Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Síða 8
8
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
Útlönd
Stuttar fréttir dv
Hugmynd nýrrar ríkisstjórnar í Noregi:
Smugu lokað með
stækkun landhelgi
Landsbergis
ber af sér ásak-
anir um njósnir
DV, Ósló:
Vytautas Landsbergis, þing-
forseti í Litháen, hefur borið til
baka ásakanir fjögurra gamalla
KGB-njósnara að hann hafi
njósnað í þágu Sovétríkjanna á
sjötta áratugnum. KGB-mennim-
ir segja að
Landsbergis
hafi sem ung-
ur maður
verið Sovét-
ríkjunum
þægur ljár í
þúfu.
í yfirlýs-
ingu sem for-
maður sérstakrar rannsóknar-
nefndar þingsins sendi frá sér í
fyrradag segir að ekki hafi kom-
ið neitt í ljós sem bendi til sam-
vinnu Landsbergis við KGB.
Landsbergis, sem var á íslandi
vegna setningar Alþingis i vik-
unni, hefur áður sætt svipaðri
gagnrýni. Landsbergis leiddi
sjálfstæðisbaráttu Litháa fyrir
sjö árum við fall Sovétríkjanna
og varð eftir það forseti landsins.
Landsbergis er nú enn á ný í
framboði til forseta lýðveldisins.
Kosið verður 1 desember og segja
stuöningsmenn hans að þessum
upplýsingum sé dreift nú til að
sverta hann. KGB-njósnari hafi
hann aldrei verið. -GK
Lífvörður Díönu
fluttur heim til
Bretlands
Trevor Rees-Jones, lífvörður-
inn sem einn slapp lifandi úr
bílslysinu í París þegar Díana
prinsessa fórst, verður fluttur af
sjúkrahúsinu í París í dag til
leynilegs staðar á Bretlandi.
Hann verður áfram undir eftir-
liti lækna.
Franska lögreglan og dómar-
inn sem fer með rannsóknina á
slysinu yfirheyrðu Rees-Jones í
annað sinn í gær.
AP fréttastofan haföi það eftir
heimildarmanni innan lögregl-
unnar að lífvöröurinn hefði
munað aðeins meira í gær en viö
fyrstu yfirheyrsluna. Hann gat
gefið betri lýsingu á því sem
gerðist skömmu áður en
Mercedesbifreiðin yfirgaf Ritz-
hótelið í París.
í frétt frá Reuters-fréttastof-
unni segir að Rees-Jones hafi
ekki getað munað neitt frá slys-
inu sjáifu. Lífvörðurinn ítrekaði
að hann hefði ekki séð neitt at-
hugavert við bílstjórann. Rann-
sóknir á líki hans sýndu þó að
hann hafi verið undir áhrifum
bæði áfengis og lyfja.
Vildi vita hvern-
ig það væri að
drepa mann
Táningspiltur í Connecticut í
Bandaríkjunum sagði lögregl-
unni frá því að hann hefði myrt
þrettán ára gamlan dreng til
þess eins að komast að því
hvernig það væri að drepa
mann.
Morðinginn, hinn átján ára
gamli Todd Rizzo, var í gær
ákæröur fyrir morðið. Hann
lamdi hinn piltinn, Stanley Ed-
wards, til bana. Rizzo hefur ekki
komist áður í kast við lögin.
Edwards var úti að hjóla á
þriðjudagskvöld þegar Rizzo
narraði hann inn í húsagarö til
að leita að snákum, að sögn lög-
reglunnar í bænum Waterbury.
„Hann langaði til að drepa ein-
hvern og sjá hvort hann kæmist
upp með það,“ sagði lögreglu-
þjónninn Michael Ricci.
Morðvopniö er ekki enn fund-
ið en það var einhvers konar
hamar, að sögn lögreglunnar.
Reuter
Dv.Ósló:
„Við verðum að leysa Smugumál-
ið á einhvem hátt og tryggja vernd-
un fiskistofnanna þar. Einn mögu-
leiki er að færa út landhelgina og
það hefur verið rætt í okkar hópi.
