Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Blaðsíða 11
ÞREÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 Umsjón Silja Adalsteinsdóttir Jg.Stiömum rúið Glæsilegur lokahnykkur iennmg Jæja. Þá er haustið komið. Laufin gulna og skjárinn blánar. Leikhúsin frumsýna, Dagsljós fer í loftið og í öllum samkvæmum er rætt um eitt og aðeins eitt. Jón Viðar. Mann sem enginn hefur séð í marga mánuði. Já. Það ríkir þjóðarsorg í landinu. Jón Viðar ekki lengur í Dagsljósi. Al- menningur spyr sig hvemig á því standi en leikhúsfólk fagnar. Leikhúsgagnrýni sjónvarps er með nýju sniði sem á að koma til móts við leikhúsfólk, leyfa því að verja sig. En síðan hvenær á gagn- rýni að koma til móts við listamenn? Og síðan hvenær eru listamenn farn- ir að svara gagnrýni? Hvaða lista- maður með stóru L-i og fullri sjálfs- virðingu fæst til þess að mæta í sjón- varpssal og „ræða“ gagnrýni á eigin verk, góða eða slæma? Ég meina það. Hvað getur hann annað sagt en „þetta er víst gott verk hjá mér, þegi þú bara þarna, asni!“ eða ,já er það? fannst þér þetta æðislegt hjá mér? já, en hvað það er æðislegt." Dagsljós án Jóns Viðars er eins og Simpsons án Hómers. Hvað sem hver segir þá var Jón Viðar stjarna þáttarins. Gagnrýni hans var laus við allt miðjumoð og óþægilega beitt, fyrir utan að vera frábær skemmtun: Besta íslenska sjónvarpsefni síðustu ára. Þjóðin elskar svona hlédrægar en gáfaðar týpur sem segja nákvæm- lega það sem þeim býr í brjósti. Hver man ekki eftir Trausta veðurfræð- ingi sem sló í gegn með því einu að segjast vonast eftir rigningu á morgun. Það er undarleg pólitík hjá Ríkissjónvarp- inu að flæma frá sér allar sínar helstu stjörnur. Hemmi Gunn, Jón Viðar, Frasier, X-files, Bráðavaktin, Enski boltinn ... allt er horfið og eftir sitja breskir framhaldsþættir um lásasmiði sem læsa sig úti (hvaða snill- ingur fékk þessa hugmynd að þáttaröð?), bíó- myndir með háöldruðum Frank Sinatra í að- alhlutverki, og sveitamannaprógramm allra tíma: Derrick, þar sem myndatakan er svo léleg að maður er orðinn sjóveikur áður en titlamir eru búnir. Ætli þessar rúv-hreinsanir séu ættaðar að ofan líkt og þær sem nú fara fram í Útvarps- fólk gengur um heilu sumrin með þvottaklemmur fyrir nefinu? Ég bara spyr. Boltinn er nokkuð greinilega hjá Stöð tvö um þessar mundir, og ekki bara sá enski. Maður átti fullt I fangi með fjarstýringuna á sunnudaginn. Á sama tíma fóru fram tveir topp- leikir: Chelsea-Arsenal 2:3 á Sýn og Inter Milan-Fiorentina 3:2 á Stöð tvö. Ekki er öllum gefin sú kúnst að stýra fjarstýringu. Þar verða menn fyrst og fremst að hlusta á innsæið. Með ein- stakri lagni náði ég að sjá sex mörk af tíu í þessum samhliða leikjum. Það er mun meiri reisn yfir ítalska boltanum. Enski boltinn er bara inn- anhússbolti miðað við þann ítalska. Menn hugsa stærra á meginlöndum en úti í eyjum. Ekki satt? Snorri Sturluson og Guðjón Guðmundsson eru vel að sér í lígunni og lýsingar þeirra fara þægilega í eyru. Það er táknrænt fyrir stöðuna í dag að þeir á Lynghálsinum skyldu hreppa Björk í þetta skiptið. Næstu sunnudaga er á Bylgjunni von á sex þáttum um alheimsundrið, einkavið- töl Skúla Helgasonar við hana og vini hennar. Sá fyrsti fór einkar vel af stað og lofar góðu. Það væri svo til að kóróna allt ef þeir Stöðvarmenn ná í Jón Viðar. Dagsljós fór annars ágætlega af stað. Innréttingin er að vísu jafn sveitó og í fyrra en kynningarbandið er flott og Svanhildur hefur sjaldan litið betur út. Hún er smám saman að verða the First Lady of Icelandic Television. Nýr kvikmyndagagnrýnandi, Ásgrímur Sverris- son, jarðaði allar minningar um forvera sinn í fyrsta þætti, virtist stútfullur af þekkingu og var geysilega traustvekjandi í ráðlegging- um sínum. Hann tekur myndimar á eigin forsendum og er laus við fordóma gagnvart Hollywood. Og útvarpsfólkið tók framfórum dag frá degi. Það var gaman að fylgjast með Leifi Haukssyni. Hann var svo rosalega mik- ið í SJÓNVARPI og staðráðinn í því að standa sig, staðráðinn í þvi að