Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997
Útlönd
Annan hvetur
til samþykktar
umbóta hjá SÞ
Kofi Annan, aðalfram-
kvæmdastjóri Sameinuöu þjóð-
anna, hvatti aðildarlöndin í gær
til að samþykkja tillögur hans
um endurbætur í rekstri samtak-
anna. Þá hvatti hann þær þjóðir
sem enn skulda samtökunum fé
að gera upp
hið fyrsta.
Bill Clinton
Bandaríkjafor-
seti og fulltrú-
ar Norður-
landanna og
fleiri landa
lýstu yfir
stuðningi sínum við umbótatil-
lögur Annans. Fulltrúi Tansaníu
sagði hins vegar aö þær væru
viðræðugrundvöllur. Þar endur-
speglaði hann skoðanir margra
þróunarlanda.
Bandaríkin lágu undir ámæli
fyrir að greiða ekki skuld sína
við SÞ sem nemur á annað
hundraö milljörðum íslenskra
króna. Bandaríkjaþing, þar sem
repúblikanar ráöa feröinni, vill
ekki greiða nema tæplega sextíu
milljarða og setur auk þess tugi
skdyrða fyrir greiðslunum.
Bjöm Tore Godal, utanríkis-
ráðherra Noregs, sagði í ræðu á
allsherjarþinginu að engu landi
ætti að liðast að standa ekki við
skuldbindingar sínar. Þá hvöttu
Bretar Bandaríkjamenn til að
greiða skuldir sínar.
Amerískar
stelpur sækja í
dóp og drykkju
Sífellt fleiri bandariskar ung-
lingsstúlkur neyta fikniefna og
drekka áfengi og þær byrja mun
fyrr en áður, að sögn heilbrigðis-
yfirvalda vestra.
Snemma á sjöunda áratugnum
vom um sjö prósent nýliða i
drykkjunni stúlkur á aldrinum
10 til 14 ára. Þremur áratugum
síðar var hlutfallið 31 prósent.
Samsvarandi aukning hefur
einnig orðið á neyslu marijúana.
Bíll veitti Dlönu
eftirför í París
Einn bíll og tvö vélhjól óku á
eftir bifreiö Díönu prinsessu þeg-
ar hún fór frá Ritzhótelinu í Par-
ís aðfaranótt 31. ágúst. Þetta kom
fram í yfirheyrslu fransks dóm-
ara yfir lífverðinum Trevor
Rees-Jones sem einn lifði af um-
ferðarslysiö þar sem Díana, kær-
asti hennar og bílstjóri létu lífið.
Breska blaðið Guardian skýrir
frá þessu og segist hafa fengiö
aögang að snældu meö yfir-
heyrslu yfir Rees-Jones. Reuter
Geðsjúkir notaðir í rannsóknum á tannskemmdum:
Með stöðuga
tannpínu í 4 ár
Svíar byggðu stefnu sínu í tann-
verndunarmálum á tilraunum sem
gerðar voru á yfir 400 geðsjúklingum
á Vipeholmssjúkrahúsinu fyrir
hálfri öld, að því er kemur fram í
sænska blaðinu Dagens Nyheter.
Var sjúklingunum gefin sérstök
karamella sem aldrei var seld í versl-
unum. Karamellan var úr hvítum,
klístrugum massa og svo stór að ekki
var hægt að gleypa hana. Hún festist
í tönnum sjúklinganna og bráðnaði
þar. Framleiðandinn taldi karamell-
una þá hættulegustu sem til væri.
Karamellan var sérpöntuð og notuð
í rannsóknum á tannskemmdum á
árunum 1946 til 1951. Sjúklingunum,
þar á meðal börnum, var skipt niður
í hópa sem fengu mismunandi teg-
undir af sælgæti. Þeir þjáðust af
stöðugri tannpínu í fjögur ár á með-
an læknar eyðilögðu kerfisbundið
tennur þeirra með sætindum. Ekki
mátti gera við holurnar í tönnunum
fyrr en tannlæknarnir höfðu rann-
sakað og skráð hverja skemmd. Þá
voru allar holurnar lagaðar í einu.
Tekin voru munnvatnssýni ur sjúk-
lingunum allt að 36 sinnum á dag
eða á fimmtán mínútna fresti. Það
þýðir að sjúklingarnir voru stöðugt
að framleiða mimnvatn á meðan þeir
voru vakandi.
Rannsóknin vakti alheimsathygli
og var grunnurinn að herferð fyrir
tannheilbrigði sem hófst 1956. Mikil-
vægasta niðurstaða rannsóknarinn-
ar var sú að tannskemmdir voru
fremin háðar því hversu oft var
borðað heldur en hvað var borðað.
Þar með fæddist hugmyndin um
laugardagssælgæti, sem sé að kaupa
aðeins sælgæti einu sinni í viku og
borða það allt í einu en ekki í smá-
skömmtum.
Á þeim tíma sem rannsóknin fór
fram voru tannskemmdir þjóðar-
sjúkdómur í Sviþjóð. ískýrslu vís-
indamannanna um rannsóknina á
geðsjúkrahúsinu kemur fram að þeir
veltu því jafnvel fyrir sér hvort tann-
skemmdir gætu verið hörgulsjúk-
dómur eða truflanir á líkamsstarf-
semi. Rannsóknirnar á Vipeholms-
sjúkrahúsinu hófust sama ár og Svi-
ar slógu heimsmet í ófrjósemisað-
gerðum.
