Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Síða 14
14
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
Spurmngin
Hvorir hafa betur, ÍBV eöa
Keflavík, í bikarúrslita-
leiknum á sunnudag?
Ingi Gunnar Jóhannsson: Ég spái
því að ÍBV vinni leikinn með fjór-
um mörkum gegn einu.
Marian Krajacic málari: Leikur-
inn fer 2-1 fyrir ÍBV.
Sigurbjörg Steingrímsdóttir: ÍBV
vinnur leikinn. Ætli úrslitin verði
ekki 2-1.
Þór Gunnlaugsson MR-ingur: Úr-
slitin verða 2-1, ÍBV í vil.
Ríkarður Ragnarsson MR-ingur:
ÍBV vinnur leikinn, 2-1.
Margrét Indriðadóttir, nemi í HÍ:
ÍBV verður meistari, það er engin
spurning.
Lesendur
Aðbúnaöur
útigangshrossa
Haustin eru oft erfiðasti tíminn fyrir útiganginn. - Hross í höm á haustdegi.
Bóndi að austan skrifar:
Með haustinu leitar hugurinn til
hrossanna sem flest eru i haga fram
undir áramótin og sum allan ársins
hring. Hvernig er aðbúnaður
þeirra? Eiga þau einhvern mál-
svara? - Dýraverndunarfélögum ber
lögum samkvæmt að hafa eftirlit
með aðbúnaði dýra og hafa geysi-
mikið vald ef tfl aðgerða þarf að
grípa. En hafa þau staðiö sig í eftir-
liti og umhyggju fyrir málleysingj-
unum?
Víða má sjá hross í beitarrýrum
högum og þröngum girðingarhólf-
um. Haustin eru oft erfiðasti árstím-
inn fyrir útiganginn. Tíð veðra-
skipti; vindar, regn og frostnætur
tíðar. Útigangsrhross eru venjulega
ekki tekin inn fyrr en snjóa tekur
og jarðbönn verða. Skiptir því
miklu að hross hafi næga beit og
skjól í girðingum.
Hross þola vel þurrakulda en
mjög illa blautviðri. Miklu skiptir
þvi að hausthagarnir séu þurrir,
skjólgóðir og með góðri beit. Og
ekki má gleyma að hrossin hcifi að-
gang að góðum vatnsbólum. Á þessu
er því miður oft misbrestur. Sjái
maðurinn ekki um þessar grunn-
þarfir hrossanna er voðinn vís. -
Þau geta ekki kvartað.
Hestaeigendur verða að taka sér
tak í þessum málum. - I fagblöðum
hestamanna hefur sl. tvö ár verið
auglýst ný tegund brynningarkera,
sem eru vatnssparandi og þannig
hönnuð að ekki frýs í þeim, og
ávallt þurrt og þrifalegt í kringum
þau. Vatnsveitur, sveitarfélög, dýra-
vemdunarfélög og umhverfisnefnd-
ir ættu að sameinast um átak til að
koma þessum málum í viðunandí
ástand.
Ekki má gleyma aðbúnaði hrossa
í gerðum og aðhöldum, sem hróflað
er upp úr afgangstimbri, eða trön-
um með tilheyrandi slysahættu.
Slík gerði má t.d. sjá í hólfum hjá
dýrustu graðhestum landsins, sem
hryssueigendum er selt undir dýr-
um dómum. Oft era um 30 verðlaun-
aðar hryssur í slíku hólfi og er því
um gríðarleg verðmæti að ræða.
Upphaf kryddblöndunnar
- Guðmundur fer eldhúsvillt
Selma Jónsdóttir í Vogum skrif-
ar:
Ég vil gera athugasemd vegna
viðtals við Guðmund Guðmundsson
í Vogabæ, Vogum, í DV 24. sept. sl.
Kæri Guðmundur, mikið eruð þið
orðin gleymin í Vogabæ. - Þú rekur
í viðtalinu upphaf kryddblöndunnar
sem verið hefur flaggskip fram-
leiðslu fyrirtækisins frá byrjun. En
mikið er ég hrædd um að þú farir
eldhúsvillt þegar þú segir að móðir
þín hafi byrjað að búa til blönduna.