fínna réttu vélina til að tala í. Hann þarf bara að fá sér nýja sokka og nýja skó og þá verður hann fmn. First Lady of lcelandic Television og hirðin hennar. Fjölmiðlar Hallgrímur Helgason húsinu þar sem áhugi, reynsla, hæfileikar og vinsældir meðal hlustenda eru bara punktar til að safna upp í brottrekstrarsök? Er það stefna Flokksins að gera Rúv svo óvinsælt að þjóðin verði hara fegin þegar Kolkrabbinn gleypir það loks fyrir slikk eins og SR-mjölið sem hann át um árið og er enn að reka við af í ólánsömum fjörðum landsins, þar sem Dettifoss frumfluttur Eitt af verkefnum á 16. starfsári Mótettukórs Hallgrímskirkju, sem nú er að hefjast, verður frumflutningur á verkinu Dettifoss eftir Jón Leifs. Það verður flutt á hátíöarsamkomu í Þjóðleikhúsinu í lok janúar í tilefni af 50 ára af- mæli STEFs. Fyrsta verkefni vetrar- ins eru upptökur á jólatón- list sem verða gefnar út á diski fyrir jólin. Tónlistin verður líka flutt á tónleik- um í kirkjunni 7. desem- ber. 21. desember flytur kórinn tveggja kóra messu eftir Palestrina í beinni út- sendingu til fjölda Evrópu- landa. Á útmánuðum æfir kórinn norræna kórtónlist og verk eftir eistneska tón- skáldið Arvo Párt undir stjórn Eriks Westbergs og flytur á tónleikum í mars. í byrjun júní fer kórinn svo í söngferðalag til Norðurlandanna og heldur tónleika í helstu kirkjum norrænna höfuðborga. Mótettukórinn æfir á þriðjudagskvöldum og annan hvem laugardagsmorgun. Hann getur bætt við sig nokkram karlaröddum. Galanthommes og galgenvogel Hvað þýðir orðið galanthomme? En galgen- vogel? Gapaldursstefna? Gatnamótakramari? Þessi orð koma fyrir í Brekkukotsannál, ís- landsklukkunni, Sölku Völku eða Vefaranum mikla frá Kasmír, og eru skýrð í nýrri Lykilbók að fjór- um skáldsögum eftir Halldór Lax- ness. Guðrún Ingólfsdóttir bók- menntafræðingur og Margrét Guðmundsdóttir málfræðingur tóku hana saman og Vaka- Helgafell gefur út. Bókin er sett upp eins og venjuleg orðabók með ai- fræðiívafi, þar eru skýrð yfir 5000 orð, orðasambönd og tilvitnanir og deili á persónum, stöðum og bókmenntaverk- um. Halldór var glöggur og áhugasamur orða- safnari og gróf mörg orð úr þjóðardjúpinu sem hvergi eru til á prenti nema i bókum hans. Hann var líka óragur viö að sletta, einkum orð- um úr göfugum málum, eins og lesendur ís- landsklukkunnar kannast vel við. Þau eru öll skýrð í Lykilbókinni. Tónlist og heimspeki Er samsvörun milli tónlistar og heimspeki hvers tíma? spyrja Atli Heimir Sveinsson tón- skáld og Þorsteinn Gylfason heimspekingur á námskeiði hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands í haust. Þeir ætla að leiða saman það sem hæst ber í tónlist og heimspeki fimm tímabila, endurreisnar, upplýsingar, klassíkur, rómantíkur og 20. aldar, kynna og leika verk tónskálda og fjalla um hugmyndir heimspek- inga - og athuga hvort samsvaranir eru þarna á milli. Námskeiðið hefst 21. október. Öryggishandbók sjómanna íslenska bókaútgáfan (áður Öm og örlygur bókaklúbbur) hefur gefið út bókina Sjómennska og siglingafræði, ör- yggishandbók fyrir sjómenn. Þetta er aukin og endurbætt útgáfa af Sjómannahandbókinni frá 1993. Ritstjóri er Öriygur Hálfdanar- son og Vilmundur Víðir Sig- urðsson hafði umsjón með þýðingunni. Miklu hefur verið bætt við um stöðugleika, nýtt fræðsluefni er fyrir nýliða, viðbót- arefni er i kaflan- um um neyðar- og hættuástand um björgun með þyrlu þar sem hífingar frá skipi eru skýrð- ar í máli og mynd- um. Bætt hefur verið við efni frá Slysavarnarfélag- inu Örlygur Hálfdanarson afhend- ir Guöjóni Á. Eyjólfssyni, .... skólameistara Stýrimanna- um bjorgun Skólans, fyrsta eintakiö af með fluglínutækj- bókinni. um og einnig er birt farsímaskrá skipa og báta. 3.5% af andvirði hvers selds eintaks af bók- inni rennur í Þyrlusjóð Stýrimannaskólans. Lokatónleikar RúRek-hátíðarinnar á Sögu vora með tríói píanistans Jacky Terrasson. Hann er rétt liðlega þrítugur, fæddur 1965, og er einn af þeim ungu tónlistarmönnum sem búist er við að verði í fararbroddi í framþróun djassins í Bandarikjunum. Hann er reyndar fæddur og uppalinn í Evrópu en fór tvítugur til náms í Berklee í Boston, skól- ann sem fóstrað hefur margan íslenskan djassmanninn. Hann hefur síðan unnið mest í New York, sem er suðupottur nýrra hug- mynda í djassi. 