Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Side 15
JL>"\T FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
15
I
í
>
I
>
>
5
►
I
I
>
>
>
>
>
>
>
menning
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Krossfesting
ísland hið nýja
Ný bók eftir Trausta Valsson
skipulagsfræðing og Birgi Jóns-
son jarðverkfræðing, fsland hið
nýja - Aldamótin 2000, hefur ver-
ið mikið til umræðu síðan hún
kom út fyrir tveimur vikum. Bók-
in fjallar um stöðu íslands í
heimi framtíðarinnar, en að mati
höfunda og útgefenda er brýnt
viðfangefni að búa okkur undir
komandi öld. „Á 21. öldinni verð-
ur nýtt landnám íslendinga inn á
við - inn til landsins", eins og
segir í kynningu, „til hins víð-
feðma Miðhálendis sem getur
tryggt þjóðinni meiri hagsæld en
nokkru sinni, sé skipulega haldið
á hlutunum."
í bókinni er varað sérstaklega
við mistökum sem
nú er verið að gera
í skipulagningu
Miðhálendis ís-
lands með laga-
setningu og
stjórnun. Höf-
undarnir
hvetja til
varfærni
skipulagningu hálend-
isins, ekki má spilla því með
skammsýnum framkvæmdum.
En, eins og Sveinbjöm Björnsson
fyrmm Háskólarektor segir í for-
mála, „sú vernd má þó ekki
ganga svo langt að hún girði fyr-
ir þá nýtingu orkulinda sem
ákjósanleg reynist." Nýtt allsherj-
arskipulag þarf að gera sem tek-
ur tillit til sdlra þátta, og í íslandi
hinu nýja er gerð tillaga aö því.
Bókin er gefin út af Fjölva og
skiptist í þrjá hluta: Nýtt heims-
mynstur - ný tækifæri, Lands-
skipulag og Skipulag á Miðhá-
lendi. í hverjum hluta era margir
undirkaílar og öll er bókin ætluð
sem grundvöllur undir umræður
um þetta mikilsverða málefni.
Staða
grafíklistarinnar
Richai-d Valtingojer myndlist-
armaður heldur fyrirlestur um
grafik á mánudaginn kl. 12.30 í
Málstofu, fyrirlestrarsal Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands i
Laugarnesi.
Richard ætlar að
fjalla um grafik í víð-
asta skilningi, sögu-
lega þróun hennar
og stööu hennar nú á
dögum, möguleika
hennar og hlutverk
innan myndlistarinnar.
Á eftir verða umræður.
Fyrirlesturinn er öllum opinn
og aðgangur ókeypis.
Allt ura börn
Skjaldborg var að gefa út Bók-
ina um bamið - meðgöngu, fæð-
ingu og fyrstu sex ár barnsins -
eftir Vibeke Manniche. Þetta er
efnismikið og aðgengilegt upp-
sláttarrit fyrir foreldra sem hefur
verið staðfært og lagað alveg að
íslenskum aðstæðum.
í bókinni er fjallað ítarlega um
þungun og fæðingu, fyrstu daga
nýburans, fyrstu ár barnsins,
bamasjúkdóma, réttindi bamsins
og fjölskyldunnar og skyldur hins
opinbera. „Heilsuvemd eru gerð
mjög góð skil,“ segir
Ólafur Ólafsson
landlæknir í for-
mála: „Allir geta
haft góð not af
lestri þessarar
bókar því að
hún er vel sam-
in og dagleg
vandamál
skýrð á ítar-
legan hátt.“
í bókinni era 240 ljós-
myndir og skýringarteikningar.
Jóhanna G. Erlingsson þýddi
hana og staðfærði.
Þrír heimar í einum heitir nýr
hljómdiskur með raftónlist eftir
Kjartan Ólafsson. Á honum eru þrjú
nýstárleg verk, samin á síðustu árum
í Finnlandi og heima á íslandi.
„Titillinn kemur frá fyrsta verkinu
sem heitir „Samantekt. Þrír heimar í
einum“ og er byggt á tíu ára tímabili
á starfsferli mínum sem tónskáld í
þremur löndum," segir Kjartan. „Á
þessu tímabili gekk ég gegnum þrjú
ólík skeið í tónsköpun - það er eðli-
legt að fólk gangi í gegnum slík
þroska- eða misþroska-skeið. Svo
speglar það lika einkalífið og þetta
huglæga líf sem við eigum.“
Fannst hún algert rugl
- Hefur raftónlist alltaf höfðað til
þín?