Forsaga málsins er sú að ég sem
starfsmaður í versluninni Vogabæ,
árin 1979-1985, mæti í vinnu einn
mánudagsmorgun og fer að segja
Sigrúnu í Vogabæ hvað ég hafi búið
til góöa ídýfu um helgina. Hennar
viðbrögð voru þau að spyrja hvort
ég vildi ekki bara búa hana til í búð-
inni á fóstudögum, svo hægt væri
að bjóða viðskiptavinum snakk og
ídýfu við kjötborðið.
Svona gekk þetta til og vakti
mikla ánægju viðskiptavina, og lét
Sigrún óspart vita að ég ætti aflan
heiðurinn af þessari ídýfu. - Sá
heiður tók þeim skrýtnu breyting-
um seinna meir að hann var
skyndilega orðinn Sigrúnar!
Varla þarf að taka fram að aldrei
var ég spurð að því hvort hefja
mætti framleiðslu á ídýfunni minni,
sem tók þeim breytingum að í hana
var bætt rotvarnarefnum.
Ég hef þessi orð ekki öllu fleiri,
en ástæða skrifa minna er sú að síð-
ustu ár, en ekki síðustu daga, (þ.e.
eftir að áðumefnt viðtal birtist) hef
ég fengið fjölda áskorana frá fólki
sem veit hið rétta í málinu, og vill
að það komi fram. Einnig leiðist
mér sjálfri er fólk eignar sér það
sem aðrir hafa gert. - Með fullri
virðingu fyrir því annars ágæta
fólki í Vogabæ, sem mjög gott var
að vinna hjá.
Á röltinu um félagslega kerfið
Jóhann Gíslason skrifar:
Það þarf bæði sterkt hjarta og
mikið andlegt og líkamlegt þrek
leggi maður í rölt um velferðarkerf-
ið í leit að aðstoð. - Ég er búinn að
vera á slíku rölti í hartnær fjögur ár
án nokkurs árangurs og er satt best
að segja orðinn þreyttur, bæði and-
lega og líkamlega, og mitt gamla
verkamannshjarta er orðið ansi
dapurt.
Ég hef einmitt verið að leita mér
aðstoöar hjá borginni gegnum fé-
lagsmálakerfið eftir húsnæði. Slík
leit er ekki neitt sem maður kýs sér,
en að því geta legið margar og mis-
jafnar aðstæður. Þeir sem þangað
leita, líkt og ég, hafa af einhverri
þeirri ástæðu orðið undir í lífsbar-
þjónusta
Enn á ný er ég farinn á röltið þvf ég hef ekki algjör-
lega gefist upp enn, segir bréfritari m.a. af högum
sfnum.
áttunni, og því er kannski sú einust
von eftir að snúa sér til hins opin-
bera í von um að geta snúið þeirri
þróun við.
Það felst lítil lífsham-
ingja í því að rápa á
milli einhverra her-
bergiskytra vítt og
breitt um borgina
með aleiguna í plast-
poka og geta hvergi
fundið öryggi né hafið
mannsæmandi líf,
þótt löngunin sé
sterk.
í nýlegri skoðana-
könnun í Noregi með-
al húsnæðislausra
kom fram heldur slá-
andi mynd og myndi
mig ekki undra þótt
hún ætti við einnig
hér. Þar kom fram
mikil aukning á t.d.
sjálfsvígum, vaxandi
óregla, þrúgandi ein-
manaleiki og mikið
þunglyndi. Þetta eru
hinir ömurlegustu
fylgifiskar þess sem
sífellt hrekst á milli
herbergiskytra og get-
ur hvergi fundið sér
öruggt skjól.
Enn á ný er ég farinn
á röltið því ég hef
ekki algjörlega gefist upp enn, og
eygi smávon. En ef til vill verður nú
sem fyrr svarið: Það hlýtur að fara
að koma að þér!!