Börn í Kuala Lumpur í Malasíu bera andlitsgrímur til aö draga úr áhrifum stórhættulegrar mengunar sem stafar af
skógareldum í landi þeirra og víða í Suöaustur-Asíu. Neyöarástandi hefur verið lýst á nokkrum svæöum og flug hef-
ur sums staðar veriö fellt niöur vegna reykjarkófsins. Sfmamynd Reuter
Verkamenn óskast nú þegar
til slipp- og málningarvinnu.
Upplýsingar í síma 552-4400
(Egill / Bjarni)
• Starfsmannapartý
• Brúðkaupsveislur
• Fermingarveislur
• Útskriftarveislur
• Afmælisveislur j
• Erfidrykkjur J
• Ráðstefnur J
XfOKDIIDMiUB
Glæsilegir salir fyrir öll tilefni
• Fundahöld
• Kynningar
• Árshátíðir
• Þorrablót
Leitið nánari
upplýsinga
hjá söludeild!
sfMi 568 7111
fax 5689934
HOTf.li IAÍiAND
- hcjúi' lauíiniiui
Samstöðuflokkar
sigruðu
Sigur Kosningabandalags Sam-
stöðu og Frelsissambandsins í þing-
kosningunum í Póllandi á sunnu-
daginn er sæt hefnd fyrir Lech Wa-
lesa, fyrrverandi forseta landsins.
Walesa, sem er stofnandi Samstöðu,
tapaði i forsetakosningunum árið
1995 fyrir Aleksander Kwasniewski,
leiðtoga fyrrverandi kommúnista.
Walesa hefur boðist til að aðstoða
við stjórnarmyndunarviðræður
milli Kosningabandalags Samstöðu
og Frelsissambandsins en báðar
hreyfingarnar eiga rætur að rekja
til verkalýðssamtakanna Samstöðu.
Viðræðumar gætu þó orðið erfiðar
þar sem tortryggni rikir á milli
flokkanna i efnahagsmálum.
Gert er ráð fyrir að Kosninga-
bandalag Samstöðu fái 202 af þing-
sætunum 460. Lýðræðislega vinstri-
bandalagið, sem samanstendur af
fyrrverandi kommúnistum, hlýtur
165 þingsæti. Frelsissambandið
hlaut 61 sæti.
í Póllandi
Kwasniewski, forseti Póllands.
Forsetinn hefur gefið í skyn að
hann kunni að horfa framhjá þeirri
hefð að biðja stærsta flokkinn um
að reyna fyrst stjórnarmyndun.
Talsmaður forsetans kveðst hins
vegar telja leiðtoga Frelsissam-
bandsins, Leszek Balcerowicz, gott
forsætisráðherraefni. Reuter
Stuttar fréttir i>v
Verkamenn í eldi
Þrjátíu og tveir verkamenn
fórust þegar eldur kom upp í
skóverksmiðju í suðausturhluta
Kína í vikunni.
Þekkja árásarmenn
ríkissjónvarpið
gær að ísraelsk
ísraelska
skýrði frá því i
stjórnvöld
hefðu ná-
kvæmar upp-
lýsingar um
hverjir menn-
imir voru sem
stóðu að
sprengjutil-
ræðunum í
Jerúsalem og urðu á þri
ísraela að bana. Sprengjumenn-
irnir ku hafa verið á snærum
skæruliðahreyfingarinnar Ham-
as.
Herinn styður soninn
Norður-kóreski herinn styður
Kim Jong-il, son Kims Il-sungs, í
embætti æðsta leiðtoga komm-
únistaflokks Norður-Kóreu.
Mjög hefúr dregist að skipa
formlega i embættið.
Svíar ræða við NATO
Göran Persson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, lagði í gær
áherslu á náin samskipti við
NATO en útilokaði jafhframt að
Svíar mundu sækja um aðild.
Fékk ekki meirihluta
Slobodan Milosevic og kosn-
ingabandalag vinstriflokka sem
hann leiddi í
forseta- og
þingkosning-
unum í Serbíu
á sunnudag
fengu ekki
meirihluta og
þurfa því á
stuðningi ann-
arra flokka að halda til að
tryggja áframhaldandi völd
næstu fjögur árin. Þá þarf að
greiða aftur atkvæði um forseta
landsins. Úrslitin þykja áfall fyr-
ir Milosevic.
Enn rennur hraunið
Hraun úr eldfjallinu Soufriere
á Karíbahafseyjunni Montserrat
lagði flugvöll eyjarinnar og
fjölda þorpa i rúst í gær.
Tilraunir með bóluefni
Fimmtiu læknar víðs vegar að
úr heiminum hafa boðiö sig
fram sem tilraunadýr fyrir bólu-
efni gegn alnæmi þar sem HIV-
veiran er notuö.
Rútur bannaðar
Borgaryfirvöld í París hafa
bannað umferð langferðabíla á
Montmartrehæö, einhverjum
vinsælasta ferðamannastað
borgarinnar. íbúamir voru
orðnir þreyttir á sífelldum um-
ferðarteppum á þröngum götun-
um.
Clinton samvinnuþýður
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði í gær að fjáröflun hans og
Als Gores
varaforseta
fyrir kosninga-
baráttuna í
fyrra hefði
verið lögleg.
Hann sagðist
þó mundu
vera sam-
vinnuþýður
þegar dómsmálaráðuneytið
rannsakar málið til að hið rétta
komi í ljós.
Tölvan í lag
Áhöfn rússnesku geimstöðvar-
innar Mir hefúr gert við aöal-
tölvu stöðvarinnar. Bandaríkja-
menn undirbúa nú brottför
geimskutlu sem á að færa Mir-
verjum varatölvu.
Óvinir að sama borði
Bresk stjómvöld tilkynntu í
gær að svamir óvinir á Norður-
írlandi mundu líklega sitja
augliti til auglitis í friðarviðræð-
um í dag. Reuter