Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Blaðsíða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 199? 23 Iþróttir Iþróttir Drammen tap- aði gegn Runar Lærisveinar Gunnars Gunn- arssonar í Drammen töpuðu fyr- ir Runar í stórleik norsku 1. deildarinnar í handknattleik á sunnudaginn. Lokatölur urðu 24-27 en Drammen leiddi í hálf- leik, 12-11. Bjarki Sigurðsson var markahæstur í liði Dramm- með 6 mörk og hann og mark- vörðurinn voru útnefndir bestu menn Drammen í Verdens Gang. Hrafnkell Halldórsson og félag- ar hans í Herkules töpuðu fyrir Norröna, 28-27, og átti Hrafnkell ágætan leik að mati VG. -GH Guðmundur byrjar vel Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, sigr- aði á fyrsta borðtennis- móti vetrarins um helgina. Guðmundur sigraði Dan- ann Dennis Madsen úr KR í spennandi úrslitaleik, 21-18, 20-22 og 21-19. Jafnir í 3.-4. sæti urðu Thorsten Hævdholm, Vík- ingi, og Ingimar Jensson, KR. í 1. flokki bar Lilja Rós Jó- hannesdóttir, Vikingi, sigur úr býtum. Ragnar Guðmundsson, KR, sigraði í 2. flokki, Tryggvi Rósmundsson, Víkingi, í byrj- endaflokki og í eldri flokki var Emil Pálsson, Víkingi, hlut- skarpastur. -GH Skallagrímur sigurvegari Lið Skallagríms varð sigur- vegari á Vesturlandsmótinu í körfuknattleik sem lauk um síð- ustu helgi. Skallagrímur lék til úrslita gegn liði Akraness og sigraði Skallagrímur, 77-51. Úrslit i leikjum mótsins urðu þessi: Akranes-KFÍ 48-58 SnæfeU-Skallagrímur .. . 49-87 SkaUagrlmur-KFÍ 75-68 Akranes-SnæfeU 70-57 KFÍ-SnæfeU 98-63 SkaUagrímur-Akranes . . 77-51 -SK/-EP Góður sigur AEK AEK, lið Arnars Grétarssonar, vann góðan útisigur, 0-1, á meisturum Olympiakos í stór- leik grísku 1. deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld, frammi fyrir 65 þúsund áhorfendum. Arnar sat á varamannabekk AEK en fékk ekki að spreyta sig í leiknum. -VS Ólafur í Borgarnes? - sem þjálfari Skallagríms Skallagrímsmenn úr Borgamesi, sem era fallnir úr úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu, hafa rætt við Ólaf Þóröarson, fyr- irliða Skagamanna, um að stýra þeim og spila meö liðinu í 1. deildinni næsta sum- ar. „Já, þeir hafa talað við mig og ég er að hugsa mín mál vandlega fyrir næsta sum- ar. Ég hef alltaf stefht á þjálfun en þetta er spurning um tímasetninguna. Það yrði alltaf erfið ákvörðun að yflrgefa efstu deildina, þar vill maður helst spila á með- an aldurinn er þó ekki meiri og formið til staðar. En þaö er ljóst að ég athuga minn gang vandlega og held öllum möguleikum opnum,“ sagöi Ólafur í samtali við DV í gærkvöld. -VS Ólafur Þóröarson hefur rætt við Skallagrím. Formúla 1 um helgina: Enn einn sig- ur Villeneuve - er aðeins stigi á eftir Schumacher Jacques Villeneuve náði að bæta enn einum sigrinum í safnið um sí- ustu helgi en þá var keppt á A1 Östering kappakstursbrautinni í Austurríki. Þetta var sjötti sigur Villeneuves á árinu. Hann dugði þó ekki til að komast upp fyrir Michael Schu- macher í stigakeppni ökumanna til heimsmeistara í Formúlu 1. Schu- macher leiðir enn keppnina með eins stigs forystu. Villeneuve var fremstur á ráslín- unni á Williams Renault bíl sínum ásamt Finnanum Mika Hakkinen á McLaren Mercedes Benz. Michael Schumacher á Ferrari gekk