Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 íþróttir unglinga íslands- og bikarmeistarar Vals 1997. Liðið er skipað eftirtöldum piltum: Tómas Ingason fyrirliöi, Kristinn Guðmundsson, Henrý Reynisson, Sigurður Sæberg, Stefán H. Jónsson, Jóhann Hreiðarsson, Villy Þór Ólafsson, Ágúst Guömundsson, Ólafur V. Júlíusson, Grímur Garöarsson, Sigurður Flosason, Arnar Hrafn Jóhannsson, Brynjar Sverrisson, Guðmar Gíslason, Elvar L. Guðjónsson, Helgi Már Jónsson, K. Svanur Jónsson, Matthías Guömundsson, Gísli Þór Guðmundsson, Arnór Gunnarsson, Þáll S. Jónasson, Guðmundur Kristjánsson. - Þjálfari strákanna er Þorlákur Árnason og liðsstjóri er Þórarinn Gunnarsson. DV-myndir Hson Knattspyrna - 2. flokkur karla: Bjóst ekki við slíkum árangri - sagði þjálfari íslands- og bikarmeistara Vals Valur hefur á að skipa efnilegum strákum í 2. flokki sem keyrðu í gegnum leiktímabilið með glæsi- brag, urðu bæði íslands- og bikar- meistarar 1997. í bikarúrslitaleiknum sigruðu þeir Víking, 7-1. Mörk Vals gerðu þeir Amar Hrafn Jóhannsson, 2 mörk, Ólafur V. Júlíusson, 2, Matt- hías Guðmundsson, 1, Sigurður, 1, og Brynjar Sverrisson, 1. Víking- amir lentu í miklum erfiðleikum og þá kannski fyrst og fremst vegna Umsjón Halldór Halldórsson vantrú á það sem þeir vora að gera. Laglegt mark Víkings skoraði Sváfnir Gíslason. í íslandsmótinu vora Valsstrák- amir með þriggja stiga forystu á sterkt KR-lið þegar yfir lauk. Bjuggumst ekki viö þessu „Við bjuggumst ekki við þessum árangri liðsins í ár þrátt fyrir mikla breidd. Ég er búinn að þjálfa þessa stráka í tvö ár í 3. flokki, þetta er fyrsta árið mitt sem þjálfari 2. flokks og ég er að sjálfsögðu mjög sáttur með árangurinn. Það ganga fimm strákar upp núna en liðið á samt sem áður að vera mjög sterkt á næst ári,“ sagði hinn ungi og ötuli þjálfari 2. flokks Vals, Þorlákur Ámason. Þorlákur lék í yngri flokkum KR og var í hinum fræga ‘69-árgangi með þeim Rúnari Kristinssyni, Heimi Guöjónssyni og fleiri góðum leikmönnum sem urðu íslands- meistarar nánast í öllum aldurs- flokkum félagsins nema meistara- flokki - og hvers vegna skyldi það nú vera? Valur vann síöast 1989 Það eru átta ár síðan Valur varð síöast íslandsmeistari í 2. flokki karla, árið 1989. Svo það var kominn tími á þetta. Aftur á móti verður að segjast eins og er að á síðustu árum hefur félagið haldið frekar illa á efnileg- um og lofandi yngri flokka spilur- um - og hafa þeir því tvístrast vítt og breitt - Valsdrengir hafa verið að spila nánast um allt land, ef svo má segja. En auðvitað hendir þetta líka önnur félög og í sumum tilfellum er þetta mjög eðlilegt ef leikmanna- fjöldinn er slíkur en það hefur þó ekki hrjáð Val mjög á und- anförnum árum. Það getur ekki tal- ist eðlilegt ef rjóminn af ungviði flýr sitt félag. Á þessu þarf að verða breyting hjá Val og vonandi fá þessir efnilegu Vals- drengir, sem fylla 2. flokk í dag, tækifæri til að blómstra svolít- ið á uppeldisstöðvun- um á komandi árum, þó svo að eitthvaö gæti breyst þegar til lengri tíma er litið. Æskilegast er nefnilega að ungviðiö náiákveðnum þroska áður en farið er að berja heiminn augum af alvöra. Fyrirliði 2. flokks Vals, Tómas Inga- son, fagnar bikarmeistaratitli. íslandsmótiö, 4. fl. kvenna: KR og Blikar með bestu liðin Úrslitakeppni íslandsmótsins í 4. flokki kvenna lauk þannig að I keppni A-liða sigraðu KR Stjömuna í úrslitaleik, 5-1, og í keppni B-liða unnu Breiðabliks- stelpurnar FH í úrslitaleik, 4-2, Bikarkeppni 3. fl. karla, NL: Þór vann KA Þór, Ak., varð bikarmeistari NL í 3. fl. karla, sigraði KA í úrslitaleikjum, 3-2 og 5-2. Víkingar óska þeir geta ef sá þó skort trúna Valsstrákunum til hamingju. Þeir lentu í erfiðleikum en sýndu þó af og til hvað gállinn er á þeim. Sigur gegn KR í undanúrslitum var frábær og kannski hefur á Val. Ef hana vantar þá gerast oft einföld mistök sem kosta sitt. íslandsmót - 2. fl. karla: Lokastaðan Hér á eftir fara nokkrir leikir frá íslandsmótinu í A-deild og lokastaðan látin fylgja með. í 2. flokki er leikið heima og heim- an. Keflavík-Breiðablik... 3-0 (2-0,1-0) Fylkir-Keflavík..2-2 (2-1, 0-1) Þór, Ak.-KR.......2-2 (1-1, 1-1) Þór, Ak.-Fram..........5-2 (5-1, 0-1) Valur-Fylkir...........1-0 (0-0,1-0) Keflavík-KR.......2-0 (2-0, 0-0) Akranes-Þór, Ak..........3-1 KR-Fylkir................4-3 Lokastaðan i A-deild: Valur 14 10 1 3 45-18 31 KR 14 9 1 4 43-27 28 Þór, Ak. 14 8 1 5 51-25 25 Akranes 14 6 4 4 33-25 22 Keflavík 14 5 4 5 31-31 19 Fram 14 5 2 7 29-30 17 Breiöablik 14 4 0 10 20-48 12 Fylkir 14 2 1 11 19-66 7 íslandsmót - 3. fl. karla: Framarar meistarar Framarar urðu íslandsmeist- arar í 3. flokki karla 1997. Þeir urðu jafnir Keflavík að stigum en höföu betri markahlutfall, 40-14. Lokastaðan 1 A-deild: Fram 14 12 0 2 54-14 36 Keflavik 14 12 0 2 26-11 36 Valur 14 7 0 7 35-12 21 ÍR 14 6 1 7 39-40 19 Fylkir 14 5 2 7 35-34 17 Breiðablik 14 5 2 7 32-33 17 Þór, Ak. 14 5 0 9 29-51 15 KR 14 1 1 12 12-38 4 Bikarkeppni, 3. fl. karla: Keflavík bikar- meistarar KSÍ? Keflavíkurstrákamir urðu bikarmeistarar KSÍ (SL) í 3. flokki karla 1997, sigruðu Fylki i úrslitaleik, 2-1. íslandsmót, 4. fl. kvenna: KR og Breiðablik hömpuðu sigri íslandsmeistarar í 4. flokki kvenna 1997 urðu KR í keppni A- liöa, unnu Stjömuna, 5-1, í úrslitaleik. í keppni B-liða varð Breiðablik meistari, vann FH, 4-2, i úrslitaleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.