Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Síða 3
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997
3
JDV
Fréttir
Viöhorfskönnun innan lögreglunnar:
Helmingur kvenna telur kynferð-
islega áreitni eiga sér stað
- mjög sláandi, segir formaöur hagsmunafélags lögreglukvenna
„Það er mjög sláandi að helming-
ur lögreglukvenna taldi að kynferð-
isleg áreitni ætti sér stað innan lög-
reglunnar. Annað sem mér fínnst
lika mjög sláandi í þessu er að þrír
af hverjum fjórum karlmönnum
sem könnuðust við kynferðislega
áreitni töldu að yfirmönnum þeirra
væri kunnugt um það,“ segir Dóra
Hlín Ingólfsdóttir, formaður hags-
munafélgs lögreglukvenna, aðspurð
um niðurstöður viðhorfskönnunar
innan lögreglunnar.
Skýrsla nefndar um bætta stöðu
kvenna innan lögreglunnar er kom-
in út og var m.a. lögð fyrir Alþingi
í fyrradag. Dóra Hlín, sem einnig
átti sæti í nefndinni, sagði að mikill
munur kæmi fram á svörum kynj-
anna þegar spurt var hvort viðkom-
andi væri kunnugt um að kynferðis-
leg áreitni ætti sér stað innan lög-
reglunnar. Aðeins 18% karla töldu
slíkt eiga sér stað innan lögreglunn-
ar.
Áramótin 1995-1996 voru alls 604
starfandi lögreglumenn á landinu.
Þar af voru 26 konur eða 4,3%. í
stöðum yflrmanna, þ.e. aðalvarð-
stjóra, aðstoðaryfirlögregluþjóns og
yfirlögregluþjóns var engin kona en
ein kona gegndi starfi lögreglufull-
trúa.
Þarf jafnréttisfulltrúa
„Það er líka mjög miður að eng-
in kona er í yfirmannsstöðu innan
lögreglunnar. Það virðist vera á
brattann að sækja fyrir konur upp
metorðastigann hjá lögreglunni.
Því miður kom ekkert róttækt
fram sem leitt getur til úrbóta. Það
sem er hvað mikilvægast er að fá
jafnréttisfulltrúa innan lögregl-
unnar sem sinnt gæti kvörtunum
vegna mismununar á grundvelli
kynferðis, þar á meðal vegna kyn-
ferðislegrar áreitni. Það þarf líka
að kynna lögreglustarfið betur og
á jákvæðan hátt þannig að áhersla
verði lögð á að það henti jafnt kon-
um sem körlum. Það sem er mjög
jákvætt núna er að fjórðungur ný-
liða í lögregluskólanum er konur,“
segir Dóra Hlín. -RR
Elliheimiliö í Kaupmannahöfn þar sem voðaatburöirnir geröust.
Atburðirnir á elliheimili í Danmörku:
Náið fylgst með
dánartölunni
- segir forstöðumaöur vistheimilisins Hlíðar á Akureyri
DV, Akureyri:
I kjölfar þess að sjúkraliði á elli-
heimill í Kaupmannahöfn hefúr verið
ákærður fyrir morð á 22 vistmörinum
hafa þær spumingar vaknað hvort sá
möguleiki geti verið fyrir hendi að
slíkur atburður gæti átt sér stað hér á
landi. Danski sjúkraliðinn er sakaður
um að hafa orðið fólkinu að bana með
stórum skömmtum af lyfrnu Ketogan,
og dæmi um slik mál eru fleiri. Sams
konar mál hafa komið upp á síðustu
árum í Austurríki, Svíþjóð og Noregi
þar sem fólk úr heilbrigðisstéttum
hefur ýmist verið ákært eða dæmt í
slíkum málum þar sem grunur lék á
að tugum aldraðs fólks hafi verið
„hjálpað yflr móðuna miklu".
Á vistheimilinu Hlíð á Akureyri
eru starfandi þrír læknar sem ávísa á
lyf handa vistmönnum, að sögn
Bjöms Þórleifssonar forstöðumanns.
„Við erum einnig með lyQafræðing
sem sér um að lyfin séu rétt og við
erum með hjúkrunarfræðinga sem
eru ábyrgir fýrir því að taka lyfln til.
Ef einhver hjúkrunarfræðingur tæki
upp á því að vilja hjálpa fólki yflr
móðuna miklu væri sjálfsagt erfltt að
stoppa það, hefði hún aðgang að slík-
um lyfjum," segir Bjöm Þórleifsson.
Bjöm bendir á að lyf eins og danski
sjúkraliðinn gaf gamla fólkinu sé
skráningarskylt, og komi ekki fyrir-
skipanir frá læknum um notkun á
slíkum lyfjum eigi hjúkrunarfræðing-
ar ekki að hafa aðgang að þeim. „Eft-
irlit með hvemig þetta fólk vinnur er
síðan í höndum Lyfjaeftirlitsins sem
fylgist með hvað er notað af lyfium
hjá okkur og málið í heild heyrir und-
ir landlækni."
Bjöm segir að á Hlíð sé fylgst mjög
náið með dánártölunni. „Ef það kæmi
upp að á einni deild dæi fólk meira en
annars staðar myndu vakna grun-
semdir um að eitthvað væri að,“ seg-
ir Bjöm.
Nánast útilokað
„Það er nánast útilokað að slíkt
geti gerst hjá okkur þótt auðvitað geti
enginn verið 100% viss,“ segir Júlíus
Rafnsson, framkvæmdastjóri Elli-
heimilisins Grundar i Reykjavík.
„Aðgang að lyfjageymslu deilda
hafa eingöngu deildarstjórar og þeir
skrá á hverjum degi hvað hver einasti
maður fær af lyflum. Lyfjafræðingur
kemur daglega og fylgist með hreyf-
ingu lyfla þannig að svona mál held
ég að geti ekki gerst á neinu einasta
elliheimili á íslandi.
En þetta snýr auðvitað að þeim ein-
staklingi sem hefúr lyklavöldin á
hverjum tíma. Hjá okkur em öll dag-
leg lyf tekin til af lyflatækni undir
handleiðslu lyflafræðings, það kemur
aldrei eirrn aðili að því að taka til lyf
fyrir vistmenn," segir Júlíus. -gk
^dranhfij, mij dear. . .
. . JJo cjiue a
imni
Sumum er alveg sama
Það kveður við nýjan tón í fullkomnu 29“ PHILIPS heima-
bíótæki sem býr yfir svo einstökum myndgæðum að þér
stendur ekki á sama. PHILIPS heimabíötæki á „dramatískt“
lágu verði - og Þú sérð uppáhaldsbíómyndirnar í nýju Ijósi!
PHILIPS 29“ PT6433 ___________ AðeínS ______________________
• Black Line Super myndlampi
• 5 hátalarar 70W
• íslenskt textavarp
• Dolby Prologic heimabíókerfi
• PHILIPS myndgæði
119.900
stgr.
m
ÁNÆGIUÁBYRGÐ
Sé kaupandi ekki ánægður
með vöruna má hann skila
^^^^^^JjvennMnnanJIÖ^aga^
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO
http.//www.ht.is
umboðsmenn um land allt
[1
T/L 36 MANAÐA