Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997
33
Myndasögur
Veiðivon
Framkvæmdastjóri Stangaveiðifélagsins:
Kíkir á
stöðuna
undir lokin
„Norðuráin endaði í 1.902 löxum
og það er aðeins minni veiðin en í
fyrra. Við erum ánægðir með sum-
arið í Norðuránni," sagði Bergur
Steingrímsson, framkvæmdastjóri
Stangaveiðifélag Reykjavíkur, í
gærkveldi er við renndum yfir stöð-
una í veiðinni þegar nokkrir
klukkutimar eru eftir af veiðiskapn-
um.
„Við vorum að gera fimm ára
samning um Norðurá í Borgarfirði
fyrir fáum dögum og það þýðir að
við verðum með ána tU 2002. Stóra-
Laxá er í 340 löxum núna og við
veiðum í ánni til 28. september.
Gljúfurá I Borgarfirði þætti sig að-
eins, hún gaf 238 laxa núna en var
með 210 í fyrra. Stærsti laxinn í
Gljúfurá I sumar er 16 punda fiskur.
Elliðaárnar enduðu í 568 löxum og
það er miklu minna en í fyrra. Það
D
Umsjón
Gunnar Bender
fóru 1.087 laxar í gengnum teljar-
ann. Hítará á Mýrum endaði í 217
löxum og stærsti laxinn var 17,5
pund. Hann veiddist á fluguna
Snældu í Hagahyl nýlega. Bleikjurn-
ar voru 426 og urriðarnir 33 í Hít-
ará.
í Soginu verður veitt til 28. sept-
ember og þar eru komnir 222 laxar
á land svo hún getur ennþá bætt við
sig og núna er sá tími sem væni
fiskurinn gefur sig oft í ánni.
Tungufljótið og Hörgsá eru ennþá í
gangi og gengur veiðiskapurinn þar
ágætlega, enda veitt fram í október.
Veiðimenn, sem voru að koma úr
Tungufljóti um helgina, veiddu vel,
þeir fengu 30 sjóbirtinga og var sá
stærsti 12 pund. Þeir sögðu að hell-
ingur af sjóbirtingi væri að koma í
ána,“ sagði Bergur í lokin.
Lokatölurnar eru að koma úr
veiðiánum einni af annarri, Selá í
Vopnafmði endaði í 683 löxum og
Laxá á Ásum í 713 löxum.
Þessa dagana er veitt í klak í
mörgum ám og Sverrir Hermanns-
son bankastjóri var í þeim hugleið-
ingum við Hrútafjarðará um helg-
ina. Sverrir sagði að erfiðlega gengi
að ná í hrygnur í klak en það stæði
allt til bóta. Settir hafa verið upp
plastkassar við nokkra hylji árinn-
ar til að setja í laxa sem veiðast
núna í klakveiðinni.
Lokatölur eru ekki komnar úr
Gljúfurá í Húnavatnssýslu en fyrir
skömmu fóru veiðimenn ofarlega í
ána og settu víst í 17 laxa en náðu
ekki nema 11. Þetta þótti nokkuð
góð för þangað efra og voru sumir
laxarnir vænir. Áin gæti hafa losað
á milli 40 og 50 laxa. Eitthvað er af
fiski í ánni og þá mest efst núna.
Sjóbirtingurinn kemur vonandi
sterkur núna í lok veiðitímans því
laxinn og bleikjan hafa hreinlega
brugðist á stórum svæðum lands-
ins. Að fá 12-14 sjóbirtinga á flug-
una er skemmtun sem hver einasti
veiðimaður vildi lenda í.
EROTISKAR
1ÁTNINGAR
0056 91 5311
Hringdu í mig,
persónulegt
samtal
0056 91
Gaukur á stöng
Tryggv^gata 22 - simi 551 1556 - fax 562 2440 **
22. sept...Spur 25. sept....Sól Dögg
23. sept...Sóma 26.-27. sept...Buttercup
24. sept...B.P og ^ 28. sept....Lekkert
þegiðu Ingibjörg
Lifandi tónlist öll kvöld - Gæðamatseðill