1993 féUu Monk-verðlaunin honum í skaut, og í kjölfar þess stofnaði hann tríó sitt og gaf út fyrstu plötu þess. Síðan þá hefur hann skipt um trommuleikara, en meðleikarar hans á Sögu voru þeir Ugonna Okegwo bassaleikari og Ali Jackson trommuleikari. Þeir hafa unnið sér ýmislegt til frægðar, tU dæmis kom Okegwo hingað á RuRek 1992 og lék þá með John Hendricks, og Jackson heftu átt í samstarfi við báða Marsalisbræður undanfarið. Það voru því bundnar miklar vonir við tónleika þeirra fyrir fram, og aðsókn því sem betur fer góð. Er skemmst frá því að segja að þeir stóðu vel undir vænt- ingum. Eins og búist var við voru á efnisskránni þekkt- ar djassperlur og lagasmíð- ar Terrassons. Hann óf gjaman saman eigin efni við kunn lög á borð við „Smoke Gets in Your Eyes“ og „Love for Sale“. Ekki var aUtaf ljóst hvað var spunnið á staðnum og hvað útsett og fyrir fram ákveðið, en Terrasson réð aUtaf ferðinni utan sérstakra sólóa hinna. Styrkleikaskalinn var þaninn tU hins ýtrasta í báða enda og meistarataktar sýndir á öU hljóðfæri, en það var þó píanóleikur Terrassons sem öUu hélt saman og skipu- lagði framvinduna. Tónlist hans er þannig að einu gUdir þótt hann spUi útjöskuðustu lög djassbókmenntanna eins og „Blue Monk“ og „Autumn Leaves", það auðveldar honum aðeins að koma tónlist sinni til breiðari áheyrendahóps, enda virðist honum umhug- að um að fólk viti hvað hann er að fara í tón- listinni. Þeir uppskáru enda gífurlega góðar undirtektir, og voru þessir tónleikar glæsi- legur lokahnykkur á RúRek-tónleikaröðinni þetta árið. Á Sögu hafði kvöldið áður verið boðið tU afmælisveislu Austfjarðagoðans Áma ísleifs- ið Jacky Terrasson - vill að fólk viti hvað hann er að fara. sonar, sem er nú orðinn sjötugur. Árni var þar heiðraður fyrir erUsamt og óeigingjarnt starf að framgangi djassins, og má geta þess að djasshátíðin á EgUsstöðum er elsta djass- hátíð landsins, 10 ára í ár. Starf Áma fyrir austan hefur síðan orðið til þess að menn hafa séð að það er hægt að halda uppi djass- lífi víðar en i Reykjavík, og era Selfoss og Vestmannaeyjar dæmi um staði sem fetað hafa í fótspor Áma og Austfirðinganna. Tvennt þótti mér athyglisverðast við af- mælisdagskrána. Ég hafði reyndar heyrt Margréti Láru Þórarinsdóttur syngja áður fyrir austan, en hún er efnileg söngkona sem örugglega á eftir að heyrast oftar til sunnan heiða. í lok dagskrárinnar dró sá gamli svo upp trompet og blés „Basin’ Street Blues“ og „Work Song“ í greinUegum anda Armstrong gamla þótt meira væri þetta tU gamans gert. Ég vil að lokum þakka aðstandendum RúRek 97 fyrir marga góða tónleika þetta árið. En margt orkaói tvímælis í skipulagi hátíðarinnar. Verst þótti mér hvað dag- Djass Ársæll Másson skrárbæklingurinn var haugfuUur af viU- um, og einblöðungurinn sem síðar var prentaður innihélt takmarkaðar upplýsing- ar. Sumt virtist einnig fara öðravísi en ætl- að var, tU dæmis tónleikarnir á Kringlu- kránni. Því miður var dræm aðsókn á marga góða tónleika á Sögu og sýndi sig að fólk leggur síður leið sína þangað en í mið- þæinn á virkum degi. Auk þess voru auglýs- ingar fyrir tónleikahaldið þar litlar og ómarkvissar þó að aUir stærstu viðburðirn- ir færa þar fram. Ég held einnig að vantað hafi meiri kynn- ingu á dagskránni í vikunni fyrir hátíðina því ég varð var við að margir vissu ekki að hátíðin stóð fyrir dyram. En upp úr standa góðar minningar um frábær dagskráratriði og eiga stjórn RúRek, Hótel Saga, Jakob á Jómfrúnni og Kringlukráin þakkir skUdar fyrir það, auk styrktaraðilanna, en Rúv, Reykjavíkurborg, Ölgerð EgUs SkaUagríms- sonar, Landsbanki Islands, Sjóvá-Almennar og Flugleiðir áttu sinn þátt í að gera hátíð- ina sem glæstasta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.