Við vitum hins vegar að það er laga-
legur vandi á útfærslu," segir Einar
Steensnæs, varaformaður Kristilega
þjóðarflokksins og talsmaður hans í
sjávarútvegsmálum, í samtali við
DV í morgun.
Væntanlegir stjómarflokkar í
Noregi íhuga að færa efnahagslög-
sögu Noregs úr 200 mílum í 250 og
loka þannig Smugunni margfrægu í
Kanadísk stjórnvöld hafa kallað
heim sendiherra sinn i ísrael í mót-
mælaskyni við að tveir menn sem
em í haldi lögreglu í Jórdaníu not-
uðu fölsuð kanadísk vegabréf. ísra-
elsk stjómvöld eru grunuð um að
eiga aðild að árásinni sem gerð var
á pólitískan leiðtoga Hamas-samtak-
anna.
Lloyd Axworthy, utanríkisráð-
hema Kanada, sagði í gærkvöld að
sendiherrann hefði veriö kallaður
heim til skrafs og ráðagerða og að
kanadísk stjórnvöld andmæltu þvi
harðlega að fólsuð kanadísk skilríki
væru notuð.
„Við andmælum auðvitað harð-
lega að menn nýti sér orðspor
kanadiskra vegabréfa í þess háttar
tilgangi," sagði Axworthy við frétta-
menn áður en hann hélt til fyrir-
fram ákveðins fundar við Madeleine
Albright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna.
Barentshafí. Hugmyndin er gömul
og hefur aldrei fengið stuðning
stjórnvalda fyrr en þá nú ef ný
stjórn kemst á koppinn þann 16.
þessa mánaðar. Kristilegir, Mið-
flokkurinn og Vinstri flokkurinn
munu mynda stjórnina.
Viðræður um stjórnarmyndun
fara nú fram fyrir luktum dyram á
Oxenaasenhótelinu norðan Óslóar.
Allt frá því að útfærsla landhelginn-
ar var fyrst rædd hefur norski Mið-
flokkurinn, systurflokkur íslenska
Framsóknarflokksins, verið henni
hlynntur en flokksmenn vildu ekk-
ert um málið segja í morgun. Hjá
kristilegum er hins vegar verið að
Hassan krónprins af Jórdaníu var í
sambandi við kanadíska utanríkis-
ráöherrann í gær.
íhuga þennan möguleika en ekki
með vitund áhrifamanna í norskum
sjávarútvegi.
„Við höfum ekki verið í sam-
bandi við væntanlega stjórnar-
flokka og ekki beðið þá að færa út
landhelgina. Þegar Smugudeilan
var hvað heitust árin 1993 til 1994
höfðum við hugmyndir um svona
lausn en fengum ekki stuðning
stjórnvalda. Eftir það hefur útfærsl-
an ekki verið nefnd og er raunar
óþörf því það er enginn fiskur i
Smugunni," sagði Jan Skauge hjá
Norges Fiskarlag 1 samtali við DV í
morgun.
GK
Jórdönsk stjómvöld segja að ver-
ið sé að yfirheyra tvo menn sem
voru handteknir í kjölfar árásarinn-
ar á Hamas-leiðtogann Khaled Mes-
hal fyrir viku. Hamas-liðar segja að
árásin hafi verið misheppnuð morð-
tilraun að undirlagi ísraelsku leyni-
þjónustunnar Mossad. Tilræðis-
mennirnir báru kanadísk vegabréf.
David Kilgour, aðstoðamtanrikis-
ráðherra Kanada, sagði í Ottawa í
gær að gengið hefði verið úr skugga
um að vegabréfin væru folsuð.
Axworthy ítrekaði það einnig.
Axworthy sagðist hafa sett sig í
samband við ónafngreindan aðstoð-
arutanríkisráðherra ísraels og lýst
yfir áhyggjum kanadískra stjóm-
valda af málinu.
