Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 Spurningin Ætlaröu í haustferð til útlanda? Gunnar Hafsteinsson nemi: Nei, ég hef ekki efni á því. Díana Sigurðardóttir leikskóla- stjóri: Nei, ég fór til Spánar í sum- ar. Anna Guðrún Guðnadóttir ör- yrki: Nei. Einar Helgi Kjartansson vagn- stjóri: Nei, ekki í ár. Völundur Óskarsson prófarkales- ari: Nei. Arna Sif Bjamadóttir þjónustu- fulltrúi: Nei. Lesendur Lífeyrissjóðir og aldursmörkin Mörgum veröur biðin ofraun og sumir hverfa héöan áöur en þeir njóta þess- ara lögboönu réttinda sinna. Magnús Þorsteinss. skrifar: Það er sígilt umræðuefni, þetta með lífeyrissjóðina, t.d. hvort „leyfa eigi“ (ég set það innan gæsalappa), já og endurtek: hvort leyfa eigi starfandi mönnum að ráða hvernig þeir greiði í lífeyrissjóði til elliár- anna. Á þetta að verða eilífðarefni fyrir þingmenn að þrasa um? Ligg- ur ekki í augum uppi að lífeyris- greiðsla á að vera frjáls ákvörðun hvers og eins. - Sjálfsagt er að skylda fólk til að greiða í lífeyris- sjóði með einhverjum hætti, því ís- lendingar eru nú einu sinni þannig gerðir að þeir myndu sennilega ekki leggja neitt fyrir margir hverjir væri það ekki beinlínis skylda. En látum þann kapítula útrædd- an hér. - Það er annað og mikilvæg- ara í mínum huga sem þarf að leysa. Nefnilega aldursmörk lífeyr- isréttinda, þ.e. hvenær hefja megi lífeyristöku þannig að um full rétt- indi sé að ræða. Fram hefur komið að t.d. Versl- unarmannafélag Reykjavíkur hefur brotið ísinn að því leyti að færa ald- ursmörkin úr 70 árum í 67. Rétt eins og áður var, þegar full lífeyrisrétt- indi miðuðust við hinn löglega elli- lifeyrisaldur varðandi trygginga- bætur aldraðra. Svo breyttu lífeyris- sjóðimir þessu flestir og færðu hin „fullu réttindi" til 70 ára marksins. Það var óréttlæti hið mesta og raun- ar búa margir enn við það óréttlæti. VR á þakkir skildar fyrir að brjótast út úr þessum óvinsæla reglugerðar- klafa og veita nú hámark lífeyris- greiðslna við 70 ára aldursmarkið. En betur má ef duga skal fyrir þá sem vilja hætta áður en þeir verða 70 ára - og margir myndu vilja hætta mun fyrr. Hin almenna regla þyrfti að vera 65 ár, með fullum rétt- indum eða hámarksréttindum ef við viljum kalla það svo. 67 ára aldurs- markið ætti að vera það sem skyld- aði menn til að hætta störfum að fullu, eða a.m.k. ættu lífeyrisgreiðsl- ur ekki að hækka viö það að streit- ast við að vinna lengur en til 65 ald- urs. - Það á ekki að þvinga menn til að vinna og vinna fram eftir öllum aldri til þess eins aö ná fullum rétt- indum eftir að hafa greitt í lífeyris- sjóð (einn eða fleiri) samtals 30 ár eða lengur. Flytjum inn erlenda kennara Sigríður Magnúsd. hringdi: Úr því sem komið er verður okk- ur fátt til bjargar í skólakerfinu annað en að flytja inn erlenda kennara, a.m.k. fyrir nemendur eft- ir 12 ára aldur. Ég get ekki séð að kennarar sem tala t.d. ensku þyrftu að vera í neinum vandræðum með tjáskipti við krakkana, þeir skilja flestir ensku á þessum aldri. Og ef ekki, þá er það bara af hinu góða að fá enskumælandi kennara. Hann myndi kannski ná upp meiri aga en tíðkast í dag. Og ekki þarf að óttast að siðvæðingin færi úr skorðum, því hún er engin i skól- unum hvort eð er. Við flytjum inn erlent vinnuafl í aðalatvinnuveg okkar, fiskvinnsl- una. Fiskvinnsluna, fjöreggið okk- ar þegar kemur að erlendum mörk- uðum. Þar má ekkert út af bregða. Ég er viss um að erlendir kennarar gætu gegnt mikilvægu hlutverki í skólakerfinu jafnt og erlent farand- verkafólk í fiskvinnslunni. Spurning er hvaðan þessir út- lendu kennarar ættu að koma. Ég hallast að því að þeir ættu að koma frá Singapúr. Alla vega frá Austur- Asíu þar sem vitum að menntun er í hávegum höfð. Sérstaklega í barna- og unglingaskólunum. Ég hef það líka fyrir satt að kennarar í Singapúr séu mun snyrtilegri í klæðaburði en íslenskir starfs- bræður þeirra. Það er líka til um- hugsunar. Hvalaskoðun drepur hvalina Hrefna Guðmundsd. hringdi: Ekki hefur Grænfriðunga, hvala- vinina og alla náttúruverndarsinn- ana, nú eða þá amerísku frúrnar sem sækjast hvað fastast eftir að fá að ættleiða hvali í hafdjúpunum grunað að niðurskurður á hvala- drápi veiðimanna leiddi til hvala- drápa hvalfriðunarsinna og allra annarra sem vilja helst komast að hvölunum til að