö. átt börn áður. Auðólfur segir ekki mikið um það að ungar konur fari í ófrjósemisaðgerð en þess séu þó dæmi: „Yfirleitt eru það konur sem vita að þær em arfberar alvarlegra sjúkdóma. Þá er einstaka fólk sem ætlar sér hreinlega ekki að eignast böm. Afdrifarík ákvöröun „Fyrir aðgerðina er konunni gerð grein fyrir því að hún verður aö líta á þetta sem endanlegt. Sá möguleiki er reyndar fyrir hendi að tengja eggjaleiðarana saman aftur en það krefst viðamikillar aðgerðar, auk þess sem hún tekst aöeins í 50-60% tilvika. Auðólfúr segir þó talsvert um það að konur skipti um skoðun eftir ófrjósemisaðgerð. „Algengustu til- vikin varða konur sem hafa ákveð- ið að eignast ekki böm í því sam- bandi sem þeir voru í en kynnast nýjum manni sem þær vilja gjarnan eignast börn með. „Almennt gera konumar sér fulla grein fyrir þýð- ingu aðgerðarinnar þegar hún fer fram. Það gerist hins vegar oft í líf- inu að aðstæður breytast og þá hugsar fólk öðruvísi." -kbb Deila Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna: Tek málið upp á meirihlutafundi - segir Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans „Ég hafði ekki heyrt um þessa deilu fyrr en ég las um hana í DV á laugardaginn. Síðan hef ég fengiö i hendumar bréf sem verkaiýösfélögin sendu öllum borgarfulltrúum. Þetta er auðvitað hið versta mál sem verð- ur að leysa og ég mun krefjast þess að það veröi tekið fyrir á meirihluta- fundi hjá okkur í vikunni," sagði Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans, í samtali við DV um deilu Dagsbrúnar og Framsóknar við Reykjavíkurborg. Eins og skýrt var frá í DV á laugar- daginn snýst málið um það að starfs- mannahald Reykjavíkurborgar ákvað einhliða að breyta störfum ræstinga- fólks í þremur skólum borgarinnar og kalla það skólaliða. Um leið var ein- hiiða ákveðið að þeir yrðu félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborg- ar en ekki í Verkakvennafélaginu Framsókn. Ræstingafólk borgarinnar hefur ætíð verið í Framsókn og er tekið fram í kjarasamningunum frá í vor aö félagsmenn þess hafi forgangs- rétt til þessara starfa. Ekkert var við verkalýðsfélögin rætt um þetta fyrr en alit var afstaðið og þeim send til- kynning um það. Á fundi, sem formenn verkalýðsfé- laganna og Grétar Þorsteinsson, for- seti ASÍ, áttu með forstöðumanni starfsmannahalds borgarinnar og borgarstjóra um málið, var bent á dómstólaleiöina ef félögin viidu ekki una niðurstöðunni. Nú hafa verkalýðsfélögin sent öil- um borgarfulltrúum í Reykjavík bréf þar sem málið er rakið og skýrt. í lok bréfsins segir orðrétt: „Eins og þetta bréf og gögn bera með sér er þetta slíkt endemisklúður af háifu borgarinnar að engu tali tek- ur. Bæði þessi félög hafa átt góð sam- skipti við borgina og leyst ágrein- ingsmál sem upp hafa komið, þannig að þessum vinnubrögðum vorum við algjörlega óviðbúin. Við munum snú- ast gegn þeim á viðeigandi hátt, það er því ósk okkar, ágæti borgarfuli- trúi, að þetta mál verði tekiö til um- ræðu í borgarstjóm án tafar.