„Mín kynslóð ólst upp bæði við
sterka rokk- og popp-menningu og
sterka arfleifð frá klassískri tónlist,
auk nútímatónlistar. Allt samtímis.
En raftónlistin kom seinna. Ég man
að þegar ég var um tvítugt þá hét ég
því opinberlega að ég myndi aldrei
koma nálægt raftónlist, hún væri al-
gert rugl. Þremur árum seinna var ég
kominn í sérnám til Hollands í
henni.“
- Hvað gerðist?
„Ja, líf manns heldur bara áfram!
Raftónlist kom inn í íslenskt tón-
listarlíf með Magnúsi Blöndal Jó-
hannssyni um 1960. Hann hlaut
mikla og langvarandi gagnrýni fyrir
sínar tónsmíðar sem ég tel með þeim
merkari í íslenskri tónlistarsögu.
Hann var alger einfari og fékk að
kenna á því, bæði hjá gagnrýnendum
og almenningi. En svo var farið að
kenna þetta í tónlistarskólum á átt-
unda áratugnum og menn eins og
Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heim-
ir Sveinsson tóku hana upp á sína
arma.
Það sem rak mig út í raftónlist var
fyrst og fremst þessi nýi hljóðheimur sem kom
með henni. Raftónlistin blandast dálítið poppinu
sem hefur tekið við tækninni og notar þennan
nýja hljóðheim lika. - Þó að þetta sé nú ekki
poppdiskur þá era poppjaxlar og djassgeggjarar
með mér á honum."
- Er kannski tímanna tákn hvað poppið og nú-
timamúsíkin eru farin að skarast?
áheyrendur."
- Hvernig holl?
„Oft hreinsar hún úr eyrunum! Og
svo er hún praktísk að því leyti að
hún fælir ketti úr görðum hjá fólki!
En fyrst og fremst er hún framandi
og þeir sem hafa áhuga á framandi
tónlist þeir laðast að henni. Braut-
ryðjendur í tónlist, bæði popptónlist
og alvarlegri tónlist, hafa allir til-
einkað sér þessa tækni. Hún er orðin
hluti af nútímatónlistinni, viðbót við
hana.“
- Hefur hún marga áhangendur?
„Ég hugsa að þeir séu svona tveir!
Og þá era báðir með taldir. í alvöru
hef ég á tilfinningunni að þessi hópur
fari ört vaxandi en það er erfitt að
mæla hann í prósentum því hann
skarast við önnur svið. Þeir sem hafa
hlustað á nýja tónlist hafa nú aldrei
verið átakanlega margir miðað við af-
þreyingartónlist, og það á við allt frá
tímum Mozarts og þeirra. Ný tónlist
er alltaf ný.
í síðasta verkinu á diskinum,
Skammdegi, reynum við að blanda
áhrifum frá djassi og jafnvel poppi
inn i þessa ströngu og erfiðu nútima-
raftónlist. Slík blöndun er kannski
einmitt einkenni á okkar tíma - og
menn stökkva hæð sína í loft upp og
æpa póst-módemismi! En það er
vandamál annarra að skilgreina hvað
þetta er.“
- Mun tónlist eins og Björk er að
spila núna hjálpa fólki inn i þína tón-
list?
„Já, ég held það. Björk leitar inn í
þennan nýja hljóðheim og er alveg
óhrædd við að tefla fram nýjum hljóð-
um og vinna þau eftir sínum persónu-
lega smekk, sem er auðvitað hennar
aðaleinkenni og styrkur. Þama skar-
ast þessar tónlistarstefnur. Ég vil ekki
bera þær beint saman, en Björk getur
áreiðanlega opnað glufu inn í enn þá
meira framandi hljóðheim. Hún er
svona millilending.
En tónlistin mín kemst seint inn á sölulista,
trúi ég. Maður þarf að vinna að því að tileinka
sér hvem hljóðheim fyrir sig. Sumir þola ekki
fiðlugarg, öðrum finnst það hreint hunang! En ég
vil ekki segja að tónlist Bjarkar sé skref í áttina
því allt er þetta áttalaust.“
Kjartan og félagar áætla útgáfutónleika um
mánaðamótin október og nóvember.
Kjartan Ólafsson og Sunneva dóttir hans: Raftónlist er holl og góð.