afar illa eina ferðina enn í tímatöku til rásmarks og hafnaði í 9. sæti á eftir félaga sinum, Eddie Irwine, sem náði í annað sinn á tveimur árum að skáka Schumacher í tímatökum. Eftir fyrsta hring af 71 í keppn- inni sjálfri haföi það óvænta gerst að Jerno Trulli á Prost var kominn með forystu. Hakkinen, sem náði forystu strax eftir rásmarkið, var dottinn út vegna vélarbilunar og Villeneuve var í þriðja sæti. Schu- macher var þá þegar kominn í 6. sætið. Trulli ók grimmt og setti brautar- met hring eftir hring og jók forskot sitt í 9,6 sekúndur um það leyti sem Villeneuve var að komast í annað sætið. Villeneuve komst síðan í foryst- una, Trulli annar og Schumacher í því þriðja. Þá varð Schumacher fyr- ir því að fá 10 sekúndur í refsitíma fyrir að aka of hratt inn á viðgerð- arsvæði og eftir það átti hann ekki möguleika á sigri. Villeneuve hélt fyrsta sætinu til loka keppninnar og Paul Coulthard fékk annað sætið á silfurfati eftir vélarbilun í bifreið Trullis. Williams-liðið er aftur komið með forystuna í liðakeppninni sem lið Ferrari hefur haldið síðan í vor. Þess má geta að Villeneuve hefur keppt á 30 mótum í Formúlu 1 og unnið 10 þeirra. Verður hann því sannarlega verðugur heimsmeistari ef hann krækir í titilinn. Schumacher er efstur að stigum til heimsmeistara, með 68 stig. Vil- leneuve er nú með 67 stig í öðru sæti og H.H. Frentzen í þriðja sæti með 31 stig. í liðakeppninni er Willi- ams með 98 stig í fyrsta sæti, Ferr- ari með 86 stig í öðru sæti og Benetton Renault með 53 stig í þriðja sæti. -ÓSG Pétur var góður Hammarby, lið Péturs Marteins- sonar, vann stórsigur á útivelli, 4-0, gegn Vasalund í sænsku 1. deildinni i knattspymu í gær- kvöld. Pétur átti mjög góðan leik í vörn Hammarby að vanda. Lið hans er í öðru sæti norðurriðils, stigi á eftir Djurgárden, sem á leik til góða. Úrslit í úrvalsdeild- inni: Trelleborg-Örgryte 0-0, Norrköping-Ljung- skile 3-2 og Halmstad-Degerfors 2-0. -EH KR og Tindastóll í úrslitaleiknum Það verða KR og Tinda- stóll sem leika til úrslita á Reykjavíkurmóti karla í körfuknattleik í Austur- bergi annað kvöld kl. 20. í gærkvöld vann KR sigur á Val, 98-71, og Tindastóll vann ÍR, 81-62. Kl. 18 leika ÍS og KR í úrslitum í kvennaflokki. -VS Islendingaliðið úrslit í norsku 2. komið í deildinni Tómas Ingi Tómasson á heimleið? íslendingaliðið Raufoss er komið í úrslit í norsku 2. deildinni í knattspyrnu en lið- ið tryggði sér endanlega sæti í úrslita- keppninni um helgina. Þrír íslenskir knattspyrnmenn leika með liðinu, Tómas Ingi Tómasson, Einar Páll Tómasson og Páll Guðmundsson. Tómas Ingi skoraði eitt af mörkum Raufoss á sunnudaginn þegar liðið vann stórsigur á Holte, 5-0, í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar. „Það skýrist ekki fyrr en eftir síðustu umferðina hvaða liði við mætum í úrslita- keppninni en átta lið leika í úrslitum og komast fjögur upp í 1. deild,“ sagði Tómas Ingi við DV í gær. Samningur Tómasar rennur út eftir timabilið en Einar Páll og Páll eru báðir með samning í eitt ár til viðbótar. „Þeir hafa boðið mér áframhaldandi samning en ég er ekki ýkja spenntur fyrir honum. Það er alveg inni í myndinni að koma heim og spila á íslandi næsta sumar en þetta kemur vonandi