Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Page 40
Vmningstölur laugardaginn 23-08
|§p-'
4 6 11
fN^
18
24
Fjöldi
Vinningar vinninga Vinningsupphœð
1-5 ats MB 4 6.750.810
2. 4 ats.S 12 141.670
3 -f “ts 426 6.880
A- 3 ats 13.256 510
97
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
33*'
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
Heildarvinning&upphœð
24.707.118
550 5555
KR-ingarnir
slógu í gegn
DV, Krít:
Veður á
Faxaflóasvæði
næstu viku
- samkv. tölum frá Veöurstofu íslands -
Hitastig- á 12 tíma bili
18 c°
mán.. þri. miö. fim. fös.
Vindhraði
12stig
4 ANA NA A NA
mán. þriö. miö. fim. fös.
Urkoma -á 12 tíma bw
18 mm
16
14
12
10
8
.-I I I ll I I
mán. þri. miö. fim. fös.
HAUM MINN.
PU LEST PAÐ í DV\
Frjálst,óháð dagblað
MANUDAGUR 25. AGUST 1997
Þegar knattspyrnulið KR-inga
kom til Krítar í gærkvöld fékk það
glæsilegar mótttökur hjá þremur
stuðningsmönnum sem biðu þess í
flugstöðinni. Stuðboltarnir sungu
„Makkarena" með tilþrifum og við
undirleik af segulbandi.
Þessi tilþrif féllu í góðan jarðveg
hjá grískum sjónvarpsmönnum sem
mynduðu KR-ingana í gríð og erg.
Söngur þeirra var síðan fyrsta frétt
hjá gríska sjónvarpinu síðar í
gærkvöld.
KR mætir OFI á Krít annað kvöld
í UEFA-bikamum í knattspymu en
liðin gerðu markalaust jafiitefli á
Laugardalsvellinum á dögunum. -ÖB
Lögregluna á Selfossi skorti upplýsingar um skjálftana:
Fengum ekk
ert að vita
- á annaö þúsund jaröskjálftar á svæöinu í gær
„Síminn hjá okkur var rauðgló-
andi í meira en klukkustund eftir
skjálftann og þar sem við náðurn
ekki i Veðurstofuna gátum við litl-
ar upplýsingar gefið. Það truflar
fólk að lögreglan skuli ekkert vita
og mér finnst að við þurfum að
vera í beinu sambandi við Veður-
stofuna þegar eitthvað svona ger-
ist. Við urðum að biðja lögregluna
í Reykjavík að fara upp í Veður-
stofu og biðja þá að hringja til
okkar,“ sagði Guðmundur Sig-
urðsson, varðstjóri lögreglunnar á
Selfossi, við DV í gærkvöld.
Seint í gærkvöld höfðu á annað
þúsund jarðskjálftar orðið á Hell-
isheiðinni frá því að stærsti
skjáifti síðan 1994 reið yfir um
klukkan þrjú í fyrrinótt. Sá stóri
mældist 4,3 á Reichter og vaknaði
fólk á Suðurlandi illa við drunur
og hristing.
Mjög skelkaöir
„Margir urðu verulega skelkað-
ir og ekki bætti úr skák að raf-
magnið skyldi fara af. Ég held að
það hljóti að vera áhyggjuefni i
ekki stærri skjálfta," segir Guð-
mundur Sigurðsson.
Hjá Veðurstofunni fengust þær
upplýsingar í gærkvöld að ekkert
sérstakt benti til þess að vænta
mætti enn stærri skjálfta. Reynsl
an hefði sýnt að sá stóri kæmi
fyrst og síðan smærri i kjölfarið.
Tugir skjálfta hafa mælst yfir 2,5 á
Richter. Sigurður Rögnvaldsson
jarðskjálftafræðingur fylgdist með
jarðhræringunum í gærkvöld.
„Við höfum fengið svona hviður
með reglulegu millibili í þrjú ár
og þótt virknin sé kannski óvenju-
mikil þessa stimdina er ekkert
sem bendir til þess að fleiri stórir
komi í þessari lotu. Allt eins má
þó búast við hræringum áfram
næstu daga,“ segir Sigurður.
