Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997
29
Bólusetningar valda
krabbameini í köttum
Reglulegar bólusetningar eru
flestum köttum nauðsynlegar.
Þannig er hægt að hindra að þeir fái
óhugnanlega sjúkdóma eins og
hundaæði og hvítblæði. Bandarísk-
ir vísindamenn hafa hins vegar
komist að því að reglulegar bólu-
setningar valda krabbameini í kött-
um. Hér er um lítið hlutfall að ræða,
einungis fjórir af hverjum tíu þús-
und köttum fá krabbamein sem
hægt er að rekja til bólusetninga.
Fyrir flesta ketti er krabbameinið
banvænt en talið er að þriðjungur
þeirra sem á annað borð fá það sé á
lífi þremur árum eftir að það grein-
ist.
Orsökin ókunn
Þessi ólánsömu gæludýr fá yfir-
leitt illkynja æxli á milli herðablað-
anna en þar eru þeir sprautaðir þeg-
ar þeir eru sprautaðir. Vísinda-
menn vita ekki enn þá hvað veldur
þessu. Menn hafa getið sér þess til
að annaðhvort sé bóluefhinu sjálfu
um að kenna eða hinu stöðuga álagi
á svæðið sem er sprautað i. Sumar
rannsóknir benda til þess að bólu-
efnið gegn kattarhvítblæði sé meira
krabbameinsvaldandi en önnur
Reglulegar bólusetningar eru lífsnauösynlegar fyrir ketti en fyrir suma þeirra
geta þær veriö hættulegar.
bóluefni. Niðurstöður rannsókna
sem hafa verið gerðar á tengslum
krabbameins og bóluefnis gegn
hundaæði hafa ekki þótt nægilega
ljósar svo hægt sé að fullyrða um
hvort það sé krabbameinsvaldandi.
Þrátt fyrir þetta eru flestir banda-
rískir dýralæknar á því að nauðsyn-
legt sé að bólusetja ketti reglulega.
Hlutfall þeirra sem fái krabbamein
sem rekja má til bólusetninga er
einfaldlega of lítið á móti þeim kött-
um sem myndu veikjast alvarlega
væru þeir ekki bólusettir reglulega
gegn alls kyns sjúkdómum. Enn
fremur sé nauðsynlegt að bólusetja
gæludýr gegn hundaæði, annars sé
mikil hætta á því að menn sýktust
af þeim alræmda sjúkdómi.
Sumir dýralæknar vilja bregðast
við þessum vanda með því að
sprauta ketti með bóluefni í fætur
þeirra í stað þess að sprauta þá í
bakið. Þannig á að vera auðveldara
að fjarlæga illkynja æxli fái þeir
krabbamein. Þetta er þó umdeilt
ráð, margir dýralæknar segja mun
erfiðara að bólusetja dýrin á þenn-
an hátt. Annað ráð er einfaldlega að
bólusetja ketti sjaldnar en nú er
gert en vaninn er að bólusetja þá á
árs fresti. Vestan hafs er verið að
þróa nýtt blóðpróf en með því er
hægt að sjá hvort mótefni í blóði
dýranna sé orðið það lítið að nauð-
synlegt sé að sprauta þau.
-JHÞ/Byggt á CNN
Þegar
hefur
tekist að
gera vél-
mennum
kleift að
skynja
um-
hverfi
sitt með
sjón og
heyrn.
Lyktar-
skynið
er næst á
dagskrá
og hefur þegar verið unnið
mikið starf í þá átt að ljá vél-
mennum nothæf nef.
í framtíðinni munu vél-
menni búin fullkomnum
„gervinefjum" vera á verði fyr-
ir hættulegum efnaleka. Sömu-
leiðis munu læknar nota sömu
tækni við sjúkdómsgreiningu.
Þetta er að minnsta kosti skoð-
un David Walt sem vinnur
ásamt koliegum sínum í Tufts-
háskólanum nærri Boston við
að gefa vélmennum lyktarskyn.
Þeim hefur þegar tekist að gera
vélmennum kleift að þekkja um
40 lyktartegundir. Reyndar hef-
ur þetta starf gengið svo vel að
vélmennin geta nú þekkt marg-
brotna lykt eins og t.d.
rakspíralykt. Vísindamennirn-
ir eiga þó langt í land með að
gera vélnefm jafn fullkomin og
mannsnefíð. Menn geta greint á
milli hundraða lyktartegunda
en rétt er að geta þess að mann-
skepnan er ekki mjög þefnæm
miðað við mörg önnur dýr.
Það er kannski ekki rétt að
segja að vélmenni finni lykt, í
raun tekur vélmennið „mynd“
af efnisögnunum sem mynda
þef og birtir hana á tölvuskjá
sem marglita hringi. Hver
hringur táknar svo efnisagn-
imar sem lyktin er samansett
úr.
-JHÞ/Byggt á CNN
Halastjörnurannsókn leysir gamlar gátur
Rannsóknir á hala-
stjörnunni Hyakutake,
sem hefur farið næst
jörðu síðan menn fóru
að nota sjónauka til að
kíkja út í geiminn, hafa
leyst margar gátur og
veitt nýja innsýn í upp-
runa halastjama. Þessir
flækingar himinsins
urðu sennilega til á
sama tíma og plánetur
sólkerfisins. Talið er að
þær komi upphaflega
frá hinu ískalda Oort
skýi sem umlykur ystu
mörk sólkerfisins.