allt í ljós fljót- lega,“ sagði Tómas og bætti þvi við að hann væri í mjög góðu formi enda búinn að æfa vel í sumar. -GH Katrín byrjar vel Katrín Jónsdóttir byrjaði vel með norska knattspymuliðinu Kolbotn á sunnudag- inn. Hún lék þá sinn fyrsta leik með liðinu í úrvalsdeildinni og lagði upp sigurmarkið gegn Athene-Moss, 2-1. Kolbotn er í fjórða sæti af tíu liðum í deildinni þegar tveimur umferðum er ólokið. -VS 1997 RYDER-BiKARINN sMadrld / /. Keppni úrvalsliðs Evrópu og Bandaríkjanna um Ryder Cup-blkarinn hefst nk. föstudag, 26. september, og verður leikið á Valderrama-golfvellinum á suðurströnd Spánar. 17. brautin: Sú braut sem talin er geta skipt sköpum í keppninni og er aöalsmerki vallarins. Teighöggiö: Vænlegast er aö spila stutt. Liðsskipan: Valderrama-völlurinn Sotogrande, Spáni Bandaríkin Evrópa Tom Klte Seve Balasteros (Liösstjóri) (Liósstjóri) TigerWoods Colin Montgomerie Justin Leonard Darren Clarke Tom Lehman Bernhard Langer Davis Love III lan Woosnam Jim Furyk Per-Ulrik Johansson Phil Mickelson Lee Westwood Jeff Maggert Ignacio Garrido Mark 0'Meara Thomas Bjorn Scott Hoch Costantino Rocca Brad Faxon Jose Maria Olazaba Fred Couples Nick Faldo Lee Janzen Jesper Parnevik Brautirnar: Braut: Metrar Par 1 356 4 2 365 4 3 158 3 4 489 5 5 348 4 6 149 3 7 421 4 8 315 4 9 403 4 Út 3,004 35 10 333 4 11 500 5 12 180 3 13 368 4 14 338 4 15 183 3 16 386 4 17 467 5 18 397 4 Inn 3,152 36 Rötin: Ráölegt er aö pútta upp á móti frá vatninu. Á braut: Vatnsgryflur gera það aö verki aö ekki er álitlegt aö reyna aö ná inn á flöt í 2. höggi. Samtals: 6,156 71 Baumgartner er sá hættulegasti Marc Baumgartner, stórskyttan sem leikur með Lemgo I Þýska- landi, er maðurinn sem íslendingar þurfa að hafa bestar gætur á í Evrópuleiknum gegn Sviss i Laugardalshöllinni annað kvöld. Baumgartner er rétthent skytta, hávaxinn og kröftugur. Hann er um 2 metrar á hæð og um 100 kíló og skotfastur með afbrigðum. Leikur svissneska liðsins byggist mest á honum. Hann er 26 ára, hefur leikið 121 landsleik fyrir Sviss og skor- að í þeim 834 mörk, eða um 7 að meðaltali i leik. Baumgartner kemur sjóðheittir til landsins því hann skoraði 11 mörk fyrir Lemgo gegn Grosswallstadt í þýsku 1. deildinni á sunnudaginn. Hann er eini leikmaður Sviss sem leikur í þeirri deild. Stóra númerið sem ræður öllu í liðinu „Allur leikur Svisslendinga snýst um Baumgartner og hann er stóra númeriö í liðinu. Hann er fyrirliði, tekur vítin og ræður öllu í leik liðsins. Auðvitað verðum við að hafa góðar gætur á honum í leikjunum," segir Þorbjörn Jensson landsliðs- þjálfari. „Baumgartner er geysilega sterkur og það er allt gert til að spila hann uppi og losa um hann þegar hann er tekinn úr umferð. Baumgartner er mjög sérstakur leikmaður en helsti veikleiki hans er sá að hann á það til að missa áhugann þegar illa gengur,“ segir Július Jónasson, leikmaður með St. Ot- mar í Sviss. -VS/GH REUTER Haustmót Júdósambands íslands: Gísli skellti Vernharð - Vernharð Þorleifsson kominn heim frá Noregi en réð ekki við Norðurlandameistarann Júdómenn hófu keppnistímabilið formlega um helgina en þá fór fram haustmót Júdósambands íslands. Keppt var í fimm flokkum karla og tveimur flokkum karla yngri en 21 