klappa þeim og kjassa. Nú eru uppi háværar raddir sem segja (ekki bara einstakir of- stækismenn um hvalveiðar heldur þeir sem mest þekkja til hvalanna) að hvalaskoðun strádrepi þessi stóru dýr. Þannig gerist það á hafinu við landið að þegar skoðunarbátarnir LIHWIM þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma ^ / :55'Ó 5000 milli kl. 14 og 16 ... og kafa í djúpiö aftur til aö forðast vini sína - til aö kafna. hlaðnir áhugasömum hvalavinum nálgast hvalaslóð og dýrin koma upp til að anda fara þau snögglega í kaf aftur og kafna. Hræðslan við hvalavinina veldur því líklega dauða tuga eða hundraða hvala í hvert sinn sem bátar frá Húsavík eða annars staðar leggja frá landi með hvalaskoðunarfólk. Nú hafa um 19.000 manns farið í hvalaskoðunarferð á þessu ári það sem af er, að sögn hótelstjórans á Húsavík sem staðhæfir að mesti vaxtarbroddurinn í ferðaþjónust- unni á íslandi sé hvalaskoðun. Eng- inn mun vilja staðhæfa að þessir hvaladýrkendur eigi sök á dauða 19.000 dýra. Hitt leiðir í óefni ef t.d. Húsavík er orðinn sá staður i Evr- ópu þar sem flestir fara i hvalaskoð- un. Éinfaldlega vegna þess að Húsa- vík kynni smám saman að fá orð á sig sem útgerðarstaður dauðans. Samanber ummæli áköfustu hvala- vinanna sem telja hvalinn þá skepnu sem líkist manninum mest. - „Holocaust" hvalanna á íslandi? Það væri huggulegt að fá þetta á for- síður erlendra blaða! Eða hitt þó heldur. DV Hversu stór var Ródesía? Kennari skrifar: Þátturinn Brautryðjandinn, sem sýndur er í Sjónvarpinu (síð- ast sl. miðvikudag), var mjög fræðandi og vel gerður. Fyrir það vil ég þakka. Eitt það sem þarna kom fram fæ ég ekki til að passa: Sagt var að land það sem kennt er við C. Rhodes og nefnt Ródesía væri jafn stórt og öll Evrópa. Eft- ir því sem ég kemst næst var fyrrum Ródesía þau lönd sem nú nefnast Zimbabwe og Sambía og eru þau samtals um 1,1 milljón ferkílómetrar. Evrópa er hins vegar 10,5 milljón ferkílómetrar. Þess vegna spyr ég: Hve stór var Ródesía? Svari nú vinsamlega sá sem treystir sér til. Orðagjálfur ritstjórans M. H. hringdi: Mikið leiddist mér orða- gjálfrið í honum Stefáni Haf- stein, ritstjóra Dags-Tímans, í leiðaranum sem hann skrifaði um þetta langdregna fréttastjóra- mál hjá Sjónvarpinu fyrir helgi. Las ég ekki í DV á dögunum, að ritsfjóri Dags-Tímans, þess frjálsa og óháða dagblaðs, væri sjáifur formaöur uppstillingar- nefndar R-listans í Reykjavík? Ef það er ekki pólitík þá veit ég ekki hvað pólitík er. - Hvílík hræsni! Samkvæmt uppskrift Stefáns ritsfjóra ætti fréttastjór- inn á Sjónvarpinu, hver sem það nú verður, að vera ánægður með að fá á sig einhvem pólitiskan stimpil. En þaö er kannski ekki sama með hvaða stimpli er stimplað? Hagkaup og mjólkin Gunnlaug hringdi: Nú er sagt að Hagkaup ætli að hasla sér völl i Borgarnesi. Ég vona að það verði til þess að þeir Hagkaupsmenn geti aftur farið að flytja mjólkina þaðan í versl- anir sínar í Reykjavík. Ég á hér við mjólk í lítrafernunum sem þeir buðu til sölu hér í Reykja- vík fyrir allnokkru en hurfu svo af markaðinum. Ég og margir aðrir vifjum aðeins þessar mjólkurfernur, því þær venju- legu eru jafn slæmar og þær hafa alltaf verið, og eins og hálfs lítra- femumar eru of stórar um sig og jafn vont að hella úr þeim og hinmn venjulegu. Templarahallir og fast- eignagjöld Reynir skrifar: Ég hef það fyrir satt að Templ- arahöllin og jafnvel aðrar hús- eignir í eigu templara hér í Reykjavík séu undanþegnar fast- eignaskatti. Hafi þeir fengið nið- urfelld gjöldin hjá borginni þá er hér um hneyksli að ræða sem ekki verður til að auka trú Reyk- vikinga á núverandi ráðamönn- um borgarinnar. Okkur, skatt- greiðendum hér í borginni, er ekki hlíft við að greiða skatt af hverjum fermetra. Aldraðh- hafa jú fengið eftirgjöf með vissum skilyrðum. En að ein félagasam- tök komist hjá greiðslu fast- eignaskatta er fáránlegt. Fréttastjórar Sjónvarpsins N. P. hringdi: í öllum hræsnisvaðlinum um starf fréttastjóra Sjónvarpsins og hneykslinu yflr tengslum hans við stjómmálaflokka gleymist að geta þess að aflir sem vinna hjá Ríkisútvarpinu em bundnir á klafa RÚV. Þessu kemst enginn hjá á því fádæma fjárkúgunar- fyrirtæki. - RÚV er ekki annað en spegilmynd ríkisstjórnar hverju sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.