Axworthy sagðist einnig hafa gert
Hassani, krónprinsi í Jórdaníu, þaö
Ijóst að Kanadamenn ættu alls eng-
an þátt í árásinni.
Reuter
'Átök milli andstæöra fylkinga brutust út í hafnarborginni Karachi í Pakistan í gær. Prír féllu og tólf særöust. Hóp-
arnir beittu þungum sjálfvirkum vopnum í bardögunum. Kveikt var í að minnsta kosti sex farartækjum, þar á meöal
langferöabifreiöinni á þessari mynd. Litli snáöinn sá þann kostinn vænstan aö hlaupa í skjól. Símamynd Reuter
ísraelskir tilræðismenn með falsaða kanadíska passa:
Kanadíski sendiherr-
ann kallaður heim
Hætta á stríði
N-Kórea hefur tjáð Allsherjar-
þingi SÞ að stríð geti brotist út á
Kóreuskaganum hvenær sem er.
Mikil sperrna rikir vegna vopna-
flutninga Bandaríkjanna til
skagans.
Hindra eftirlit
írösk yflrvöld hindruðu í gær
störf vopnaeftirlitsmanna SÞ.
Talið er að það geti leitt til
hertra refsiaðgeröa gegn írak.
Jeltsín óþolinmóður
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
gagnrýndi í morgun neðri deild
þingsins. Gaf
forsetinn í
skyn að hann
myndi leysa
hana upp þar
sem þolin-
mæði hans
væri á þrot-
um. Forsetinn
er orðinn þreyttur á andstöðu
þingmanna við áætlunum hans
um endurbætur.
12 létust í bílslysi
Tólf Marokkómenn létust og
31 slasaðist er rúta sem þeir ferð-
uðust í fór út af brú nálægt Aix-
en-Provence í Frakklandi.
Mannrán í Þýskalandi
Berlínarlögreglan leitar nú
tvitugs pilts, sonar veitingahúss-
eiganda, sem rænt var fyrir 20
dögum. Mannræningjarnir krefj-
ast 40 milljóna íslenskra króna í
lausnargjald.
Setur skilyrði
Utanríkisráðherra Kongó er
ekki andvigur rannsókn SÞ á
meintum fjöldamorðum á flótta-
mönnum frá Rúanda. Hann set-
ur hins vegar skilyrði um hvar
rannsóknin megi hefjast.
Stjórnarkreppa á Ítalíu
Forsætisráðherra Ítalíu,
Romano Prodi, reynir nú að
bjarga stjórn
sinni eftir að
kommúnistar
neituðu að
styðja fjár-
lagafrumvarp
stjómarinnar.
Prodi hefur
lýst því yfir að
hann muni ekki leiða aðra
stjóm missi þessi meirihluta.
Slys vegna reykskýs
Fimm námsmenn drukknuðu
og fjögurra er saknað eftir
árekstur mótorbáts og flutninga-
skips á fljóti á Súmötm. Reyk-
skýi vegna skógarelda er kennt
um áreksturinn.
Bjóða aðstoð
Bandaríkin hafa á ný boðið
Indlandi og Pakistan aðstoð við
að leysa deilur sfnar. 40 manns
hafa látið líflð í átökum f Kasmír
f þessari viku.
Fagna sameiningu
Þjóðverjar fagna því í dag að
sjö ár eru liðin frá sameiningu
þýsku ríkjanna.
Ekki fleiri kveðjur
Karl Bretaprins baðst í gær
undan fleiri samúðarkveðjum
vegna fráfalls
Díönu
prinsessu.
Talsmaður
Karls greindi
frá því í gær
að Karli og
sonum hans
heföi borist yf-
ir hálf milljón samúðarbréfa,
korta og pakka. 50 manns starfa
nú við að opna bréfin og svara
þeim.
Sjálfsmorðstilraun
Ástralski stjómmálamaðurinn
Nick Shemy reyndi i gær að fyr-
irfara sér vegna ásakana um að
hafa krafist rúmlega 2 milljóna
íslenskra króna í ferðakostnað á
meðan hann dvaldi hjá móður
sinni. Reuter