Þyngdaraflið veldur því
að þær villast þaðan og
inn í sólkerfið. Lengi
hafa vísindamenn spurt
sig að því hvernig þess-
ir „fljúgandi snjóboltar"
endist í margar ferðir í
kringum sólina.
ísagnir sem umlykja
halastjömukjarnann
gufa upp þegar sólin
skín á hann og mynda
gashala sem menn sjá
Halastörnuna Hale Bopp ber við styttuna af „Engli friöarins" í
Berlín í aprílmánuöi sl.
með berum augum frá
jörðu. Efnin í ísögnun-
um eru einmitt þau
efni sem mynduðu upp-
haflega sólkerfi okkar.
Einnig sýna rannsókn-
ir á Hyakutake að
kjarninn sjálfur gefur
frá sér gasagnir. Þetta
gefur mönnum færi á
því að skoða kjarna
halastjörnunnar enda
er hann yfirleitt ósýni-
legur vegna smæðar
hans. Kjarni hala-
stjarna er yfirleitt ekki
nema um 1 til 10 kíló-
metrar í þvermál. Því
verða vísindamenn oft-
ast að láta sér nægja að
gera rannsóknir á
kjarna halastjarna og
má líkja þessari iðju
þeirra við að rannsaka
flugvélar með útblæstri
þeirra.
-JHÞ/Byggt á ABC-
news
Orrustuþotur framtíðarinnar þurfa hvorki flugmenn ná stél
Geimferðastofnun Bandaríkjanna
(NASA) og McDonnel Douglas flug-
vélafyrirtækið vinna nú saman að
þróun orrustuþotu framtíðarinnar.
Vélin kallast X-36 og er fjarstýrð.
Henni er stjórnað á jörðu niðri af
„flugmanni“ sem notar m.a.
stýripinna og myndavél sem er fest
á nef flugvélarinnar til að stýra
henni. Hönnuðir X-36 þotunnar
segja að í framtíðinni verði ómann-
að flug sífellt mikilvægari fyrir
bandaríska heraflann en hann býr
þegar yfir afar fullkomnum fjar-
stýrðum njósnaflugvélum.
Annað sem vekur athygli við X-36
er að hún hefur ekkert stél. Þetta
eru ekki mistök í hönnun heldur að-
ferð til þess að gera vélina torséðari
fyrir ratsjárgeislum væntanlegra
óvina og vélina liprari. Þannig á að
tryggja að vélar eins X-36 geti velgt
óvinum Ameríku undir uggum í
framtíðinni. Ekki hefur verið
ákveðið hvenær fullbúin útgáfa af
vélinni verður smíðuð eða flogið en
nú er verið að prófa smærri útgáfu
af vélinni og að sögn þeirra sem
standa að tilraununum ganga þær
vel. -JHÞ/Byggt á CNN
Æ
Eins og
fjallað var um
á síðum þess-
um á dögun-
um geta svo-
kölluð sólgos
haft slæmar
afleiðingar fyr-
ir fjarskipti
mannanna.
Sólgos eru gif-
urlega öflugar
gassprengmg-
ar á yfírborði sólarinnar sem gefa
frá sér rafsegulbylgjur sem síðan
skelia á plánetunum sem snúast í
kringum hana. Vísindamenn hafa
hingað til ekki getað spáð fyrir
um hversu öflug gosin verða og
því ekki getað varað við hugsan-
legum afleiðingum þeirra.
Þetta gæti verið að breytast. í
gær sendi bandaríska Sjó- og lofts-
lagsrannsóknarstofnunin (NOAA)
upp gervihnött sem á að senda
upplýsingar sem ættu að geta
hjálpað visindamönnum að spá
fyrir um sólgos og afleiðingar
þeirra. Talið er að gervihnöttur-
inn, sem ber heitið ACE, muni
geta numið merki um stærstu gos- '
in og því hjálpað til við að komast
hjá tjóni af þeirra völdum. Ætlun-
in er síðan að upplýsingar frá
ACE- hnettinum verði sendar til
miðstöðvar NOAA sem gefi svo út
viðvaranir til fjarskiptafyrirtækja
og annarra aðila sem reka við-
kvæm fjarskiptakerfi sé von á sér-
staklega mögnuðum sólgosum.
Fuli þörf ætti að vera á þessari
þjónustu þar sem talið er að mik-
ið verði um sólgos á næstu árum.
-JHÞ/Byggt á CNN
jrtðU falleg og sterk
Ueiy samkomutjöld
Æ IU&
MmtmTmí
„.Tjaldaleigan
Skemmtilegt hf.
Krókháls3, 112 Reykjavík
B______Sími 587-6777_j
Gjafaþjónustajyrir
brúðkaupið
&) SILFURBÚÐIN
nX-/ Kringlunni 8-12 »Sími 568 9066
- Þarfœrðu gjöfina -