“ Undir bréfið rita nöfn sín Halldór Bjömsson og Ingunn Þorsteinsdóttir. -S.dór Flóöið yfir Eldhraun: Umhverfis- spjöll af mannavöldum DYVikí Mýrdal „Þama eru á ferðinni umhverf- isspjöll af mannavöldum og það hljóta allir þeir sem gróðri unna að líta mjög alvarlegum augum," sagði Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri þegar DV spurði hann hvaö væri um að vera í Eld- hrauni. Þar hefur kvísl úr Skaftá veriö að renna yfir þjóðveginn í nokkra daga. Sveinn vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. -NH Dagfari Plástursaðferðin i Hafnarfirði Mönnum er enn í fersku minni þegar uppvíst varð um nýstárlegar uppeldisaðferðir í leikskóla í Hafti- firði. Það var þegar hafnfirskur leikskólakennari hafði þann hátt- inn á að líma plástur fyrir munn eins bamsins þegar blessað bamið hafði of hátt. Hafnfiröingar em ýmsu vanir en einhvem veginn féll þessi leikskólaaðferð í grýttan jarð- veg og endirinn var sá að leik- skólakennaranum var sagt upp störfum eða að minnsta kosti lát- inn taka sér frí á meðan rannsókn fór fram á atvikinu. Auðvitað er svona plástur fyrir vit bama skiljanlegur á stundum. Leikskólakennarar geta ekki sífellt verið að þagga niöur í óþekkum krökkum og leikskólakennarar þurfa að tala saman og það er hvimleið áreitni af hálfu bamanna í skólanum þegar þau em sífellt að gjamma og grenja og sýna kennur- um sínum og uppalendum lítinn sem engan frið eða skilning við að passa bömin. Með því að setja plástur fyrir munninn á grenjandi krakka em margar flugur slegnar í einu höggi. Það þaggar niður í baminu, það skilur að það þýöir ekkert að halda áfram að grenja þegar engin hljóð heyrast og svo fá fóstrur og kenn- arar og gæslumenn næði til aö tala saman um hvaða árangur mismun- andi aðferðir hafa við uppeldi bama sem hafa of hátt. Því miður hafa engar skýrslur borist um þær rannsóknir sem fram fóm í Hafnarfírði í kjölfariö á þessu atviki og vitaskuld á aö birta þær. Fyrir fram hafa menn verið að gera athugasemdir og tekiö upp hanskann fyrir bamið. En hver segir að baminu hafi liðið illa með plásturinn? Hver segir að það geti ekki veriö skynsamlegt uppeldi og liður í því aga börnin aö þagga nið- ur í þeim með árangursríkum hætti? Hafnfirðingar eiga að kynna þessa aðferð og niðurstöður þeirra rannsókna sem hljóta að hafa farið fram vegna þess að hér er um út- breitt vandamál aö ræða í flestum leikskólum bama þar sem böm hafa of hátt og valda kennurum ónæöi í störfum þeirra. Nú hefur það gerst að bæjaryfir- völd í Hafnarfiröi hafa ákveðið að ráöa viðkomandi leikskólakennara sem forstöðumann leikskóla í Firð- inum sem felur það að sjálfsögðu í sér að viðkomandi leikskólakenn- ari hefur fengið uppreisn æm. í þessari ráöningu felst sömuleiðis viðurkennling á störfum hennar og uppeldisaðferöum. Plátursaðferðin hefur sem sagt ekki beðið lægri hlut heldur þvert á móti em brautryðjendur hennar traustsins verðir, samkvæmt ákvörðun bæjaryfirvalda og sér- fróðra nefhda og sjálfsagðir til frek- ari ábyrgðarstarfa sem getur ekki annaö en skoðast sem verðlaun og traustsyfirlýsing um gildi plásturs- ins. Foreldrar í Hafnarfirði geta framvegis átt von á því að koma að bömum sínum plástmðum í leik- skólanum og geta þess vegna haft plásturinn yfir munnum barna sinna áfram heima til að þagga nið- ur í þeim vegna þess að aðferðin er viðurkennd og vel brúkleg. Hún er ódýr og einfóld og spuming jafnvel sú hvort ekki eigi að yfirfæra plást- ursaðferðina yfir á fullorðið fólk, til að mynda alla þá foreldra sem nú em að safna undirskriftum í mótmælaskyni gegn ráðningu leik- skólakennarans. Það þarf að þagga niður í þessu fólki sem skilur ekki og veit ekki hvenær það á að þegja. Ekki frekar en bömin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.