DV-mynd BG
„Já, og það gerist einmitt gegnum þennan
hljóðheim. Hliðstæður samruni alvarlegrar tón-
listar og popps varð á 7. áratugnum þegar Bítl-
amir fóru að nota strengjakvartetta og kóra á
plötunum sínum, arfleifð frá klassiska tímabilinu
tveimur öldum áður. Tónlist eins og er á Þremur
heimum er mun samsettari og flóknari og erfið-
ari áheyrnar en popp, en hún er holl og góð fyrir
viddir þar sem samleikur birtu og
myrkurs er megininntakið.
Áhrifamestu augnablikin voru
skemmtilega dæmigerð fyrir verkið.
Annars vegar vora tutti þar sem
margar línur ultu fram með sígildum
hætti, harmur í dökkum lúðrum móti
klingjandi bjölluhljómi sakleysis og
svo þétt áköll í fiðlunum. Hins vegar
fingerður vefhaður sem undirleikur
við eintal sálar í sellói, frábærlega
túlkað af Bryndísi Höllu Gylfadóttur.
Þessi nútímalega listræna túlkun á
trúarþörf mannsins hefur klassískt
yfirbragð og býr yfir fegurð. Fegurð
sem hljómsveitinni tókst að koma til
skila með óeigingjömum og áköfum
leik sínum undir góðri stjórn Petri
Sakari.
Hitt verkið á efiiisskránni var sin-
fónía nr. 5 í Es-dúr op. 82 eftir Jean
Sibelius. Eftir á að hyggja var þessi
samstæða verka ekki eins samhengis-
laus og manni hefði getað virst við
fyrstu athugun. í báðum tilfellum
notar tónskáldið að miklu leyti við-
tekið tónmál síns tíma, en báðir nýta
það með sérstæðum og persónulegum
hætti. Báðir skapa eins og síspennu í löngum
köflum verka sinna, ferðast um í óleystum en
tæram gátum. Báðir þora að vera bamslega ein-
faldir á köflum og báðir þora þeir að gefa því við-
tekna rými. Sinfónían nr. 5 er hins vegar bam
síns tíma og frelsar því ekki hugann með sama
hætti og ferskleiki hins nýja verks. En túlkun
hennar var kröftug og litrík, þökk sé tónsprota
stjómandans, Petri Sakari.
Gul tónleikaröð Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í ár hefur nokkuð sér-
stætt yfirbragð. Áhersla er þar lögð á
stór hljómsveitarverk, svo stór að oft-
ar en ekki era tvö og jafnvel eitt verk
á dagskrá hverra tónleika. Það þýðir
að ef tvö verk eru á efnisskránni þá
tekur hvort um sig að meðaltali 45
mínútur í flutningi. Við eram því að
tala um stór verk, tónbálka eða stór-
smíðar sem mikils krefjast bæði af
hljóðfæraleikurum og hlustendum.
Tónlist
Sigfríður Bjömsdóttir
Hafliöi Hallgrímsson - hefur skapaö magnaö verk.
Og þannig var með tónleikana sem
haldnir vora í Háskólabíói í gær-
kvöldi, fyrstu tónleika vetrarins í
umræddri röð. Tvö verk vora leikin.
Til tíðinda hlýtur að teljast að í öðru
tilfellinu var um framflutning að
ræða á verki eftir íslenskt tónskáld,
tónskáld vetrarins, Hafliða Hall-
grímsson. Vonandi var það bara til-
viljun að verk Hafliða, Krossfesting op. 24, var
frumflutt á sama tíma og yfir stóð flutningur ann-
ars verks - stefnuræðu forsætisráðherra. Ein-
hverjir aðrir verða að segja til um hversu frarn-
leg, innblásin eða hrífandi sú ræða var, en líklegt
er að skoðanir þeirra sem fylgdust með henni
verði skiptari en þeirra sem sal Háskólabíós sátu
og hlýddu á tónaljóð Hafliða. Ef marka má við-
brögðin í lok verksins þá voru áheyrendur
ánægðir og ekki að ástæðulausu.
Krossfesting er magnaö verk, sérstaklega fyrri
hlutinn. Innblásturinn sækir tónskáldið í mál-
verk sem salurinn fékk að sjá á tjaldi. Sterkar
andstæður, fínleg blæbrigði og tilfinningaleg dýpt
einkenna marga hluta verksins. Hafliði vinnur
mik ð með mismunandi birtustig samhljómsins.
Sérstæð hljóðfæranotkun eða samsetning hljóð-
færahópa á hverju augnabliki tryggir sýn inn í
Nýr hljóðheimur