árs. Mesta athygli vakti þátttaka Vernharðs Þorleifssonar sem er genginn aftur i raðir KA-manna eft- ir stutt stopp í Noregi. Vernharð keppti til úrslita gegn Gísla Magn- ússyni í opnum flokkum. Viður- eign þeirra var jöfn og spennandi. Vernharö fékk vítur fljótlega fyr- ir sóknarleysi og varnarglímu og stuttu síðar skoraði Gísli Yuko á hann og fékk fyrir það 5 stig. Und- ir lok viöureignarinnar náði Vern- harð að minnka muninn þegar hann skoraði Yuko en Gísli glímdi af öryggi og þegar glíman var úti var hann 3 stigum yfir og fagnaði sigri. Gísli sýndi þar með að það er engin tilviljun að hann varð tvö- faldur Norðurlandameistari í vor, bæði í opnum flokki og í þungavigt. í -95 kg flokki sigraði Þorvaldur Blöndal, Ármanni. Þegar keppni lauk í þessum flokki voru þrír keppendur jafnir að stigum og réð- ust úrslitin á innbyrðis viðureign- um og þyngd þeirra við vigtun. Ingibergur Sigurðsson, Ármanni, vann Þorvald Blöndal óvænt. Vernharð vann sigur á Ingibergi en varð síðan að láta í minni pok- ann fyrir Þorvaldi Blöndal. Þeir Jónas F. Jónasson, KA, í -78 kg flokki, Sævar Sigursteinsson, KA, í -71 kg flokki og Höskuldur Einarsson, Ármanni, í -65 kg flokki báru höfuð og herðar yfir aðra í sínum flokkum og sigruðu örugg- lega. Úrslit á mótinu urðu þessi: Opinn flokkur: 1. Gísli Magnússon...........Ármanni 2. Vernarð Þorleifsson............KA 3. Bjami Skúlason............Selfossi 3. Einar Einarsson...........Keflavík -95 kg flokkur: 1. Þorvaldur Blöndal.........Ármanni 2. Verharð Þorleifsson.............KA 3. Ingibergur Sigurðsson .... Ármanni -78 kg flokkur: 1. Jónas F. Jónasson .............KA 2. Ólafur Ólafsson............Ármanni 3. Stefán Esjarsson..........Ármanni -65 kg flokkur: 1. Höskuldur Einarsson .... Ármanni 2. Hilmar T. Harðarson............KA 3. Björn Harðarson ...............KA 3. Brynjar H. Ásgeirsson..........KA -71 kg flokkur: 1. Sævar Sigursteinsson...........KA 2. Tómas Sigursteinsson ..........KA 3. Gígja Gunnarsdóttir ....Ármanni +71 kg flokkur U-21 árs: 1. Bjami Skúlason...........Selfossi 2. Axel I. Jónsson...........Ármanni 3. Jakob S. Pálmason .....Tindastóli -65 kg flokkur U-21 árs: 1. Björn Harðarson ...............KA 2. Brynjar H. Ásgeirsson..........KA 3. Davíð Kristjánsson......Ármanni -GH Marc Baumgartner, stórskytta svissneska landsliðsins og Lemgo. ' lla Á Sigurvegarar: 1927 Bandaríkin 1929 Bretland 1931 Bandaríkin 1933 Bretland 1935 Bandaríkin 1937 Bandaríkin 193945 Ekki keppt v. stríösins 1947 Bandaríkin 1949 Bandaríkin 1951 Bandaríkin 1953 Bandaríkin 1955 Bandaríkin 1957 Bretland 1959 Bandaríkin 1961 Bandaríkin 1963 Bandaríkin 1965 Bandaríkin 1967 Bandaríkin 1969 Bandar. - jafn 1971 Bandaríkin 1973 Bandaríkin 1975 Bandaríkin 1977 Bandaríkin 1979 Bandaríkin 1981 Bandaríkin 1983 Bandaríkin 1985 Evrópa 1987 Evrópa 1989 Evrópa - jafnt 1991 Bandaríkin 1993 Bandaríkin 1995 Evrópa *Handhafar bikarsins halda honum veröi jafntefli EM-leikir íslands og Sviss annaö kvöld og á sunnudag: Lykilleikir - segir Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari „Þessir leikir gegn Svisslendingum eru lykilleikir okkar i riðlinum því við verðum að berjast við þá um 1. eða 2. sætið í riðlinum. Það er því mjög nauðsynlegt