í gærkvöld var enn ekki ljóst af
hverju rafmagnslaust varð í Hvera-
gerði í fyrrinótt en Jóhann Kjart-
ansson, rafvirki á bilanavakt Raf-
magnsveitunnar, sagði að útleysing-
arbúnaður á spenni hefði liklega
ekki þolað hristinginn. Hann sagði
menn vitaskuld ekki ánægða með
það og að málið yrði skoðað næstu
daga. Allur annar búnaður reyndist
í lagi eftir skjálftann. -sv
Veður á morgun:
Rigning
fyrir
sunnan
A morgun verðm' austlæg átt,
víðast kaldi. Sunnan- og austan-
lands verður rigning en úrkomu-
lítið á Norður- og Vesturlandi.
Hiti verður á bilinu 8 til 13 stig,
hlýjast á Vesturlandi og í inn-
sveitum norðanlands.
Veðrið í dag er á bls. 45.
Ólafur Egilsson:
Halim fær
allar fréttir
Farþegi og ökumaður bifreiöar voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir harðan árekstur á mótum Bú-
staöavegar og Reykjanesbrautar laust eftir hádegi í gær. Þar fór betur en á horföist, aö sögn sérfræöings á slysa-
deild, því tækjabíi siökkviliösins þurfti til þess aö losa fólkiö úr bíinum. Annar fékk aö fara heim í gær og hinn lík-
lega í dag. Þeir slösuöust báöir en ekki alvarlega. ~sv
„Við eigum erfitt með að tjá okk-
ur um framtíðina í þessu því Halim
A1 fréttir af öllu sem kemur í ís-
lenskum fjölmiðlum. Hann er með
stúlkumar í þorpi þar sem foreldrar
hans eiga hús. Lögfræðingur á okk-
ar vegum gerði tilraun til þess að
reyna að fá stúlkurnar á fimmtudag
en lögreglan á staðnum neitaði hon-
um um aðstoð,“ segir Ólafur Egils-
son sendiherra þar sem hann er
staddur í Tyrklandi að vinna í mál-
um Sophiu Hansen.
Sophia átti, samkvæmt úrskurði
hæstaréttar í Tyrklandi, að hafa
stúlkumar í júlí og ágúst. -sv
Týndur farþegi
Eins og hálfs tíma seinkun varð
á flugi Atlanta-flugfélagsins frá
London á laugardag. Farþegi í vél-
inni sagði að ástæðan hefði verið sú
að farþegi, sem búinn var að bóka
sig inn, mætti ekki í vélina.
Þegar slíkt gerist verður að fara í
farangurslest vélarinnar og finna
farangur viðkomandi því bannað er
að fljúga með farangur fólks sem
ekki mætir í flugið.
Starfsmaður Atlanta-flugfélagsins,
sem DV ræddi við í gær, staðfesti að
seinkunin á fluginu hefði verið einn
og hálfur tími. Hann vissi ekki
ástæðuna en sagðist samt telja að
fleira en týndur farþegi hefði verið
ástæða fyrir svo mikilli seinkun. Þar
gæti svo margt komið tii. -S.dór
I lífshættu
Eldri kona liggur lífshættulega slös-
uð á gjörgæsludeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur eftir að ekið var á hana
þar sem hún var gangandi á gatnamót-
um Litluhlíðar og Bústaðavegar seinni
part dags í gær. Að sögn sérfræðings á
slysadeild er konan brotin á báðum
fótum, með alvarlega höfuðáverka og
hugsanlega aðra innri áverka. -sv
skuli ítrekað gerast vegna bilaðra
senda,“ sagði starfsmaður Land-
helgisgæslunnar við DV í gærkvöld.
í gærmorgun barst sending frá
neyðarsendi 20-30 mílur norður af
Brúarjökli í Vatnajökli. Flugvélar,
sem flugu yfir landið, tilkynntu ýmist
að um neyðarsendi væri að ræða eða
ekki og var SIF, þyrla Landhelgis-
gæslunnar, send til þess að kanna að-
stæður. Eftir nokkur vandræði fannst
belgískur ferðalangur með sendinn í
bakpokanum. Þrátt fyrir að slökkt
væri á sendinum sendi hann merki.
Ekkert amaði að manninum. -sv
Tilboð á árgerð '97
Ingvar
Helgason hf.
Sævarliöfða 2
Sími 525 8000
Rándýr leit
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
þessir sendar frá Landsbjörg bila.
Það leitarkerfi sem fer í gang kostar ,
stórfé og það er mjög slæmt að það Æ
Sjáttskipt
tjtójj t
PRIMERA t