DV
Ó, borg mín,
borg
Dagný Kristjánsd. skrifar:
í öllum kvöldfréttum mánudags-
ins var talað við Vilhjálm Þ. Vil-
hjálmsson, borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, í tilefni af því að
hann gefur aftur kost á sér í það
sæti sem hann situr í núna. Þóttu
þetta miklar fréttir fyrir borgar-
búa. Vilhjálmur sagði að Flokkur-
inn yrði að endurheimta borgina.
En hvers vegna? Vilhjálmur sagði
ekkert um það. Hann talaði eins og
maður sem hefur týnt veskinu
sínu eða páfagauknum. Þó lofaði
hann ekki einu sinni fundarlaun-
um! - Með svona málflutningi
mun Sjálfstæðisflokkurinn vissu-
lega tapa kosningum um borgina
tvisvar í röð - er þaö ekki?
Ekki bara Stein-
grímur
Ámi Einarsson hringdi:
Það er löngu ljóst að Steingrím-
ur Hermannsson er einhver víð-
förlasti og drýgsti ferðalangur
opinbera embættismannakerfisins.
Fréttiraar um ferðir bankastjórans
á umhverfisráðstefnur á peningum
Seðlabankans er bara staðfesting á
ósköpunum. En hér er ekki bara
um Steingrím að ræða. Þetta geng-
ur eins og rauður þráður í gegnum
alla stjórnsýsluna og algengt að
menn grenji út eina og aðra utan-
ferðina á vegum hins opinbera eða
í einkaerindum með þátttöku ríkis-
ins í kostnaði. Jafnvel einnig í
tengslum við sumarleyfin. Fjöl-
miðlum ætti að vera kappsmál að
upplýsa almenning um hverjir eru
í ferðalögum erlendis á vegum
hins opinbera á hverjum tíma.
Þama er um opinbert fé okkar að
ræða. - Gæti orðið líkt og á árum
áður þegar listi yfir komu- og
brottfararfarþega gamla Gullfoss
voru birtir í blöðunum.
Einokun
Flugleiða
Keflvíkingur hringdi:
Okkur hér syðra blöskrar
hvernig staðið er að útboðum sem
snerta afgreiðslu og umsvif í Leifs-
stöð. Nú siðast varðandi veitingar
í flugstöðinni. Flugleiðir virðast
hafa algjöra einokun á hverju því
starfssviði sem þar skapast. Önnur
fyrirtæki eru nánast sniðgengin
þrátt fyrir mun hagstæðari tilboð
sem ríkið hefur ekki efni á að
sleppa. En svona er einokun í
framkvæmd.
Eiginkonurnar
líka
Oddur P. skrifar:
Síðasta hneykslið varðandi dag-
peninga og ferðir Steingríms seðla-
bankastjóra vekur aftur upp frétt-
irnar mn að konur bankastjóra
Seðlabankans eru líka á dagpen-
ingakerfi bankans. Þetta er náttúr-
lega allt með svo miklum ólíkind-
um að ekkert minna en opinbert
uppgjör verður að framkvæma á
ferðum þessarar yfirstéttar og láta
hana skila illa fengnum fjármun-
um.
Bændasamtökin
svara leiðara
Sigurgeir Þorgeirsson:
Vegna leiðara DV laugard. 27.9.
sl. vilja Bændasamtök íslands taka
eftirfarandi fram: Bændasamtökin
koma á engan hátt að vottun líf-
rænna landbúnaðarafurða og hafa
aldrei gert. Þau hafa hvorki hags-
muna- né persónutengsl við þær
vottunarstofur sem að þessu
starfa. Samtökin treysta báðum
þessum stofum fyllilega til að ann-
ast vottun lífrænna afurða, enda
hafa báðar sams konar leyfi yfir-
valda til að annast hana. Skætingi
ritstjórans og rangfærslum hirði
ég ekki um að svara að öðru 1 eyti,
enda ekki svara vert.