fyrir okkur að vinna báða þessa leiki. Leikir íslend- inga og Svisslendinga hafa ávallt verið miklir baráttuleik- ir og ég á ekki von á öðru en að það verði í þessum leikjum," sagði Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, um svissneska liðiö á blaðamanna- fundi í gær. Liðin mætast í Evrópukeppninni í LaugardalshöU annað kvöld og í Sviss á sunnudaginn. Þetta eru fyrstu leikir beggja i keppninni. Þorbjörn sá Svisslendinga í tveimur leikjum gegn Pólverjum í síðustu viku þar sem þjóðimir gerðu jafntefli, fyrst 25-25 og síðan 20-20. Yngra og nettara liö hjá Sviss Júlíus Jónasson, landsliðsmaður og leikmaður með St. Otmar í Sviss, sá einnig leikina tvo. „Þetta var ekki glæsUegur handbolti, en þama var að sjálfsögðu um æfinga- leiki að ræða, rétt eins og hjá okkur gegn Dönum. Þegar í alvöruna kemur er um aUt öðmvísi leiki að ræða. Það er alveg ljóst að svissneska liðið verður erfiður mótherji, bæði heima og úti. Svisslend- ingar hafa verið aö yngja upp sitt lið síð- ustu tvö árin og era því að mörgu leyti óskrifað blað. Þeir spUa ekki lengur þennan leiðinlega þunga göngubolta sem þeir vom lengi frægir fyrir því nú eru komnir minni og nettari leikmenn í liðið en áður,“ sagði Júlíus við DV. Mikil stemning fyrir leik Það er mikið í húfi í þessum leikjum gegn Sviss og vonandi fá strákamir okk- ar góðan stuðning í Höllinni annað kvöld. Stefnt er að því að skapa mikla og góða stemningu fýrir leikinn. Klukku- tima fyrir leik verða í anddyri Laugar- dalshaUarinnar ýmsar uppákomur. Laddi og fleiri skemmtikraflar munu halda uppi stuðinu, mörg fyrirtæki munu kynna starf- semi sína og Diddú syngur þjóðsöngvana. Það ætti því enginn að verða svikinn að mæta í HöUina á morgun. -GH/VS Anderlecht í keppnisbann Anderlecht, stærsta knatt- spyrnufélag Belga, var í gær dæmt í keppnisbann í öUum Evrópu- mótunum í knattspymu. Bannið tekur gUdi að ári. Ástæðan er undarleg og 13 ára gömul. Á árunum 1983 og 1984 eiga forráðamenn Anderlecht að hafa mútað dómurum tU að knýja fram hagstæð úrslit. Núna 13 árum síð- ar er félagið síðan dæmt til sektar í málinu og þykir mörgum seint i rassinn gripið hjá Knattspyrnu- sambandi Evrópu með Svíann Lennart Johansson í fararbroddi. -SK „Hákarlinn" er erfiður ÁstTcdski kylfmgurinn Greg Norman er enn efst- ur á listanum yfir bestu kylfinga heims. Norman er með 11,51 stig en í öðru sæti á list- anum er Tiger Woods, Bandaríkjunum, með 11,48 stig. Emie Els frá Suður- Afríku er í þriðja sæti með 9,85 stig, Nick Price, Simbabve, fjórði með 9,27 stig og Colin Montgo- merie, Bretlandi, fimmti með 8,52 stig. -SK Þorbjörn valdi sextán menn fyrir leikina gegn Sviss: Daði kominn í hópinn Daði Hafþórsson úr Fram er eini nýlið- inn í 16 manna landsliðshópi Þorbjörns Jenssonar, landsliðsþjálfara í handknatt- leik, sem mætir Svisslendingum i und- ankeppni Evrópumóts landsliða í Laugar- dalshöllinni annað kvöld. Þorbjöm tilkynnti landsliðshópinn á blaðamannafundi sem HSÍ efndi tU í gær vegna leiksins og í hópnum eru þeir sömu og vora á HM í Japan að því undanskUdu að Patrekur Jóhannesson er meiddur og þeir Rúnar Sigtryggsson og Jason Ólafs- son eru komnir í liðið að nýju. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Guðmundúr Hrafnkelsson, Val............271 Bergsveinn Bergsveinss., UMFA..........127 Reynir Þ. Reynisson, Fram................9 Aðrir leikmenn: Ólafsson úr Val væru inni í myndinni þó Bjarki Sigurðsson, Drammen............191 svo að þeir hefðu ekki verið valdir að Gústaf Bjamason, Haukum ...............74 þessu sinni. Róbert Sighvatsson, Dormagen .........43 Leikurinn fer fram í LaugardalshöU Geir Sveinsson, Wuppertal.............319 klukkan 20 annað kvöld og á sunnudag- Daöi Hafþórsson, Fram...................0 inn eigast þjóðimar við í Sursee í Sviss. Konráð Olavsson, Niederwtirsb ........150 Ólafur Stefánsson,Wuppertal ...........75 ' Endurnýjlin hjá SvÍSS Dagur Sigurðsson, Wuppertal ..........82 Nokkur endumýjun hefur átt sér stað Jason Ólafsson, UMFA...................15 hjá Svisslendingum og í liðið em komnir Róbert Duranona, Eisenach..............25 margir ungir og efnUegir leikmenn. Lyk- Rúnar Sigtryggsson, Haukum ............10 ilmaður Svisslendinga til margra ára, Valdimar Grímsson, Stjömunni......... 224 stórskyttan Marc Baumgartner frá þýska Júlíus Jónasson, St. Gallen ......... 255 liðinu Lemgo, er þekktasti og besti maður D,M _ .. . . liðsins en önnur þekkt nöfn í hópnum era Hall og Uavio I mynainm vinstrihandarskyttan Patrik Rohr sem fór Þorbjöm sagöi að menn á borð við Pál Ula með íslenska liðið á HM á íslandi 1995 Þórólfsson úr Aftureldingu og Davíð og Urs Scharer. -GH f ENGLAND -------- Sheffield Wed- nesday hefur komist að sam- komulagi við markvörðinn Bruce Grobbelaar um að hann verði lánsmaður hjá fé- laginu næstu þrjá mánuðina en Kevin Pressman, aðalmarkvörður liðsins, á við meiðsli að stríöa í nára. Michael Duberry vamarmaðurinn sterki hjá Chelsea fótbrotnaði ekki eins og óttast var 1 viðureign Chelsea og Arsenal á sunnudaginn. Hann meiddist illa á ökkla og það kemur í ljós síöar í vikimni hvort hann þarf að gangast undir aðgerð. Arsene Wenger stjóri Arsenal furðar sig á því hvers vegna Dennis Wise, fyrirliði Chelsea, fékk ekki að líta rauða spjaldið fyrir fólskulegt brot á Patrick Vieira í leik liöanna á sunnu- daginn. „Þegar ég sá brotið datt mér ekki i hug að hann gætið spilað meira í þessum leik,“ sagði Wenger. Joe Kinnear stjóri Wimbledon mun að öllum líkindum ganga frá kaupum á norður-írska landsliðsmanninnum Michael Hughes frá West Ham fyrir 180 milljónir króna í vikunni. Kinne- ar vill fá Hughes tU að fylla skarð Norðmannsins Oyvind Leonhardsen sem fór tU Liverpool í sumar. Totíenham hefur lýst yfir áhuga á að fá Paul Merson hjá Middlesbrough og fyrrinn leikmann Arsenal í sínar rað- ir. „Ég er ekki á fórum. Ég gerði 5 ára samning við Boro og ég ætla að leggja mitt af mörkum tU að hjálpa fé- laginu upp í úrvalsdeUdina að nýju,“ sagði Merson. Góður sigur hjá Liverpool Liverpool vann góðan sigur á Aston Villa, 3-0, í úrvalsdeild- inni í gærkvöld. Táningurinn Michael Owen átti stórleik með Liverpool en það voru Robbie Fowler, Steve McManaman og Karlheinz Riedle sem skomðu mörkin. Owen krækti í víta- spyrnu sem Fowler skoraði úr og lagði upp markið fyrir Riedle með frábærum einleik. McMana- man gerði sitt mark eftfr einleik frá eigin vallarhelmingi. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.